Vísir - 24.03.1939, Side 6
0
VlSIft
Föstudaginn 24. mars 1939.
Ú tvarpið vikuna sem leið. |
Erindi Einars Ó. Sveinssonar
um huldufókið var bæði skemti-
legt og fróðlegt. Slíkt erindi
hlýtur að hafa átt að balci sér
miklar og víðtækar rannsóknir
og ihugun. Svo var vandvirkni-
hragur á allri framsetningu og
flutningi þess. Aftur á móti var
kvæðaleslur Sigfúsar Halldórs
frá Höfnum ekki ánægjulegur.
Sigfús les ekki nógu vel upp til
að gera það aftur og aftur í Út-
varpínu. Honum lætur miklu
betur flutningur smá-erinda til
skemtunar og fróðleiks.
Það var skemtilegt að hlusta
á karlakórinn „Geysi“ á Akur-
eyri. Einkum munu tvö lög
hafa vakið atliygli: „Auld lang
syne“, sungið við hinn gullfall-
ega texta Árna Pálssonar próf.,
og „Marsinn“ úr Bláu kápunni-
Aftur á móti er „Landkjending“
eftir Grieg orðið ofsungið hjá
„Geysi“, einkum þar sem ein-
söngur Hermanns Stefánssonar
er ekki sem viðfeldnastur.
Svo kom leikurinn „Fléttuð
reipi úr sandi“ á laugardags-
kvöldið. Um þá ráðstöfun er
hægt að segja að eins eina já-
kvaeða athugasemd: Það var
þarft verk að sýna á hvaða stigi
leikritagerð stendur hjá íbúum
RáðstjórnarríkjaiiEia. Hér hefir
stundum heyrst, áð bókmentir
og listir stæðu með miklum
blóma í kommúnista-paradís-
inni, og þvi hefir náttúrlega
verið trúað af ]>eim, sem taka
opnum örmum öllu skrumi,
sem að þeim er rétt um Ráð-
stjórnarríkin En viti menn!
Leikfélag Reykjavíkur lekur sig
svo til og sýnir eitt þetta allra
frægasta meðal léikrita, sem
samin hafa verið' þar og sýnd
upp á síðkasfið. Og hvílíkur
samsetningur! Höf. er að remb-
ast við að vera fyndinn, en mis-
tekst það altaf unáantekningar-
laust. Hann er líká að rembast
við að levsa úr sálfræðilegum
flækjum, en býr til manneskj-
ur, sem ómögulégí er að finna
heila brú i. Og eina umhugsun-
arefnið, sem þetta Ieikrit skilur
svo eftir hjá manni, er spurn-
íngin: Hvort var á hærra stigi
leiðinlegheit jiessa verks eða
heimskulegheitin? Og manni
finst alt að því grátbroslegt að
heyra nokkra af iiestu leikurum
Islauds vera að Ieggja sig i
framkróka við að íeika ]>essi ó-
sköp. Þarna kemur fram ungur
leikari og lítt kunnur hér, Árni
.Tónsson frá Akureyri og leikur
eitt af aðalhlufverkunmn, Hann
gerir hað vel, og það gera rann-
ar allir lunir leikárarnir, ekki
síst þegar tekið er íillit til þess,
að leikritið er langt fyrir neðan
þeirra virðingu. Vonandi hafa
bæði Leikfélagið og Útvarpið
lært af ]>essu, að það er ekki til
Pmsslands að leita eftir leikrit-
um, sem nolckuð þýðir að bjóða
íslendingum.
Nú er Rarði Guðmundsson
þjóðskjalavörður byrjaður á
erindaflokki um höfund Njálu.
Verður ekki að svo stöddu
kveðinn upp neinn dómur um
þann erindaflokk, en viðfangs-
efnið er spennandi í fylsta mæli
og má þvi vænta að hlustað
verði á Barða með mikilli at-
hygli, enda þótt flutningur
lians sé ekki viðfeldinn.
Upplestur Árna Ólafssonar
cand. phil. á sunnudagskvöldið
var allvel áheyrilegur. Að vísu
var vafasamt að velja til þess
sögu, sem fella þurfti úr all-
langa kafla. Hefði farið betur,
að lesa upp aðra sögu, sem var
hæfilega löng fyrir hinn til-
setta tima.
Lolcs er að geta erindis Eð-
varðs Árnasonar símaverkfræð-
ings um nýjar orkulindir. Það
var prýðilega samið og efnið
tilvalið, því um þessa hluti vill
allur þorri manna fá einhverja
fræðslu, en flutningurinn var
of dauflegur, og ætti höf. að
gæta þess, þegar hann talar
næst í útvarpið, — sem vel væri
óskandi — að hann flytti þá
mál sitt með meira röskleik og
áherslum.
MERKILEGT SAGNASAFN.
Frh. af hls. 2.
lirúgu. Og honum flaug í hug,
að þarna væru trén að skila
aftur sólskini lieillar æfi, er þau
hefðu fengið að láni sér til lífs-
uppeldis. -—■ Mundi honum end-
ast aldur til að gera liið sama?“.
Söguefni sín sækir Guðrún í
lif íslendinga vestan liafs; liún
lýsir örlögum þeirra og áhrif-
um þeim, sem þeir verða fyrir
í hinu nýja umhverfi. í sögunni
„Utangarðs‘‘ er ágætlega lýst
þeirri tviskiftingu sálarlífsins,
sem einkent liefir og einkennir
margan Islendinginn í Vestur-
heimi. Heimalandið og kjör-
landið togast á um þá; þeir eru
rótlausir kvistir í erlendri mold;
þeir hafa því eigi að ósekju
fundið til skyldleika við álfkon-
una, sem átti „sjö börn í sjó og'
sjö á landi“. Þá er því glögglega
lýst og af mikilli nærfærni í
sögúnni „Landskuld“, hvernig
Islendingar vestan hafs snerust
við þátttöku í heimsstyrjöld-
inini; greindi menn mjög á um
það mál; annarsvegar var þegn-
leg skylda við hið nýja land,
hinsvegar hatrið á stríði og
blóðsúthellingum. Þessi djúp-
stæði ágreiningur ræður örlög-
um pei-sónanna í nefndri sögu.
ELDUR í JÁRNBRAUTARLEST.
Fyrir nokkuru varð árekstur milli liraðlestar og vöruflutningabifreiðar nálægt Chicago. Á vöru-
flutningabifreiðinni voru bensíndúnkar og við áreksturinn kviknaði í þeim og rann logandi ben-
sínið meðfram endilangri járnbrautarlestinni og kviknaði í vagngólfunum. Bílstjórinn var inni-
klemdur í stýrishúsinu, og urðu slökkviliðsmennirnir að nota logsuðutæki til þess að komast að
lionum. Var maðurinn liroðalega nieiddur. Myndin var tekin, er slökkviliðið var að koma á vett-
vang. — i j. j&'ii
Sögur Guðrúnar varpa þvi
um margt hjörtu ljósi á lífskjör
og lífsliorf íslendinga í Vestur-
heimi; eru þær að því leyti, þó
ekki væri frásagnarlistinni til
að dreifa, merkilegur skerfur til
íslenskra bókmenta og auka
lieimaþjóðinni sannari kynni af
löndum þeirra vestan liafsins.
Þegar þess er gætt, að Guð-
rún H. Finnsdóttir fluttist vest-
ur um liaf af Austurlandi á
tvítugsaldri (1904) og hefir
dvalið þar síðan, fær maður
eigi annað en dáðst að því,
hversu mál liennar er lireint og
blæfallegt; þar sjást eigi svo
talist geti ensk áhrif. Margt
segir hún spaklega og í frásögn-
inni bregður víða fyrir snjöllum
og skáldlegum samlíkingum.
Náttúrulýsingarnar, eigi síður
en persónulýsingarnar eru
margar hverjar prýðilegar,
fagrar og sannar; bera þær vitni
ríkri athugunargáfu skáldkon-
unnar og markvissu orðavali
hennar.
Sagnasafn þetta á því fyllilega
skilið atliygli islenskra lesenda
austan hafsins. Með því hefir
Guðrún H. Finnsdóttir unnið
sér heiðurssess á bekk þeirra
skálda vorra, sem slikar sögur
hafa samið.
HVAD BER
^GÓMA
VÆRI RÉTT AÐ STOFNA TIL
ÞILSKIPAÚTGERÐAR Á NÝ?
Efjtirfarandi grein hefir
Vísi borist frá einum
lesanda sínum.
Það er grátlegl að sjá unga
og duglega menn í hundraða
tali ganga um göturnar mán-
uðum og árum saman atvinnu-
lausa, vegna þess að þilskipin
vantar.
Og af því að eg sé svo oft
skrifað í blöðin um tillögur til
bjargráða fyrir land og þjóð,
en enga sem eg tel að sé til
bjargar, vil eg biðja blaðið
fyrir eftirfarandi:
Ef þeir vildu lijálpa sem pen-
ingaráðin hafa í landinu, lijálpa
sjómánnastéttinni til að leggja
fram krafta sína og dugnað,
þá eiga þeir að kouia upp þil-
skipaútgerð. Það er altaf verið
að stagast á togaraútgerð.
Reynsla er þó fengin fyrir því,
að sú útgerð er oftast rekin
með tapi. Einn togari kostar
mörg hundruð þúsund krónur.
En livað hafa margir menn at-
vinnu á liverjum togara þegar
flestir eru? Rúmir 30 menn á
saltfiskveiðum.
Hvað getur maður fengið
mörg þilskip fyrir verð eins
togara til bjargar landi og þjóð?
Hefir mér dottið í liug, að ef
smíðuð yrðu 10 þilskip og þau
væru smíðuð hér, þá fengju
margir atvinnu. Hér er nóg af
góðum smiðum og seglasaum-
urum, svo að það er hægt að
gera alt liér sem að vinnunni
lýtur.
Þegar búið væri að smíða
skipin og ganga frá þeim að
öllu leyti og vertíðin byrjaði, þá
fengju um 30 manns atvinnu á
hverju skipi, um veiðitímann.
Svo koma skipin inn með afl-
ann, þá fær verkafólkið i landi
atvinnu við að verka fiskinn og
það ár eftir ár.
Skipin éiga að vera 100—150
tonn að stærð, vélalaus, en vel
löguð til siglinga og góð sjó-
skip.
Eg held eindregið með þil-
skipum, vegna þess að þau eru
ódýrust í rekstri, veita fjölda
manns atvinnu. Iíg veit ekki
eitt einasta dæmi, að þilskipa-
útgerð hafi ekki borið sig nema
einhver óhöpp hafi komið fyrir,
sem getur komið fyrir öll skip.
Eg er sannfærður um að ef
þessum skipum væri tcomið upp
myndi það verða stórkostlegt
bjargráð fyrir Reykjavík, —,
Eg sé enga fyrirstöðu að hrinda
þessu í framkvæmd, nema að
fá efnið til skipanna, því það er
ekki til í landinu. Frekari upp-
lýsinga ef krafist verður gefur
Jóh. V. H. Sveinsson.
Vidskifti
Norðmanna
og Tékka.
Oslo 23- mars. FB.
Viðskifti Norges við Tékkó-
slóvakiu hafa minkað svo mik-
ið eftir breytinguna, sem gerð
liefir verið, að þau mega heita
engin orðin, og litlar líkur til,
að þau muni aukast i bráð.
Verðmæti útflutnings frá Nor-
egi til Tékkóslóvakíu nam 1937
um 1 milj. kr. að meðaltali á
mánuði hverjum. NRP,
— ÞiS skuluö allir glata lífinu — Taktu viö taumunum, Rauö- Hrói stekkur úr vagninum og á En þegar Rauöstakkur keyrir
fyrir þetta, hrópar Morte. — Haf- stakkur, meöan eg geri upp reikn- Morte, og dregtir hann úr sööl- hestinn áfram, dettur Hrói fyrir
iö gætur á honum, segir Hrói. ingana viö hann. Komdu föngun- inum. framan annaö hjóliö.
um undan.
tSSSTURlNN GÆFUSAMI. 117
a nýjar brautir væri það það, að athuga lægstu
tegund glæpamanna, en af henni liefir þú mörg
sýnishorn hér, Freddy. Eg geri ráð fyrir, að
J>að geti verið gott að eiga þá að, ef á slíkum
mönnum þarf að halda, en eg kann ekki við þá
sem félaga.“
„Þeir þora að horfa inn í byssulilaup án þess
að blikna eða blána, en það verður ekki um
ykkur sagt, sem stundið þá iðn, að tæma vasa
manna.“
Freddy mælti i napurri hæðni.. Hann opnaði
nú dyrnar á skrifstofu sinni.
„Við skulum ræða niálið þegar i stað á við-
skiftagrundvelli,1' sagði hann, „og forðumst
allar óþarfa málalengingar. Eg get ekki liorfið
úr veitingasölunum lengur en fimm mínútur
í einu. Það væri of áhættusamt.“
„Á viðskiftagrundvelli — vissulega,“ sagði
IVictor Porle og valdi sér þægilegan stól til þess
að sitja í og kveikti sér í vindlingi. „Áform það,
sem eg hqfi í liuga krefst ekki þess, að beitt
verði valdi — það verður ekki um neinar blóðs-
ólhellingar að ræða. Þeir, sem taka þetta að sér
verða að vera snarráðir, kaldir og ákveðnir —
það er alt og sumt. Hættan er ekki mikil en
launin ríkuleg.“
Pilturinn brosti eins og honum líkaði vel að
beyra þetta.
„Eg verð að kannast við, að mér líst vel á
þetta — hvað svo sem það nú er. Það hefir altaf
veitt mér óblandna ánægju að vinna fyrir heið-
ursmenn af þeirri tegund, sem eg hygg yður
vera.“ ,
„Koinist að efninu,“ sagði Freddy og var mál
hans urri líkast.
X. KAPÍTPLI.
Þau liittust — að því er virtist af tilviljun —
í forsal Ritz-gistihússins, um hádegisbilið dag-
inn eftir.
Madame da Mendora heilsaði lionum bros-
andi, en þó liún væri örugg að vanda virtist
hún dálítið óviss að þessu sinni. Gerald var
ákaflega þungbúinn og rolulegur — gerólíkur
því sem Iiann var vanur að vera, er fagrar kon-
ur gáfu sig á tal við hann.
„Segið mér,“ sagið hún. „Voruð þér óhepnir?
Já — þér komust ekki undan.“
„Eg var tekinn á stöðina. Eg var að koma af
Vine Street stöðinni. Og nú á eg reiði frænda
míns yfir liöfði mér. Eg verð að segja honum
sannleikann.“
Hún horfði kringum sig all-óróleg.
„Getum við ekki sest þarna — úti i hoi’ni —
og fengið okkur cocktail,“ hvislaði liún. „Það
er dálítið, sem eg verð að tala um við yður.“
Hann leit á klukkuna og félst svo fúslega á
uppástunguna. Þrátt fyrir þunglyndi hans liafði
fegurð hinnar glæsilegu konu þegar haft sín
áhrif á hann og hann gat ekki varist því að
hugsa, að þetta væri dásamleg kona, sem
ánægjulegt væri að vera með.
„Fyrst og fremst,“ sagði liún, er þau höfðu
sest og pantað vínið, verð eg að biðja yður að
lofa mér þvi, að segja ekki neinum frá því, að
eg hafi verið í spilavítinu i gærkveídi.“
„Það dettur mér ekki í hug,“ sagði liann. „Eg
hefi nógar áhyggjur, þótt eg baki mér ekki
fleiri.“
„Og svo er annað, sem eg ætla að biðja yður
um hélt liún áfram — „eg ætla að biðja yður
að kynna mig fyrir frænda yðar — Ardrington
lávarði.“
Gerald horfði á liana með efasvip — og nokk-
urri undrun.
„En — livers vegna?“ sagði hann......,Hann
talar varla við nokkurn mannumþessarmundir.
Taugar lians eru í miður góðu lagi. Ungan
mann, sem hann hafði — nú, —< tekið að sér —
vantar, og enginn veit hvað orðið hefir af hon-
um og það hefir liaft sín áhrif á skapsmuni
frænda. Og þar á ofan eru einhverjir gamlir
félagar hans frá Suður-Ameríku, sem vilja
hefna sín á honum.“
„Þetta alt kemur ekki málinu við,“ sagði hún.
„Eg hefi sérstaka, knýjandi ástæðu til þess að
fara fram á það -— og yður mun ekki veitast
það erfitt.“
„Þektuð þér nokkuð til hans — eða liafið
þér heyrt nokkuð um livað á daga hans dreif fyrr
á árum?“ spurði Gerald af nokkurri forvitni.
„Eg hefi aldrei liitt liann,“ svaraði Madame
da Mendora, „en eg þekki þá, sem hafa haft
kynni af honum — og einkanlega einn. Þegar
'þér hafið komið þessu í kring — að koma okk-
ur í kynni livort við annað — skal eg nota
fyrsta tækifæri til þess að segja yðúr frá öllu.“
„Það er vitanlega sjálfsagt, að eg kynni yð-