Vísir - 21.12.1938, Page 3
VISÍR
Björgólfur Stefánsson
kaupmaður,
Á miðvikudaginn var þ. 14.
þ. m. féll í valinn einn af mæt-
ustu og vinsælustu kaupsýslu-
mönnum þessa bæjar, Björg-
ólfur Stefiánsson, kaupmaður.
Fáum dögum áður liafði mér
borist fregnin um andlát ann-
ars ágæts borgara og vinar míns
og nú var þessi indæli og lifs-
glaði vinur horfinn líka.
Við Björgólfur kyntumst fyrst
vorið 1913, þegar eg var að lesa
undir stúdentspróf, og hann var
þá, eins og bann reyndist mér
jafnan síðan ,glaður og skemt-
inn, en jafnframt athugull og
ákveðinn, laus við fjas og flysj-
ungshátt, tryggur, trúr og
hjálpsamur, þegar þess þurfti
með. Mér jiótti vænt um að
bafa kynst lionuin og mér
þykir ennþá vænna um það, að
hafa átt hann að kunningja og
vin síðan.
Björgólfur heitinn var liðlega
fimtugur maður, fæddur 12.
mars 1885, að Þverhamri í
Breiðdal. Foreldrar hans voru
hjónin Ragnheiður Aradóttir og
Stefán Höskuldsson, er dó frá
stórum barnalióp þegar Björg-
ólfur var fjögra ára gamall. Fór
Björgólfur þá að Höskuldsstöð-
um í Breiðdal, en festi þar ekki
yndi og fór þaðan fjórum árum
síðar til Margrétar föðursystur
sinnar, er var gift Kristjáni
Þorsteinssyni í Stöðvarfirði.
Ólst liann upp hjá þeim merkis-
hjónum við gott atlæti til tvi-
tugsaldurs og mintist þeirra
jafnan síðan með hlýjum hug
og þakklæti, sem sinna eigin-
legu fósturforeldra.
Á uppvaxtarárum sínum
vandist Björgólfur bæði sjó-
róðrum og venjulegum sveita-
störfuní, og um tvítugt fluttist
hann hingað suður og stundaði
þá fyrst sjóróðra. Árið 1906 hóf
hann nám í Verslunarskólanum
og útskrifaðist þaðan með
prýðilegri einkunn vorið 1908.
Hafði hann, eins og fleiri urðu
að gera á þeim árum, kostað sig
alveg sjálfur til náms, og kom
þá greinilega í ljós námshugur
hans og námshæfileikar, ráð-
deild og fyrirhyggja.
Haustið 1909 gerðist Björg-
ólfur starfsmaður við Leður-
verslun Jóns Brynjólfssonar og
var við hana þangað til hann
baustið 1917 stofnaði sina eigin
verslun, „Skóverslun B. Stefáns-
sonar og Bjarnar“, í félagi við
Tlieodór heitinn Bjarnar frá
Rauðará. Féll jafnan vel á með
þeim Jóni Brynjólfssyni, sem
reyndist honum ávalt vel, enda
naut Björgólfur jafnan fulls
trausts og álits húsbónda síns.
Veturinn 1910—-’ll útvegaði
Jón honum starf hjá hinu
þekkta verslunarfyrirtæki J.
Ballins & Sönner í Kaupmanna-
höfn, og varð dvölin þar Björg-
ólfi til mikills gagns.
Sem dæmi þess, hvers álits
og trausts Björgólfur naut sem
verslunarfróður maður, má
nefna það, að Jiegar skólastjóri
Verslunarslcólans haustið 1917
varð að láta af bókfærslu-
kenslu, fékk hann Björgólf til
þess að taka að sér kensluna
þann vetur. Lengur gat hann
ekki annað því vegna verslunar-
fyrirtækis síns, en kendi þó síð-
ar bókfærslu lárum saman í
einkatímum.
Þótt Björgólfur væri athug-
ull og gætinn, þá var hann
jafnframt bjartsýnn og fram-
sækinn verslunarmaður. Þegar
ófriðurinn mikli skall yfir
1914, fluttist verslun Islendinga
fljótt að miklu leyti vestur um
Iiaf, og var Björgólfur með
þeim fyrstu, er þangað fóru í
verslunarerindum. Og þegar
farið var að beina verslun vorri
til Suðurlanda vegna verslunar-
liafta og annarar óáranar, var
hann einnig með þeim fyrstu er
þangað fóru, til þess að afla þar
nýrra verslunarsambanda. Er
það enn eitt dærni um atorku
þessa látna merkismanns, vand-
virkni hans og skilning á því,
hvernig taka ber nýjum við-
horfum og nýjum erfiðleikum,
að áður en hann lagði í þá ferð,
þá hóf hann að læra spænsku
og komst svo vel niður í henni
á fáum vikum, að hann gat gert
sín viðskifti, munnlega og bréf-
leg, á því máli, þar sem þess
þurfti með. Var hann þó vel að
sér í ensku, þýsku og frönsku
og hefðu margir látið það nægja
i bans sporum og á lians aldri.
Árið 1925 keypti Björgólfur
helming meðeiganda sins í
versluninni og rak hana síðan
sem einkaeign til dauðadags,
undir nafninu „Skóverslun B.
Stefánssonar“. Hefir verslunin
blómgast svo vel í liöndum
lians, að nú mun hún eitt af
traustuslu verslunarfyrirtækj -
um þessa bæjar, þrátt fyrir allar
verslunarhömlur og aðra erfið-
leika.
Björgólfur heitinn var vel rit-
fær maður og létt um mál,
enda ritaði liami oft um menn
og málefni í blöð bæjarins og
víðar. Og þegar skókaupmenn
bæjarins fyrir skömmu síðan
stofnuðu til félagsskapar sin á
milli kusu þeir hann fyrsta for-
mann félagsins; og þótt þar sé
um marga góða memi að velja,
þá mun mega fullyrða, að þeir
liafi ekki getað valið sér betri
málsvara en Björgólf heitinn.
Ái-ið 1916 kvæntist Björgólfur
Oddnýju kenslukonu, dóttur
Stefáns Árnasonar frá Ásunnar-
stöðum í Breiðdal. Lifir liún
mann sinn. Ekki varð þeim
barna auðið en þrjú börn hafa
þau tekið til fósturs og gengið
! þeim í foreldra stað. Var heim-
[ ili þeirra lijóna hið ánægjuleg-
asta og öllum til fyrirmyndarj
enda viðmót heimilisfóllcsins
hlýtt og alúðlegt, svo að öllum
þótti þangað sólskin að sækja,
þeim er til þektu.
Þess vildi eg óska, að þjóð
vor ætti sem flesta líka Björg-
ólfs að manngildi og drenglund.
Það mundi gefa nokkra glætu
vonar. Ilitt verða menn að virða
mér og öðrum til vorkunnar,
þótt við kveinkum okkur, þegar
missir þjóðnýtra drengja og
góðra vina bætist við þokusúld
hins sólarlausa skammdegis vor
íslendinga.
Vertu sæll, vinur.
H. H. Eiríksson.
Eggert Claessea
'iæstaréttarmálaflutningsmaður
Skrifstofa: Oddfellovvhúsinu.
Vonarstræti 10, austurdyr.
Sími: 1171. '
Viðtalsími: 10—12 árd.
Frönsk
kommóða
til sölu.
Jón Halldórsson & Co.
Lífstykkjabilðin
HAFNARSTRÆTI 11
hefir yður að bjóða nytsaman, vand-
aðan og ódýran varning til jólagjafa:
ULLAR- og SILKISOKKAR, TÖSKUR og
ILMYÖTN.
NÆRFÖT, ýmsar gerðir, silki, ullar og
bómull.
SLÆÐUR, HÁLSKLÚTAR, SJÖL úr silku
og georgette.
VASAKLÚTAR, mikið úrval, PÚÐUR-
DÓSIR, SLIFSI og KRAGA.
Ekki að gleyma hinum ágætu viðurkendu
LÍFSTYKKJUM, BELTUM og KORSE-
LETTUM. —
Lífstykkjabúflin
H AFN ARSTRÆTI 11.
Húsgögn
9
svo sem:
Klapparskápur úr eik.
Borð úr eik.
Skrifborðsstóll.
Mahogniborð.
Ottoman og Dívan
er fyrirliggjandi og selst með tækifærisverði nú fyrir
jólin.
Húsgag n avinnustofa
Daviðs Ó Grímssonar
Óðinsgötu 1.
NÝ BÓK.
Þarflegasta bók ársms.
‘Skipstjóra og stýrimannafélagsins
Al dan
verður haldinn að Hótel Borg 27. desember kl. 5 e. h.
Aðgöngumiðar seldir í Yeiðarfæraversluninni Geysi
og hjá Guðmundi Sveinssyni, Bárugötu 17.
Heimilisbókin
er sú bók, sem ekkert heimih miá vera án. Iíaldi'ð
Heimilisbókina og fylgist með fjárhagslegri afkonm
heimilisins. — Þá er velferð þess borgið.
Heimilisbókin er því besta jólagjöfiiú
wfttftí&ug Jfegk jfiuííuuf
íicmisk fatahrcinsun og litun
0 j2sBs«t9 34 1300 .iíegliimúfc
ATHUGIB!
Á MORGUN er siðasta
tækifæri til að tá tatnaö
sinn hreinsaöan fypip
jólin.
SÆKJUM
SENDUM
eyKjaviKur
verða lokaðir mánudaginn 2.
janúar 1939. Atbygli skal vak-
in á því, að víxlar sem falla í
gjalddaga töstudaginn 30. des.
verða afsagðir laugardag. 3 1.
des. séu þeir ekki greiddir eða
framlengdir fyrir lokunar-
tíma bankanna þann dag.
Landsbanki Islands.
Útvegsbanki íslands h. f.
Biínadarbanlci íslands.
eru nii komnir £
fjölbpeyttn ilrvalL
^pCfÓÐRflniNN^
SIMI 4484.
KOLASUNDI I,
Börnin
snotur og odyr myndabok fyrír
og dýrin börnin. Hentug jólagjöf. —
Slgurður Einarsson :
Miklir menn
Mjög fróðleg og skemtileg bókl
Ágæt jóiagjöf.
Verð: ób. ltr. 4.60, í góðu bandi kr. 6,25«.