Vísir - 29.03.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1939, Blaðsíða 2
VISÍR VlSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. {Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sf m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hver á að hliðra til? V ÍSIR hefir orðið fyrir þvi ó- " láni, að reita Framsólaiar- flokkinn til reiði. Hann er sak- aður um það í Tímanum í gær, að „halda uppi daglega rógi og níði'£ um báða stjórnarflokk- ana, „enda þótt Sjálfstæðis- menn hafi samþylct að ganga til stjórnarsamvinnu við þessa flokka“. Og svo furðulegt sem það megi telja, segir blaðið, að helst hti út fyrir, að Vísir „vinni“ að þvi öllum árum, „að eyðileggja samstarfsmöguleik- ana á síðustu stundu“. Það er nú ekki um það að villast, hvaS það rnuni vera, „sem hneykslinu veldur“ í þessu efni. Það er greinin um „flótt- ann frá framleiðslunni“, sem birtist hér i blaðinu í fyrradag. Timinn vill ekki við það kann- ast, að Framsóknarflokkurinn hafi „á undanförnum 10 árum“ svívirt og ofsótt alla helstu út- gerðarmenn landsins, „og yfir- leitt verið fjandsamlegur sjáv- arútveginum“. Segir blaðið að Framsóknarmenn hafi „jafnan viljað verða sjávarútveginum að því liði, sem unt var“ og er helst að skilja á blaðinu, að þeir hafi verið „hinir einu sönnu vin- ir útgerðarinnar“. Á „duggara- bandsárum“ sínum likti Timinn útgerðinni hinsvegar við allar verstu landplágurnar, sem yfir þetta land hafa gengið og út- gerðarmönnunum sjálfum við „Grimsbylýð“, og þarf elcki frekari orðum að þvi að eyða, liversu ant Framsóknarflokk- urinn hafi „jafnan“ látið sér um hag sjávarútvegsins, og mætti þó margt fleira tína til. En það er liinsvegar hvort- tveggja ofmælt lijá Timanum, að sjálfstæðismenn hafi sam- þykt að ganga til stjórnarsam- vinnu við núverandi stjórnar- fíokka og að Vísir hafi hafi fyr- ir þá sölc orðið skuldbundinn um að fyrirgefa þessum floklc- um allar þeirra misgerðir, að fomu og nýju. I fyrsta lagi fer því mjög fjarri, að „sjálfstæðis- menn“ hafi samþykt stjórnar- samvinnuna, þó að þingflolckur sjálfstæðismanna hafi með eins atkvæðis meirihluta samþykt hana. Og það er alveg fullvist, að Vísir’hefir engar skuldbind- ingar tekist á hendur um, að forðast að gera nokkuð það, sem orðið gæti til þess að koma i veg fyrir samvinnu. Honum liggur það nú líka í léttu rúmi, hvað Tímanum finst um það, hvernig hann ræki hlutverk sitt sem málgagn Sjálfstæðisflokks- ins. Hinsvegar gæti hann held- ur ekki fallist á það, jafnvel þó að hann væri því fylgjandi, að sú stjórnarsamvinna tækist, sem um hefir verið rætt, að lionum bæri fyrir þá sök að gefa núverandi stjórnarflokk- um upp allar sakir frá fyrri tímum. Tíminn segir nú, að enn sé alt í óvissu um það, hvort þessi stjórnarsamvinna muni geta tekist, og hugsanlegt sé, að „ein- stök ágreiningsatriði“, sem enn séu óútkljáð, „geli valdið samn- ingsslitum, ef ekki yrði nein til- hliðrun gerð“. Vonandi ætti þá að vera, að Framsóknarflokkur- inn láti sig ekki henda það, að vera svo ó-tilhliðrunarsamur, að það verði til þess, „að eyði- leggja samstarfsmöguleikana á síðustu stundu“- Ef til vill á Tíminn þó ekki við það, að „til- liliðrunin" eigi að' koma úr koma úr þeirri átt. En það er þó að vona, ef vel á að fara, að hann leggi ekki alt of mikið á Vísi í því efni! Bygfgfingfarnefnd Eeykj avikur lOO ára. Byggingarnefnd Reykjavíkur verður 100 ára á næsta ári. Til- skipunin um nefndina var gefin út í júní 1840, en hún hélt ekki fyrsta fund sinn fyrri en 1. á- gúst sama ár. I því tilefni samþykti bæjar- ráð á síðasta fundi sínum, sem haldinn var s.l. föstudag, að veita félaginu Ingólfi 2500 kr. styrk til þess að. gefa út rit i tilefni af afmælinu. Er ekki að efa það, að mik- ill fróðleikur verður saman- kominn í því riti. Alþjóðaheimssýningin í New York hefir ákveðið að hafa höggmynd eftir íslenskan lista- mann á alþjóðasýningunni. Það skal fram tekið, að myndin verQur ekki í íslandsdeildinni. Vilhjálmur Þór, framkv.stj- Islandssýningarinnar, simaði hingað í gær um það, að Al- þjóðasýningarnefndin ætlaði að sýna íslandi þann sóma og þá viðurkenningu, að hafa högg- mynd Ásmundar Sveinssonar, „Fyrsta hvíta móðirin í Amer- íku“, á sýningu sinni. Er Ásmundi sýndur hinn mesti sómi með þessu, en þetta er líka viðurkenning á þvi, að íslendingar hafi komið fyrstir hvítra manna vestur um haf. Vepkfall tFé- smida liófst í moFgun. T7 ERKFALL trésmiða hófst í * morgun, eins og samþykt hafði verið með atkvæða- greiðslu fyrir nokkuru. Er vinna því stöðvuð eða að stöðvast við allar byggingar í bænum. I dag kl. 2 hófst fundur sátta- semjara með stjórnum beggja félaganna, og stóð sá fundur yf- ir er blaðið fór í pressuna. Alt hefir farið friðsamlega fram í verkfalli þessu, nema að til smástimpinga kom í morgun við húsið .Víðimel 30. Þar hafði trésmiður hús í ákvæðisvinnu, en lét múrara taka múrhúðun- ina í ákvæðisvinnu. Vildi tré- smiðurinn láta múrarann hætta vinnu í morgun, en hann vildi það ekki. Urðu smástimpingar út af þessu- Almenningur í borgum stjdrnar-Spánar gengur í lið með Franco. Alþýða manna í tveimnr ntikil- vægnm borgnm aðstoðar falan- gista til þess að taka opinberar bjggingar og klekkja á kommúnistnm og anarkistnm. Útliveríi Madrid falla í hendur Franeo, hvert af öðru, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Eftir öllum seinustu fregnum að dæma hefir lýð- ræðissinna brostið þrek til þess að gera tilraun til þess að verjast frekara hersveitum Fran- eós, sem sækja hratt fram á Toledo- og Cordobavíg- stoðvunum, og eru sagðar í þann veginn að taka Mad- rid. Hver útborgin á fætur annari fellur í hendur Francos. Tvær allmiklar og mikilvægar borgir hafa falið í hend- ur Franco — Cuenca austur af Madrid og Cuidad Real á suðurvígstöðvunum. Þessi fregn er samkvæmt út- varpinu í Lissabon. Frá Ciudad Real sjálfri var tilkynt í útvarpi kl. 2.55 síðastliðna nótt, að árásarsveitir falangista, og borgar- ar ýmsir hafi aðstoðað við töku borgarinnar. Virðist svo, sem að falangistar og Francosinnar í borginni hafi gert uppreist gegn lýðveldissinnum þar og náð öllum opinberum byggingum á sitt vald, en leiðtogar lýðveld- issinna voru handteknir. Tilraunir kommúnista til þess að koma í veg fyrir þetta voru árangurslausar. Frá Cuenca var tilkynt í útvarpi klukkan tvö í nótt að falangistar studdir af fjölda mörgum borgurum hafi tekið borgina og handtekið leiðtoga lýðveldissinna. Anarkistar, sem gerðu tilraunir til þess að koma í veg fyrir þetta, voru skotnir. Höfðu þeir safnast saman í smáflokka til þess að hindra að falangistar gæti náð opinberum byggingum, fangelsunum og öðrum mikil- vægum stöðum, en er sló í bardaga voru anarkistar brytjaðir niður. Ciudad Real og Cuenca eru mikilvægar iðnaðar-borg- ir og járnbrautaskiftistöðvar. Mikil óvissa er ríkjandi um hvað gerist í sjálfri höf- uðborginni. Fregnir um flótta Miaja og annara æðstu manna varnarráðsins eru óstaðfestar. United Press. FRAISCO — SIGURVEGARINN Á SPÁNI. Verflor herskylda Iðg- leidd í Bretaveldi ? Ástralíumenn hafa þegar gert rádstafanip til i»ess ad skylduskrásetning vopnfærra karla fari fram. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Eitt af helstu ágreiningsmálum innan stjórnarinnar í Bretlandi er sagt vera hvort koma slculi á herskyldu. Eru margir ráðherrarnir því fylg jandi og að sögn meiri hluti utanríkismálanefndar þingsins. Óánægjan er vax- andi innan íhaldsflokksins yfir því, að ríkisstjómin skuli ekki hafa tekið málin fastari tökum. Það er þó talið líklegt, að sá verði endir á, að her- skylda verði lögleidd í Bretlandi og er í því efni mikið rætt um að Lyons forsætisráðherra Ástraliu tilkynti í þinginu í Canberra í gær, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að' frajnkvæma skyldu-skráningu allra vopnfærra karla í landinu. Pólverjar hafa eina miljón und- ir vopnum. Oslo 28. mars. FB. Audúðin gegn Þjóðverjum virðist stöðugt magnast í Pól- landi. Milcið herlið hefir verið kyatt til vopna í Póllandi, að því er menn ætla um ein miljón manna. NRP- Oslo 28. mars. FB. Stjórnin í Lithauen hefir sagt af sér, þar sem þingið hefir neit- að að samþykkja sáttmála Þýskalands og Lithauen um Merncl. — Yfirherforingjanum liefir verið falið að mynda stjórn. NRP. Kauphallarviðskitti Drfast á ný. Öslo 28. mars. FB. Áhrif þau, sem ræða Musso- lini flutti s. 1. laugardag, hafa leitt til þess, að viðskifti á kaup- höllum örfuðust í dag, og varð þess einkum yart í kauphöllinni i Paris, þar sem í-íkisslculdabréf að hlutabréf í iðnaðarfyrirtækj- um hæklcuðu í verði. Þessarar hreytingar varð einnig vart á kauphöllunum í Oslo og Stokk- hólmi, en menn eru þó enn mjög varfærnir að þvi er öll verðbréfaviðskifti snertir. NRP. JAPANIR SÆKJA FRAM Á NÝ. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Japönum hefir nú loksins tekist að stöðva sókn Kín- verja í Kiangsi-fylki og jafn- vel tekist að hefja þar sókn, að því er segir í skeytum frá Shanghai. Hafa Japanir tekið bórg þar vestur í fylkinu, sem er mikilvæg frá hernaðarlegu sjónarmiði. Borgin er Wun- ing og Var áður aðsetur yfir- herstjórnar Kínverja. United Press. Norðmenn selja saltfisk til Portngal fjrir 8 miljónir króna. Oslo 28. mars. FB- Norslci sendiherrann í Portu- • gal tilkynnir, að samningar hafi verið undirskrifaðir um sölu á 175.000 pölclcum af saltfski, þar af 85.000 af fyrra árs afla. Af- hending fer fram frá þvi i apríl og þar til í október næsta haust. Söluverði fisksins er 8 milj. kr. og mesta saltfisksala, sem nokk- uru sinni hefir verið gerð í einu. NRP. Er þetta gert með það fyrir augum, ef herskyldu verður komið á. Vafalaust er þetta gert í samráði við bresku stjórnina, og ætla menn, að einhverjar slíkar ráð,stafanir séu í undir- búningi í Bretlandi. Chamberlain lét sér nægja að lýsa yfir þ'ví í neðri málstofunni í gær, að stjórnin stæði í stöð- ugu sambandi við aðrar ríkis- stjórnir vegna þeirra heimsvið- burð,a, sem gerst hafa að und- anförnu, en kvaðst eigi geta gefið nánari upplýsingar að svo stöddu og bað menn að hlífa sér við fyrirspurnum um þetta í bili. United Press- Gísli Sveinsson sýslumaður var 22. þ. m. af Hákoni Noregskonungi gerður að riddara að St. Olavs orðunni af fyrstu gráðu, fyrir störf hans í þágu norskra skipbrotsmanna. Daiídier flytor út> varps æðu sloa síðdegis ( dag. Samvinna breskra og franíkra herforinqja. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Daladier forsætisráðherra Frakklands flytur í dag síðdegis ræðu þá, sem menn hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu að undanförnu. Mun hann gera utanríkismál og undangengna heimsviðburði að umtalsefni. Ráðherrafundur var haldinn í morgun og lá þar fyrir uppkast að ræðunni til samþylctar. Enskir herforingjar eru nú í Frakklandi til þess að kynna sér

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.