Vísir - 15.12.1938, Page 3

Vísir - 15.12.1938, Page 3
VISIK Sira Guðmundur Einarsson, Mosfelli: ÞjdðgarðshuQmyndm - - Þingvaliatriðnn og nýjar tiliðgnr til Qriansnsr. Hugmyndin um að hafa þjóðgarð á íslandi er eiginlega að eins skemtilegur barnaskapur frá sjónarmiði hvers þess manns, sem nokkuð þekkir til þjóðgarða annara landa, því hér á iandi vant- ar eiginlega öll skilyrðin til þess að það sé hægt. Þjóðgarðar annara landa eru fyrst og fremst dýragarðar, •taður þar sem villidýr landsins eru friðuð, og auk þess valdir þannig, að einkennilegustu og fegurstu staðir landsins séu ínn- an þjóðgarðanna og sem breytilegastur gróður. Þjóðgarður — Jurtagarður. .. Hér á landi eru fá villidýr, sem hægt er að friða ag síst þau er dvelja mundu innan þjóð- garðs; refir fara sínar leiðir þrátt fyrir allar gaddavírsgirð- ingar og hreindýr geta ekki þrifist innan neins þjóðgarðs, því þau mundu skorta fæði. Hin einkennilegustu og feg- urstu einkenni lands vors eru hvergi svo sameinuð að hægt sé að setja þjóðgarðsnafn á þau, og gróður er víðastlivar ærið einhæfur. Þess vegna getur aldrei verið um neinn „þjóðgarð“ hér að ræða, í sömu merkingu og aðr- ar þjóðir nota það nafn, og að g'efa einhverjum stað slíkt nafn er landinu fremur til minkunar en sóma í augum út- lendra manna, sem þar kynnu að koma, ef þeir lieyrðu nafnið „þjóðgarður“; hvar svo sem sá staður væri valinn á landinu, en einkum þó þar, sem hann hefir verið valinn, á Þingvöllum. Ásbyrgi er einkennilegur og fagur staður og vel mætti gera þar enn fegurri reit, sem með sóma gæti borið nafnið; „Þjóð- garður norðlendinga", en „Þjóðgarð íslands“ væri ekki Iiægt að nefna hann. En þá er spurningin, er nokk- ur staður til á landinu, sem bæði er fagur og sérkennilegur og þó gróðursæll, svo rækta megi þar allar eða allflestar ís- lenskar jurtir og nokkuð af út- lendum jurtum? Því ef það væri hægt, þá mætti nefna slikan stað „Þjóðgarð íslands“, enda þótt í annari merkingu væri, en þjóðgarðar annara landa, þvi útlendingar sem liér kæmu gætu haft ánægju af að sjá allar jurt- ir íslands á einum stað, eink- um ef staðurinn er annars fall- egur og einliver sérkenni Is- lands þar nálægt. Ef vér tækjum oss fyrir liendur, að búa til Þjóðgarð, þá yrði það mikið verk og dýrt, ef hann ætti að geta orðið landinu til sóma, en þó yrði staðavalið fyrsta skilyrðið til géðs árang- urs. Þjóðgarðshugmyndin er bú- in að bíta sig svo fasta í liuga margra góðra manna, að þeim yrði eflaust erfitt að sleppa Iienni alfarið úr huga sér, og til þeirra vildi eg beina þeirri spurningu, hvort þeir vildu ekki breyta um og berjast fyrir að koma upp slíkum jurtagarði, sem gæti með sóma borið nafn- ið; „Þjóðgarður Islands“, úr því að oss brestur öll skilyrði til þess að eignast þjóðgarð í sömu merkingu og þjóðgarða annara þjóða. Ef velja ætti stað fyrir slíkan jurtagarð er margt, sem athuga þarf, en fyrstu skilyrðin yrðu þó; nógur jarðliiti, möguleilci til ódýrra rafveitu og gróður- sælt land móti suðri. Sá staður, sem mér helst lief- ir dottið í hug, væri Reykjakot í Ölvusi, þar er nógur jarðhiti, þar er goshverinn Grýta, sem ætti að vera innan þjóðgarðs þessa, nóg er þar vatna til raf- virkjunar, gróðurland mikið og gott, skjólasamt og móti suðri, en sá ágalli er þar á, að enginn skógur er þar fyrir, svo rækta þyrfti þar skóg í stórum stíl, alla hlíðina milli Reykja og Reykjakots. Þessi staður er þjóðareign og ódýran vinnukraft mætti fá til undirbúningsstarfsins með því að beina þangað atvinnubóta- vinnunni, sem annars er oft unnin til lítils gagns. Og meðal kosta þess staðar tel eg það, að mentaskólaselið er einmitt þarna, því slikur jurta- garður í stórum stíl hefir mikla þýðingu fyrir nemendur við nám þeirra og mundu þeir því ekki ófúsir að lilynna að slikum garði og auðga á ýmsa lund. Eg veit það tekur áratugi, að búa til slíkan garð, en þvi fyr sem starfið er liafið, þvi fyr verður liann landi og þjóð til sóma og því fyr til ánægju og fróðleiks fyrir landsins eigin syni og dætur. Ef vér nú hættum að nefna Þingvallaland „Þjóðgarð“ — sem vér ættum að gera, sem | allra fyrst, því sá „Þjóðgarður“ á eklcert sameiginlegt með þjóð- görðum annara landa annað en íaúnáðail þjóðgarðsvörð, — þá býst eg við að margir mundu spyrja: Á þá að liætta, að hugsa um, tið friða það land, sem nú er friðað þar? Nei, auðvitað á það að vera friðað framvegis, það þarf að friða skóginn þar eins og annarsstaðar, en það þarf að gera meira en að friða landið, það þarf að hirða skóg- inn, gresja og lireinsa, og svo þarf að setja þar niður fieiri trjátegundir, t. d. reynivið, sem enginn er þar fyrir. En alt fyrirkomulagið á þessu friðaða landi, eins og það er nú, er að eins til ills eins, stefnir að því að leggja heila sveit i auðn fyr eða siðar, en ekkert í aðra hönd, ekki einu sinni aukin fegurð, frémur hið gagnstæða. Áfgirta landið er sjálfsagt yfir 2500 lia. að stærð og kemur nú engum að nolum, og á ekki að koma neinum að notum, hvorki í nútíð né framtíð, og auk j>ess er þetta land hvergi nærri full- varið,því á girðingunni eru f jög- ur hlið, þar af þrjú yfir þjóð- vegu og því oft opin yfir lengii eða skemri tíma, eða að minsta kosti gengur fé hindrunarlítið um girðinguna eða girta svæðið. Tvær jarðir í miðbiki þessar- ar sveitar voru lagðar í eyði, að óþörfu, vegna friðunar þessar- ar, meira að segja henni beint til skaða, því ef bæirnir hefðu að eins verið fluttir, Skógarkot niður að vatnsviki — Yellan- kötlu — og Hrauntún niður á Leirur, þá gátu ábúendur verið liliðverðir, hvor við sitt hlið, Skógarkotsbóndinn við hliðið ;á Hrafnagjá, en Hrauntúns- bóndinn við hliðið við Almanna- gjá, og sjálfir voru þeir betur settir á þessum stöðum, með því fé mátti ekki hafa í hrauninu, Skógarkotsbóndinn gat því fcngið að liafa fé sitt í Gjábakka að vefrinum til og hirt það þar sjálfur, en Hrauntúnsbóndinn gat haft það vestan girðingar og hirt það þar, auk þess var þeim hægara að hafa kýr eftir flutn- inginn þvi á þessum stöðum er nóg vatn, en ekkert þar sem bæirnir stóðu áður. Til þess að friða þetta afgirta svæði og það betur en nú er, þurfti enga jörð að leggja í eyði, að eins urðu ábúendur Þing- valla og Vatnskots að leggja nið- ur fjárbú sitt. Vegna Þingvallafriðunarinnar þarf heldur ekki að hafa Þing- vallaprestsembættið óveitt ár- um saman, þvi sennilega gæti presturinn eins vel verið um- sjónarmaður með friðaða svæð- inu eins og hver annar maður, en miklu ánægjulegra væri það óneitanlega fyrir sveitina að liafa prestinn innan sveitar, en í fjarlægð. Þrátt fyrir friðunina, — og hana hetri en nú er, — gæti Þingvallasveitin því verið ó- skert, eins og liún hefur verið um langan aldur. Ef prestur sæti á Þingvöllum og hraunbæ- irnir væru fluttir nær þjóðleið- um mundi jafnvel sveitalífið verða enn ánægjulegra eftir en áður, því samgöngur yrðu auð- veldari milli þessara bæja. Auk þess gæti ríkið með þessu móti sparað sem svarar liálfum launum núverandi mnsjónar- manns, og mætti nota þá upp- hæð til þess að hirða og gresja slcóginn. En það þarf að gera sitthvað meira en gjört hefir verið fyrir þetta friðaða land, svo það geti þó orðið einhverjum til gleði og ánægjit, og þá fyrst og fremst að leggja yeg frá vatnsviki og norður fyrir Sigurðarsel eða alla leið inn úr, svo fólk geti skoðað skóginn þar sem liann er fegurstur; og það þarf að vernda og halda við leifum fornminja innan friðaða svæð- isins, svo þær týnist ekki, t. d. rústum eftir skálabyggingar fornmanna, en af þeim lief eg séð eina, norðaustur i hrauninu frá Hrauntúni að sjá, sem eg tel vist að sé innan girðingar- innar. Björgúlfor Stefánssen kaup maður andaðist í gær á Landakoltsspít- ala. —- Æviatriða hans verður nán- ara getið siðar. t Jönas Jensson símritari, sonur Friðjóns Jenssonar lækn- is á Ákureyri, lést úr heilabólgu að heimili sínu í gær, og hafði þá aðeins verið rúmfastur í tvo daga. Jónas var alfriskur s.l. sunnudagskvöld, en veikin greip hann aðfaranótt mánudagsins og mun hann hafa haft litla eða enga rænu þar til hann lést. Jónas var 33 ára að aldri og hafði gegnt símritarastörfum um langt skeið, en hann kom i þjónustu Landssímans er hann hafði lokið gagnfræðaprófi. Vann hann á Seyðisfirði til árs- ins 1934, en þá fluttist hann til Akureyrar og dvaldi þar siðan. Bæði á Seyðisfirði og á Akur- eyri stóð Jónas fremstur í flokki ungra Sjálfstæðismanna og gegndi formannsstörfum í fé- lögum þeirra á ofangreindum stöðum. Hann var hvatamaður að stofnun félags ungra Sjálf- stæðismanna á Seyðisfirði og formaður þess, þar til er hann fluttist til Akureyrar, en þá tók hann við formensku í Verði, fé- lagi ungra Sjálfstæðismanna og gegndi henni til dauðadags. — Jónas var varafulltrúi í bæjar- stjórn Akureyrar. Að Jónasi er hinn mesti mann- slcaði, og telja má víst, að hans hefði beðið hin glæsilegásta framtíð, ef honum hefði enst aldur. Jónas lætur eftir sig ekkju og eitt baru. Hin fyrirheitnu lönd rauðliða: fréttír Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Goðafoss er hér, fer til útlanda annað kvöld. Brúar- foss var í Vestmannaeyjum í morg- un. Dettifoss fer í kvöld frá Hull til Vestmannaeyja. Lagarfoss er í Kaupmannáhöfn. Selfoss er á leið til Eyja frá Immingham. 70 ára er á rnorgun, 16. ]). m., Helgí Jónsson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Stokkseyri, nú til heimilis á Hverf- isgötu 35. Aflasala. Gyllir seldi í gær 1518 vættir fyr- ir 1386 sterlingspund. 10 0 F. 5 = 12012158 ‘/„ss VeðriS í mórgun. í Reykjavík 5 stig, heitast í gær 7 stig, kaldast i nótt 2 stig. Úrkoma í gær og nótt 1.2 mm. Heitast á landinu í morgun 8 stig, á Dala- tanga, kaldast 1 stig, á Hellissandi. Yfirlit: Grunn lægð yfir Græn- landshafi, en önnur dýpri vestan við Bretlandseyjar á hreyfingu í Norðaustur. Horfur:' Suðvestur- land: Sunnan kaldi i dag, en vax- andi suðaustan átt í nótt. Sumstað- ar dálítil rigning. Faxaflói: Sunn- an og suðaustan gola. Úrkomulaust. Karlsefni kom frá Englandi siðdegis i gær. Eæ. SúSin var á Blönduósi i gærkveldi. — Skipið er á vesturleið og væntan- legt hingað um þ. 20. þ. m. Jólablað Spegilsins, 24 síður, litprentað, kemur út á morgun. Sölubörn komi i Hafnar- stræti 16. E.s. Lyra fer héðan í kvöld. Meðal farþega verða Garðar Þorsteinsson hrm. og frú, Árni Egilsson, Hannes Sigfús- son 0. m. fl. •—- Gleymið ekki jóla- póstinum. Skipið fer kl. 7. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður í Reykja- vikur apóteki og Lyfjabúðinrii Ið- unni. Glímufél. Árrnann hefir nú stofnað flokk í ísl. glimu fyrir byrjendur, og verður fyrstá •æfing í kvöld kl. 8—9 á Laugaveg 1. Kennari er Ágúst Kristjánsson. Útvarpið í kvold. Kí. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Bókfærslulögin nýju .(Jón Sívert- sen, f. skólastjóri). 20.40 Hljóm- plötur: Létt lög. NorðQörOur og Eskifjörfl- or settir nndir opinbert eitirlit. Fréttaritari Vísis á Norðfirði símar blaðinu á þessa leiSr Með bréfi dags. 2. des. hefir atvinnumálaráðherra skipalf Benedikt Guttormsson, kaupfélagssstjóra í Stöðvarfirði, tíl a?E hafa eftirlit með fjárreiðum og fjárhag Neskaupstaðar, vegna vanskila bæjarins og fyrirtækja hans við ríkissjóð á undaa- fömum árum. Verksvið Benedikts er þetta, samkvæmt ermdisbréfi hans: 1. Að vaka yfir afgreiðslu fjárhagsáætlunar yfir áriffi 1939 og gæta þess nákvæmlega að fylstu sparsemi sé gætt í útgjöldum. 2. Að tekjuöflunarmöguleikar sé notaðir svo sem frek- ast er unt, að því er snertir álagning útsvara og fasteigna- gjalda og gæta þess að innheimta opinberra gjalda verSt rekin svo sem lög standa til. 3. Að fylgjast nákvæmlega með framkvæmd fram- færslumálanna og gæta þess, að fylstu hagsýni sé gæft i þeim málum, svo og að gera tillögur um það, hveraíg framfærslukostnaður verði lækkaður með sem minstum stofnkostnaði við þær ráðstafanir, sem gerðar yrðí. 4. Að gera tillögur um annan sparaað, sem hægt yrSf að koma á í framtíðinni og annað það, sem að gagni mættá koma fyrir framangreind sveitarfélög. Búðarhreppur og Eskifjörður eru sett undir sams eftirlit. FréttaritarL Storhýsi til sölu Ibúðarhús er til sölu á albesta stað í bæniun. Afgirt lóð, rúna- góð. Útsýni hið fegursta. Hagkvæm lán og lítil úthorgun. Lystliafendur leggi nöfn sín i lokuðu umslagi á afgreiðsl® Vísis, merkt: „Þagmælska“. Njólkat- og brauðcbúö opnum vép, föstudsginn 10. þ. m. á Vídimel 35. Mjólkursamssalan Til leigul í Kirkjustræti 4 er 1 stór stofa og 2 minni lierbergi tíl leigu strax, eða frá áramótum. Upplýsingar í síma 1400.. Jólagja Veggspeglar — Handspeglar — Töskuspeglar. GlerhiIIur — Baðvigtir.. Ludvig Stopp. Laugavegi 15. LESLAMPAR. Silki og pergamentskermar. Skermabúðiu Laugavegi 15. Mikíð úrvaL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.