Vísir - 29.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1938, Blaðsíða 3
V I S 1 K Togarafélag sósíaltsta stofnað á Þorláksmessu Hlutafjársöfnun er ekki lokið, Á Þorláksmessu var stofnað hlutafélag á skrifstofu Stefáns Jóhanns Stefánssonar, að því er Alþýðublaðið skýrir frá, og er tilgangur félagsins að kaupa nýtísku togara, sem gerður verður út héðan úr bænum. Stjórn félagsins hefir þegar verið kosin og skipa hana þeir: Jón Axel Pétursson, Guðmundur I. Guðmundsson og Guðjón Guðmundsson skipstjóri. Dr. Helgi Pjeturss; Til stuðnings bindindi Illulaféð er ákveðið 125 þús. kr., en stjórnin getur þó hækk- að lilutaféð um 75 þús. kr. eða upp í kr. 200,000,00 án sérstaks saniþykkis hlutliafafundar. Sagt er að stofnendur félagsins liafi þegar látið skrá sig fyrir hluta- fé, sem nemi um 70 þús. kr., en síðan hafi allmargir hætst í hóp- inn þannig að hlutafjárloforð muni nú nema um lcr. 100 þús. Hlutabréfin hljóða upp á kr. 100, 500 og kr. 1000,00. Það er talið líklegt að félagið muni fara fram á styrk úr Fiskimálasjóði til togarakaup- anna, eins og getið er um á öðr- um stað hér í blaðinu, en hæpið mun það vera að félagið upp- fylli þau skilyrði, sem Fram- sókn hefir talið að setja bæi'i fyrir slíkri styrkveitingu. Alllangur tími er nú umlið- inn frá því sú heimild var sam- þykt til handa Fiskimálasjóði, að veita styrk til togarakaupa, og þar sem vitað var að lieim- ild þessi var samþykt með til- liti til áhugamála socialista, mátti ælla að þeir myndu nota sér hana. Þetta liefir þó dreg- ist allverulega á langinn, og þótt félagið eigi að heila stofnað að þessú sinni, er ekki búist við neinum verulegum fram- kvæmdum frá þess hendi, að öðru leyti en þvi að tilþoða mun verða leitað í byggingu shks togara og er sagt að hann eigi að byggja á næsta ári. Það er vel við eigandi að so- eialistar liér syðra fari nú að sýna lit á því, að þeir hafi ein- hvern liug á að hrinda þeim stefnumálum sínum í fram- kvæmd, sem þeir hafa haft efst á baugi til þessa, og ekki sist togarakaupunum. Þegar þess er minst að nú er svo komið, að útgerð Finns Jónssonar á ísa- firði hefir orðið að gefa sig upp sem gjaldþrota og útgerð Jón- asar Guðmundssonar í Nes- kaupstað mun liafa svipaða sögu að segja, þarf eittlivað að koma til uppbótar fyrir þessa tvo togara, sem menn þessir hafa stjórnað, og er þá elcki ó- eðlilegt að tilraun verði ger með nýjum togara ef ske kyrini, að hann bæri sig betur, en gömlu togararnir. Alþýðublaðið getur þess einn- ig, að elli togaranna valdi því, að þeir geti ekki borið sig, en nú ætli socialistarnir að setja á fót fyrirmyndarútgerð með ný- lísku togara, því að slíkur rekst- ur muni borga sig betur. Nú er eftir að vita hvernig samningar socialistanna við Framsókn fara, og hvort sá flokkur hverfur frá samvinnu- hugsjón sinni í útgerðarmálum. SjómaDnabltð. Sjómannastéttin íslenska hef- ir lengst af fengið orð fyrir að vera stétta dulust um lifshætti sína og kjör, og sjómönnum yf- irleitt hefir þótt annað mark- verðara til umtals, en eigin af- rek eða lífskjör. Jafnvel þegar um áhugamál stéttarinnar hefir verið að ræða, liafa, að fáum til- fellum undanskildum, valist menn úr öðrum stéttum þjóðfé- lagsins, til þess að hera þau fram fyrir alþjóð, hvort heldur hefir verið í blöðum landsins, eða rikisútvarpinu. Þetta fálæti olckar sjómanna hefir skapað þær hugmyndir hjá f jölda manna, að stéttin eigi ekki mannaval á þessum vett- vangi, en eg leyfi mér að full- yrða, að sú sé ekki ástæðan. Hitt mun meira ráða, að lífs- kjör sjómannsins móta hann þann veg, að honum er lítl gjarnt um orðmælgi, hvorl heldur er í ræðu eða riti, og hvað síst um sín eigin mál. En þetla afskiftaleysi okkar af málunum er eklci hættulaust með öllu, því sennilega er sjó- , mannastéttin íslenska sú stétt þjóðfélagsins, sem mesta þörf hefir fyrir réttan skilning al- mennings á hfskjörum sínum. Á þessari öld útvarps, dagblaða og tímarita, þar sem hvert stéttarfélag, hversu fáment sem það er, liefir sitt eigið blað, og að auki aðgang að útvarpi, til þess að kynna þjóðinni kjör sín og afrek í hennar þágu, meg- um við sjómennirnir ekki vera áheyrendur einvörðungu. Sem stærsta slélt þjóðfélagsins og um leið sú arðvænlegasta fyrir þjóðarbúið, liöfum við í fylsta máta rétt, og jafnvel skyldur sjálfra okkar vegna, til að leggja orð í belg, þegar rætt er um hagsmuna- og velferðarmál stétta og þjóðar, á opinberum vettvangi. Vafalaust hefir það valdið miklu um, að sjómannastéttin.í lieild, hefir ekki átt sitt eigið blað til afnota. Nú hefir Far- manna og Fiskimannaráð ís- lands hafist handa um undir- húning á útgáfu sjómannablaðs. Er þess að vænta, að islenskir sjómenn, og aðrir þeir sem vin- veittir eru stéttinni, gefi þessu máli f jdsta stuðning sinn, og þá fyrst og fremst með því að ger- ast áskrifendur að blaðinu, og létta þannig undir f járhagslega byrjunarörðugleika fyrirtækis- ins. Áskriftarlislar munu nú liggja frammi, á flestum is- lenskum skipum, ásamt nánari upplýsingum. P. Brandsson. Samkomunum í Betaníu viö Laufásveg verSur haldiö áfram á hveriu kveldi kl. alla þessa viku. RæSumenn eru Gunnar Sigurjónsson, cand. theol.. og Ólafur Ólafsson kristni- boSi. Alíir velkomnir meöan hús- rúm leyfir. Áheit á Strandarkirkju, aíhent Vísi: 2 kr. frá Ninna, 13 kr. frá Þ. Til Vetrarhjálparinnar, afhent Vísi: 5 kr. frá S. T. Gjöf til Blindravinafélagsins, kr. 25.00 frá Ásu og Inga. Kær- ar þakkir. Þ. B. Florence Marryat, dóttir hins , fræga og vinsæla sægarps og skáldsagnahöfundar, ritaði i efri árum bók, sem hún nefndi „There is no deatli“: Enginn dauði er til. Segir hún þar af sambandi sínu við framliðna, mest með tilstyrk miðla, og hafði rejmsla hennar í þessum efnum verið óvenjulega marg- breytt og stórfróðleg. Hafði hún dvalið nokkur ár á Ind- landi og óefað orðið fyrir það liæfari til dulrænnar reynslu. Væri um þetta margt að rita, en eg ætla að sinni aðeins að gela um atvik, sem vel gæti að nokkru liði oi’ðið í banáttunni gegn ofdrykkju. Florence Marr- yat átti mág sem hún segir að sér og börnum sínum hafi þótt mjög vænt um; liafi hann verið gæðapiltur og engum vondur nema sjálfum sér. Var hann eyðsulsamur mjög og svallsam- ur svo, að ofdrykkja varð lians banamein. Þessi mágur hennar líkamaðist á miðilfundi í New Yox-k, að henni ásjáandi. Ekki eitt hár var á hans liöfði og hann var aðeins um 3 fet á hæð. Sáraumingjalegur var liann á svipinn. Virðist nxér vafalítið, að þetta aumkunarverða ástand mannsins hafi vei'ið afleiðing af líferni hans og banameini. Eftir því sem .1. S. M. Ward segir í einni af allramei’kilegustu bók- um sem um þessi efni hafa rit- aðar verið (sbr. ritgerðina „Glasii'“ í þ. á. Eimreið), þá eru þeir sem illa hafa lifað hér á jöi’ð, oft á stærð við smáhörn þegar þeir koma fram í öðru lífi, og ófi’íðir mjög og er viðar um slíkt getið. Eru til ým_ iskonar stofnanir þar sem góð- ar verur vinna að því erfiða verki að korna þessu ófai'sæla fólki á rétfa leið. Virðist ekki ólíldegt, að ef mönnum væri nægilega Ijóst liver áhrif ill hrevtni eða röng hefir á fram- líf þeii’ra, og hve mikils þeir fax’a á mis með því að geta ekki komið fram í góðnm stöðum þegar eftir dauða sinn, þá mundi það verða mörgum manni sú lijálp sem dygði til þess að ástunda að lifa sem í’éttast. En dæmi þetta sem eg sagði frá sýnir, að jafnvel þó að um góðmenni sé að ræða, getur það haft hörmulegar afleiðingar i fyrir franxlíf mannsins, ef liann liefir gefið sig ofdi’ykkjunni á ! vald. II. Mér vii’ðist sem hinni mjög svo lofsverðu bindindisstarf- semi verði minna ágengt en verið gæli, vegna þess að of lítið er að þvi gætt livernig á þvi stendur, að áfengis er neytt, og of litið að þvi gert, að kenna mönnum að verða á betri hátt slíkrar hressingar og glaðningar aðnjótandi sem þeir vænta sér af víndrykkju. Eins og eg hefi getið um einlivern- tíma áður, tel eg vafalaust, að af súkkulaði mætti í þessu efni hafa miklu meiri not en orðið er. Og af tónlist. Er þar fagnrt verkefni fyrir Útvarpið, sem þó hefir verið allmjög vanrækt hingað til. Það er tiltakanlega. hressandi að hlýða á góða dans- músik jafnvel fyrir þá sem ekki stíga dansinn. En mikill meiri- hluti þess sem Útvarpið lætur heyra af þvi tagi, er ekki ein- asta ekld gott heldur hreint og beint hiyllilegt, svo að það minnir á villimanna og jafnvel mannæta bumbubarning og ó- hljóð. Á þó Útvarpið nóg til af góðum dansplötum, bæði gömlum og nýjum. En þær fá að hvila sig. Og jafnvel um aðra tónlist Útvarpsins — það eru plöturnar sem eg á við — er það að segja, að hlustanda hlýtur eigi allsjaldan að korna i hug, að stofnunin hafi í þessurn efn- um tekið sér til fyrinnyndar orð þau er standa yfir dyi’um kgl. leikliússins í Kaupmanna- höfn — en þó með nxjög óheppi- legri breytingu. Orðin eru þessi: Ej blot til Lyst: Ekki einungis til að skemta. En ein- kunnarorð Útvarpsins vii’ðast vei'a á þessa leið: Blot ej til Lyst: Bara ekki þannig að til skemtunar geti oi’ðið. 19. dec. Helgi Pjeturss. Bcej ar fréifír Veðrið í morguxi. í Reykjavík o st. heitast í gaer 4, kaldast i nótt — 1 st. Úrkoma'í,; gær og nótt 0.7 mm. Heitast á landinu í morgun 1 st., á Faguy- • hólsmýri, kaldast — 4 st.T Fagra- dal, Siglunesi, Grímsey. Yfírlit; Djúp lægð íyrir austan land á hreyfingu í austur. Horfur: Suö- vesturland: Minkandi norSan átf- Bjartviöri, haxaflói til Vestfjaröa: NorSan gola. Léttskýjaö. Skipafregnir. Gullfoss og Selfoss eru í Reykja- . vík. Goöafoss er í Haniborg. JBrú-, arfoss og Lagarfoss eru í Kaup- mannahöfn. Dettifoss var í Vest- mannáeyjum uni hádegiö. Farþegar meS Dettifossi til útlanda í gær-_ kveldi: Margrét Eiríksdóttir, Jr han Siemen, Geir Zoega, Arm Eg- ilsson, Þorsteinn Loftsson og frá, 2 börn og stúlku, Hanna Skag- fjörö, Rögnvaklur Sigurjónssoii, Starfsmenn bæjarins! Takið eftir! Hin árlega jóla- trésskemtun Starfsmannafélagsins verður 4. janúar að Hótel Borg- Nánar auglýst siðar! Trúlofun. Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun sina ungfrú Halldóra Þórö- ardóttir, Meltungu, og Kristjáia Eysteinsson, LjósVallagötu 14. Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn „Fróöá" í kvöld. Höfnin. Gulltoppur og Tryggvi gainli fóru á veiðar i gærkveldi. Snorri goöi kom cii veiðum í gær meö 2800 kórtur. Áramótadansleikur Fram. Lofaðir aðgöngumiöar sækist fyrir kl. 7 annað kveld í Tóbaks- verslunina i Eimskipafélagshús- inu, verða annars seldir öðrumi Jólatrésskemtun Fram. Aðgöngumiðar að jólatrés- skemtun félagsins fást í Tóbaks- versluninni i Eimskipafélagshús- inu og Rakarastofu Jóns Sigurðs- sonar, Týsgötu 1. Næturlæknir: Kristján Grímsson, ITverfisgötii 39 sími 2845. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Íðunni. Útvarpið í kvöld. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Vít- rækt (Grétar Fells rithöf.) 20,40 Kórsöngur: Karlakórinn „Þrestir" í Hafnarfirði. 21,25 Hljómplötur: Andleg tónlist. 22,05 Danslög. Dyskalind 09 lyieidirnar. Nýlenduveldi sem leid undip lofa:. Eitthvert mesta alþjóða vandamál, sem nú er á döfinni, er nýlendumálið. Þýskaland heimtar aftur sínar gömlu nýlendur, en mótspyi-nan gegn þessum kröfum hefir stöðugl aukist í seinni tíð. Hitler hefir sagt, að þetta mál leiði ekki til styrjaldar milli Bretlands og Þýskalands — en þrátt fyrir það þykir flest- um, sem um þessi mál skrifa, svo horfa, að þau verði styrjald- arefni fyrr eða síðar. — I eflirfarandi grein er gerð grein fyrir nýlenduveldi því, sem Þjóðverjar höfðu komið á fót, og ýmsu, er þessi mál varðar, og nauðsynlegt er, til þess að geta glöggvað sig á því, sem er að gerast þeim viðkomandi. Fyrir lieimsstyrjöldina var Þýskaland nýlenduveldi, en þeg- ar friðarsamningarnii’ voru gerðir í Versölúm, að heims- styrjöldinni lokinni, inistu Þjóðverjar allar nýlendur sínar. Nú krefst Hitler þess, að þeim verði skilað aftur. Þetta er það lielsta, sem blaðalesendur al- ment um lieim allan, vita um jietta mál. Við jxað er ekkert furðulegt. Því að saga Þýska- lands sem nýlenduveldis nær að eins yfir liðlega þrjá láratugi. Þegar heimsstyrjöldin braust út 1914 voru að eins 30 ár liðin frá því að Þýskaland varð nýlendu- veldi. Þýskaland var nefnilega það stórveldanna, sem seinast jieirra allra varð jiátttakandi t kapphlaupinu um nýlendur — og jiegar jiess er gætt, er jiað i rauninni furðulegt, að Þjóð- verjum skyldi auðnast að eign- ast svo margar og stórar og mikilvægar nýlendur, sem reyndin varð. Það er alment litið svo á, að orsök jiess, að Þjóðverjar hóf- ust svo seint lianda í jiessu efni, Iiafi verið sú, að Bismarlc hafi liaft rótgróna andúð gegn slíkri stefnu. Hann lét sér og oft jiau orð um munn fara, sem rétt- læta jiessa skoðun manna, ekki síst jiað, sem hann sagði — og er oft í j>au orð vitnað — jiegar verið var að ganga frá friðar- samningunum í Versölum árið 1871. Þá sagði Bismark: „Eg óska elcki eftir nýlend- um. Eina gagnið, sem Þýska- land mundi af jieim liafa, er jiað, að stofnuð yrði mörg ný embætti. Nýlendur myndu koma okkur að sama gagni og silki og loðfeldir hinum pólsku aðalsmönnimi og konum, sem | rauninni eiga ekki spjör til að hylja nekt sína“. En þrátt fyrir þessi ummæli er jiessi skoðun manna að eins rétt að nokkuru leyti. Hinn kunni enski sagnaritari A. J. P. Taylor hefir á yfirstandandi ári í ítarlegu miklu verki, sem nefn- ist „Germany’s First Bid for Colonies 1884—1885“, sannað með tilvitnunum í ýms gögn, að j>að var eðlilegnr þáttur í jieirri stjórnmálastefnu, sem Bismark fylgdi um jietta leyti, að vinna að þvi, að Þýskaland eignaðist nýlendut’. Hornstein skoðunar lians i jiessum efnum er vafa- laust að finna í jieim orðum, sem hann lét sér um munn fara 1883, að ekkert land ætti að leggja út í nýlendu-starfsemi, nema því að eins, að á hak við standi bjargföst skoðun ráðandi og málsmetandi manna. En jiessu var j>á þannig var- ið. Þýsk verslunarfyrirtæki voru j>á að koma sér fyrir í Afríku og annarstaðar og sum húin að koma sér vel fvrir og tryggja aðstöðu sína viðskiftalega. Maltzan stofnaði „Deutcher Kolonialverein“ 1882 og naut stuðnings áhrifamikilla jnskra stjórnmálamanna og atvinnu- rekenda og sannar þetta nægi- lega, sem að framan var sagt. Það er Iiægt að dagsetja stofnun hins þýska nýlendu- veldis: 24. april 1884. Nokkur- um árum áður hafði kaupmað- iir nokkur frá Bremen, Adotf Liideritz, hafið verslunarstarf; semi við Lagos á Afríkuströnd- um, gegnt Guinea. Hann nam land upp á eigin spýtur — stór landflæmi þarna — og í apríl 1884 shnaði Bismarlc til jiýska sendiherrans í London og til jiýska ræðismannsins í Höfða- borg (Cape Town), að Liideritz- svæðið nyti framvegis verndar þýska rikisins. Þar með var lagður grundvöllur að jieirri ný- lendu, sem seinna nefndist Þýska Suðvestur-Afríka. Svo var áfram haldið í sömu átt. Árin 1884 og 1885 fengu Þjóðverjar yfirráð á öllum jieirn landssvæðum sem síðar urðu kunn sem þýska Togoland og Kamerun. Það er ekki nokkurum vafa bundið, að j>essi stefna stóð í nokkuru sambandi við það, að Bismark var að taka aðra af- stöðu, lialla sér frekar frá Bret- um, en að Frökkum. Þetta kom mjög greinilega fram við sam- komulagsumleitanirnar um hinn svo kallaða Kongo-samn- ing, sem gerður var á rpikilli ráðstefnu í Berlín 1885 — sem var árangurinn af skipulagðri mótspyrnu Þjóðverja gegn j>ví, að Bretar yki enn nýlenduveldi sitt í Afríku. Samkvæmt j>ess- um samningi fengu j>ær j>jóðir, sem að lionum stóðu, jöfn rétt- indi á feikna stóru svæði, sem náði yfir Belgiska Kongo, Ivenya Uganda, Tanganyika, Nyassa- land, Rhodesiu, Portúgölsku Austur-Afríku og Portúgölsku Vestur-Afríku og Súdan. Þetta samkomulag hlaut að liafa mik- il áhrif á viðskifti Þjóðverja í Afríku. Hér við bætist, að Þjóð- verjar smám saman fengu bætta aðstöðu í nýlendum Portúgals- manna, þar sem þeir lögðu fé fram til hagnýtingar þeirra og þ. á. m. fengu þeir j>ax einskon- ar forkaups-réttindí. Það er sérstök ástæða til þess- að leggja áherslu á það, aS Þjóðve rjar eiguuðusf Þýsfca Austur-Afríku, en mestur hluli hennar nefnist nú Tanganyika og fara Bretar J>ar með umboðs- stjórn. En um enga nýlencfti sina er Þjóðverjum eins sárt og: Tanganyika og enn í dag aía j>eir sömu háleitu vonír um j>essa nýlendu og áður fyrr. Hin löndin eru i augum þeírrai nýlendur og annað ekkí —- Tanganyika er annað og nueira. Þjóðverjar halda því fraui meS Iiátíðlegum innileik, að þeír hafi lagt svo mikið fram við skapun sögu Tanganyika að þeir hafi liar meiri réttindi en j>au, sem sigurvegarinn vanalega hlýtur. Þegar landkönnunarferðir livítra manna um miðbik Áfríkú fóru að hef jast að ráði var j>ýski frumherjinn Joliannes Rebmann i Tanganyika, og það var Iiann, sem 1849 fann Kilimanjaro eða „old man Kibu“, sem blökku- mennirnir svo nefna. Þjóðverjar liafa upp frá jþvl litið á liæsta fjallstind Afríkir sem þýskan fjallstind — og jiegar stórveldin skiftu Afriku milli sín í lok síðustu aldar, var í Þýskalandi lögð mikil áhersla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.