Vísir - 21.02.1939, Page 2

Vísir - 21.02.1939, Page 2
VlSIR VÍSÍ DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. RitStjó'fiKristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). S I m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hámarks- álagning. að var sýnt fram á það hér i blaðinu á dögunum, hve óheppilega hefði tekist til fyrir verðlagsnefndinni, um ákvörð- un hámarksálagningar á vefn- aðarvörum. Tilgangurinn með starfsemi nefndarinnar er að sjálfsögðu sá, að koma í veg fyrir það, að verðlag innfluttr- ar nauðsynjavöru verði hærra en góðu hófi gegnir, þrátt fyrir innflutningshöftin. Sökum inn- flutningshaftanna er í rauninni ekki um það að ræða, að frjálst framboð og eftirspurn geti ráð- ið verðlaginu i landinu og liald- ið því í skefjum, eins og á venjulegum tímum. Því eru nú, sakh’ innflutn- ingshaftanna, lítil takmörk sett, við hvaða verði innflytjendur geta selt varning sinn, af því að innflutningurinn er skorinn svo við nögl, að framboðið fullnægir ekki eftirspurninni. Þess vegna hefir verið gripið til þess, að heimila verðlagsnefnd að hafa hemil á verðlaginu, með þeim hætti, að ákveða há- marksverð á innfluttum vör- um, eða hámarksálagningu á innkaupsverð þeirra. Nefndin hefir tekið þann kostinn, að á- kveða hámarksálagningu, en með þeim hætti, að í því felst engin trygging fyrir hæfilegu ' Verðlagi. ‘Hámarksálagning á vefnað- arvörum má, samkvæmt regl- um nefndarinnar, vera 50% í smásölu, ef varan er keypt af innlendum smásölubirgðum, en 74% ef hún er keypt „beint frá útlöndum“, eða af erlendum heildsölubirgðum. í innkaups- verði smásalans er í báðum til- fellum innifalin heildsöluálagn- ing. Ef sú álagning rennur til innlends heikfsala, má smásal- inn að eins-leggja 50% á inn- kaupsverðið, en renni hún til útlends lieildsala má hann leggja 74% á það. Þó að inn- lendi heildsalinn geti selt vör- una eins lágu eða jafnvel lægra verði en smásalinn á kost á hjá erlendum heildsala þá getur það verið allálitlegur gróðaveg- ur fyrir smásalann, að skifta heldur við erlenda heildsalann. -— En þó að heildsalaálagningin renni þá til erlends heildsala í erlendum gjaldeyri, þá virðist svo sem verðlagsnefndinni þyki ekki í það horfandi, þegar ann- arsvegar er um það að ræða, að innlendir heildsalar geti haft hagnað af viðskiftunum. Og þó að þessar ráðstafanir verði þess valdandi, að verðlagið i landinu hækki í stað þess að lækka, þá er sama máli um það að gegna. Daginn eflir að Visir gerði þessar furðulegu ráðstafanir verðlagsnefndar að umtalsefni, i fór Tíminn á stúfana og reyndi af veikum mætti að bera blak af nefndinni, en gerði þó enga tilraun lil þess að andæfa því, að fyrirmæli hennar um há- marksálagninguna væru ekki ó- líklegri til þess að auka dýrtíð- ina í landinu en að draga úr henni. En „alt og sumt“, sem blaðið hefir um þetta að segja er það, að „auðvitað sé það fjarstæða hjá Vísi, „eins og reynslan muni sýna“, að með þessari ákvörðun verðlagjs- nefndar verði heildsalarnir „úti- lokaður frá verslun með vefn- aðarvörur“! Hefði þó að vísu mátt ætla, að Tíminn teldi það ekki beinlínis liöfuðatriði máls- ins, að heildsalarnir yrðu ekki „útilokaðir“ frá þessari starf- semi, enda mundi þá öllu vel borgið, ef það væri trygt! En að öðru leyti virðist blaðið alveg sammála Vísi um það, að margt hefði mátt betur fara lijá verð- Jagsnefndinni, en raun liefði á orðið, t. d. það „að hafa sömu hámarksálagningu á öllum teg- undum vefnaðarvöru“, hvort sem um er að ræða „luxus“- vöru eða brýnustu nauðsynjar almennings. Væntir blaðið þess líka, að nefndin „sjái sér fært“ að gera einhverjar breytingar á því, hvað svo sem „revnslan“ kann að „sýna“ um það! ðn í Hkitðyii, Akureyrá í morgun. Ekki alls fyrir löngu gerðu kommúnistar á Akureyri mik- inn aðsúg að Sveini Bjarnasyni fátækrafulltrúa þar í bænum, fyrir að hann hefði kistulagt þurfaling, Guðrúnu Oddsdóttur, á götum úti, og birti Alþýðu- blaðið^ og Þjóðviljinn greinar um málið og tóku í sama streng og kommúnistar nyrðra. Sveinn Bjarnason höfðaði meiðyrðamál gegn Jakobi Árna- syni ritstjóra „Verkamannsins“ út af greinum þeim, sem hann hafði rlitað um málið og var ctómur uppkveðinn í bæjarþingi Akureyrar hinn 14. þ. m. Var Jakob Árnason dæmdur í sekt fyrir hin meiðandi ummæli, en til vara í 12 daga fangelsi, svo og til að greiða allan málskostn- að. Iiin umstefndu ummæli voru að sjálfsögðu dæmd dauð og ómerk. Fréttaritari. 2189 dósir af fisk- bollnm seldiistípr frá verksm. 8.Í.F Dagblöð hæjarins hvöttu Reykvikinga til þess að neýta fiskbolla frá Niðursuðuverk- smiðju S.Í.F. á bolludaginn, og með þvi að vörur verksmiðj- unnar eru þegar orðnar kunnar að frábærum gæðum, brugðust bæjarbúar svo vel við þessum tilmælum, að sala verksmiðj- unnar nam í gær 1267 % kg. dós- um og 922 kg. dósum, og er það meiri sala á einum degi en nokkuru sinni fyr. Sýnir þessi mikla sala þann almenna skilning, sem menn hafa á hlutverki niðursuðuverk- smiðjunnar, sem og hitt, að framleiðslan líkar vel, og er það aðalatriðið. Má vænta þess, að hlöð og borgarar megi vera jafn ánægð yfir árangrinum. ■u segirfPittman, formaður utanríkismálanefndaí. Hann bvetur Bandarlkjamenn til þess að styðja Roosavelt. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Roosevelt Bandaríkjaforseti er sem stendur við- staddur hinar miklu flotaæfingar, sem fram fara á Atlantshafi, en hann er við því búinn að hverfa aftur til Washington hið bráðasta, ef eitthvað óvænt kynni að gerast á vettvangi alheimsmála, en um alllangt skeið undanfarið hefir verið búist við, að stór- viðburðir myndi gerast í yfirstandandi mánuði. Mun því Roosevelt þykja öruggara að kunnugt sé, að hann muni hverfa heim til Washington þegar í stað, ef nýja ófriðarbliku skyldi draga á loft. Það er enn ekki kunnugt hversu lengi Roosevelt verður með flotanum. Þetta eru mestu flotaæfingar Bandaríkjanna, sem fram hafa farið, og hafa verið dregnar af því ýmsar álykanir, ekki síst í einræðisrík j- unum, að svo stórkostlegar flotaæfingar skuli nú haldn- ar, ekki síst þar sem Roosevelt hefir í hverri ræðunni á fætur- annari hvatt til baráttu gegn stefnu einræðis- ríkjanna, og heitið lýðræðisríkjunum í Evrópu marg- víslegum stuðningi, ef til ófriðar kynni að koma. Það er enn á huldu hvað Roosevelt hefir fyrir sér í því, að þeir atburðir kunni að gerast þá og þegar, sem leiddi til þess að Roosevelt yrði að hverfa til Washington aftur bráðlega. Mussolini hefir ekki enn haldið ræðu þá, sem margsinnis hefír verið gefið í skyn, að hann mundi halda þá og þegar, og menn hafa búist við, að Hitler mundi fara á stúfana, jafnvel í þessum mánuði, og bera fram nýjar kröfur. Þá er óvissan um Spán. Það er ýmislegt sem bendir til, að Bandaríkjastjóm sé ekki ánægð yfir stefnu Breta og Frakka gangvart Franco. Það, sem mesta athygli vekur nú, eru ummæli Pittmans öld- ungadeildarþingmanns, til stuðnings Roosevelt í baráttu hans gegn einræðisríkjunum. Ummæli Pittmans eru að sjálfsögðu mikilvægari vegna þess, að hann er forseti utanríkismálanefnd- ar öldungadeildarinnar. Pittman flutti ræðu í gærkveldi, sem útvarpað var um öll Bandaríkin og hvatti hann þjóðina eindregið til þess að styðja utanríkismálastefnu Roosevelts. Styðjum ríkis- forsetann og með því styðjum við lýðræðisríkin í baráttu þeirra gegn einræði og kúgun. Pittman kvaðst þeirrar skoðunar, að markmið einræð- isríkjanna væri að ná undir sig yfirráðum mikils hluta heimsins. ítalir, Þjóðverjar og Japanir áforma að sölsa undir sig yfirráð í Suður-Ameríku, Evrópulöndum víðast og Asíu, sagði Pittman ennfremur. Hann afneitaði friðar- stefnu, sem bygðist á því, að láta altaf undan fyrir ofbeldi og hótunum. Vér Bandaríkjamenn, sagði hann að lokum, óttumst ekki það, sem koma skal. Vér munum óhikað leggja lífið í sölurnar fyrir trú og siðferði, réttlæti og frelsi. United Press. Enn Avíst nm árangnr af för Berards. Osló, 20. febrúar. Samkvæmt opinberri tilkynningu er Berard öldungadeildar- þingmaður sé farinn frá Burgos. Hann fullyrðir, að förin hafi borið ágætan árangur. Franco sé fús til þess að ábyrgjast, að hinn nýi Spánn verði algerlega óháður öðrum þjóðum, stjórnmálalega og fjárhags- og viðskiftalega. Ennfremur segir Berard, áð Franco hafi endurtekið loforð sín um það, að allir erlendir hermenn verði fluttir á brott frá Spáni þegar er borg- arastyrjöldinni sé lokið. — NRP.-FB. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Leon Berard sagði í gær, að afstoðnum viðræðum við utan- ríkismálaráðherra Burgos- stjórnarinnar: „Eg er þreyttur, en ánægður“. — Berard er far- inn til San Sebastian og þaðan fer hann yfir frönsku landa- mærin og talar símleiðis við Bonnet. Áður en hann fór ræddi hann við fulltrúa bresku stjórn- arinnar í Burgos. — Jordana hershöfðingi er farinn til Barce- lona til þess að ræða við Fran- co. — Jordana og Berard hittast svo aftur á fimtudag. United Press. Oslo 20. febr. ENSKUR TOGARI STRAND- AR VIÐ NOREG. Enskur togari, Loyal, strand- aði í gær á Ramnesi. Skipið hef- ir mikla slagsíðu og óvíst um hjörgun. Skipverjar eru enn í skipinu. NRP—FB. NÆSTU KRÖFUR HITLERS. Fyrir allmörgum vikum var því spáð, að Hitler mundi setja fram næstu kröfur sinar í yfirslandandi mánuði. Var talið, að herstjórnin þýska liefði þá fengið skipun um, að vera viðbúin að framfylgja nýjum kröfum. (Sbr. og það sem segir i aðal- skeyti Vísis i dag). — Myndin hér að ofan sýnir Iivernig Ber- línarbúar hylla ríkisleiðtogann. Var myndin tekin við komu Hitlers til Berlínar úr Rómaborgarförinni s. 1. ár. . Rádherrafundur í London úm Palestinu. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Samkomulagsumleitanir á ráðstefnunni um Pale- stinudeiluna fóru í algert strand í gærkveldi, er full- trúar Gyðinga að afstöðnum þríggja klukkustunda samkomulagsumleitunum neituðu algerlega að falla frá kröfum sínum um, að leyfður yrði áfram innflutn- ingur Gyðinga til Palestinu i hlutfalli við það, sem land- ið gæti tekið við af innflyt.jendum, og ennfremur að engar hömlur yrðu lagðar á sölu jarðeigna. Vegna þessarar afstöðu fulltrúa Gvðinga tekur breska stjórnin málið til meðferðar á næsta fundi sín- um, sem haldinn verður i dag eða á morgun. United Press. lapanir oera loitarás á breskar heHrí Homkono nýleidu. London í morgun. Einkaskeyti til Vísis. Frá Hongkong er símað, að níu japanskar flugvélar hafi varpað sprengikúlum á Schum- shun, skamt frá landamærum Hongkong-nýlendunnar. Flugu tvær af hinum japönsku flugvél- um yfir breskt landsvæði og vörpuðu niður sprengikúlum í nánd við Lowu-herbúðirnar, en þar eru nú hersveitir frá Middle- sex í Englandi. Ennfremur var varpað sprengikúlum á farþega- lest skamt frá landamærunum. Þá varð gerð loftárás á eina varðstöð breska hersins í nánd við járnbrautina. Einn af lög- reglumönnum Breta, indversk- ur maður, beið bana, og nokk- urir járnbrautarvagnar voru eyðilagðir. Um tuttugu manns úr alþýðustétt biðu bana. Árásir þessar hafa vakiði mikla gremju og mun þeim verða mótmælt strengilega og skaðabóta krafist. United Press. NORÐAR EN, NANSEN KOMST Á FRAM. Oslo 20. febr. Rússneski ísbrjóturinn Se- dov II., sem verið hefir inni- frosinn norður í íshafi í tvo vetur er nú kominn norðar en Nansen komst á Fram í hinum fræga leiðangri sínum eða á 85 gráðu 59.1 mín. norðlægrar breiddar, og rek: ur ísbrjótinn áfram með ísn- um norðvestur á bóginn í átt- ina til norðurheimskautsins. NRP—FB.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.