Vísir - 06.01.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 06.01.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 6. jan. 1939. V í S ! H yStfl ,K.S5 .0 rsttfJlfshttÍMffl r 3 r * Druknad tiafa 45 manns á árinu og er það fypip ofan meðallag fpá því árið 1928. 1 skýrslum þeim, er erind- ! reki Fiskifélagsins í björgunar- málum, Jón E. Bergsveinsson, nú erindreki Slysavarnafélags- ins, gerði, meðan hann vann lijá Fiskifélaginu, um sjóslys við ísland á árunum 1901—- 1925, taldist honum til að 1751 íslenskir menn og konur liefðu druknað á; þessu tímabili, eða rúmlega 70 manUs að meðal- tali á ári. Þess er getið til, að líklegt sé að þessar tölur séu heldur of lágar, en ekki of háar. Á árunum 1926 og 1927 voru einnig gerðar skýrslur um þetta efni og sýiidu þær, að a árinu 1926 höfðu 37 íslenskir menn og 15 erlendir druknað hér við land og 1927 52 íslensk- ir og 29 erlendir, eða samtals 81. — Eftir að Slysavarnafélag ís- lands var stofnað 1928, hefir það safnað skýrslum um þetta efni, sem er tiltölulega að- gengilegt í Árbókum félagsins. Hvað innlendum mönnum við- kemur eru niðurstöðutölurnar þar þær er nú skal greina: 1928 .... 42 1933 81 1929 .... 32 1934 ...... 30 1930 .... 56 1935 44 1931 .... 20 1936 72 1932 .... 30 1937 ,,,,, 27 Þetta verða samtals 434 menn og' konur á 10 árum eða 43,4 að meðaltali á ári. Druknanatalan 1938 liefir torðið fyrir ofan meðallag eða samtals 45 manns. Ber þar að sjálfsögðu langmest á liinu stórkostlega slysi, er togarinn Ólafur fórst með 21 manni. Það munu ekki vera til að- gengilegar prenlaðar skýrslur uin skipströnd og druknanir hér við land á tímabilinu 1900 til þess tima, er Slysavarnafé- lagið fór að birta skýrslur um þetta efni i Árbókum félagsins eftir að það var stofnað. Er mjög nauðsynlegt, að slíkar skýrslur yrðu prentaðar, ef þær eru til i handritum, eða ef það er ekki, þá þyrfli að láta. semj a þær sem fyrst, svo að almenningur liefði gréiðan að-V gang að þeim. í öllum slíkum skýrslum er margháttaðán fróðleik að finna, sem atliug- ulir menn geta margt lært af. Árið 1938 byrjaði erfiðlegá, þvi að 2. janúar strandaði einn af bestu og nýjustu vélbátun- um úr Reykjavík, „Þorsteinn“ RE. 21, 51 smálest að stærð, í suðvestan ylgju og náttmyrkri, skamt innan við Búðir á Snæ- fellsnesi. Báturinn var í vöru- flutningum og hafði aðeins 5 manna áhöfn. Björguðust þeir allir ómeiddir í land, þótt tölu- vert brim væri, og seinna náð- ist báturinn út og var gert við liann. Hinn 18. janúar gerði mikið austanrok og sjógang á Suður- landi. Tvo vélbáta, „Reynir1 <og „Sæborg“ rak á land i Keflavík og brotnuðu mikið. Þeim varð þó náð út síðar og við þá gert. Um þetta leyti voru 3 bátar á leið frá Norð- firði til veiðiskapar við Suður- land. Fengu þeir afar vont veð- ur og voru menn kvíðandi fvr- ir afdrifum þeirra, þá veðrið var sem verst, en allir komust þeir heilu og höldnu í höfn með óskerta áhöfn, einn til Hornafjarðar og tveir til Vest- mannaeyja. Hinn 21. janúar fórst opinn vélbátur með 2 mönnum frá Norðfirði. Voru þeir við fugla- veiðar. Ókunnugt er um or- sakir slyssins. Hinn 6. janúar gerði afar slæmt veður af austan og suð- austan um land alt. Var al- ment róið á Suður- og Vestur- landi og margir bátar á sjó þeg- ar veðrið skall á. Með veður- fregnum um kvöldið tilkynti Slvsavarnafélagið i Ríkisút- varpinu, að 4 báta vantaði. Voru það bátárnir „Vísir“ frá Flateyri, „Kári“ frá Kópaskeri, „Álftin“ frá Akranesi og „Víð- ir“ frá Vestmannaeyjum. -— Komu 3 fyrst töldu bátarnir heilu og höldnu til lands, en sá síðasttaldi fórst með öllum skipverjum, 5 að tölu, skamt undan landi og skömmu seinna rak bátinn mikið brotinn upp á Landeyjasand. Hinn 2. mars braut brimsjór stýrisliúsið og fleira á vélbátn- um „Inga“ frá Stokkseyri, þar á sundinu og tók um leið út 2 menn, er báðir druknuðu, en 4X menn, sem eftir voru um borð, komust af og bátnum var bjargað án þess að hann brotn- aði frekar. Hinn 28, april sökk vélbátur- inn „Skúli fógeti“ frá Vest- mannaeyjum í fiskiróðri þar við eyjarnar. Vélbáturinn „Muggur“ frá Vestmannaejý- um bjargaði skipshöfninni, 8 mönnum og flutti þá i land. Hinn 2. mai sökk vélbáturinn „Svanur“ frá Vestmannaeyj- um í fiskiróðri, en skipshöfn- inni, 4 mönnum, bjargaði vél- báturinn „Maggy“ frá sama stað, og flutti til lands. Hinn 19. maí druknaði Kristján Rafnsson, bóndi í Flatey á Skjálfanda, af opnum bút, með liest og heyfarm, er dregin var af vélbát frá Látrum á Látra- strönd við Eyjafjörð, á leið til Flateyjar. Féll Kristján og hest- urinn út úr bátnum. Synti hest- urinn lil lands, en maðurimi druknaði. Hinn 21. júní féll Þórarinn Halldórsson út af vélbátnum „Hvítirigur" og druknaði. Skip- ið 'var við síldveiðar fyrir Norðurlandi. 15. júli druknaði Hanna Kristjánsdóttir, starfs- stúlka á sjúkrahúsi Hvita- bandsins, í höfninni í Reykja- vík. Ókunnugt er um orsakir slyssins. Hinn 26. júli druknaði 19 ára piltur, Sólmundur Vigfússon, frá Þverá, í Veiðiós á Siðu. Var hann ásamt öðrum manni við silungsveiði þar i ósnum. Ilinn 14. ágúst féll Árni Björn Árna- son, 6 óra gamall drengur frá Reykjavik út af bryggju í Ilúsavík og druknaði. Ilinn 20. ágúst druknaði Guðrún Lárus- dóttir alþingismaður ásamt 2 dætrum sínum í Tungufljóti og 21. ágúst druknaði Jón Sveins- son i Stafholtsveggjalaug í Borgarfjarðarsýslu. Hinn 26. september drukn- aði Baldur Magnússon, 4 ára gamall drengur, er féll út af bryggju, í Ytri-Njarðvík, og 9. október druknaði 8 ára gamall drengur er féll út af bryggju í Sandgerði. Hinn 23. október fórst opinn vélbátur frá Reykjavik með 2 mönnum, er druknuðu báðir, voru þeir á fuglaveiðum. Sama dag er talið að öldruð kona, Katrín Jósefsdóttir, liafi druknaði í Teitsvötnum í Rang- árvallasýslu. Hinn 2. nóvember fórst tog- arinn „Ólafur“ frá Reykjavík með allri áliöfn, 21 manni, í aftaka veðri og sjógangi á Halamiðum og um miðjan des- ember fanst maður druknað- ur við bryggju á Siglufirði. Samtals eru þetla 45 menn og konur, sem druknað bafa við strendur landsins og í ám og vötnum á árinu 1938,; skift- ist druknanatalan þannig: 21 maður druknar af togara, sem fórsl með öllu, 5 menn drukna af vélbát yfir 12 smálesta, sem fórst með öllu. Einn maður féll út af vélbát yfir 12 smálesta og druknaði. Tvo menn tók brimsjór út af vélbát undir 12 smálesta. 5 menn drukna af opnum vélbátum. 5 falla út af bryggjum og drukna, og 6 drukna í ám og vötnum, þar af 4 konur. Engirin erlendur maður druknaði hér við land, svo vit- að sé, því ekki er rétt að telja slys færeysku skipanna 8. mars í fyrravetur með slysum hér við land, þar eð allar líkur benda til, að slysin hafi verið á rúmsjó langt á hafi úli, ef til vill nær Færeyjum en ís- landi. Skipskaðar urðu þessir helsl ir á árinu. Einn togari fórst með öllu. Tveir vélbátar yfir 12 smálesta, tveir vélbátar undir 12 smálestum og tveir opnir vélbátar fórust á árinu. Fjórir vélbátar yfir 12 smá- lestir strönduðu á árinu, en varð náð út aftur og gert við þá. — Einn erlendur togari strand- aði á árinu, en náðist út aftur og var gert við hann í Reykja- vík lil bráðabirgða og' komst hann svo heilu og höldnu lieim til Englands, þar sem hann átti heima. Frá Eskifirði. Fréttaritari Vísis á Eskifirði skýrði blaðinu svo frá í gær, að þar væri tíð erfið, og snjó hefði kyngt þar niður síðustu dag:a, þannig að jarðlítið væri orðið fyrir skepnur. Ekkert hefir ver- ið farið á sjó að undanförnu, enda fara þrír stærstu bátamir til Suðurnesja og stunda róðra þaðan, og munu þeir leggja af stað mjög bráðlega. Ekki er þó víst nema að til deilna dragi, með þvi að komm- únistar liafa gert sig líldega til að hanna sjómönnum að ráða sig á batana, nem upp á mun hærri kjör en i fyrra, og hafi þeir varnað sjómönnum að vinna við einn bátinn, Víði. Annars var alt beldur tíð- indalítið á Austfjörðum og engar pólitiskar óeirðir svo teljandi sé, síðan Benedikt Gutt- ormsson var skipaður yfirboð- ari bæjarstjórnanna i Eskifirði og Neskaupstað. 1 Neskaupstað er þó allmikill urgur í mönnum einkum kommúnistum og só- síalistum innbyrðis, þótt eigi dragi til séretakra tíðinda. FRAKKNESK IIERDEILD í MARSEILLE. Mynd þessi var tekin vopnahlésdaginn, en þann dag liófst ú- róðurinn í ítaliu gegn Frakklandi. Laadkönnudupinii Miss Boyd tieidjpud. Flestir íslenskir blaðalesend- ur munu liafa lesið um ame- ríska landkönnuðinn Miss Boyd, því að herinar hefir iðulega ver- ið getið í íslenskum blöðum, en liún hefir farið hverja rann- sóknarferðina á fætur annari til norðurhafa, og er liún, að þvi er hið merka félag, Ameríska landfræðifélagið telur, eina kon- an, sem hlotið hefir lieimsfrægð sem landkönnuður á norður- hveli jarðar. Miss Louise A. Boyd kom í desemberbyi'jun til New York úr sjöunda norðurhafaleiðangri sínum. Gaf liún þá Ameríska landfræðifélaginu skýrslu um ferð sina og heiðraði félagið hana þá með því að veita lienni hinn svo kallaða Cullum heið- urspening úr gulli. í leiðangri sínum síðastliðið sumar komst Miss Boyd lengra norður á bóginn meðfram Grænlandsströndum en nokkur amerískur landkönnuður hefir áður komist á skipi og álti að eins ófarnar 30 niílrir enskar til þess að komast eins langt norð- ur og Duc d’Orleans 1905 (78.16 N og 16.21 V). — Með Miss Boyd voru ýmsir vísindamenn, landfræðingur, jarðfræðingur, sérfræðingur í hafrannsóknum og loflskeytamaður, sem rann- sakaði sérstaklega stuttbylgju- sendingar. Miss Boyd var í norðurhöf- um, þegar Amundsens var sakn- að 1928 og fór skip hennar 10,000 sjómílur i leitinni, sem Miss Boyd þegar hóf, við strend- ur Spitzbergen og langt norður á bóginn. Var það hættulegur leiðangur, en bar því miður ekki árangur. Fyrir þetta var hún sæmd Olafsorðunni af fjrrstu gráðu og er hún eina konan, sem Noregskonungur hefir veitt þetta tignarmerki. Miss Boyd á heima í St. Raf- ael í Ivaliforniu, en frá því liún var barn að aldri, hefir hún haft mætur á hinum norðlægu löndum, og þess vegna fór hún eitt sinn, er hún kom til Noregs í skemtiferð, til Spitzsbergen, og þá sannfærðist liún betur um hvernig hún ætti að verja tíma sínum, þ. e. með því að fara í rannsóknarferðir norður um höf til hinna norðlægustu landa. Og nú er sjöunda leiðangurs- ferðinni nýlega lokið, sem fyrr var sagt, og í vetur mun Miss Boyd að venju gefa sig að hljómlistarstarfsemi sinni suð- ur í Kaliforniu, en ef að likum lætur leggur hún upp í áttunda leiðangurinn næsta vor. E(tirtekt<r»ert rnál og viísjánert. Mjög virtist mér það eftir- tektarvert um hið skipulega er- indi sem skáldið Grétar Fells flutti í Útvarpinu í gær (29.12), að framburður hans á orðinu „líf“, var greinilega danskur. Dönsk álirif á íslenska tungu virðast undarléga mikil um jiessar mundir, mun meiri en fyrir nokkurum árum, og hlýt- ur slíkt að vera áhyggjuefni hverjum þeim sem nokkuð er ant um íslenska framtíð. Grétar Fells talaði mikið um það sem liann nefndi ihugun (meditation) og er það æfing sem hinir svonefndu guðspeki- nemar leggja mikla stund á. Þess verður að gæta, að Jielta sem nefnt er íhugun, er að miklu leyti tilraun til að setja sig í það sem nefna mætti sam- bandsástand. Árangurinn af miklum æfingum í þá átt getur orðið sá, að menn fari að verða varir við hugsanir annara. Telja má vist, að það sé fram- undan og verði algengt, að hugsanasamband geti komist á manna á milli. Hefir því jafn- vel verið spáð að mikil breyting i þá átt muni vei-ða áður á löngu líður. Gæti þar að vísu verið um mikla framför að ræða, en þó má ekki gleyma því, að sú leið er vandfarin, og að hæfileikinn til að ,,lesa“ hugsanir náungans getur orðið mjög til ills, ef hans er neytt til að njósna á ódrengilegan hátt um liagi annara og nota sér þannig fengna vitneskju til að skaða þá. Helgi Pjeturss. /egna ðtfðar er til- fíananiegnr mjðlknr skortnr á Sigínfirði. Menn kamast varla nm götnrnar nema á skíðnm Fréttaritari Vísis á Siglufirði skýrði blaðinu svo frá í gær- kveldi, að þar væri stöðug ótíð og allar samgöngur teptar að heita mætti. Mjólk hefir sáralít- il borist til bæjarins nú um langt skeið og veldur það hinum mestu vandræðum. Hafa mörg heimili ekki séð mjólk svo dög- um skiftir. Mjólkurbáturinn Erlingur, sem annast mjólkurflutninga frá Sauðárkróki til Siglufjarð- ai% varð að liggja ú Hofsós í marga daga vegna óveðurs, en er hann náði til Siglufjarðar var mjólkin orðin ónýt og ekki nothæf og varð að liclla lxenni niður. Hinsvegar kom bátur frá Akureyri fyrir tveimur dögum með mjólk en ekki meiri en svo að lieita mátti að kaupstað- urinn væri jafn mjólkurlaus eftir sem áður. í Siglufirði eru tvö mjólkur- bú, annað að Hóli, en liitt í Skútu. Hefir Hólsbúið 20 kýr en Skútu-búið 14, en mjólk frá búunum er seld þeim mönnum, sem hafa fasta samninga um mjólkurkaupin, en fáum þess utan. Þar, sem búin hafa svo fá- ar kýr sem að ofan greinir, geta þau að engu leyti bætt úr vand- ræðum manna. Mjólkurleysið kemur að sjálf- sögðu öllum illa, en þó verst þeim heimilum, sem hafa fyrir börnum að sjá. Eru Siglfirðing- ar mjög kvíðandi fvrir komandi dögum, með þvi að engin leið er til að bæta úr þessu, nema tíðin breytist til batnaðar, bann- ig að unt verði að taka upp að nýju flutninga á sjó. Snjó hefir kyngt svo niður að varla er farandi um göturnar nema á skiðum, enda gera það flestir, sem ekki halda sig innan dyra. Islenskor ostur. í blaði sem kemur út í Vínarborg sá eg orðin „die læ- rúhmte norwegische Kase“: „Hinn frægi norski ostur.“ Méi kom til hugar að slik ummæli mundu vera norskum bændum nokkurs virði, og eins, livort nokkuð þyrfti að vera því til fyrirstöðu, að íslenskur ostur Hyti sama lof. íslenskur ostur sem fæst hér í búðunum er stundum ágætur, en stundum miður góður, þótt sama sé nafnið og verðið. En það er svo sem auðvitað, að ef íslenskur ostur á að hljóta shkt lof og álit sem hinn norski, þá verða ost- ar sömu tegundar altaf að vera nokkurnveginn jafnir að gæð- um, og vildi eg beina þein-i spurningu til hlutaðeigandi, hvort þessu hefir verið nægilejg- ur gaumur gefinn og hvort nokkuð þyrfti að vera því til fyrirstöðu að ráðin yrði bót á galla þessum. 29. des. Helgi Pjeturss. Donald Budge, tennisleikarinn ameríski, er nú orðinn atvinnuleikari í tennis. Hann lék fyrir skemstu við Amerikumanninn Jack.Tid- ball og tapaði 6—2, 2—6, 6—4. Var þetta síðasti leikur hans sem áhugamanns. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.