Vísir - 10.01.1939, Side 2

Vísir - 10.01.1939, Side 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAS Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjári: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). S í m a r : Afgrei-.ðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Er þetta það sem koma skal? lUlilliþinganefnd, sem skipuð var til þess að rannsaka liag og rekstur togaraútgerðarinnar, hefir nú fyrir nokkuru lokið þeirri rannsókn. Hefir nefndin lcomist að þeirri niðurstöðu, að útgerðin hafi verið rekin með tapi, síðustu 5 árin að minsta kosti, og nemi það tap saman- lagt um 6 miljónum króna á því tímabili. Svipuðu máli er talið að muni gegna um afkomu annara greina sjávarútvegsins á sama líma, eða að þær hafi ver- ið reknar með ekki minna tapi en togaraútgerðin hlutfallslega. Hlutverk milliþinganefndar- innar var nú ekki það eitt, as framkvæma þessa rannsókn, heldur átti hún einnig að leggja á ráðin um það, með hverjum hætti útgerðinni yrði komið á réttan kjöl, ef rannsókn leiddi það i Ijós, að þörf væri sér- stakra aðgerða til þess. Að svo komnu er hinsvegar ekki kunn- ugt, að nefndin liafi nokkurar tillögur gert í þá átt. Og af lík- um virðist mega ráða, að slíkra tillagna, sem að nokkuru gagni mætti verða, muni helst alls ekki að vænta frá henni. í ritstjórnargrein, sem birtist í Tímanum s.I. laugardag, með fyrirsögninni „viðreisn útgerð- arinnar“, er rætt um þetta mál á þann veg, að ekki verður ann- að af þvi ráðið, en að Fram- sóknarflokkurinn muni fram- vegis eins og hingað til reyna að liliðra sér hjá því, að gera nokk- urar ráðstafanir, sem verða mætti togaraútgerðinni til við- reisnar. Þrátt fyrir það, þó að hlaðið telji sannað, með rann- sókn nefndarinnar, að togara- útgerðarfyrirtæki landsins séu einS og nú hagar til um afurða- verð og reksturskostnað yfir- leitt, rekin með halla og að halli þessi verði ekki jafnaður nema til komi veruleg breyting á afla- brögðum eða einhverskonar „opinber aðstoð“, þá virðist það ekki telja þörf bráðari aðgerða en svo, að það segir aðeins, að slíkt ástand megi „ekki haldast til lengdar“! Og þó að blaðið viðurkenni að vísu, að „stöðvun togaranna“, sem forsætisráð- herrann talaði um 1. desember sem fullkomna þjóðarógæfu, „myndi rýra mjög gjáldeyris- tekjur þjóðarinnar‘“, þá dylst manni ekki, að það telur að það varði meira „aðstandendur“ fyrirtækjanna og „aðra, sem vilja að rekstúr þeirra haldi á- fram“(!), en þjóðarheildina, hvort lil slíkrar stöðvunar kæmi eða ekki. Og ef nokkurar opin- berar ráðstafanir eigi að gera, útgerðinni til viðreisnar, segir blaðið að „aðslandendur fyrir- tækjanna“ og „aðrir, sem vilja að rekstur þeirra haldi áfram“, verði að „sýna í verki“, að þeir trúi á framtið þeirra við hatn- andi skilyrði“, og að þeir séu reiðubúnir að „mæta fórnum liins opinbera“ með því að gæta ítrasta sparnaðar í rekstri fyrir- tækjanna. Af jæssuni bollaleggingum hlaðsins virðist lielst mega ráða, að það ætlist til þess, að „að- standendum fyrirtækjanna“, sem þegar hafa „fórnað þeim öllum eignum sínum og öllu lánstrausti sínu, í öruggri trú -á framtíð þeirra „við hatnandi skilyrði“, verði því aðeins gerð- ur koslur.á aðstoð til viðreisn- ar atvinnurekstri sínum, að þeir geli lagt fram „nýtt“ fjármagn, til þess að halda honum áfram. Og við þetta væri í rauninni ekkert að athuga, og vafalaust mundu aðstandendur útgerðar- fyrirtækjanna líka fúsir að upp- fylla slík skilyrði, ef þeir væru þess megnugir. En það er fyrir- fram vitað, að það eru þeir ekki. Þess vegna er það alveg það sama og að neita um alla að- stoð, að bjóða hana með slíkum skilyrðum. Þannig eru allar horfur á því, að Franisóknarflokkurinn ætli ekkert að liafast að, til þess að l'orða togaraútgerðinni frá liruni, en láta alveg skeika að sköpuðu um það, hvenær hún stöðvast með öllu, og sú ógæfa skellur yfir, sem forsætisráð- herrann sá „hilla undir“ 1. des- ember, og liann taldi Jiá, að gæli orðið þess valdandi, að sjálf- stæði landsins glataðist. fjárkaisáitim lar- eyrar m\M á síöasta iundi lyrir mm\. Nokkrir gjaldaliðir hækka allvernlega. Fjárhagsáætlun Akureyrar- kaupstaðar var endanlega sam- þykt í bæjarstjórn á síðasta bæj- arstjórnarfundi fyrir áramótin. Heildartekjur bæjarsjóðs eru á- ætlaðar kr. 972,310,00 samtals, en þar af nema útsvörin ein kr. 446.860.00. — Gjöld bæjarins hækka allverulega, en hækkun- in kemur aðallega fram á eftir- töldum liðum: Líftrygging og lýðhjálp kr. 125 þúsund, hækk- un frá í fyrra kr. 42 þús. Menta- mál kr. 107.450, hækkun kr. 19.050. — í þessari upphæð er falinn styrkur til samskóla- býggingar kr. 5.000, og er það fyrsta styrkveiting í þvi skyni. Gagnfræðaskólinn og iðnskól- inn eru nú báðir undir sama þaki og há húsnæðisþrengslin' þeim mjög í allri starfssemi. Framlög til löggæslu hafa hækkað um 9 þús. kr. og nema nú kr. 20 þús. I þessari upphæð er innifalið framlag til fanga- húsbyggingar, að uppliæð kr. 5000,00 Önnur liækkun á gjaldaliðum fjárhagsáætlunarinnar er ekki svo teljandi sé. Fréttaritari. NORSKUR KOMMÚNISTI HANDTEKINN. Oslo 9. janúar. Hinn kunni norski kommún- isti, Arvid Hansen, liefir verið handtekinn í Stokkhólmi. Er hann sakaður um undirróðurs- starfsemi fyrir Rússa. NRP— FB. Tvísýnar horínr vifl komn Chamberlains til Röm. ítalir slaka ekkert til á Spánarkröfum sín- um og telja Frakka bera að fjandskap við sig, en alt öðru máli að gegna um Breta. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Morgunblöðin, sem út komu í Rómaborg í dag ræða öll um væntanlega komu Chamberlains og Halifax lávarðs til Rómar. Leggja þau á- herslu á það, að för Daladiers til Corsicu, Tunis og Algier hafi verið farin af fjandskap við ítali og hinar góðu viðtökur, sem Daladier hafi fengið í Tunis, stafi fyrst og fremst af því, að íbúarnir þar líti á Frakkland sem voldugan f jandmann, sem þeir verði að beygja sig fyrir. Hinsvegar telja blöðin að frá Breta hálfu megi vænta alls góðs, og að þeir haf i f ullan skilning á þessum málum, og muni gera sitt til að leysa úr öllum vandræð- i WKfi um. Um komu Chamberlains og Halifax lávarðs ræða blöðin einn- ig mjög vinsamlega, og1 láta í Ijósi óblandna ánægju sína yfir því, að þeir hafa tekið þessa ákvörðun. Hinsvegar nefna þau að eins lítillega komu þeirra til Parísar, og fara þar fljótt yfir sögu, og telja þá heimsókn þýðingarlitla. Chamberlain og Halifax lávarður lögðu af stað í Rómaborgarför sína frá Victoría-stöðinni kl. 11 ár- degis í dag. Lundúnablöðin í morgun ræða öll um þessa för þeirra og vara við öllum tilslökunum frá hendi Breta við kröfum ítala. í ritstjórnargrein í Daily Tele- graph er lögð megináhersla á það, að almenningur líti svo á að engar tilslakanir megi gera við kröfum ítala, og telur að viðræðurnar muni einnig leiða það í ljós. Blaðið ræðir um að ítalir muni krefjast hernaðar- réttinda til handa Franco- stjórninni, en telur að slíkt komi ekki til greina nema því að eins, að haldið verði fast við þá kröfu að sjálfboðaliðar þeir, sem enn eru á Spáni verði flutt- ir þaðan á burtu, enda verði það gert áður, en hernaðarrétt- indi eru veitt, og verði í því efni farið að ráðum hlutleysis- nefndarinnar. Parísarblöðin draga það mjög í efa að Mussolini muni verða við þessum kröfum frá hendi Chamberlains, og telja allar lík- ur til að lítill árangur verði af viðræðunum. Leon Blum skrifar grein í hlaði sinu Populaire, og kemst svo að orði, að þótt Chamber- lain setji þá kröfu fram að ítalskar hersveitir verði fluttar frá Spáni, muni Mussolini ekki taka það í mál, en halda fast við þær kröfur sínar að Franco verði veitt hernaðarréttindi. United Press. ÞJÓFHELDA MYNTSLÁTT AN! Hin nýja myntslátta Bandaríkjanna er í San Fran- cisco og var, þangað til ný- lega, talin algjörlega þjóf- held. Fyrst og fremst er hún úr eintómu stáli og steini, og jVo gæti fjöldi varðmanna hennar og öll hugsanleg varn artæki. En þrátt fyrir þetta brutust tveir fimtán ára drengir inn þarna á dögun- um. « Þeir ætluðu að fara út aft- ur, með koparþynnu til minn- ingar um heimsóknina, þegar varðmennirnir sáu þá. „Við gerðum þetta að eins að gamni okkar — til þess að sjá hvort við gætum það ekki,‘‘ sögðu drengirnir. „Hvernig komust þið inn,“ spurðu varðmennírnir. „Við klifruðum yfir garð- inn og svo upp á efri hæðina á rennu og þar fundum við opinn glugga“. Þannig var sagan um þjóf- heldu myntsláttuna! Að gefnu tilefni hefir Vísir verið beðinn að geta þess, að kensluflug færi aldrei fram frá flugvellinum í Vatnsmýrinni og altaf sé fullfær flugmaður við stýr- ið. — ' Fimm foringjar Araba látnir lausir. Þeim er helmilað að eiga víðræðnr við stör- múftaen i Jerúsalem. EINKASKEYTI til vísis. London í morgun. Opinber fregn frá Jerúsalem hermir að fimm af foringjunt Araba, sem verið hafa í haldi á Seychelles-eyjunum í Indlands- hafi, en nýlega hafi verið látnir lausir, hafi fengið leyfi til að hafa fimm daga viðdvöl í Syriu og Libanon, með því skilyrði að þeir verði við þeim kröfum, sem breska stjórnin hefir sett fram um þátttöku þeirra í Lundúnaráðstefnunni. Þau skilyrði liafa þó verið sett frá liendi breskra yfirvalda fyr- ir þessu landgönguleyfi þeirra, að þeir liafi meðferðis skilríki og árituð vegabréf um að þeir fái að fara aftur til Egyptalands, og ennfremur að þeim sé skylt að dvelja á þeim stöðum og í þeim húsakynnum, sem breska stjórnin tiltekur og lætur þeim í té, og í þriðja lagi að þeim sé með öllu óheimilt að eiga nokkrar viðræður við stjórn- málamenn nema stórmúftann í Jerúsalem, en í þessu skilyrði felst leyfi þeim til handa til þess. að heimsækja hann. í fjórða lagi er þeim bannað að eiga nokkurar viðræður við blöðin eða að gefa út nokkrar opinber- ar yfirlýsingar stjórnmálalegs eðlis. U. P. 250 milj. flóttamenii í Kína Einn tíundi hluti þjóðarinnar á vid hungursneyð að búa. Kínverjar eru nægjusöm og þolinmóð þjóð og gerir litlar kröfur, og nú á styrjaldartím- anum þykjast þeir vel sleppa, sem hafa þak yfir höfuðið fyrir sig og sína og eitthvað í sig og á. Mestur hluti kínversku þjóð- arinnar lifir á jarðrækt og þeg- ar vel árar fæst uppskera tvisv- ar á ári. En vegna styrjaldar- innar hafa tugir miljóna Kín- verja komist á flakk — á stór- um landssvæðum eru menn hættir að erja jörðina. Borgir og þorp, sem staðið hafa með tiltölulega litlum breytingum áratugum og jafnvel öldum sam- an, hafa gersamlega horfið. Púðrið sem Kínverjar fyrst fundu upp, hefir verið óspart notað í eyðileggingarstarfsem- inni. Það er talið, segir Norman Stockton, fréttaritari Daily Ex- press í Hongkong, að 250 milj- ónir manna í Kína hafi orðið að flýja heimili sín, eða meira en helmingur allrar þjóðarinnar. I tug-miljónatali hefir flótta- *-í FLÓTTAMENN, SEM HAFAST VIÐ I SKOTGRÖFUM. Hús þeirra Iiafa verið skotin í rústir — og ekki í önnur „hús* að venda en skotgrafir, sem hermennirnir liafa yfirgefið. mannastraumurinn leitað vest- ur á bóginn, til vesturhluta landsins, þar sem hvítir menn sjaldan sjást. í miljónatah hafa. menn látið lífið. Fyrsta ár styrjaldarinnar biðu bana af hennar völdum á einn eða ann- an hátt 20 miljónir manna, það er helmingi meira en mannfall varð í heimsstyxjöldinni. Eng- inn þorir að spá um hversu margir láta lífið á öðru — yfir- standandi — ári styrjaldarinn- ar. Hafnbann er lagt á allar strandborgirnar og það var giskað á, í árslok, að 1/10 hluti þjóðarinnar ætti við hungurs- neyð að stríða, en öll þjóðin við meiri eða minni skort. Land- svæði, sem er jafnstórt að flat- armáli og Bretland, írland, Belgía, Tékkóslóvakía, Austur- ríki, Frakkland, Þýskaland,. Ungverjaland, Ítalía og Holland hefir verið lagt í auðn að mestu leyti. Þar er nú hvergi rækt- aður blettur. Með því að bæta við íbúatölu fyrrnefndra landa og að auki Svíþjóðar, Danmerk- ur og Rúmeníu, fá menn nokk- ura hugmynd um hversu margt fólk hefir orðið að flýja heim- ili sín, af því að, þau höfðu ver- ið skotin í rústir eða alt land upp urið og eyðilagt af skothríð. Þetta er einhver mesta harm- saga sem heimurinn nokkuru sinni hefir haft af að segja. -— Daily Express. TVEIR MENN VERÐA ÚTI. Oslo 9. janúar. Tveir kunnir menn, Gustav Blom skrifstofustjóri og Christ- ian Hermanrud yfirréttarmála- flutningsmaður, urðu úti að- faranótt sunnudags í lmðar- veðri á leið til hins nýja ferða- mannagistihúss Ferðafélagsins í Haugasundi. Tvær slúlkur, sem einnig urðu að liafast við úti um nóttina, komust lífs af, og þaklc- að því, að þær voru með svefn- poka. NRP—FB. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína- ungfrú Tóhanna Guðmundsdóttir og Snorri Láxdal', Bergstaðasræti io,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.