Vísir - 26.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 26.10.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Útvarpsstjórinn liggur enn undir hinum þungu ásökunum Alþýðublaðsins. Meiðyrdamálið gegn pitstjóra Vísis kemur fyrir á morgun. Það hefir verið hljótt um „út- varpsstjóramálið“ svokallaða að undanförnu, enda hefir þar fátt borið til tíðinda, annað en það, að mál útvarpsstjóra gegn rit- stjóra þessa blaðs hefir verið þingfest, og verður lögð fram greinargerð og nokkur gögn í málinu frá hendi blaðsins á morgun. Má svo búast við að vitnaleiðslur taki alllangan tíma, enda ekki reynt hve víð- tækar þær verða, fyr en á síð- ara stigi málsins, og eftir því hvað upplýsist og tilefni gefst til. — Að því er Vísir hefir sannfrétt hafa engin frekari kærumál borist ráðherra á hendur út- varpsstjóra, enda alt með kyrr- um kjörum í útvarpinu frá þvi er útvarpsstjórinn fékk siðferð- isvottorð lijá starfsfólkinu, með því móti að kalla einn og einn inn til sín i senn og veita engan umhugsunarfrest. Það hefir þó borið til tíðinda að forsætisráðherra mun hafa sýnt útvarpsstjóra nokkra van- þóknun, og kom það berast fram er vígja skyldi endur- varpsstöðina að Eiðum. Áttu þeir þá að standa lilið við lilið forsætisráðherrann og útvarps- stjórinn og tala tíl fólksins og hafði sú dagslcrá verið auglýst af útvarpinu, en lienni var breytt á síðustu stundu og tók Eysteinn Jónsson fjármálaráðh. að sér hlutverk stallbróðllf sins. ,Öneitanlega hefði þó farið hetur á hinu, að æðsti vfirboð- ari útvarpsins hefði þar látið til sin Itéýfá, einkum þar sem hér var um hátiðlegt og sögulegt til- efni að ræða. Segja kunnugir að forsætis- ráðherrann hafi litið svo á, að eins og sakir stæðu væri það ekki virðingu hans samboðið, að standa við lilið útvarpsstjóra frammi fyrir alþjóð. Þá hefir það einnig heyrst að útvarpsstjórinn væri ekki leng- ur einráður um val starfsmanna sinna, heldur hefðu þar aðrir hönd i bagga með, til þess að forða öllum vandræðum, og er það vel farið ef satt reynist. Ekki hefir útvarpsstjóri enn sem komið er stefnt ritstjóra Alþýðublaðsins né Nýja dag- blaðsins, og hreppir ritstjóri jæssa blaðs þvi það ömurlega hlutskifti að réttlæta ummælj beggja þessara blaða, að svo mildu leyti sem þau voru orð- rétt tilfærð í greinum Yísis. Hinsvegar liggur útvarpsstjór- inn ennþá undir hinum þungu ásökunum Alþýðublaðsins, sem Visir taldi ósæmilegt að til- greina, þótt ritstjóri Alþýðu- blaðsins gæti þar frómt úr 19w vtiðor i i Siðniri. Leitarmenn á Síðuafrétti hreptu aftakaveður síðastliðinn sunnudag. Um kvöldið er kom- ið var að gangnakofa, vantaði einn leitarmanna, Pál Krist- jánsson fpá Skaptárdal. Lögðu þá tveir friskI#ijíflIT]enn, Jóhann Jónsson, Seglbúðum, og Sigurð- ur Sveinsson að Hrauni, út í náttmyrkrið og illviðrið, til þess að leita hans. Leitin varð árangurslaus, éri leitarmenn urðu sjálfir svo hart úti, að Jó- hami komst nauðulega í kofaiiii flokki talað, vegna hins nána sambands síns við fyrverandi yfirboðara útvarpsins, Harald Guðmundsson. Þá verður það einnig að telj- ast furðu einkennileg aðild máls, að útvarpssstjóri — sem samkvæmt gefinni vfirlýsingu i blöðum og útvarpi, ekki er í neinum stjórnmálaflokki, stefn- ir ritstjóra þessa blaðs fyrir meiðandi ummæli um Fram- sóknarflokkinn, og lítur þvi út fyrir að nánara sé þar nef aug- um, en hann vill vera láta. Um mál útvarpsstjórans og ritstjóra þessa blaðs er ekki á- stæða til að ræða miklu frekar að sinni, en blaðið taldi rétt að láta lesendur sína vita af þvi, að málið væri enn á döfinni, en aðalatriðið er það, að frá liendi almennings komaengarsættirtil greina, fyrr en forsætisráðh. sér sóma sinn og víkur útvarps- stjóranum úr stöðunni, — sem liann hefði aldrei átt að skipa. aftur og hafði þá orðið að skilja við Sigurð grafinn í fönn. Sið- ar um nóttina tókst leitarmönn- um að finna Sigurð og koma honum allþrekuðum í kofann. Á mánudagsmorgun hófu þeir að nýju lei't að Páli og fundu hann i gærdag örendan á ber- svæði. Páll Kristjánsson var elsti sonur hjónanna i Skaptár- dal, rúmlega tvítugur að aldri og efnismaður. — Leitarmenn voru um nónbil í dag ókomnir til bygða, en aðstoðarmenn höfðu verið sendir af stað til jnóts við þá, (FÚ). aðeins Loftup, Sigurbjörn Á. Gíslason: Drottinn var i djúpinu. I. Útvarpsræða, flutt í dómkirkjunni i Rvík 4. sept. 1938. II. Ávarp, flutt í kirkjugarði Reykjavík- ur 27. ágúst s. á. Ræða þessi og ávarp var flutt í tilefni af hinu sviplega slyrsi við Tungufljót, þar sem mæðg- urnar frá Ási druknuðu og höf. sjálfur var nær dauða en lifi, en var á síðustu stundu hrifinn úr heljargreipum. Á einum stað i ræðunni segir liöf.: „Lifið er stutt og þvi fylgja svo margar áhættur og sorgir, að það er óviðjafnanlega raunalegt, að menn skuli ekki almennt keppast um að verða lærisveinar Jesú Krists, og hljóta við það tvöfalda gleði: meðan sólin skín, og margfalda huggun, þegar sól er gengin til viðar“. Og á öðrum stað: „Iif vort hér á jörðu er meir en lítil áhætta. Hver dagurinn getur orðið siðastur. Og þó gleymum vér iðulega að breyta svo, sem vér mundum kjósa að breyta síðasta daginn hér á jörðu Margur gleymir því ár eftir ár að búa sig nokkuð undir brott- för sína héðan úr heimi, þótt honum þyki sjálfsagt að búa sig vel undir nokkra vikna ferð af landi brott“. Eg tilfæri ekki fleira, en öll er ræðan þrungin af trúnaðar- trausti og von hins trúaða manns. Hann átti ástríka konu og elskulegar dætur og það var ómetanlegt ríkidæmi, en hann misti lika mikið og gat þvi sagt sem Job: Drottinn gaf, drottinn tók, lofað veri nafn drottins. Margir undruðust, að cand. Sigurbjörn skyldi hafa þrek til að tala við gröfina og í heima- húsum, sem og að flytja þéssa kirkjuræðu, én hann sýndi með þvi, að hann er trúarhetja og að trú lians. er bygð á bjargi, sem er Ivristur. Það mátti að vísu lieyra, að liann átti erfitt með að byrja, en svo flutti hann ræðu sína með prýði, éins og venjulega. Fór lionum ekki ó- svipað og Agli Skallagrímssyni, er hann hóf að flytja Sona- torrek: Mjök erumk tregt tungu at liræra. Allur ágóði af sölu- ritsins, sem kostar aðeins 50 au., á að renna i Minningarsjóð Guðrún- ar Lárusdóttur og fyndist mér vel við eiga, að Hallgrímsnefnd- ir eða kvenfélög, þar sem þau cru, gengust fyrir sölu ritsins, og mætti þá vel svo fara, að nokkur fjárhæð safnaðist, þvi að margt smátt gerir eitt stórt, og ætti þessum nefndum og fé- lögum að vera ljúft verk að vinna að þessu, þvi að Guðrún sál. var, sem kunnugt er, full- trúi kvenna á Alþingi, og sat þar hæði sér og kvenþjóðinni til sóma. Annars hefði mér þótt best við eiga, að allar ræðurnar, sem fluttar voru við útförina, hefðu verið prentaðar með. Sérstak- lega voru þeir mjög fáir, sem gátu heyrt húskveðjuna, af þeim fjölda er safnaðist saman að heimilinu, þó hátalari væri, hvað þá aðrir, sem ekki , voru viðstaddir. Það er fágætt, að sami mað- ur verði fyrir svo miklum missi í einu. Þó eru þess víst dæmi hér á landi, að konur hafi mist eiginmenn og sonu, einn eða fleiri, í sjóinn i einu og í Flugu- mýrarbrennu misti Gissur jarl konu sína, Gróu, og alla syni sína þrjá, er þar brunnu inni. Er þessi sorgaratburður þvi, þó mikill sé, ekki einsdæmi. Þess munu margir óska og biðja, að cand. Sigurbjörn Á. Gíslasyni megi veitast styi-kur til að bera þessa þungu raun, er hann hefir orðið fyrir, með þvi þreki og krafti andans, sem hann hefir sýnt til þessa, Hann liefir á 'hendi' og er i stjórn Ellilieimilisins á Gi-und auk ýmsra annara starfa, og er þaö vel, því að „alvarleg störf sætta ■■ .....................I menn að lokum við lifið“ Iiefœ vitur maður sagt. Og mun svo enn reynast. E. Thorlacias, Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 2 st., heitast í gær 5, kaldast í nótt 2 st. (EitthvaS hlýtur að vera bogið við þessa síS- ustu mælingu, þvi að í morgun vom pollar í bænum freðnir). Heitast á landinu í morgun 2 st., hér og í Eyjum, kaldast — 3, i Grítnsey. Úrkoma hér í gær og nótt 0,6 inra. Sólskin í gær 3,5 st. — YfirHtr Lægð niilli Isfcmds og Noregs. Önnur lægð að nálgast frá Suður- Grænlandi. — Horfur: Faxaflói: Hægviðri fram eftir degi, en hvessir á suðaustan með rigningu í nótíL Skipafregnir. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn í kvöld. Goðafoss kemur til Vest- inannaeyja síðdegis í dag, hingað í fyrramálið. Brúarfoss er á jeið tii Leith frá London. Dettífoss fer í kvöld kl. 10 til Grimsby og Haní- borgar. Lagarfoss er á leið til Ber- gen frá Austf jörðum. Selfoss er á leið til Aberdeen. Dr. Wolf Rottkay flytur næsta háskólafyrírlestnr sinn úm þýskar mállýskur, í kvöld kl. 8. Fríkirkjan í Reykjavík. Áheit frá N. N. kr. 50.00. Bestta þakkir. — Ásm. Gestsson. Lestrarfélag kvenna, Amtmannsstíg 4. Bókasafníð er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—6 og mánudags- kvöld og miðvikudagskvöld kL 8— 9- — K. R. Munið skemtiíundínn í kvöld i K.R.-húsinu. Hann hefst kl. 8.30. Til skemtunar verður danssýning, erindi, upplestur úr spennandi hók, sem K.R. er að gefa út og dans, K R-ingar, fj ö hnenn ið l Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er nú frá kl. 5.15 að kvöldi til kL 7.10 að morgni, Aðalfundur Skíðafélags Reykjavikur lrefst kL 8.30 í kvöld í Oddfellow-húsinu, niðri. EYSTRASALTSRlKIN I. LITHAUEN. Verður Lithauen bútað sundur eins og Tékköslðvakía? Um þessar mundir er mikið rætt um framtíð ríkjanna í mið- hluta álfunnar og suðausturhluta álfunnar, vegna hinna stöðugt vaxandi álirifa Þjóðverja. Eitt þessara ríkja, Austurríki, hefir verið sameinað Þýskalandi. Tékkóslóvaldu er verið að húta sundur. Svo horfir sem Tékkar og Slóvakar, vegna vonbrigð- anna yfir því, að stuðningur ríkjanna, sem stóðu að friðarsámn- ingunum, brást þeim iá stund neyðarinnar, hallist framvegis að Þýskalandi, og allar líkur benda til, að nánari samvinna, að minsta kosti á sviði viðskifta, takist með Þjóðverjum og ýms- um fleiri þjóðum álfunnar, svo sem Júgóslövum, Búlgörum og fleiri, en því traustari sem viðslciftasamvinnan er, því meiri líkur eru til, að hin pólitíska samvinna treystist að sama skapi. — Um þann flokk smárikja, sem kallast Eýstrasaltsríkin, er minna talað sem stendur, en það er margt sem bendir til, að ýmislegt í sambandi við þau, fari að lcoma á dagskrá aftur. Þessi ríki urðu, eins og Tékkóslóvakía, til upp úr heimsstyrjöldinni. Eitt þeirra, Lithauen, hefir orðið að sætta sig við kúgun af hálfu voldugs nágranna, Póllands, og kannske er Lithauen það Eystrasaltsríkjanna, sem næst kemur mest við sögu af smáríkj- um álfunnar. Er í eftirfarandi grein vikið að ýmsu varðandi Lithauen og vandamál Litháa og er stuðst við greinaflokk, sem birtist í víðlesnu, áreiðanlegu amerísku blaði, um þessi efni. Þegar menn ferðast um Lit- hauen nú á dögum reka menn fljótt augun í það, að livarvetna hafa risið upp nýjar hyggingar á bújörðunum-ný hýli hafa ris- ið upp um gervalt landið og yfirleitt virðist alt bera miklu athafnalifi vott. Landbúnaðarlögm sem sett voru í þessu litla, unga lýðveldi, eru farin að béra ávöxt. Með þeim fengu bændur landsins ný og betri skilyrði Kl þess að bæta liag sinn og þeir hafa vissulega notað þau, sér og þjóðarheild- inni til hagsbóta. Lithauen er eitt þeirra ríkja, þar sem fáir hafa safnað mikl- um auði, og örbirgðin þekkist þar ekki, jxítt margir sé litlum ANTANAS SMETANA ríkisforseli. efnum búnir. Jafnvel hinminstu bændabýli í Lithauen virðast bera því vitni, að einnig þar komist menn mjög sæmilega af. I Litliauen tíðkast það hvergi, eins og í Fríslandi og Saxlandi, að hlöður og gripa- hús sé undir sama þaki. í Lit- liauen rekur ferðamaðurinn fljótlega augun í ,að útiliús eru mörg — og kornskemmumar stærstar — og liestar, kýr og svín hafa sínar sérstöku vistar- verur. Flest hús eru bygð af timbri og ríkið selur hændum og land- nemum hyggingarefni fyrir mjög sanngjarnt verð. Hagstæð lán eru veitt til efniskaupa, því að þau eru til langs tíma og af- borganir litlar. Bændur eru hvattir til þess að nota óeldfimt byggingarefni í þök og því sjiást hvarvetna á hinum nýju húsum skifuþök og járnvarin þök. Það vekur sérstaka athygli ferðalangsins í þeim héruðum, þar sem nýtt land liefir verið tekið til ræktunar, að megin á- liersla er lögð á það af land- nemunum, að koma sér upp sæmilegum húsuin fyrir gripi og uppskeru fyrstu árin. Land- nemar sætta sig við að húa i bráðabirgðaskýlum meðan þeir eru að koma upp útihúsum, en þar sem landnám var hafið fyr- ir 2—3 árum eru komin upp snotur og skrautleg íveruhús. Mesta vandamál bænda í Lit- liauen er að fá gott verð fyrir afurðir sínar, en verðlagið fer eftir skilyrðum Iieimsmarkaðs- ins frekar en eftirspurninni heima fyrir. Yfirleitt má segja, að bændastéttin geri minni kröfur til þæginda én alment tíðkast í vesturhluta álfunnar. Og bændur í Lithauen verða flestir að standa straum af nokkurum skuldum í bönkum, en skuldir þeirra eru yfirleitt minni en í Öðrum landbúnaðar- rikjum álfunnar. En skulda- byrðin er þeim erfið vegna ]>ess, að til skulda var stofnað þegar verðlag á landbúnaðarafurðum var hærra en nú. Ríkið hefir reynt að koma bændum lil hjálpar í þessum efnum, og lög hafa verið sett til þess að ákveða' launakjör þeirra sem vinna lijá bændum, en vinnufólki eru greidd laun að nokkuru levti í reiðu fé og að nokkuru með landbúnaðarafurðum. Bændur í Lithauen ræktuðu til skamms tíma aðallega korn, hafra, bygg, rúg og hveiti, kart- öflur, ertur o. s. frv., en á síðari árum hefir verið meiri stund lögð á griparækt og mjólkur- framleiðslu. Rikið hefir komið upp tilrauna- og fyrirmyndar- búum, og þaðan fá bændur úr- valsgripi. Bændum er þar leið- beint um fóðrun og alla með- ferð gripa og afurða, til þess að þeir geti fengið sem best verð fyrir kjöt sitt og mjólkurafurð- ir. Sérstök áhersiá er lögð á að veita smábændum og landnem- um alla aðstoð í té í þessuni efnum og nú er svo komið, að þeir eiga flestir göða gripi og hafa mikinn áhuga fyrir að eiga sem besta gripi og að vanda framleiðsluna sem mest. Land- búnaðarráðuneytið hefir stofn- að eftirlitsstöðvar, þar sem sér- fræðingar starfa og ferðast um meðal bænda, leiðbeina þeim, og hafa eftirlit með höndum hjá öllum bændum sem stunda svínarækt og útflutning á fleski fyrir augum. Á þessum eftir- iitsstöðvum eru gerðar fóðurtil- raunir, og þangað flytja bænd- ur framleiðslu sína til skoðunar og flutnings. Ríkiseftirlit er með öllum flesk-útflutningi, fram- leiðslu mjólkurafurða og út- VILNA. flutningi þeirra. Er þvi að eins flutt út fyrsta flokks vara og útflutningur af fleski og smjöri eykst með ári liverju. Landbúnaðarráðuneytið Iieflr með ýmsum ráðstöfunum kom- ið fram menningarlegum ura- bótum til hagsbóta fyrir hænda- stéttina i Lithauen. Þannig hafa verið stofnaðir bændaskólar ó<3 til kveldnámskeiða fyrir haand- ur og bændaefni og sveitakon- ur og stúlkur. Þá hefir ráSu- neytið haft forgöngu í því, að ungir bændur stofnuðu meS sér félög, það gefur út hlöð og bún- aðarrit og styður ýmiskonair nýjar tilraunir á sviði Iandhún- Frh. á 4. hlsu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.