Vísir - 15.03.1939, Síða 2
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(Gengið inn frá Ingólfsstræti).
S í m * r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Farsæl
vinnubrögð.
¥% AÐ er nú í enga launkofa
“ farið með það lengur, af
hálfu Framsóknarflokksins,
liversu fast flokkurinn sæki
það, að stj órnarsamvinna geti
tekist milli lians og Sjálfstæðis-
flokksins. Það má heita, að i
hverju einasta blaði af Tíman-
um, sem út liefir komið siðustu
2—3 vikurnar, sé Sjálfstæðis-
flokkurinn eggjaður lögeggjan
um að taka upp slíka samvinnu
við Framsóknarflokkinn. Og af
læssum skrifum blaðsins verður
ekki annað ráðið, en að Fram-
sóknarflokkurinn hafi lofað
Sjálfstæðisflokknum „gulli og
grænurn skógum“, ef hann yrði
við óskum hans í þvi efni. Og
er það nú „af sem áður var“,
þegar orðtæki Framsóknar-
flokksins var: „Alt er betra en
íhaldið“! Því að nú virðist
Framsóknarflokkurinn á allan
hátt vilja gera veg Sjálfstæðis-
flokksins sem mestan, jafnvel
þó að það verði til þess, að lians
eigin frægð rýrni að nokkurum
mun.
í síðasta hlaði Tímans eru
raktar allar tillögur, sem sjálf-
stæðismenn á Alþingi hafi bor-
ið fram, sjávarútveginum til
framdráttar, og áður hafa ver-
ið taldar til lítils nvtar af
Framsóknarflokknum, og telur
blaðið, að þær tillögur séu svo
að segja allar komnar í fram-
lcvæmd. Virðist blaðið þannig
að vísu ætlast til þess að menn
láti sér skiljast það, að þó að
sjálfstæðismenn liafi átt frum-
kvæði að þeim tillögum, þá
hafi Framsóknarflokkurinn
hinsvegar ekki látið sitt eftir
liggja, sem sá þingflokkurinn,
er mestu liafi ráðið á Alþingi
síðustu árin, um það, að bera
svo góð mál fram til sigurs.
Hins lætur blaðið þó ekki getið,
að 2—3 ár hafi þurft til þess að
koma málum þessum í höfn,
og því hafi þau ef til vill orðið
að minna liði, en ella hefði mátt
verða. En vafalaust hefir þó
tilgangur blaðsins með þessu
verið sá, að „gefa keisaranum
það, sem keisarans er“, eða
Sjálfstæðisflokknum hans hluta
af'þvi, sem vel hefir verið gert
sjávarútveginum til handa, eftir
að hann var svo að þrotum
kominn, að miklu meira þurfti
til þess að koma honum á rétt-
an kjöl.
Því verður nú ekki neitað,
að blaðinu hafi með þessu tek-
ist að færa nokkur rök fyrir
því, að hag sjávarútvegsins
mundi betur borgið, ef Sjálf-
stæðisflokkurinn væri þátttak-
andi í stjórn landsins, jafnvel þó
að í samvinnu við núverandi
stjórnarflokka væri. Og vel fer
á því, að blaðið viðurkennir, að
útvegsmenn muni þykjast „ber-
ir að baki“ meðan svo er ekki.
En um það kemst blaðið svo að
orði í eirini grein sinni, að „eins
og nú standa sákir“ sé útvegs-
mönnum það líka „mjög mik-
ilsvert, að eiga sér póhtískan
flokk, sem öruggur er í málum
þeirra og farsæll i vinnubrögð-
um“. Þannig viðurkennir blaðið
beinlínis, að enginn af stjórn-
málaflokkum landsins annar en
Sjálfstæðisflokkurinn verð-
skuldi fult traust útvegsmanna.
sökum þess hve „öruggur“
liann sé í málum þeirra og „far-
sæll í vinnubrögðum“, þegar við
hagsmunamál sjávarútvegsins
er að fást. En þó að það sé
þannig að sjálfsögðu mikils-
vert, að slíkur flokkur hafi með
höndum yfirstjórn sérmála
sjávarútvegsins, þá ætti ekki:
síður að liggja í augum uppi, að
áríðandi muni vera, að útveg-
urinn fengi einnig notið vinnu-
bragða þessa flokks í meðferð
annara mála, sem engu minna
er undir komið.
Það má gera ráð fyrir því, að
til þess muni ætlast, að Sjálf-
stæðisflokkurinn gangist ekki
all lítið upp við alt þetta lof,
sem á liann er borið. En það er
þá hinsvegar ekki nema mann-
legt, að flokkurinn ætlist einnig
til þess, að þvi meiri sem verð-
leikar hans eru taldir, því meira
traust verði honum sýnt — ef
til samvinnu á að koma milli
hans og annara flokka.
íf-SUX ta fri Horna-
i Bsrgni.
TF-SUX, landflugvélin, kom
hingað i morgun á tíunda tím-
anum og flutti hingað póst.
Hún flaug til Austurlands
fyrir síðastliðna lielgi, á laug-
ardag, og tók farþega að Egils-
stöðum, Svein hónda þar, og
flaug svo í bakaleið yfir Fá-
skrúðsfjörð og Breiðdalsvik og
varpaði niður pósti á báðum
stöðunum- Þar til i gær var flug-
vélin veðurtept á Hornafirði, en
flaug þá til Kaldárness og svo
liingað í morgun.
Örn Jolinjson flugmaður er
með flugvél þessa.
Yeðurs vegna hefir TF-Örn
ekki verið í loftinu undanfarna
daga, en allmargir farþegar
bíða eftir að komast norður og
eins eru menn fyrir norðan,
sem þurfa að komast suður, og
mun TF-Örn fara nokkurar
ferðir milli Reykjavíkur og
Norðurlands á næstunni.
Fólk út um land hefir hinn
mesta áhuga fyrir flugferðun-
um ekki síður en hér.
Væntanlega verða tilraunir
þær, sem hér er verið að gera,
til þess að flytja póst til fjar-
lægi-a staða, upphaf þess, að
póstflugferðir hefjist liér áður
langt um líður.
í Iandi eins og íslandi eiga
flugferðir áreiðanlega mikla
framtíð fyrir sér-
I Winnipeg Free Press
birtust á tímabilinu 27. okt.
til 18. des. s.l. margar greinir,
ritaðar af Mr. Stevens, er hing-
að korn í lieimsókn síðastlilið
haust. Ein greinin fjallar um
heimsókn til forsætisráðherra
Hermanns Jónassonar og er í
henni birt kveðja hans til Is-
lendinga vestur í Eanada, að
ósk Mr. Stevens eða boði,
aðrar fjalla um ferðalög hans
til ýmissa stofnana og sérkenni-
legra staða. Eru greinarnar
prýddar myndum og fjörlega
skrifaðar. (FB.).
Þjódvcrjar hcrtaka
Tékkoslóvakiu.
Göbbels bíi?ti útvappsávaffp í morgun frá Mitlei* og lýsti
yfip, að Þýskaland sendi hei* til Bæheims og Moraviu og
tæki Mitlep tekknesku þjóðina undiF vemdarvæng sinn.
Tékkneska þjódin hefir gersamlega bugast og er örviln—
an og neyðarástand ríkjandi
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Þjóðverjar eru lagðir af stað með her manna og
hafa farið yfir landamæri Tékkóslóvakíu í
því markmiði, að kúga Tékka til algerrar
hlýðni við sig, og herma seinustu fregnir, að Þjóðverj-
ar hafi tekið höfuðborg landsins.
Göbbels útbreiðslumálaráðherra las kl. 6 í morgun ávarp til
þýsku þjóðarinnar frá Hitler, þar sem hann lýsti yfir því, að
Þýskaland sendi her sinn inn í Bæheim og Moraviu til þess að
afvopna hermdarverka- og óaldarlýð þann, sem þar vaði uppi,
og njóti verndar hers Tékkóslóvakiu.
Yfirlýsing þessi til þýsku þjóðarinnar var birt að undan-
genginni ráðstefnu, seni þeir sátu Hitler, von Ribbentrop utan-
ríkismálaráðerra, Hacha ríkisforseti Tékkóslóvakíu og Chval-
kovsky utanríkismálaráðherra, en þessum fundi lauk klukkan
að ganga fimm.
Göbbels sagði, að Hitler mundi taka tékknesku þjóðina undir
vemdarvæng sinn.
Frá Prag er símað, að útvarpsstöðin hafi tilkynt með stuttu
millibili, að Þjóðverjar væri farnir að hertaka Tékkóslóvakíu.
Innihéldu þessar útvarpstilkynningar aðvaranir til hersins
um, að veita enga mótspyrnu.
Fregnirnar hafa gersamlega Iamað alt viðnámsþrek og kjark
þjóðarinnar.
í þúsundatali reyna menn að flýja hver sem betur getur —
eitthvað, hvert vita menn ekki og menn reyna að eins að kom-
ast á brott, án þess í rauninni að hafa nokkura von um að sá
flótti leiði til annars en frekari vandræða og örvinglunar.
Þjóðin óttast hina nýju verndara!
Á götunum í Prag, sém vanalega eru mannlausar að nætur-
lagi og snemma á morgnana, var þröng manna hvarvetna í
morgun í dögun. Leið fólkinu mjög illa og jók það vanlíðan
þess, að kalt var í veðri og snjókoma.
Ofan á örvæntingarnar og hörmungarnar bætist, að fjöldi
fólks hefir flúið frá Slóvakíu og kemur með hersveitunum,
sem var voru, og er yfirleitt hið mesta vandræðaástand ríkjandi.
United Press.
Slovakia lýsti yflr sjálf-
stæði sinu í gær.
Hid nýja ríki bað um vernd Þýska-
lands. Viðsjár milli Tékka og Nazista
Uogverjar sendo her inn I Rnthenin.
Undanfari þeirra tíðinda, sem
að ofan getur er í höfuðatrið-
um sem hér segir: Á þingi Sló-
vakiu, sem kom saman árdegis
í gær, var það borið undir þing-
menn hvort þeir vildi sam-
þykkja sjálfstæði Slóvakíu, og
samþ. það allur þingheimur, en
allir þingmenn voru viðstaddir,
nema þingmenn rússneska
þjóðarbrotsins. Dr. Tisso, for-
sætisráðherra st j órnarinnar
lýsti yfir því, að þýska stjórnin
væri vinsamleg Slóvakíu og
hljmt sjálfstjórnarfyrirætlunun-
um. Hið nýja, sjálfstæða riki,
Slóvakía, hefir beðið um vernd
Þýskalands.
Stjórnin í Prag viðurkendi
hið nýja riki. Samvinna hefir
alla táð verið hin besta milli
Tékka og Slóvaka, frá því, er
Tékkóslóvakía var stofnuð upp
úr heimsstyrjöldinni, þar til
eftir að ríkið tók að liðast sund-
ur, eftir þá atburði, sem gerðust
s.I. sumar og haust. Nú hafa
Tékkar og Slóvakar óskað
hvor öðrum til liamingju og
spáir það út af fyrir sig góðu, en
hitt þótti alvarlegra í gær, að
alt var í óvissu um framtíð
Rutheniu, sem þá var talið að
mundi gera tilraun til þess að
lýsa yfir sjálfstæði sínu, en
jafnframt bárust fregnir um að
Pólverjar og Ungverjar væri að
-)n\j mnjæranpunt gn aaq npuas
heniu (Karpatho-Ukraine) og
jafnvel, að Ungverjar væri
komnir með her manns inn í
landið og væri hugmynd þeirra
að leggja undir sig landið. Aðr-
ar fregnir hermdu, að Pólverj-
ar og Ungverjar ætluðu nú að
framkvæma þá Inigmynd, láð
sameina landamæri sín, en
þeirri hugmynd hafa Þjóðverj-
ar verið andvígir, en i gær voru
taldar Iíkur til, að þeir myndi
sætta sig við, að Pólverjar og
Ungverjar fengi sameiginleg
landamæri. Alvarlegast þótti
horfa í gær, að óeirðasamt var
i allmörgum borgum Tékkó-
slóvakíu, Brno, Pilsen og Prag
og fleiri borgum, milli Tékka
og nazista.
Hervæðing var sögð fram
fara i Ungverjalandi og Þýska-
landi og sendu Ungverjar sitt
lierlið til Rutheniu, en Þjóðverj-
ar höfðu viðbúnað til þess að
ráðast inn í Tékkóslóvakíu. Al-
varlegar skærur hafa orðið
sumstaðar í Tékkóslóvakíu.
Hacha ríkisforseti Tékkósló-
vakíu og forsætisráðherrann
HITLER,
hinn „nýi verndari“ Tékka-
Hitler fðr í einkalest frá Eeriin í morgnn
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Þýska yfirherstjórnin tilkynnir, að þýskar hersveitir, fót-
gönguliðsdeildir og flugdeildir, hafi i morgun snennna farið
yfir landamæri Tékkóslóvakíu. Þess er ekki getið, að nein mót
spyrna hafi verið veitt.
Hitler lagði af stað kl. 8.30 í morgun frá Anhalter-járnbraut-
arstöðinni i Berlin og er ekki kunnugt um álcvörðunarstað hans,
en lestir frá þessari stöð fara til Suður-Þýskalands, Austurrilris
og Bæheims.
Á undan lest Hitlers fór önnur lest og var í henni einkavarð-
lið hans og herdeild sem hafði meðferðis loftvarnabyssur og
annað tilheyrandi.
United Press.
Nokkuru eftir að skeyti það, sem að ofan er birt, barst blað-
inu annað skeyti frá United Press:
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Fregn frá Prag 8.30 í morgun hermii*, að þýski her-
inn haldi í áttina til Prag og eigi ófarnar þangað að
eins fimm mílur enskar.
Þýskn hersTeitirnar komnar itn I Prag.
Fregn frá Prag hermir, að þýskt herlið hafi gengið
fylktu Iiði inn í Prag. Hófst hergangan inn í borgina
kl. 10.20 f. h. (Mið-Evróputími).
United Press.
fóru til Berlínar til þess að ráðg-
ast við Hitler.
Þessir atburðir liafa gengið
svo hratt, að menn eiga hvar-
vetna erfitt með að átta sig á
þeim. Þeir hafa vakið hina
mestu furðu í Bretlandi og
Frakklandi og allmikinn ugg
meðal stjórnmálamanna, eink-
um i Frakklandi. Óttast menn,
að liér muni frekari tíðindi
gerast, og jafnvel, að Þjóðverj-
ar muni nú nota tækifærið til
þess að að leggja undir sig enn
meira af Tékkóslóvakíu. Málið
var rætt í neðri málstofunni i
breska þinginu í gær, og voru
bornar fram svo margar fyrir-
spurnir til Chamberlain, að um-
ræðum um þetta var frestað.
Þýsku blöðin eru harðorð í
garð Tékka og láta svo sem
þetta mál komi engum við
nema Slóvökum og Þjóðverjum
og afskifti annara þjóða af
þessu séu gagnslaus.
tfngverjar hafa falið sendi-
herra sínum i Rómaborg að
tala við Ciano greifa og Musso-
lini.og er talið, að liann muni
leggja að þeim að styðja nú
málstað Ungverja, svo að þeir
fái yfirráð yfir Rutheniu.
I