Vísir - 21.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 21.12.1938, Blaðsíða 2
V I s I B Bækur á jólamarkaðinum. ‘ — • ... • —i Björn á Reydarfelli Jón Magnússon: Björn á Reyðarfelli. Einyrkjasaga. Jón Magnússon er fyrir löngu orðinn landskunnur maður fyr- ir kveðskap sinn, en þó hefir hann troðið aðrar brautir, en ýmsir þeir, sem hæst lofið hafa fengið, og hefir ekki kvatt sér hljóðs með byltingakendum bæxlagangi. Eg minnist þess, að er Jón Magnússon lét fyrstu bók sína frá sér fara las eg liana með mikilli ánægju, með þvi að eg fann að þar var maður á ferð, sem sprottinn var úr islenskum jarðvegi, heilbrigður og heil- steyptur og enginn flysjungur í skoðunum. Jón ann list sinni og sýnir henni fylstu virðingu, og liann hefir stöðugt sótt á bratt- ann og stigið stærri og stærri spor, enda er hann nú alment viðurkendur sem eitt af þjóð- skáldum vorum. Það er engin tilviljun að Jón gerir baráttu einyrkjans að yrk- isefni í bók þeirri, sem hér um læðir, rekur starf hans og stríð sjálfstæði hans og stærilæti, sem kemur fx-am í ýmsum myndum, ýkjulaust og satt, — íslendingseðlið eins og það er og eins og það verður, þrátt fyr- ir allar ágjafir. Um einyrkjan kveður Jón í upphafi bókarinnar: Mér fanst hann vera ímynd þeirrar þjóðar, sem þúsimd ára í’aunaferil tróð og dauðaplágum varðist gadds og glóðar en geymdi altaf lífs síns dýrsta sjóð. — Þvi gat ei brostið ættar- stofninn sterki, þótt stríðir vindar græfu aldahöf, að fólk, sem tignar trúmensk- una í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf. I: Þetta segir enginn nema skáld, íslenskt og óspilt. Allir ein- staklingar eiga sína sögu, og þeir ekki ávalt mesta, sem mest ber á, en þeir eru bestir þegnar þjóðfélagsins, sem „tigna trúmenskuna í verki“ og tendra þannig eilif blys á sinni gröf. \ I falskri mynt er réttur ríks og snauðs, Þvf réðst eg oft á múrvegg drambs og auðs. En mér var kær hver maður, sem var góður, því manngildið er lífsins æðsti sjóður. I i Það er þessi boðskapur, sem Jón boðar: að tigna manngild- ið, en ekki stöðu mannsins eða auð. Þessi Ijóðaflokkur, sem hér liggur fyrir er sérstæður. ísland nútímans er, eða réttai’a sagt, ísland hinna síðustu áratuga, tekið til meðferðar, að vísu með því að rekja líf einstaklingsins. Það er lofsvert og þjóðinni holt, að hætt sé að stara á fjarlæga fortíð, því að nútíminn á nóg yrkisefni. Jóni hefir tekist prýðilega að draga upp mynd af einstaklingnum, sem lætur ekki bugast, þó'tt á bátinn gefi, en er hinn sami undir og niðri i, í meðlæti og mótlæti: Eg hóf mig upp í hrokafullri tjáning, en huldi alt mitt stærsta, sem var þjáning. t segir Björn á Reyðarfelli, er hann lítur yfir farinn veg, og margir liafa efalaust þá sögu að segja. Þótt hér sé um samstæðan ljóðaflokk að ræða, er livert einstakt kvæði gott, og mörg með afbrigðum góð, en i heild er þetta hið mei’kilegasta verk. Líkkistu- smiðurinn. Sig. Eggerz: Líkkistu- smiðurinn. Sigurður Eggerz hæjarfógeti geiást afkastamikill rithöfund- ur, og sendir frá sér hverja bók- ina af annari. Hallast liann að- allega að leilcritagerð, enda túlka leiki’itin listina best, en höfundur er óvenju sterkur i til- finningum og óvenju liagur að túlka tilfinningar. I leikriti því, sem hér liggur fyrir lýsir hann sálarstríði ungs listamanns, sem aldrei hefir fundið sjálfan sig, — nema á einu augnabliki, — og það eina augnablik verður honum að fótakefli og sviftir hann sálar- friði, þrátt fyrir frægð og frama og leiðir hann að lokum til örvæntingar, sem endar í hina eilífu gátu, — dauðanum. Þetta örlagaríka augnablik mót- ar einnig lif þess aðilans, sem átti það með listamanninum, en ]xað mótar það í veraldlegum framkvæmdum, í mannúð og mildi, sem að lokum leiða i höfn friðarins — liins innra friðar. Leikrit þetta er ýkt — það er yfirspent — en það á það lika að vera. Ef tilfinningarikir leik- arar tækju það til meðferðar, myndi það fanga áhorfendur með „mystik“ sinni, með því dularfulla í þvi eðli, sem lýst er, en sem verður þó ljóst og eðli- legt þegar öllu er á botninn hvolft. Ef Sigurður Eggerz hefði frá æsku helgað sig skáldskapnum, ættum við íslendingar sennilega einu stórskáldi fleira. Hann hafði annað hlutverk að inna af höndum, og lét þvi af þeirri köllun sinni, en menn með eðli Sigurðar Eggerz — tilfinningar, hugmyndaauð og orðgnótt — eru skáld, og það góð skáld, þótt þeir hefðu getað náð enn hærra með því að gefa listinni meira af sjálfum sér og meii’i tima. Ólöf J. Jakobsson: HLÉ. Þetta er lítil Ijóðabók og Iæt- ur ekki mikið yfir sér, en þeg- ar betur er að gáð, hefir hún margt gott til brunns að bera. Ólöf J. .Takobsson er prýðilega hagmælt og hún er meira en venjulegur hagyrðingur. — I mörgum ljóðunum eru ágæt til- þi’if og ótvíræð Ijóðræn gáfa. Má því til sönnunar benda á kvæðið „Löngun“, „Eintal Steingerðar“ o. fl. Ef að líkum lætur og þessi höfundur leggur ekki kveð- skapinn á hylluna, má vænta þess að hún verði framarlega í flokki þeirra kvenna, sem gef- ið hafa út ljóð sín. Æfintýpi frá Islandi til Bpasilíu. Eftir Þorstein Þ. Þorsteins- son, Rv. 1937—38, 399 sið- ur í 8 bl. br. Útgefandi Sig- urgeir Friðriksson bóka- vöi-ður. Þessi bók kemur ekki vonum fyiT. Margh’, að minsta kosti héa sunnanlands, munu vera harla fáfróðir um Brasihufar- ana, bæði af þvi að þeir voru allir norðanmenn, flestir Þingey- ingar, sem suður fóru, og svo er hitt, að nú er langt liðið síðan er þessi ferð var fai’in. Munu nú allir látnir, sem til Brasiliu fóru, og sumir fyi’ir löngu. Harðindi mikil gengu yfir Norðurland fyrir og um 1860. Ufðu fjárskaðar og fellar viða svo að til stórvandræða horfði. Það var því sist furða þótt mönnum litist ekki á blikuna, og vildi gjarna hverfa héðan til betri landa ef kostur væri. Margar voru ráðagerðirnar um þetta, en niðurstaðan var sú, liklega að einhverju fyrir at- beina Einars Ásmundssonar í Nesi, að þessi útflutningur beindist til Brasilíu. En erfið- leikum var það háð að komast alla þessa óraleið, eins og sam- göngum íslendinga var þá hátt- að við umheiminn. Ofangreind bók skýrir ítar- lega fná allri þessari hreyfingu, telur upp útflytjendurna, rekur ættir þeii-ra að nolckuruog getur afkomenda þeiri’a, og er bókin þvi hin fróðlegasta. Hún fyllir og skarð í landnámssögu íslend- inga. Bókin er skemtileg af- lestrar, sem æfintýri væri, en hefir þann kost að hún er sönn saga en ekki æfintýri. Menn ættu að kaupa þessa bók og Iesa, og á eg bágt með að trúa því, að nokkurn iðri þess. Svo mikið er víst, að eg liafði hina mestu ánægju af henni. Og ekki mega þeir án þesarar bókar vera, sem kynn- ast vilja landnámssögu íslend- inga. Þessi Brasiliuför er, ef til vill, merkilegasta landnámstilraun íslendinga; og hefði útflutn- ingsstraumurinn beinst suður þangað í stað Norður-Ameríku, er ekki ólíklegt, að árangurinn hefði orðið allur annar og glæsi- legri. í Brasihu eru sagðir ágæt- ir Iandkostir og loftslag víða gott, enda leið íslendingum þarna svo vel, að jafnvel elstu útflytjendurna fýsti ekki að koma aftur norður hingað. En um alt þetta og margt fleira má Iesa í Æfintýri Þor- steins. Eiga þeir báðir, höfund- nr og kostnaðarmaður skilið þakklæti fyrir þessa bók, og bestu launin, sem þeim verða greidd, eru þau að kaupa bókina og lesa. B. Ól. Ljód. Óskar Kjartansson: LJÓÐ. Óskar Kjartansson hneig ung- ur í valinn, en var þegar orðinn Reykvíkingum að góðu kunnur fyrir skáldskap sinn. Litið mun hafa birst eftir hann á prenti meðan hans naut við, en nú hef- ir einn af vinum hans gefið út nokkuð af þeim ljóðum, sem hann lét eftir sig. Þegar tekið er tillit til æsku höfundarins, er auðsætt, að hann hefir verið góður efnivið- ur, þótt þar gæti ekki fulls þroska, sem ekki er heldur von. Ljóðstafaskipun hefir Óskar ekki virt sem skyldi, og ef fara skyldi eftir íslenskum rímregl- um eru vankantar nokkrir á kvæðagerðinni, en út í það skal ekki farið, þvi að það er auð- sætt að Óskar hefir liaft rím- reglurnar á valdi sínu, þótt hann hafi ekki gætt þeiri’a, og virðist þvi liafa hneigst að ljóð- um, sem eru bil beggja: ljóð í bundnu og óbundnu máli. Af kvæðum Óskars mætti einkum benda á „Eg veit um eina“, sem er skemtilegt ljóð, „Svartiskóli“, „Sveitungar“ og fleiri. Má vænta þess að, bók þessi vei’ði vel þegin af vinum Ósk- ars og þeim, sem til verka hans þektu, en þeir voru margir. Systupnap. Guðrún Lárusdóttir: Syst- urnar. — Bókaforlag Jóns Helgasonar. — Teikningar: E. K. Skáldsögur frú Guðrúnar heitinnar Lárusdóttur hafa átt miklum vinsældum að fagna hjá fjölda manna. Hér kemur nú í bókarformi skáldsaga hennar, Systurnar, mikil bók, um 400 bls., en hún kom í Ljós- beranum 1927—1928 og varð mjög vinsæl af lesendum blaðs- ins. Komu fram eindregin til- mæli um það frá þeim, að sag- an væri gefin út í bókarformi, og hafði verið tekin ákvörðun um það snemma i sumar. Var frú Guðrún byrjuð að búa hana undir prentun er hún féll frá, og lauk maður liennar, cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason, undirbúningi bókarinnar undir prentun. Frúin hefir verið mjög af- kastamikill rithöfundur, furðu- lega afkastamikill, þegar þess er gætt, að hún hafði ótal störf- um og vandasömum að gegna. Tvær aðrar sögur eftir hana komu t. d. í Ljósberanum og eiga þær báðar að koma síðar út. Smásagnasafn kom eftir hana í haust, og alkunn er skáldsaga hennar „Þess bera menn sár“ o. fl. Allar skáldsögur frú Guðrún- ar heitinnar eru lipurlega skrif- aðar og gegnum þær allar geng- ur eins og rauður þráður sterk samúð til allra, rik þrá að bæta lífið og fegra, og um allar bæk- ur frúarinnar má segja, að þær hafi mikil uppeldisbætandi á- hrif. Það eru alt bækur, sem æsku- lýðurinn ætti að lesa. Honum á ekki að fá í hendur mann- spillandi bækur, heldur þær, sem ræða liispurslaust og af ríkum skilningi það, sem miður fer, göfga og glæða hið góða i fari þeirra. En til þess floldks bókmenta teljast allar þær bæk- ur, sem eftir frú Guðrúnu Lár- usdóttur liggja. 14 áp í Kína. Ólafur Ólafsson: 14 ár í Kína. Útgef. Samband ísl. kristniboðsfélaga. Bók þessi, sem er tileinkuð kristniboðsvinum, er safn þátta, sem flestir eru teknir úr 65 umburðarbréfum, sem höf- undurinn skrifaði lcristniboðs- vinum á árunum 1921—1935. En ferðasagan „Frá hafi til hafs“ er skrifuð haustið 1929, er Ólafur fór til Kína öðru sinni eftir rúmlega árs dvöl hér á landi. 1 formála biður höf. lesend- ur að afsaka mál bókarinnar, þvi vart sé við „betra að búast hjá manni, sem er búinn að vera lengur að heiman en heima og sjaldan liefir talað íslensku í yfir 20 ár“. En bókin er lið- lega skrifyið og á sæmilegu máli. Margir, sem verra mál skrifa en Ólafur, hafa engar af- sakanir fram að færa. Bókin skiftist í eftirfarandi kafla: Frá hafi til hafs, Verk kristniboða, 1 tíma og ótíma, Sáðmenn, Uppskera, Konan, sem vitnaði, Frá vori til hausts, Ferðalög í Kína, Mestur í heimi, Hungursneyð, Vorleysing, Er þörf á kristniboði? Kirkjan og kristniboðið, Hvers vegna eg varð kristniboði. Höfundurinn segir svo: „Les- endurnir eru beðnir að fara mjög varlega i að draga al- mennar ályktanir um Kína og Kínverja af þessari frásögn um starf og starfsaðstæður, aðal- lega í Tengshien, aðeins einni sýslu þessa stóra ríkis“ — en þótt svo sé, hefir bókin inni að lialda margvislegan fróðleik um Kína og Kínverja og Iesandinn fær nýjan skilning á störfum trúboðanna þar eystra. Þeir hafa unnið þar mikið j gagn — til dæmis haft með . liöndum stórfelda líknarstarf- semi víða. Það er vitanlega ekki liægt að afla sér fróðleiks til nokkurr- ar lilítar um Kína, þetta gamla og merkilega menningarland, nema af fjöhla bóka, en hverri góðri hók um þjóðir, sem vert er að kynnast, ber að fagna, og það má hiklaust fullyrða, að hér er um' góða bók að ræða, sem á erindi lil ahnennings. Ólafur kristniboði liefir iðu- lega sent Vísi fréttapistla frá Kina og hafa þeir verið vel þegnir af lesendum blaðsins. Þeir hefði þegið meira af þvi tagi. Hér gefst nú þeim og öðr- um tækifæri til aukinna kynna af Kína og störfum trúboða þar, með því að lesa þessa bók ,Ó1- afs, og vafalaust verður það al- ment notað. Frágangur bókarinnar er vandaður. Hún er um 150 bls. að stærð. Hépaðssaga Bopgapfj ap dar Annað bindi af héraðssögu Borgarfjarðar er nýkomið á markaðinn, og er megin-uppi- staða þessa bindis framhald þátta Kristleifs Þorsteinssonar og annálar Mýramanna, sem Ásgeir Bjarnason frá Knarrar- nesi hefir ritað. Ritið hefst með hinu mikla kvæði Einars Bene- diklssonar: Ilaugaeldur. Þá koma þættir Kristleifs, er fjalla um: Skipaskaga fyrir 60 árum, Notkun jarðliita í Borgarfirði, Upphaf verslunar á Brákarpolli, Útilegumenn og útilegumanna- trú, Kerlingabækur og gesti. — Ásgeir Bjarnason ritar um: Veiðiskap og hlunnindi, Slysfar- ir, sjóhrakninga og skipströnd, Árferði fyrir 1800, Um nokkra hagleiks og atorkumenn, föru- menn og skritna menn og Gufu- bátaferðir 1 Borgarnes. Af öðr- um þáttum ritsins má nefna þessa: Pétur Þórðarson: Fisk- veiðar við Mýrar, Jósef Björns- son: Bátaferðir og Framfarafé- lag Borgfirðinga, Kristján F. Björnsson: Þróun húsagerðar, Sigurður Fjeldsted: Laxveiði, Pétur G. Guðmundsson: Mann- virkið i Reyðarvatni, Þórunn N. Sivertsen: Saga úr sveitinni, Björn Jakobsson: Skáld, rithöf- undar og liagyrðingar, Þorsteinn Jósefsson: Borgfirslc náttúru- fegurð. Hér er ekki um þurra fræði- mensku að ræða, með þvi að þannig er á efninu haldið, að Héraðssaga Borgarfjarðar er hinn besti skemtilestur, og gefur ágæta heildarmynd af ver- aldlegu og andlegu lífi í Borgar- firði, og liefir þannig menning- arsögulegt gildi. Bókin er prýdd mörgum og fögrum rnyndum. Islensk fyndixi. íslensk fyndni VI. 150 skop- sagnir með myndum. — Safnað og skráð hefir Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. íslensk fyndni, ársrit Gunn- ars frá Selalæk, liefir hlotið vinsældir ahnennings, sem sjá má af því, að það er nú komið út í sjötta sinn. Útgefandi hefir nú breytt tilhöguninni þannig, að hafa nú og eftirleiðis einn fimta hluta bókarinnar visur. Sagnir eru með sumum vísun- um. Vonast útgefandi til, að þessi breyting verði vinsæl, og er það líklegt. Skopsögurnar í þessu bindi standast fyllilega samanburð við fyrri heftin. íslensk fyndni er oft gróf og kemur ]iað fram hér sem í hinum heftunum, og er ekki um slíkt að fást, því ís- lensk fyndni á að koma fram þarna eins og hún er í raun og veru, og ef liún oft ber lítilli fágun vitni er það af því, að eitt sem þjóð vora skortir er fágun á þessu sviði sem fleir- um. Sögurnar eru vel stilfærðar og margar bráðsmellnar. Vís- urnar eru sumar gamlar, svo sem vísur Sigurðar á Jörfa Helgasonar. Hinar eru margar nýrri og úr ýmsum áttum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.