Vísir - 29.03.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 29.03.1939, Blaðsíða 3
VISIR B .v. Jón Ólafsson kom hingað árdegis í dag. Hinn nýi togari Alliance, Jón Ólafsson, kom í morg- un á 10. tímanum, allur flöggum skreyttur. Fjöldi manns var á hafnarbakkanum, þegar liið nýja skip lagðist upp að, fram undan vörugeymsluhúsum Eimskipafé- lagsins. Litilsháttar óhapp kom fyrir þegar Jón Ólafsson var að leggj- ast upp að. Tók hann þá ekki eins fljótt við stýri eins og skip- stjóri og hafnsögumaður áttu að venjast frá Hannesi ráðherra og braut skipið staur í uppfyllingunni. Við þetta kom örlítið gat á stafn skipsins í vatnsborði. Vísir átti tal við Guðmund Markússon, skipstjóra, í morgun og spurði liann um ferðina. Kvað hann veðrið liafa verið frekar gott alla leið, svo að þeir fengu skjóta ferð og góða. Þeir liefði því ekki kynst skipinu i vondu veðri. Vélin hefði gengið vel og alt liti hið besta út með skipið. Jón Ólafsson fer að líkindum á veiðar eftir 2—3 daga. Þarf að losa kol úr tveim lestum og ganga frá pappírum o. þ. h. áður en skipið fer á veiðar. Þrír þingmenn, Jóhann Jósefsson, Finnur Jónsson og Páll Zophoníasson flytja eftirfarandi tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sérstaks tímareiknings: Svoliljóðandi gi-einargerð fylgir: . AJþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að neyta heimildar laga nr. 8 16. febr. 1917 til þess að ákveða með reglugerð, að klukkan verði færð fram um eina stund frá svonefndum is- lenskum meðaltíma og verði 1 klukkustund og 28 mínútum á undan miðtíma Reykjavíkur á tímabilinu frá 2. sunnudegi í apríl til 1. sunnudags í október. Tillaga þessi er flutt í þvi skyni, að gefa mönnum kost á að njóta betur sólar heldur en alment er nú, með þeim tímareikn- ingi, er tíðkast hér á landi. Mun almennur áhugi fyrir þessu, og hafa raddir komið fram um það í flestum blöðum landsins. Flutningsmenn hafa snúið sér til póst- og símamálastjóra og fengið hjá honum upplýsingar þær um búmannsklukku í öðr- um löndum, er felast í fylgiskjalinu liér á eftir. Sem fylgiskjal er birt eftirfarandi umsögn Guðm, J. Hliðdal póst- og símamálastjóra: Reykjavík 18. inars ’39. í tilefni af fyrirspurn yðar í gær, leyfi eg mér að skýra frá eftirfarandi: í ýmsum löndum, einkum þar sem lengd dags og nætur er mjög misjöfn, þykir hent- ugt að færa almennan starfs- tíma til, þannig að hann byrji noklcra fyrr að sumri en að vetri. En af því að allur þorri manna bindur lifshætti sína við vissar klukkustundir og ákvæði um starfstíma manna eru al- ment bundin við sömu ákveðnu klukkustundirnar alt árið, þá þykir auðveldast að færa starfs- timann til með því að flýta klukkunni að sumrinu og halda hnattstöðutíma að vetrinum (sbr. summer time, daylight saving time etc.). Þessi lönd flýttu klukkunni síðastliðið sumar: Bretland og írland, Frakkland, Belgía, .Hol- land, Luxembourg, Finnland, Spánn og Portugal, Gríkkland, Rúmenia, Bandaríkin og Can- ada í Ameríku. Ennfremur nokkur önnur fjarlæg ríki. Ekki verðiír séð, að það þurfi að valda neinum sérstökum truflunum að því er snertir rekstur pósts og síma, þótt klukkunni sé flýtt á sumrum- Ef til þess kæmi, væri sennilega hentugt, að klukkunni yrði flýtt 2. sunnudag i apríl og seinkað aftur 1. sunnudag í október, eins og nú er gert í Bretlandi. Þess skal getið, að íslenskur tími er 28 mín. á undan réttum lmattstöðutíma i Reykjavík og 4 mín. á eftir hnattstöðuíma á Seyðisfirði, en 1 stundu á eftir Greenwich tíma og 2 stundum á eftir Mið-Evróputíma. G. J. Hlíðdal. vígbúnað Frakka og landvarnir, með samvinnu á styrjaldartím- um fyrir augum, en Guy la Cliambre, franski flugmálaráð- herrann fer innan skamms til London til þess að ráðgast við enska herforingja og hermála- stjórm Bretlands. Skíðakvikmynd f. R. verða sýndár í Nýja Bíó í kvöld kl. 7 í síðasta sinn. Aðgöngumið- ar fást eftir kl. 3 hjá Árna B. Björnssyni, Lækjargötu 2 og í Stálhúsgögn, Laugaveg 11. Þeir kosta kr. 1.50 fyrir fullorðna og 50 aura fyrir börn. — Allir, sem séð hafa þessar myndir Ijúka lofs- orði 3 kenslugildi þeirra. SuDdmdt Olympianetndar- Innar á morgun. Vidtal vi5 irifessor ttomierick Tíðindamaður Vísis leit sem snöggvast inn til Hammericks prófessors, sem liingað er kom- inn til fyrirlestrahalds við Há- skóla íslands, en hann hýr á Hótel ísland meðan hann dvelst hér. Er Hammerick prófessor í germanskri málfræði við Ivaup- mannahafnarháskóla, eins og getið hefir verið hér i blaðinu. „Mér þykir ákaflega vænt um, að hafa fengið tækifæri til þess að koma til íslands, en því miður verður dvöl min stutt, því að eg verð að fara heim á Ljæu næst“. „Þér getið þá htið ferðast nm til þess að kynnast landi og þjóð?“ „Því miður leyfir tíminn það ekki, aulc þess sem eg mun koma of snemnia til þess að geta farið um sveitir landsins- En eg fæ þó nokkur kynni af höfuð- horg íslands, sem eg er mjög hrifinn af. Hefi eg þegar skoð- að nokkurar hyggingar, Safna- húsið, Þjóðleikhúsið, sem eg álít mjög sérkennilegt og fagurt, Sundliöllina og hinn myndar- lega barnaskóla þar skamt frá. Háskólahygginguna hefi eg enn ekki séð. Yfirleitt finst mér furðulegt hvað liér liefir verið mikið gert .— en furðulegast af öllu þykir mér hversu mikið er af bilum hér“. „Þér húist ekki við að sjá nema Reykjavik i þessari ferð yðar?“. „Mér hefir flogið í hug, hvort sem nú af þvi 'getur orðið eða ekki, að skreppa í flugvél til Alcureyrar, og vildi eg þá geta dvalist þar í einn eða tvo daga- En það er fyrst og fremst undir veðri komið, livort af þessu getur orðið“. „Þér flytjið fyrirlestra yðar í dag og næstu tvo daga?“ „Já, í lagastofu Háskólans. Eg kem hingáð sem gestur Há- skólans og flyt fyrirlestra, eins og þér þegar hafið tillcynt í blaði yðar, um það hvernig menning Miðjarðarliafsland- anna harst til Norðurlanda. Eg geri mér vonir um, að hér sé eigi síður áhugi fyrir þessu merkilega efni en annarsstaðar á Norðurlöndum. Þeir fjalla um það, hvernig Norðurlandabúar, sem voru einangraðir, komust í samhand við Miðjarðarliafs- þjóðirnar — hvernig menning- arstraumur frá þeim bárust | uorður ábóginnrfyrir milligöngu annara, Fríslendinga, Hollend- j inga o. s. frv. og alt til þess, er j beint menningarsamband et komið á milli Norðurlanda og Miðjarðarliafslandanna. Það er mjög merkilegt viðfangsefni hvernig þróunin hefir verið í þessa átt“. Viðtalið við prófessor Ham- merick, sem er maður á hesta aldri, fer þvi næst á þær braut- ir, að tala um framfarir á ís- Iandi og í Reykjavík aðállega og fleira, sem hinn góði gestur hefir áhuga fyrir. Fyrsti fyrirlestur haijs er í kvöld kl. 6 síðdegis í lagastofu Iíáskólans, en liinir tveir á morgun og föstudag á sama stað og tíma. BæjarráS samþykti s.l. föstudag a'Ö mæla meÖ því, að afmælisnefnd sam- bands íslenskra barnakennara fái endurgjaldslaust húsnæði í MiÖ- bæjarskolanum fyrir skólasýningu vegna 50 ára afmælis sambandsins. AS veiðum hafa komiÖ: Tryggvi gamli meÖ 115 föt lifrar, Reykjaborg með 145 fot og Gyllir meÖ 150—160 smál. af ufsa. Sundmót Olympíunefndar Is- lands verður liáð, eins og áður er auglýst, fimtud. 30- þ. m. — annað kvöld — kl. 8% í Sund- höllinni. Kept verður í þrem sundum: 50 m. frjálsri aðferð karla, 100 m. bringusundi kvenna og 100 m. bringusundi karla. Keppa allir heslu sundmenn og sund- konur bæjarins í þessum sund- um. Auk þessara framantöldu vegal. keppir Jónas Halldórs- son, sundkóngur, sérstaklega á 800 metrum við fjóra ágæta sundmenn — sem hver syndir 200 m. — og metið. Verður skemtilegt að liorfa á slíkt af- rek, sem hér er stofnað til, þvi lítill vafi er á, að Jónas „hreins- ar sig“ vel af því, þótt ofurefli yrði öllum öðrum íslendingum. Auk kappsundanna fara fram sýningar í tveim sundiþróttum: dýfingum og sundknattleik. 1 dýfingunum taka þátt bæði konur og karlar — það færasta og fræknasta lið í þeirri skeinti- legu íþrótt, sem hér er völ á. Dýfingar hafa því miður of lít- ið verið iðkaðar hér, en eru skemtilegastar allra sundíþrótta. Sundknattleiksliðin eru saman- sett úr kappliðum Ármanns og Ægis og allir bestu menn þeirra félaga leika þarna; má þvi bú- ast við skemtilegum og fjörleg- um leik. Olympíunefndin hefir efnt til þessa móts í því augnamiði, að safna fé til undirbúnings vænt- anlegrar þátttöku islenskra í- þróttamanna í Olympíuleikun- um i Helsingfors 1940. Nefndin Ölfar nærgðsgnlir í bygðnm Noregs. Oslo 28. mars. FB- í Efri Rendal i Noregi liafa úlfar gerst svo nærgöngulir, a'ð þeir Iiafa sést í að eins milu fjarlægð frá miðhluta bygðar- innar. Veiðimenn húast í leið- angur til þess að granda úlfum þar í grend og sennilega verður flugvél send á vettvang, húin vélbyssu, í herferð gegn úlfun- um. NRP. liefir von um, af undangengn- um bréfaskriftum sínum við framkvæmdanefnd leikanna, að hægt verði að koma islensku glímunni að sem sýningaratriði á leikunum í þetta sinn — þrátt íyrir mikil vandkvæði í þvi efni -—• auk þess sem íslensku í- þróttalifi er lífsnauðsyn á þátt- töku í slíku menningarsamstarfi sem Olympíulireyfingunni. Olympíunefndin væntir þvi, að allir, sem hlyntir eru íþrótt- um og iðkun þeirra, styðji mál- efnið með þvi að sækja smid- mót nefndarinnar á morgun. — Allir i Sundliöllina annað kvöld — meðan liúsrúm leyfir. Gamla Bí6 : KONUNGURINN F YRIRSKIP AÐI. í gærkveldi var frumsýning á stórmerlcri danskri kvikmynd, sem nefnist „Kongurinn fyrir- skipaði“ (Kongen böd), og f jall- ar um ánauð danskra bænda skömmu áður en átthagafjötur- inn var leystur af þeim. Vegna þess að Islandsmynd sú, sem Dam sjóliðskapteinn tólc hér, verður sýnd á frumsýningu i Gamla Bió í kvöld, verður ekki liægt að sýna „Konungurinn fyrirskipaði“ aftur fyrr en sið- ar. Kvikmyndin um afnám átt- hagafjötursins er kölluð „Kon- ungurinn fyrirskipaði“, þvi að þessi orð eru upphaf hinnar frægu konunglegu fyrirskipun- ar um afnám áttliagafjötursins, en með fengnu frelsi og kjara- bótum hóf hin danska bænda- stétt þegar framsókn, til menn- ingar, vegs og virðingar. I kvilc- myndinni er ekki lýst ævi og ör- lögum einnar fjölskyldu eða eins hónda, lieldur er með til- brev tilegum þj óðlif smyndum, sem mynda samfelda heild, lýst kjörum bændastéttariunar á þeim timum er framsýnir um- bótamenn hófu baráttu, fyrir afnáminu, sem varð grundvöllur að þeim umbótum og framför- mn, sem urðu, jiegar bænda- stéttin varð frjáls og fékk sjálf hotið krafta sinna. Kvikmyndin er i þremur höfuðköflum. í fyrsta kaflanum er lýst lífí og kjörum bænda i sjálensku sveitaþorpi, harðneskjunni, sen* þeir eru beittir o. s. frv. í öðr- um kaflanum er lýst baráttu umbótamannanna — frjáls-, lyndra mannvina, sem beita ái hrifum sínum til þess að fá hmu unga ríkiserfingja á sitt band, Það eru aðalíega A. P. Bem- storff og Rewentlowarnir, semi þar ganga fram fyrir skjöldu. Bændurnir sjálfir eru kúgaðri en svo, að þeir hefji nokkura baráttu fvi'ir bættum kjörum. Ríkiserfinginn fór að láðum þessara niamia og stofnaði landbúnaðamefndina, en að til- lögum liennar var átthagafjöt- urinn leyslur af dönskum bænd- um samlcvæmt liinni frægu til- skipun frá 20. júni 1788. 1 þriðja kaflanum er svo lýst hio, uin nýja tíma, er bændur hafaC fengið frelsi sitt, þegar bænd- urnir verða sjálfseignarbændur og erja jörðina af kappsemi og dugnaði og bæta hag sinn og allrar þjóðarinnar, því að hvergi á það við betur en í Danmörku, að „bóndi er bústólpi — bú er landstólpi“. —- Kvikmynda- framleiðendur i Damnörku hafa aldrei sett sér hærra markmiS en þegar þeir ákváðu að gera þessa kvikmynd úr garði, nieð aðstoð ríkisins og bestu leik- krafta landsins. Kvikmyndin er prýðisvel gerð og leikin og fræðandi. Sæjar fréffír Veðrið í morgun. í Reykjavik 5 stig, heitast í gær 8 stig, kaldast í nótt 1 stig. tír- koma í gær o ó mm. Sólskin í 0.4 klst. Heitast á landinu í morgun 6 stig, á Reykjanesi; kaldast 1 stig, i Grímsey. Yfirlit: Hæð fyrir aust- an land. Lægé vi8 SuÖur-Græn- land. Horfur: SuÖvesturlarid til Breiðaf jarÖar: SuÖaustan kaldi. SumstaÖar smáskúrir. Skipafregnir. Gullfoss er 5 Reykjavík. GoSa- foss kom til Patreksfjarðar á há- degi í dag. Brúarfoss er i Kaup- mannahöfn. Dettifoss kom til Rot- terdam i gær. Lagarfoss í morgun. Selfoss er á leið til Antwerpen. Slökkviliðsmenn. MuniÖ leikfirniæfinguna í Mið- bæjarskólanum i kvöld kl. 8. . UPPÞOT I BRATISLAVA-HÖFUÐBORG SLÓVAIÓÍU. Mynd þessi var tekin, er til uppþots líom út af þvi, að slóvaiski ráðherrann Durcansky var sett- ur af, og er það einkaritari lians, dr. Kirschbaum, sem er að tala til mannfjöldans. Eins og kunnugt er varð Pragstjórnin að Ijáta í minni pokann — Slóvakía varð sjálfstætt riki méð tilstyrk Þjöð- verja, og Durcansky varð ráðherra á ný. — En þrátt fyrir að Hiller lofaði að ábyrgjast landa- mæri Slóvakíu horfir ekki allskostar vel um framtið hins nýja ríkis, einkanlega vegna ágengni Ungverja, sem liafa farið með her manns inrt í landið. Samkomulagsumleitanir eru nú byrjaðar milli Slóvaka og Ungverja, en bardagar hafa staðið yfir seinustu daga og óttast menn að þeir muni blossa upp aftur þá og Jþegar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.