Vísir - 24.03.1939, Side 2

Vísir - 24.03.1939, Side 2
2 f. VISIR Föstudaginn 24. mars 1939, VtSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sfntr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á rnánuði. Lausasala 10 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Föstu- hugleiðing. jU' J á föstunni tala menn ekki ** um annað frekar en hver verði örlög hinnar íslensku þjóðar i náinni framtíð, hvort hennar bíði bjartari timar og fult réttlæti í stjórnarháttum, eða að haldið verði áfram í sama miðaldamyrkrinu og ver- ið hefir til þessa. En menn skulu ekki ætla það, að Sjálfstæðisflokkurinn láti bera hlut manna svo fyrir borð, að þeir þurfi að kvíða komanda degi, vegna óheilhrigðra stjórn- málahátta að tilstuðlan þess flokks, enda eiga menn það nokkuð undir sjálfum sér hvort skuturinn liggur eftir, ef fast er róið fram í. Það hefir komið fyrir að eins emu sinni í veraldarsögunni að réttlætið liafi verið krossfest, en á jieim degi urðu þeir hinir voldugu menn vinir, Herodes og Pílatus. Samvinna hinna tveggja sterku flokka — Sjálfstæðis- flokksins og framsóknar, getur aldrei gengið sama þróunarfer- il og samvinna jieirra Herodesar og Pilatusar, enda væri ver far- ið en heima setið, ef gengið væri til samninga að réttlætinu krossfestu. Þegar vel árar er það ekki ó- eðlilegt, j>ótt jiað sé óheilbrigt, að framgangur stéttaflokka sé meiri, en góðu hófi gegnir, en jiegar illa árar — og j>ó einkum jægar í fult öngj>veiti er komið og liagur alþjóðar lilýtur að heimta nokkurar fómir, sam- ræmist það ekld réttarmeðvit- und almennings að sérréttinda- klíkur drag fram hlut sinn, sem i góðærum sé. Af jæssu leiðir aftur hitt, að það verður að hreyta um stefnu í íslenskum stjórnmálum frá því, sem verið hefir, og allar j>ær ráðstafanir, sem gerðar eru, verða að vera teknar af varúð og skynsemi. Áður en til samvinnu er gengið verður að þrauthugsa allar á- kvarðanir og samræma stefn- una, þannig að j>jóðmálaflokk- ar j>eir, sem við stjómvölinn standa fái bjargað bát og áhöfn undan boðaföllum og ólögum. Kunni flokkarnir ekki áralagið, eða rói einn þeirra áfram en annar andæfi á bæði borð má elcki vænta mikils árangurs, eða að áfram miði, og bætir þar ekki um jxStt báturinn hafi hjálparvél, ef vélin er biluð. Það er viðurkent af báðum blöðum stjórnarflokkanna að um algera vélarbilun er að ræða og ríkisfleyið berst fyrir veðri og vindi í áttina til ófarnaðar. Það er kallað á lijólp, en hjálpin er ekki svo aðkallandi, að björg- unarliðið eigi ekki að gera ítr- ustu varúðarráðstafanir áður en frá landi er lagt, enda væri alt annað sjálfsmorð, sem eng- um kænii að gagni. Lífinu væri fórnað á altari einfeldninnar, en ekki fyrir háleita hugsjón. Menn jiurfa ekki að óttast J>að, að slík verði örlög Sjálf- stæðisflokksins, en hitt J>arf engan að undra J>ótt hann hafi allan nauðsynlegan viðbúnað og sæti lagi, J>annig að tilætlað- ur árangur verði af ráðstöfun- um hans. Þessi eru viðhorfin eins og sakir standa nú og j>vi skulu menn ekki fvllast óróa, J>ótt ekki dragi til skjótra tíð- inda. Þótt Framsóknarflokkurinn vilji fara að dæmi hinna vold- ugu manna, sem urðu vinir við krossfestingu réttlætisins, veit Sjálfstæðisflokkurinn j>að, að slíkir atburðir eru einsdæmi i veraldarsögunni og að engu leyti eftirbreytnisverðir. Flokk- urinn hefir liingað til haldið nppi heilbrigðri gagnrýni á stjórnarháttum, sem hefir átt sinn drjúga þátt í J>ví að forða j)j óðinni frá stórslysum, enda er slík gagnrýni hverri stjóm nauðsynleg. Ef til samvinnu kemur hlýtur flokkurinn að byggja á fyrri kenningum sín- um og stefnumálum og þá er öllu óhætt. Afli fllæðist í Test' mðnnaeyjsm. Veiðarfæratapið er ekki eins mikiS og ætlað nr Vísir átti tal við fréttaritara sinn í Vestmannaeyjum í gær- kveldi og skýrði hann svo frá, að afli hefði verið óvenju góð- ur í gær, miðað við það, sem verið hefði. Fékk hæsti bátur- inn þannig 2500 fiska, en aðrir bátar töluvert minna, en þó til jafnaðar all sæmilegan afla. í gær voru ýmsir bátar úr Eyjum að reyna að bjarga þeim veiðarfærum, sem ekki liafði tekist að finna eftir óveðr- ið á aðfaranótt j>riðjudags, og aðstoðaði Þór bátana við að ná upp netunum. Mun bátunum J>annig hafa tekist að ná upp mestu af veiðarfærunum, en þau eru rifin mjög og illa kom- in. Með J>ví að tekist hefir að finna mestan liluta veiðarfær- anna, hefir tapið orðið mun mimia, en ætlað var í fyrstu, þótt það hinsvegar sé mjög til- finnanlegt. Öll netin eru meira og minna rifin og sum gersam- lega ónýt, en riðlar kosta nú kr 26—28,00. Ýmsir vanir sjómenn í Vest- mannaeyjum gera sér vonir um að gangan sé nú að koma, og oft er það svo, að gersamlega skiftir um veiði eftir að óveður hefir geisað og sjávarrót verið mikið. Skemtifundur í Anglia. Anglia heldur skemtifund i kvöld kl. 8yí í Oddfellowhöllinni, o g verður fundur þessi án efa fjölsótt- ur, þvi a‘Ö forseti félagsins, síra Friðrik Hallgrimsson, flytur þar er- indi, — en hann er góður og skemtilegur fræðari og fyrirlesari, sem kunnugt er. Fyrirlestur sinn nefnir hann „Tákn tímanna", og verður hann fluttur á ensku; er sú venja er félaginu, að fyrirlestrar og annað fari fram á ensku. Einnig skemtir fimm manna söngflokkur. Loks verður dansað til kl. i. 4000 hermenn kvaddir á vettvang vegna ægilegrar sprengingar í nánd við lier- vísindaskólann i Woolwich á Englandi. — Er talið að hér hafi verið nm hermd- arverk að ræðu afjrðldnm írskra ofbeldismanDa. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Klukkan tvö í nótt varð sprenging mikil nálægt Konunglega hervísindaskólanum, sem er ná- lægt Woolwich, og eru írskir hermdarverka- menn grunaðir um að vera valdir að þessu hermdar- verki. Að afstaðinni sprengingunni kom upp eldur í húsinu, þar sem sprengingin varð, en hús þetta er birgðaskemma, þar sem geymd eru lyf, umbúðir, áhöld, til þarfa hervísindaskólans, og er sumt, sem þar er geymt eldfimt mjög, enda breiddist eldurinn örhratt út, og varð nú hver sprengingin á fætur annari, að minsta kosti tuttugu. Þegar sprengingin varð greip felmtur mikill íbúana í Wool- wich, Plumstead, Cannington og öðrum nágrannabæjum og þusti fólkið út á götur í svefnfötum einum. Skemir urðu á framhlið hervísindaskálans allverulegar og einnig á bakhliðinni. Alt slökkvilið í Woolwich og næstu bæjum kom á vettvang, og fjögur þúsund hermenn voru kvaddir á vettvang því til að- stoðar. Eins og fyr getur breiddist eldurinn örhratt út fyrst í stað, en brátt tókst að hindra útbreiðslu hans, um 200 metra frá að- alskólabyggingunni, og var klukkan um þrjú, er slökkviliðið var búið að ná valdi yfir eldinum. Atburður þessi hefir valdið því, að miklum óhug hefir slegið á fólk í Bretlandi. Óttast menn frekari hermdarverk af þessu tagi. Scotland Yard hefir sent suma sinna færustu manna til Wool- wich og voru þeir snemma í morgun að rannsóknum sínum, sumir við yfirheyrslur, en aðrir við rannsóknir í sjálfum bruna- rústunum. United Press. Umræður um þetta hafa farið fram að und- anförnu og segir United Press í Berlínaðand- kommúnistisku samtökunum verði breytt í hernaðarbandalag innan skamms. Þetta kann að hvetja Breta til að gera hernaðarbandalag með Frökkum og Rússum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fréttaritari United Press í Berlín símar, að hann hafi áreiðanlegar heimildir fyrir því, að þau ríki sem standa að andkommúnistiska sáttmálanum, rnuni innan skamms gera með sér hernaðarbandalag. Viðræður milli hernaðarsérfræðinga þessara þjóða hafa farið fram að undanförnu, með það fyrir augum að koma á slíku hernaðarbandalagi. Það eru sem kunnugt er J>rjú stórveldi, sem standa að and- kommúnistiska sáttmálanum, J>. e. Þýskaland, Ítalía og Japan, en auk þess hafa síðar undirskrifað liann Ungverjaland og Man- sjúkóríkið. Um Japani er J>að að segja, að J>eir hafa eigi alls fyrir löngu tekið J>að fram, að Japan hefði ekki neinar skuld- bindingar gagnvart öðrum ríkjum, sem að þessum sáttmála standa, nema að vinna gegn kommúnistum, og væri hann því ekki hernaðarlegur. En síðan er J>etta var, þótt skamt sé um liðið, hafa orðið miklar hreytingar í Evrópn, mótspyrnan gegn Þýskalandi er stöðugt að magnast, og umræður fara fram milli þeirra þjóða, sem hindra vilja frekari yfirgang Þjóðverja í garð nágrannaríkjanna, um samtök gegn J>eim, samtök sem sumar þeirra að minsta kosti vilja, að séu hemaðarleg. Þvi er spáð af sumum, að hernaðarbandalag milli Þjóð- verja, ítala og Japana myndi hraða þvi að Bretar, Frakkar, Rússar og ef til vill fleiri þjóð- ir gerðu með sér hernaðar- bandalag, en eins og kunnugt er, hafa Bretar löngum verið tregir til þess að taka á sig skuldbindingar um hernaðar- EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Að undanförnu hafa stað- ið yfir samingaumleitanir um vopnahlé milli varnar- ráðsins í Madrid og Franco- stjórnarinnar, og hafa litl- ar fregnir borist um hvort áfram miði eða ekki. En í morgun bárust þær fregnir frá Rómaborg — sam- kvæmt fregnum frá Bur- gos, að samningamenn varnarráðsins séu komnir til Burgos frá Madrid til þess að ræða uni skilyrðis- lausa uppgjöf lýðveldis- sinna. Helstu menn varnarráðsins, Miaja herforingi og Casado her- málaráðherra, lýstu yfir því íyr- ir skömmu, að varnarráðið væri reiðubúið til þess að semja um heiðarlegan frið, og settu það höfuðskilyrði, að ekki yrði grip- ið til neinna hefndarráðstafana gegn lýðveldissinnum- Eftir Rómaborgarfregninni að dæma hefir Franco látið að kröfum Mussolini, sem altaf hefir viljað að hann héldi áfram stríðinu, þar til lýðveldissinnar gæfust upp skiIjTðislaust, eða yæri ger- sigraðir. — Fregnin um, að Franco heimti skilyrðislausa uppgjöf lýðveldissinna er tekin trúanleg, vegna þess,.hversu ná- in samvinna er milli Rómaborg- ar og Burgos. Hitt er svo annað mál, hvort lýðveldissinnar gef- ast upp að kröfu Francos eða freista að verjast enn um stund í von um, að horfur á alþjóða- vettvangi breytist þannig, að það verði þeim og þeirra mál- stað í hag. United Press. Teknip í sátt EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Daladier hefir skorað á alla vinnuveitendur landsins að taka í sátt J>á verkamenn, sem sviftir hafa verið atvinnu vegna verkfallsj>átttöku og óeirða síð- astliðið haust. Kvað Daladier þjóðarnauðsyn heimta, aðfram- leiðslan væri aukin eins og unt væri. Atvinnurekendur hafa brugðist vel við málaleitun Daladier. United Press. lega aðstoð utan Bretaveldis, nema þá í Frakklandi og Belgíu, en viðhorfið hefir breyst nú — það virðist draga til úrslitaátaka milli einræðisríkjanna annars- vegar og þeirra, sem vilja vernda lýðræðið hinsvegar. Hudson í Moskva* EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Hudson, breski útflutnings- verslunarmálaráðherrann kom til Moskva í gær og aðstoðar- menn hans og sérfræðingar. Kom hann til Moskva frá Var- sjá. Potemkin tók á móti Hud- son og í gærkveldi áttu þeir langar viðræður Hudson og Lit- vinov. Frá Moskva fer Hudson til Helsingfors og annara höf- uðborga Norðurlanda. Ræðir hann viðskifti Breta við Rússa og Norðurlandaþjóðirnar. United Press. 18 ki ppii — IJrsIit — Þessir f jórir menn náðu best- um tíma í göngunni: 1. Magnús Kristjánsson (Ein- herjar), ísafirði: 1 klst. 13.8. 2. Guðm. Guðmundssony Skíðafél. Siglufjarðar: 1 klst. 14.47. 3. Jóhann Sölvason úr Skíða- borg, Siglufirði: 1 klst. 18.26. 4. Gísli Kristjánsson, einherj- ar, 1 klst. 18.57. Ungverjar vada inn í Slévakiu. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Ungverskar hersveitir óðu í gær inn yfir landamæri Karpa- to-Ukraine (Rutheniu) og Sló- vakíu, að minsta kosti á þrem- ur stöðum. Samtímis flugu sex ungverskar hernaðarflug- vélar inn yfir Slóvakiu, en slóvakiskar flugvélar hröktu J>ær á brott, án þess til hardaga kæmi. Árekstrar þeir, sem orðið hafa milli ungverskra og sló- vakiskra hersveita eru taldir allalvarlegir. Eins og öllum er í fersku minni hafa Þjóðverjar ábyrgst landamæri Slóvakiu og heitið henni vernd í 25 ár -— og munu Þjóðverjar ætla sér að gera út um landmæradeilur Ungverja og Slóvakiu, en end- anlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar um landamærin milli Slóvakiu og Rutheniu segja þýskir embættismenn í Bei-lín. United Press. Petaisi rædir við Jordana. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Petain hefir átt langar við- ræður við Jordana utanríkis- málaráðh. Burgosstjórnarinnar um öll sameiginleg vandamál Frakka og Spánverja, svo og horfur í alj>jóðamálum. Tilkynt er að rætt hafi verið af samúð og skilningi um öll vandamál Frakldands og Spánar. Ármenningar fara á skíðamótið í Hveradölum kl. 9 árd. í fyrramálið. Lagt verð- ur af stað frá Iþróttahúsinu og far- miðar seldir við bílana.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.