Vísir - 04.02.1939, Page 2

Vísir - 04.02.1939, Page 2
VISÍR „Irskí lýöveldisherinn" úrslitakosti 12. janúar, Maxin fékk 4 daga frest til þess að kalla lieim keplið Breta í Iplandi. Hótununum vap ekki sint og 16« janúap liófust hepmdapvepkin. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London í morgun. Stórkostleg sprenging varð í gær í vopnaverk- smiðju einni í Slough, sem er mikill iðnaðar- bær, er liggur 18 mílur frá London. Verk- smiðja þessi framleiðir aðallega ýmsa flugvélahluti. Sprengingin varð kl. 4 e. h. í gær, en þvínæst kom upp eldur mikill í verksmiðjunni og olli sprengingin og eldurinn það stórfeldum skemdum á byggingu og vél- um, að verksmiðjan verður að hætta framleiðslu sinni fyrst um sinn og þar til úr verður bætt. Leynilögreglumenn frá Scotland Yard í London brugðu við og fóru til Slough til þess að rannsaka mál- ið en auðsjáanlega er hér um framhald þeirra hermd- arverka að ræða, sem írski lýðveldisherinn, — félags- skapur Ira sem berst fyrir algeru sjálfstæði Irlands, — hóf nú fyrir nokkru og getið hefir verið um i skeyt- um að undanfömu. Tíu þúsund leynilögreglumönnum var boðið út í gær til þess að hef ja nákvæma leit að spellvirkjunum, sem einnig hafa víðsvegar um landið orðið valdir að spreng ingum í neðanjarðargöngum, m. a. á ýmsum járn- brautarstöðvum. Lögregluliðið leitar einnig að sprengiefnabirgðum, seni lik- legt er að fólgnar séu víðsvegar um landið, enda hefir þegar fundist mikið af slíkum sprengiefnum, sem lögreglan hefir tekið í sínar vörslur. í gær gerði lögreglan í London húsrannsókn hjá mörgum Ir- lendingum, sem þar húa, og vitað er um að liallast hafa að bar- áttu írska lýðveldishersins. Slikar liúsrannsóknir fóru einnig fram í Liverpool og ýmsum öðrum borgum í Englandi, og leiddu þær til þess, að allmarg;|r menn hafa verið teknir fastir, og eru rannsóknardómstólar se-n óðast að rannsaka mál þeirra, en margt hefir þegar upplýsts, sem bendir í þá átt að í vændum séu enn fleiri og viðtækari hermdarverk bæði í Englandi og einnig í írlandi sjálfu. Daily Telegraph segir frá því í dag, að lögreglan í Ulster hafi skýrt Scotland Yard frá því, að hún hafi komist yfir ýms skjöl, sem skýri nákvæmlega frá ýmsum ákveðnum hermdar- » verkum, sem fram eiga að fara og lýðveldisherinn hefir á- kveðið fyrir löngu. Beri skjöl þessi með sér að spellvirkjarnir hafi ákveðið að drepa ýmsa breska lögregluforingja í Ulster og jafnvel á Bretlandi. sendi Halifax lávaröi VIÐ HERSKÓLANN í WOOLWICH fór nýlega fram herskoðun er var svo langvarandi að sumir nýliðarnir féllu í yfirlið. Á efri myndinni liefir þannig liðið yfir einn þeirra, en annar gengur fram honum til hjálpar. Á neðri myndinni eru foringjarnr komnir á staðinn þar, sem byssurnar liggja í vegi þeirra, og virðist liðþjálfinn ekki vera ánægður með slíkt báttalag. Alvarlegar fregnir. Portugalir stórauka fiskiflota sinn. Samkvæmt fregn, sem hingað hefir borist frá Portúgal, hefir ríkisstjórnin þar í landi samið 4 ára áætlun um stóraukningu á fiskiflota Portúgals. Er ráðgert að byggja fjölda togara og mótorskipa á þessu tímabili. Er ætlunin að þessi floti framleiði um 60% af saltfiskþörf landsmanna, en hingað til hafa Portú- galir aðeins framleitt um 20% af þörfum sínum. Nú þegar hefir ríkisstjórnin gefið út leyfi til að byggja 9 togara, sem styrktir verða mjög ríflega úr ríkissjóði. Mundi þessi markaðsskerðing í Portúgal hafa mjög ískyggi- legar afleiðingar í för með, sér fyrir íslenska fiskframleiðslu. Breskt Syf gegn lungna- bólgu, sem reynist vel. ; •••-. ' , >.J, -v Bretar hafa fundið upp nýtt lyf, sem þeir kalla M & B 693, og er það notað með góðum árangri gegn lungnabólgu. Lund- únablaðið „Daily Express“ segir svo frá þessu lyfi þ. 20. jan: TtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lögbrot? BÆJARSTJÓRNARFUND- INUM í fyrradag, varð for- seti að skera úr um það, hver af varafulltrúum þeim, sem kosnir liöfðu verið af sameigin- legum lista Alþýðuflokksins og Kommúnistafokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum, skyldi eiga sæti á fundinum í stað Jóns Axels Péturssonar, bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins, sem var veikur. Krafa um að taka sæti Jóns var gerð af tveim vara- bæjarfulltrúum, þeim Haraldi Guðmundssyni og Héðni Valdi- marssyni, sem báðir höfðu ver- ið í kjöri af hálfu Alþýðuflokks- íns í bæjarstjórnarkosningun- um á samfylkingar-listanum og náð kosningu sem varabæjar- fulltrúar, Héðinn fyrstur í röð varafulltrúanna en Haraldur sá þriðji. AIIs náðu kosningu, sem varabæjarfulltrúar af hálfu Al- þýðuflokksins, þrír menn, en tveir af liálfu konnnúnista. Síð- an hafa tveir af varamönnum Alþýðuflokksins, og er annar þeirra Héðinn Valdimarsson, gengið úr þeim flokki og stofn- að nýjan flokk með kommún- istum. Var þannig «ð eins einn af varafulltrúum Alþýðuflokks- ins eftir, þ. e. Haraldur Guð- mundsson, og féll úrskurður forseta á þá leið, að hann skyldi taka sæti Jóns Axels Pétursson- ar á fundinum. Þennan úrskurð telur blað kommúnista, eða hins nýja flokks Héðins Valdimarssonar, „fáheyrt lögbrot“ og segir að bæjarstjórnarfundur þessi muni „verða í minnum hafður fyrir lagaleysur þær“, sem á honum hafi verið framdar! En þó að það sé engann veginn dæma- laust, að kommúnistar fremja lögbrot,. brjótist t. d. inn í hús manna, til að misþyrma þeim, þá er það kunnugt, að þeir una þvi allra inanna verst, ef þeir hyggja að lög hafi verið brotin á sér, og þarf jafnvel ekki meira til, en að þeir fái ekki fram- gengt því sem þeir vilja, þó að það hafi við engin lög að styðj- ast, og láta þeir þá sem frek- lega hafi verð brotin lög á sér, ef vera mætti að enhverjir létu blekkjast af því. Það er enginn vafi á því, að liöfuðtilgangurinn með þvi að lögskipa kosningu varamanna fyrir bæjarfulltrúa og hrepps- nefndarmenn, er að tryggja stjórnmálaflokkunum, að þeir geti ávalt haft sömu áhrif á meðferð mála þeirra, sem sveit- arstjórnirnar eiga að fjalla um, þó að einn eða fleiri aðalfull- trúar fatlist frá. Varamennirnir eiga þannig að sjálfsögðu að vera yaramenn fyrir flokkana, en ekki fyrir „listann“, sem þeir eru kjörnir af. Hinsvegar er augljóst, að lögin gera ekki ráð fyrir því, að fleiri en einn flokk- ur séu um sama lista, eins og átti sér stað í siðustu bæjar- stjórnarkosningum. Og þau gera heldur ekki ráð fyrir því, að það geti komið fyrir, að kosnir varamenn „brölti á milli flokka“ milli kosninga. En af þessu leiðir, að þegar aðalfull- trúi í bæjarstjórn forfallast, fná fundarsetu, má ekki setja i lians stað mann úr öðrum flokki. Það bryti svo bert í bága við tilgang laganna, að það vaari í rauninni algert lögbrot. I konmiúnistablaðinu er þvi haldið fram, að úrskurðurinn um að Haraldur Guðmundsson en ekki Héðinn Valdimarsson skyldi taka sæti Jóns Axels Péturssonar i bæjarstjórninni, brjóti í bága við 33. gr. sveilar- stjórnarlaganna, því að þar sé mælt svo fyrir, að varamenn bæjarfulllrúa skuli „taka sæti í bæjarstjórn eftir þeirri röð sem þeir eru kosnir“. En Héð- inn Valdimarsson getur ekki verið varamaður bæjarfulltrú- ans Jóns Axels, eins og nú er komið, af því að þeir eru ekki báðir i sama flokki. Hvar þeir eru i röðinni á listanum sem heild, kemur ekki málinu við. Ef annarhvor hæjarfulltrúi Kommúnistaflokksins eða nú- verandi „Sameiningarflokks al- þýðu -— socialistaflokksins“ fatlaðist frá, ætti Héðinn ský- lausan rétt til þess að taka sæti hans í bæjarstjórninni. En til þess að taka sæti Alþýðuflokks- fulltrúanna getur enginn annar af varamönnum listans átt rétt en sá þeirra sem er Alþýðu- flokksmaður. Alþýðuflokkurinn fékk þrjá menn kosna í bæjarstjórn. Með varafulltrúum átti að tryggja honum það, að þau þrjú sæti væru ávalt slcipuð flokksmönn- um hans. En myndi því fylli- lega borgið, ef Héðinn sæti í einu jieirra? Aflafpéttip af Akranesi. Akranesi 3. febr. Róið er hér enn á hverjum degi og er aflinn svipaður og verið hefir. Jafnastur og mest- ur afli, sem bátarnir hafa skilað í land á eínum degi á þessari vertíð, mun hafa verið á fimtu- daginn. Bátarnir voru þá með 12—18 þúsund kg. hver, en all- ur mun aflinn hafa verið um 350 skp. Um mánaðamótin síðustu var búið að salta hér rétt 3000 skip- pund, en auk þess hafa verið seldar 435 smál. af nýjum fiski i janúarmánuði. Vegna þess, hve gæftir hafa verið frábærlega góðar og róðr- arnir orðnir magfalt fleiri en venja er til, eru surnir útgerð- armenn að verða beitulitlir. En mér er þó sagt, að ekki muni borfa til neinna verulegra vand- xæða fyrsta kastið, jafnvel þó að gæftir verði góðar áfram, þvi að beitu mun vera von að norð- an til þeirra, sem minst hafa nú af henni hér. L.v. Ólafur Bjarnason seldi afla sinn í Hull á þriðjudag, 1400 körfur, fyrir 550 stpd. B.v. Sindri kom hér snöggv- ast við á þriðjudagsmorgun til þess að taka kol og vistir. Ilann var með hlaðafla eða um 2500 körfur, eftir 10 daga útivist, og lagði af stað til Englands með fiskinn samdægurs. Frjr. Málfundafélagið óðinn. Aðalfundurinn verður á morgun kl. 2 í Kaupþingssalnum. Daily Herald skýrir frá því, að írski lýðveldisherinn — fé- Jagsskapur hinna róttækustu írskra skilnaðarmanna, sem tal- inn er standa að hermdarverk- unum — hafi þann 12. janúar sent Halifax utanríkismálaráð- herra Bretlands úrslitaorðsend- ingn, og gefið honum fjögurra daga frest til þess að koma því til leíðar, að breska stjómin gæfi fyrirskipun um að kalla heim frá írlandi alla breska hermenn, sem þar eru. í orðsendingu þessari var því heitið, að grípa til víðtækra gagnráðstafana, ef kröfunni væri ekki sint. Daily Herald leiðir athygli að því, að hermdarverkin hafi byrjað þ. 16. janúar, eða fjór- um dögum eftir að fresturinn var útrunninn. Það er ekki lengur talið nein- um vafa undirorpið, hver er or- sök þess, að gripið er til þessara hermdarverkatilrauna af írska lýðveldishernum. Þessi félags- skapur hefir verið lýstur ólög- legur af ríkisstjórninni, sem vill vinna áð sameiningu alls írlands með friðsamlegu móti. En í þessum róttæka félagsskap á ekki slík stefna upp á pallborð- ið. Hann krefst þess, að gripið sé til róttækra ráðstafana, til þess að koma á fót hinu írska lýðveldi — reka á brolt alt brekst herlið úr Irlandi og knýja Norður-írland til þess að fallast á sameininguna. En í Norður-írlandi hefir hreyfingin fyrir sameinúðu ír- landi aldrei fengið mikinn byr. í Norður-írlandi eru, sem kunn- ugt er, sex greifadæmi af níu, sem eru í Ulster. Þrjú tilheyra Fríríkinu (Eire), en íbúar Norð- ur-írlands eru yfirleitt konung- hollir og vilja ekki breyta neinu í sambúð Bretlands og Norður- Irlands. Meðal almennigs eru þó allmargir lýðveldissinnar, en þeir hafa ekki bolmagn tii þess að hafa sig mikið í frammi. — Mestur Þrándur í Götu samein- ingarinnar er andúð meirihluta Norður-írlendinga gegn henni. Norður-írland hefir sitt eigið þing, með 52 þjóðkjörnum full- trúum í neðri deild og efri deild með 26 þingmönnum. Úrslit seinustu kosninga í Norður-ír- landi sýndu, að afstaða Norður- Irlendinga til Bretlands er ó- breytt frá því, sem áður var. Er líklegt, að hermdarverka- starfsemi írska lýðveldishersins hafi slæm áhrif og algerlega gagnstæð þeim, sem þeir sjálfir búast við, að flýta fyrir samein- ingu írlands í eitt lýðveldi. United Press. í desembermánuði bjargaði þetta lyf tæpl. 200 mannslífum í Lundúnaborg einni, og desem- ber var versti lungnabólgu-mán- uður um langan aldur. Lyfið M & B 693 hefir ekki verið notað neitt að ráði í sjúkrahúsum Lundúna fyrri en í vetur. Það hefir verið til reynslu á ýmsum stöðum, þang að til það var nolað alment. Tilraunirnar fóru á þá leið, að af hverjum 100 manns, sem það var reynt á, létust að eins átta. En af þeim, sem lyfið var ekki í'eynt við, létust 27 af hundraði. Læknar voru injög ánægðir með lyfið og umniæli þeirra voru á þessa leið: „Árangur tilraunanna hefir sannfært okkur um það, að sé lyfið nolað innan fjögra daga frá því að lungnabólgan byrjar, þá stöðvar það liana og orsakar skjótan bata“. Fimtiu töflur nægja að jafn- aði til lækningarinnar og þær kosta 15 shillinga (16—17 kr.). Er það ekki lítill kostnaðarmun- ur, þegar hlóðvatnslækningar, sem áður tíðkuðust, kostuðu oft áður alt að 30 stpd. (660 kr.). Gamalmenni og börn. Fólk, sem komið er yfir sext- ugt, er oft mótstöðulítið fyrir lungnabólgunni, svo að dánar- tála þeirra er mjög há. Nýja Iyfið var reynt á fimm gamal- mennuin — eitt þeirra lést. Við fjögur önnur gamalmenni voru eldri lækningaaðferðir reyndar — þrjú þeirra dóu. Lyfið var reynt á 40 börnum — aðeins tvö þeirra dóu. — Síð- an hefir lyfið verið sent út um allan heim, og eftir þvi sem læknar æfast í notkun þess, fer þeim fjölgandi, sem það forðar frá bana. Þeir, sem fundu lyfið, eru Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.