Vísir - 09.12.1938, Blaðsíða 7

Vísir - 09.12.1938, Blaðsíða 7
Föstudaginn 9. desember 1938» V I S í R Stærsta sölubóö landsins verðnr opnnð ai Mjölknrfélagi Reykja- vikur eitir næstu helgi. Utvarpid. vikuna sem leið 30 - 40 iðDaðarmesn vinna dag og nðtt að breytingo og endurbðtum á versb nninni Liverpool. Tíðindamaður Vísis leit sem snöggvast í morgun inn í versl- unina Liverpool, en þar er nú verið að vinna að stórkostlegri breytingu á skipulagi sölubúðarinnar. Var þar mikið um að vera, um 30—40 menn að störfum við allskonar breytingar, þ. á. m. trésmiðir, málarar, dúkalagningamenn, rörlagninga- menn o. fl. og stendur til, að breytingunni verði lokið upp úr næstu helgi og verður þá opnuð þarna sölubúð, sem mun verða hin mesta hér á landi, og verður snið hennar með fyrirkomulagi, sem ekki hefir sést hér fyr, líkt því sem tíðkast í stórverslunum erlendis, en í nokkuru minni stíl. Tíðindamaður blaðsins rakst þar á framkvæmdarstjóra fé- lagsins, Eyjólf Jóliannsson, og notaði tækifærið til þess að spyrja hann nánar um breyting- una. Kvað hann liafa verið á- kveðið að bjóða blaðamönnum að skoða húsakynni verslunar- innar, eftir breytinguna, og skýra þá ítarlega frá þeim. Nokkurar upplýsingar lét hann þó tiðindamanninum í té, sam- kvæmt ósk lians. Þegar Mjólkurfélag Reykja- víkur var stofnað, fyrir 8 árum, sagði Eyjólfur Jóhannsson, var alt fyrirkomulag verslunárinn- ar með nýju sniði. En síðan liafa orðið miklar breytingar, og það, sem var samkvæmt kröfumtím- ans þá, er það ekki nú. Verslun- in Liverpool hefir frá upphafi veri leiðandi verslun á sínu sviði og taldi forstjórinn það skyldu liennar, að fylgjast með í þess- um efnum sem öðrum, og nota það tælufæri, sem nú býðst, þar sem verslunin er 50 ára, til þess að framkvæma breytingarnar, og gera verslunina þannig úr garði, að hún standi fremst einnig á þessu sviði en jw sér- staklega með það fyrir augum, að viðskiftamenn hennar gæti hvergi komið þar sem aðbúnað- ur og afgreiðsla verði fullkomn- EYJ|ÓLFUR JÓHANNSSON. ari en í Versluninni Liverpool. Tíðindamaðurinn spyr nú um stærð og framtíðartilhögun. Gólfflötur sölubúðarinnar verður um 200 fermetrar og verður liún i sex deildum, þar sem verða á boðstólum allskon- ar nýlenduvörur, tóbak, sæl- gæti, snyrtivörur, leirvarningur, glervara, búsáhöld, leikföng, margskonar smávarningur,enn- fremur allskonar innlendur fatnaður framleiddur hér á landi, svo sem frakkar, kápur, viilnuföt, nærföt, skyrtur, húfur o. fl. Auk jæss verður sérstök deild fyrir blóm, innl. keramik og annan skrautvarning. Afgreiðsluskilyi'ði öll verða samkvæmt nýjustu kröfum og hin ákjósanleguslu. ÍÞRÓTTAMÁL Þing knattspyrnumanna sett- ist aftur á rökstóla í gærlcveldi. IJófst fuhdurinn kl. 9 og slóð til kl. tæplega tvö. Var aðallega rætt um reglugerð K. R. R. eða frá kl. 9—12,40 og var hún sam- þykt í öllum aðalatriðum, þó með nokkrum orðabreytingum. Umræður urðu engar um reikninga Þjóðverjaheimsókn- arinnar, enda var formaður mótlökunefndarinnar ekki á fundinum, en þinginu var enn frestað þangað til í janúar. Eftirfarandi tillögur og álykt- anir voru samþyktar á þinginu: „Fyrsta ársþing knattspyrnu- manna í Rvík, haldið í Oddfell- owliöllinni 8. des. 1938, þakkar bæjarstjórn Reykjavíkur land- svæði það sunnan Eskihlíðar, sem ællað er undir íþróttasvæði og framkvæmdir þær sem þeg- ar liafa verið unnar þar. Þingið telur lieppilegast að á næsta ári verði liafist handa um byggingu tveggja malarvalla til knatt- spyrnuæfinga fyrir öll fjögur félögin sameiginlega, og slcorar í því sambandi á bæjarstjórn Rvikur að taka upp í fjárhags- áætlun sína 1939 nægilega fjár- hæð til framkvæmda á því ári, í sainráði við nefnd frá félög- unum.“ „Fyæsta ársþing knattspyrnu- manna í Rvik, haldið í Oddfell- owhöíliimi 8. des. 1938, skorar á hið liáa Alþingi að veita kr. 1000,00 árlegan styrk, næstu 3 ár, til bvggingar knattspyrnu- valla á hinu fyrirhugaða íþrótta- hverfi við Skerjafjörð.“ Tillögur þessar voru fluttar af vallarnefnd þingsins. „Við undirrilaðir höfum end- urskoðað bráðabirgðareikniiigs- yfirlit móttökunefndar vegna lcoinu Þjóðverjanna 1938 og horið saman fylgiskjöl yfir tekj- ur og gjöld og eru þau í sam- ræmi við niðurstöður reiknings- yfirlitsins. Að öðru leyti skortir formleg- an frágang á reilcninginn og óskum við að nefdinni verði falið að ljúka þvi áður en til, samþyktar kemur. Adolf Björnsson. Sveinn Zoega. Sjálfstæðiskonur! Þið, sem eigið eftir að gefa á basarinn, komið mununum til Jón- ínu Guðmundsdóttur, Barónsstíg 8o eða hringið í sima 4740; — þá verða þeir sóttir. Fullveldisdaginn var útvarpið nærri algerlega lielgað liálíða- höldunum. Má telja merlcisvið- burð í sögu útvarps hér á landi tilraun þá, sent gerð var með útvarp frá Vestur-íslendingum og löndum vorum i Kaup- mannahöfn. Ef til vill á útvarp- ið fyrir sér að treysta samband- ið milli íslands og landa vorra vestan liafs og eiga sinn þátt í að halda því við í framtíðinni. Hátíðabragur þessa dags lýsti sér meðal annars í meiri sátt- fýsi í tali manna en hversdags- lega. Ræðan, sem fulltrúi kommúnista flutti þá um kvöld- ið, var því vægast sagt óviðeig- andi. Á föstudaginn flutti Lúðvig Guðmundsson „Æskulýðsþátt“. Tók liann Nýja-Sjálands-planið rækilega aftur úr skaftinu. Síð- an hefir það vitnast, að allir þessir útflytjendadraumar eru tilkomnir vegna einhverrar hviksögu, sem útvarpið flutti um ráðstaíanir, sem Nýja-Sjá- landsstjórn liafði á prjónunum til að auka innflutning fóllcs til landsins. Og sýnir það meðal annars, að eitlhvað geti stund- um að minsta kosti verið bögið við fréttaflutning útvarpsins. Þá flutti Steinþór Sigurðsson mag, erindi um Björn Gunn- laugsson, vel samið, en flutn- ingur Steinþórs er óþægilegur, og skemmir það líka skíða- mannaþættina, sem hann flytur á mánudögum. Um erindi dr. Björns K. Þór- ólfssonar um einokunarfélagið 1733—1742, er liann flutti á þriðjudagsvöld, var gott eitt að segja. Öll fræðsla um einokun- ajrverslun er i fylsta máta tíma- bær einmitt um þessar mundir. Þá liefir Vilhj. Þ. Gíslason flutt tvö erindi i fræðsluflokki urn Hávamál, og fer vel af stað. Ifver reynsia verður af fræðslu- flokkum i útvarpinu, verður eðlilega ekki sagt nú þegar, en það liggur i hlutarins eðli, að ekkert eitt umræðuefni verður við allra liæfi eða að allra ósk- um. Þessvega er engin ástæða til að amast við þvi, að fyrsta tilraunin i þessa átt er gerð með Hávamál, enda ])ótt telja megi liklegt, að tiltölulega tak- markaður liópur hlustenda hlýði á fræðslu um þau að stað- aldri. Kvöldvakan á miðvikudag var fjölbreytt, upplestur Hagalíns skemtilegur. Erindi Þorsteins Jösefssonar: „Úr svissnesku þjóðlífi“ fróðlegt og skemtilega að orði komist á köflum, en flutningur þunglamalegri en hæfði svo hugðnæmu erindi. Ef til vill er það hótfyndni að setja út á það að talað sé um „skap- gerð“ hjá kúm. Er ekki skap- gerð íslenska þýðingin á orðinu Charakter? Hitt er alveg óþarft að tala um „knospa“ blómanna. Þýska orðið Knospe er ýinist ])ýtt blómknappur eða brum á íslensku. Kvæði Helga Sæmundssonar voru þægileg á að hlýða. Þar mun vera smekkvist og vand- virkt ljöðskáld á ferðfnni. Um sögu Hannesar Sigfús- sonar er ef til vill rangt að dæma, úr því liann fékk ekki að flytja hana alla. Þó má fullyrða, að þetta kommúnista orðfæri, sem pilturinn brá fyrir sig öðru hverju, var síst til að prýða sög- una. Og ef viðkvæmni sú og 3 samúð með fátæku fólki, sem kom fram í sögunni, þarf endi- lega að heita konnnúnismi, eins og Iielst var að skilja á bréfi liöf. lil útvarpsráðs (sem Helgi Hjörvar las upp) þá átti þessi saga ekkert erindi í útvarpið. Kommúnistar eiga sannarlega engan einkarétt á þeim tilfinn- ingum. Á sunnud. las Sigurður Ein- arsson upp úr bók um Eugeniu keisaradrotningu. Var í sjálfu sér ekkert út á þann kafla að setja. En mörgum útvarpshlust- endum mun nú finnast alveg nóg að lilusta á Sig. Ein. lesa upp erlendu fréttirnar flest kvöld vikunnar og auk ])ess er- indi frá útlöndum nærri viku- lega, þó ekki sé verið að tefla lionum fram sem upplesara eða fyrirlesara þar á milli. Flutn- ingur lians er of belgingslegur og málfæri of tilgerðarlegt til þess að hægt sé að verjast því að verða leiður á honum. Loks má geta þess, að þeir, sem feldu sig illa við nýja þul- inn, þegar hann byrjaði, láta nú margir í ljósi, að ])eir venjist honum vel. Honum fer áreiðan- lega fram því lengur sem hann gegnir starfinu, og er þá vel. — 4 Í.0 O.F. 1 s= 1209128 v2 = E.K 9 V.2- 0. Veðrið í morgun. , 1 Reykjavík —- 5 st., heitast í gær 2, kaldast í nótt — 5 st. Sól- skin í gær 2.5 st. Heitast á landinu í morgun 1 st., á Dalatanga; kald- ast — 5 st., hér og í Kvígindisdal. — Yfirlit: Alldjúp lægð milli Is- lands og Noregs. Önnur vestan við Bretlandseyjar á hreyfingu í aust- ur. — Horfur: Suðvesturland-— Breiðafjarðar: Norðan og norð- austan gola. Bjartviðri. Sjálfstæðismenn halda kaffikveld að Hótel ísland annað kvöld kl. 8)4. Nokkrir nem- enda stjórnmálaskóla flokksins mtinu taka þarna til rtiáls. Súðin fór í gær frá Eyjum, áleiðis til Hornaf jarðar. ..... t r, . Franski sendikennarinn flytur fyrirlestur í kvöld kl. 8 í Háskólanum. Skipafregnir. Gullfoss er í Stettin á Þýskalandi. Goðafoss er á leið til Siglufjarð- ar frá Isafirði. Brúarfoss fór frá Stykkishólmi kl. 11 í gærkvöldi. Dettifoss er í Hamborg, Lagárfoss í Kaupmannahöfn. Selfoss fór í gærkvöldi frá Rotterdam til Ant- werpen. Merkileg bók. Fyrir nokkurum dögum, er út komin ný ljóðabók eftir Jón skáld Magnússon. Er það „eiiiyrkjasaga“ og nefnist „Björn á Reyðarfelli“. Þetta er fjórða ljöðasafn höfund- arins og jafnframt hið besta. Isa- foldarprentsmiðja hefir gefið bók- ina út og vándað allan frágang hennar. — Þessarar prýðilegu bókar verður síðar getið hér i blaðinu. Bæjar Bæjarbúar! Sími Vetrarhjálparinnar er 5164. Skrifstofan er í Varðarhúsinu, uppi, og þar er gjöfum veitt mót- taka daglega. Einnig er gjöfum veitt móttaka í franska spítalanum. Verslunarjöfnuðurinn varð hagstæður um réttar 6 milj. króna, miðað við 30. f. m. Útflutn- ingurinn í mánuðinum na'ni 6.6 milj. króna, eða alls á árinu 51.8 milj. kr., en innflutningurinn varð 45.8 milj. kr. á sama tíma. Helstu útflutningsafurðir í mánuðinum voru síld, gærur, freðkjöt o. fl. Höfnin. E.s. Kongshaug kom í gærkvöldi Hefir tekið fisk til útflutnings á höfnum út um land. E.s. Rona kom frá útlöndum í morgun með cem- entsfarm. Togararnir. Kári og Skallagrimur konnt af veiðum í morgun. Vikublaðið Löffberg í Winnipeg er nú farið að koma út í minna broti en áður eða „ná- kvæmlega í sömu stærð og það var, er það fyrst hóf göngu sína, og í sama broti og allur þorri canadiskra vikublaða nú er.“ Breytt verður um letur til þess að tryggja lesendun- um eftir sem áður jafnmikiö les- mál. Breyting þessi er gerð i sparn- aðar skyni. Tímarit V.FJ., 4. hefti er nýkomið út. Flytur það áframhald fyrirlesturs Stein- gríms Jónssonar, rafmagnsstjóra, um Sogsvirkjunina, og fylgja því margar ágætar myndir. Jakob Gísla- son, verkfræðingur, skrifar um Rafmagnsfræðingamótið í Khöfn. Hjónaefni. 1. des. s.l. opinberuðu trólofina sína ungjfrú Tngábjörg Þorsteins- dóttir Bachmann og Kjartan Jóm&- son r'afsuðumeisíari hjá véisaniðj— unni Héðinn. Bæjarbúar, takið eftirl Sj ál fstæði skwnnafélagíð- , Hvöfc heldur basar sunmtdaginn n. des- í Varðarhúsinu. Margir góðir mun- ir hentugir til jólagjafa. Eimfrem- ur barnafatnaður. — Bæjarbúar, komið og sannfærist um, að þar er eitthvað handa öllum. Fyrirspurn til Skautafélagsins. Getur Skautafélagið ekki séð, svcs um, að hægt verði að fá vatn atS' drekka i nánd við skautasvell fé- lagsins, eins og hægt var, þegar svellið var framundan Slölckvistöð- inni. Þessi ráðstöfun myndi atika vinsældir félagsins. Þyrstur skauiainaðier- Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar„ B. S. kr. 10.00, P. Sv. kr. io.oiv L. S. Hlíðarda! kr. 3.00, Starfs- menn hjá Lillw Bílastöðinní kr. 64.00, Starfsfólk hjá Eggert Kríst- jánssyni & Co., kr. 26.50. Kærar þakkir. — F.h. Vetrarhjálparinnar, St A. Pálsson. Útvarpið i kvöld. Kl. 18.15 íslenskukensla. I&4S Þýskukensla. 19.20 Erindi Fiskifé- lagsins: Saltfiskframleiðslan síð- asta áratuginn, II (Finnhogi Guð- mundsson útgerðarmaður). 19.5® Fréttir. 20.15 Útvarpssagan. 2045 Hljómplötur: Lög leikiii á œl!á. 21.00 Bindindisþáttur (Sveimi Sæ- mundsson lögregluþjónn). 21.20 Strokkvartett útvarpsins Ieíkur. — 21.45 Hljómplötur: Harmónikulög. Hvað á ég að gefa? Hvers óska ég inér? : . ••• 'V m Helst af öllu. Nettar myndavélar i frá ZEISS IKON Úr miklu er að veljaf Stærðirnar eru: 6x9, 6x6, 4,5x6 cm., og ljósloka: l/löO^ 1/175, eða 1/250 úr sekúndu. Linsurnar eru í ljósstyrk: 1:6,3 eða 1:4,5 auk þessa knapp- afhleypir utan á hliðarvegg vélanna. Sjálfvirkur belgútdráttur, linsu-myndspegill og sjálfvirk mnstilling; — með öðrum orðum allar nýjustu nýungar? Skoðið Nettar-vélarnar hjá: SPORTVÖRUHÓS REYKJAVÍKUR. Ný bók: j\ Sigurður Einarsson: Miklir menn Hitler — Benes — Russell — Kristhnamurti — Cardenas — Daladier — Chautemps — Miaja_ Mussolini — Nansen — Thyssen — (histav V._ Per Albin Hanson — Stauning — Masaryk — Chamberlain — MacDonald — Roosevelt — Stalin- FÆST HJÁ RÓKSÖLUM JÚLAVERSLUNIN ER RYRJDB. EINS OG UNDANFARIN ÁR kemur VÍSIR út í sínu venjulega dagblaðsformi næstu sunnudaga fyrir jól, þ. e. sunnudagana 11. og 18. des. — Sendið auglýs- ingar yðar, í sunnudags- blaðið, tímanlega eða hring- ið í síma 2834 og pantið --------- pláss. --------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.