Vísir - 03.04.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1939, Blaðsíða 2
V ISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Bimr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á mánuði. Lansasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sérréttindi samvinnu- félaga. I hinni löngu fæðingarhríö * þjóðstjórnarinnar, sem er ekki enn lokið, hefir komið glöggar fram en nokkru sinni áður, að það sem mest skilur stærstu flokkana, Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknarflokk- inn, er viðhorfið til verslunar- málanna. Framsóknarflokkurinn, sem gerir að' skilyrði að viðskifta- málin séu í hans höndum, hef- ir látið í veðri vaka, að þvi er virðist, að hann trúi ekki Sjálf- stæðismönnum til að fara með þessi mál. Kf flokkurinn vill láta lita svo út, að' þetta sé gert af umhyggju fyrir þjóðinni en ekki af sérdrægum hvötum, þá verður kaidhæðni staðreynd- anna æði nöpur- Undir sljórn Eysteins Jóns- sonar hafa viðskiftamálin liall- ast meira og meira á ógæfuhlið- ina. Hann hefir skort viðsýni til að' sjá nokkra lækningu aðra en höft og ófrelsi til þess að ná heilbrigðu gjaldeyrisástandi. — Hann hefir gert alla verslunar- stéttina fjandsamlega hinum opinberu ráðstöfunum með þvi að beita hana margskonar mis- rétti við framkvæmd haftanna og láta ótvírætt í Ijós persónu- lega óvild í garð liennar. Gjald- eyrisástandið hefir farið versn- andi með hverju ári og nú er svo komið, að viðskifti lands- ins út á við eru að sigla í strand. Yfirfærslur í bönkunum eru stöðvaðar svo að segja alveg. Geta nú ekki aðrir greitt vörur en þeir, sem mega ráðstafa eig- in gjaldeyri eins og til dæmis Samhandið. Það er nærri broslegt, að þeir menn, sem þannig hafa stýrt viðskiftamálunum undanfarið og skapað núverandi öngþveiti, skuli krefjast jjess að fá að fara með þau framvegis vegna þess að þeir trúi ekki öðrum fyrir þeim! En þetta er aðeins yfirskin. Fastlieldni þeirra á þessum mál- um stafar af öðrurn ástæðum. Það veit öll þjóðin. Núverandi f jármálaráðherra og væntan- legur viðskiftamálaráðherra Framsóknar, hefir með valdsað- stöðu sinni látið framkvæma liöftin kaupfélögunum í vil og skapað þeim stórkostlega sér- réttinda aðstöðu með hinni svo- kölluðu höfðatölureglu. Slík framkvæmd á verslunarhöftiun þekkist í engu landi í lieimin- um enda hefir sú lilutdrægni, sem hér kemur fram, vakið talsverða eftirtekt erlendis- Auk þessa hefir Sambandið sérstöðu með gjaldeyrinn, sem tvö und- anfarin ár hefir talsvert verið rætt um á Alþingi. Hefir þess verið óskað að útgerðarmenn og aðrir fengi hin sömu réttindi en ekki her á því enn að slíkt hafi fengist. Allri þjóðinni er kunnugt um þau sérréttindi sem samvinnu- félögin liafa i sambandi við verslunarhöftin. Það eru þessi fríðindi, sem Framsóknarflokk- urinn vill nú ekki sleppa. Hann vill fá að fara áfram með þessi mál og hann vill lialda þeim í sama liorfi og þau hafa verið'- Og þó er verslunarástandið þjóðinni lil svívirðingar. Hann vill halda öllu í hinum sömu höftum af ástæðum, sem þjóð- in er nú farin að skilja. Þó er nú orðið öllum ljóst, að upp- lausn liaftanna er lykillinn að afnámi dýrtíðarinnar í landinu að miklu leyti. Ef Framsóknarflokkurinn heldur, að hann geti framvegis eftir eigin geðþótta haldið við ranglæti og hlutdrægni haft- anna, þá gengur hann drjúgt fram í dul. Ef liér eftir verður ekki sýnd sanngirni og fullkom- ið jafnrétti í þessum málum, liver sem í hlut á, þá þarf ekki Framsóknarflokkurinn að bú- ast við að hljótt verði um þessi mál. Það stoðar engum flokki að halda í sérréttindi sér og sín- um til handa sem öll þjóðin fordæmir- Það skal heldur aldrei verða þolað. Mfjrarasveinor krefjast irnaiBi bóta inusiii. Meðan vinnustöðvunin stóð yfir í byggingariðnaðinum þessa dagana, samþyktu múrarasvein- ar að vinna að eins að bygging- um, sem teknar voru í ákvæðis- vinnu af múrarameisturum, þannig að tímavinna kæmi ekki til greina. Mun hafa vakað fyrir sveinunum að styðja málstað múraranna í deilu þeirra við trésiftiðina, en nú þegar deilan er leyst virðist þessi afstaða sveinanna geta leitt til nýrrar vinnustöðvunar ef þeir halda fast við þessa samþykt sína. Hefir Vísir sannfrétt að sveinarnir neiti að vinna, þann- ig að ekki verður tekið til starfa við byggingar i dag, eins og bú- ist var við. Þá hefir Vísir heyrt, að múr- arasveinar muni halda fund í dag, til þess að ræða vinnu- stöðvun þá, sem ger var, og krefjast bóta fyrir virtnutjón, sem þeir hafa heðið vegna stöðvunarinnar- Hyggjast þeir að krefjast fulls kaups fyrir þá daga, sem ekki var unnið, en ekki er blaðinu kunnugt um hvort slíkar kaupkröfur eiga að ná til allra bygginga eða nokk- urra, sem vinna var stöðvuð við. Á fundi, sem haldinn var i fyrrakvöld, munu hafa komið fram raddir um það, að vinna skyldi stöðvuð við ýmsar bygg- ingar, nema því aðeins að greitt yrði fult kaup fyrir þá daga, sem ekki var unnið, og hafði einhver múrarasveinninn . við orð að mætt skyldi með hundr- að manna lið og þrjá hnefa- LýOræðisflokkarnir sigruðu í Belgíu. Fylgi Rexista stóplipakaðl* Samsteypustjópn verdur mynduð. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Þingkosningar í Belgíu, sem fram fóru í gær, vöktu mikla athygli, einkanlega vegna þess, að kosningabaráttan var afar hörð milli Rex- ista (fascista) og andstæðinga þeirra. Hafði og vitnast, að Rexistar höfðu fengið fé til kosriingabaráttunnar frá ítalíu og Þýskalandi, og vakti það hina mestu gremju í Belgíu, og mun hafa spilt mjög fyrir Rexistum Samkvæmt símfregnum frá Briissel eru kosningaúrslitin kunn að mestu, og hefir verið gefin út hálf-opinber tilkynning um þau. Þótt einhver brejding verði frá því, sem nú er kunn- ugt, raskast heildarniðurstaðan ekkert. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu hafa kosningaúrslitin orðið þau, að kaþólski flokk- urinn (íhaldsfl.) hefir fengið 73 þingsæti, bætt við sig 10; jafnaðarmenn hafa fengið 64, tapað sex; frjálslyndir /liberalir) fengið 33, unnið 10, flæmskir þjóðernissinnar 17, unnið 1, kommúnistar 9, óbreytt; Rexistar 4, tapað 17; félag uppgjafa- hermanna 1 og technokratar 1. I öldungadeildinni hafa jafnaðarmenn fengið 62, tapað 4; ka. þólski flokkurinn 61, unnið 4; liberalir 24, unnið 5; flæmskir þjóðernissinnar 12, unnið 3; Rexistar 5, tapað 7; kommúnistar 3, tapað 1. Það, sem langsamlega mesta athygli vekur hvarvetna er það, hversu gífurlegan ósigur Rex- istar hafa beð,ið. Sumpart stafar það af ágreiningi milli Rexista sjálfra en eitt af blöðum Rexista sakaði Degrelle, leiðtoga þeirra, um að hafa þegið fé frá Ítalíu og Þýskalandi til kosningabar- áttunnar og notað í eigin þágu. Þetta vakti feikna gremju í garð Rexista. Ennfremur framkoma þeirra út af Maertensmálinu, sem varð orsök þess, að gengið var til kosninga. Loks er talið, að atburðirnir í Mið-Evrópu hafi haft þau áhrif, að margir þeir, sem áður höfðu stutt Rexista, ánerust nú gegn þeim. Er nú búist við, að mynduð verði samsteypustjórn í Belgíu, og taki þessir flokkar þátt í henni: íhaldsflokkurinn, Frjáls- lyndi flokkurinn og Jafnaðar- menn. VIÐSKIFTASAMNINGAR FRAKKA OG RÚMENA. Um leið og samningurinn mill Frakka og Rúmena um menningarleg kynni og samhúð var undirskrifaður í Bukarest, undirskrifuðu þeir Bonnet og Tatarescu sendiherra Rúmena í Frakklandi nýjan viðskifta- samning. Samkvæmt þessum samningi levfa Rúmenar út- flutning miljóna cwt. (1 cwt = 50.8 kg.) af olíuafurðum til Frakklands. Tatarescu hef- ir lýst yfir þvi, að ekkert erlent veldi fái leyfi til einkasölu-við- skiftareksturs í Rúmeníu. Lebrun aftur ríkisfor- seti Frakklands? London í morgun. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Havas-fréttastofan tilkynnir, að allmiklar líkur sé til þess, að Lebrun ríkisforseti láti til leið- ast að gefa kost á því, að hann gegni ríkisforsetaembættinu á- frairi* BANDARÍKIN VIÐURKENNA FRANCO. Bandaríkin hafa viðui'kent 4 Franco og vopna- og skotfæra- útflutningsbanninu til Spánar, sem sett var samkvæmt hlut- leysislögunum, hefir verið af- létt- MIKILVÆG YFIRLÝSING VÆNTANLEG I BRESKA ÞINGINU í DAG. Chamberlain mun gefa mikil- væga yfirlýsingu í neðri mál- stofunn í dag — að líkindum varðandi Rúmeníu. leikamenn við ákveðnar bygg- ingar til þess að knýja fram kröfur þessar. Þetta mun þó hafa verið maður, sem lítið á undir sér og ekki er mark á takandi, en hefir aðallega liaft í frammi kommúnistiskan þvætt- ing á mannfundum, sem enginn tekur alvarlega, og svo mun einnig liafa verið hér. Annars mun það koma í Ijós á fundi múrarasveina i dag hve mikið fylgi rödd þessi á að baki sér. lamUmðt skíðamanna. Siglflrðingar áttn 8 af fyrstu 10 mfinnnm í gfingnnni. Átján km. skíðagangan á ísafirði fór fram í gær í besta veðri, sólskini og logni, en full- heitt var að ganga. Þátttakendur í göngunni voru 31, en á Lands- mótinu öllu eru 58 þátttakendur frá 10 félögum. Fara hér á eftir nöfn og tim- ar fyrstu 10 manna í göngunni: 1. Magnús Kristjánsson (Einh.) 1:04.57. 2. Jónas Ásgeirsson (Skíða.) 1:08.37. 3. Guðm. Guðmundss. (Sk. Siglufj.) 1.09.01. 4. Jóhs. Jónsson (Skíðab.) 1 -.09.50. 5. Jóh. Sölvason (Skíðab.) 1:10.03. 6. KetiII Ólafsson (Skiðab.) 1:11.47. 7. Sig. Jónss. (Einh.) 1:12.02. 8. Alfr. Jónsson (Skíðab.) 1:12.46. 9. Ásgr. Kristj. (Skíðab.) 1:13.21. 10. Sveinn Sveinsson (Sk. Siglufj.) 1:13.21. Svigkepnin fer fram á fimtudag. Ferð Reykvíkinga á Skíðavikuna. Rúmlega 100 fai'þegar hafa pantað far með Eddu til þátt- töku í skíðavikunni á ísafirði, sem verður haldin þar dagana 6.—10 þ. m. Skipið fer héðan kl. 7 síð- degis á miðvikudag og kemur Franska eftirlitsskipið Ailette kom hingað í gær. Ailette við bryggju á Austfjörðum. — Skipslæknirinn fer í heimsókn í togara. — Nýtísku franskur togari. Franska eftirlitsskipið Aiel- ette, sem komið hefir hingað í eftirlitsferð á ári hverju, kom hingað í gær. Tíðindamaður blaðsins heils- aði i morgun upp á yfirmenn skipsins, en Jieir eru margir hinir sömu og i fyrra. Skipherra er M. Barbier og var liann einnig með skipið í fyrra. Yfirforingjar á skipinu eru 6, að skipherra meðtöldum, og eru fjórir þeirra hinir sömu og í fyrra, en tveir nýir. Annar þeirra er aðstoðar skiplierra. Aielette er forystuskip eftir- litsskipa franska flotans með fiskiskipum í Ermarsundi, Norðursjó og við ísland. Kemur Ailetle hingáð til mánaðardvalar liér við land og eru þá, að venju, lieimsótt öll frönsk fiskiskip liér við land. hingað aftur snemma morguns þriðja í páskum. Farið í lest kostar kr. 25_báð- ar leiðir, en þegaí' vestur er komið mun skíðafélagið þar hlutast til um að gestir geti fengið ódýra næturgistingu (dýnur 50 aura pr. nótt). Vísir átti tal við Isafjörð í morgun og er þar snjór mikill og góður og skíðaland hið hesta eins og' kunnugt er. Þeir, sem ætla að fara vestur, ætti að snúa sér til skrifstofu Gunnars Guðjónssonar, skipa- miðlara, sem fyrst. Bæjar fr&iíír Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 6 st., heitast í gær io, kaldast í nótt 5 st. Sólskin í gær 8.3 st. Heitast á landinu í morg- un 6 st., hér; kaldast 1 st., Blöndu- ósi, Dalatanga, Grímsey, Papey og víÖar. —- Yfirlit: Djúp, en nærri kyrrstæð lægð um 1000 km. suður af Reykjanesi. —.Horfur: Suðvest- urland: Austanátt, hvast undan Eyjafjöllum. Víðast úrkomulaust. Faxaflói: Austan kaldi. Úrkomu- laust. 63 ára er í dag Axel Martin Ström, prentari í Félagsprentsmiðjunni. Af veiðum komu í morgun Belgaum með 140 smál. af ufsa og Bragi með 130 smál. Skipafrejrnir. Gullfoss er í Leith. Goðafoss kom til Isafjarðar kl. 8 í morgun. Væntanlegur hingað fyrri hluta dags á morgun. Brúarfoss kom til Leith í gær, fer þaðan í dag. Detti- foss fer frá Hamborg í dag. Edda ko mí nótt með sementsfarm. Frú Rigmor Hanson og Sigurjón Jónsson sýna nýj- asta dansinn, Park Parade, í kvöld kl. 11 að Hótel Borg. Dansinn var fyrst sýndur í London í s.l. mánuði. Kristján Daníelsson, búandi á Kirkjuvöllum á Akra- nesi, er 80 ára á morgun. Er hann Snæfellingur að ætt og uppruna, en hefir búið á Akranesi í 50 ár sam- fleitt og jafnan verið þar vel met- inn borgari, enda er hann rnaður traustur og áreiðanlegur, og reglu- samur með afbrigðum. Hann er ern eftir aldri og hress og glaður í anda, þrátt fyrir miklar raunir og margs- konar erfiðleika á langri lífsleið. Vinir hans og samborgarar á Akra- nesi færa honum alúðarkveðjur og heillaóskir á afmælisdaginn. Nágranni. Næturlæknir. Ólafur Þ. Þorsteinsson, Mánag. 4, sími 2255. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Víðavangshlaup K.R. Innanfélagsmót K.R. 1939 hófst í gær með víðavangshlaupum fyrir fullorðna og drengi innan 19 ára aldurs. I eldri flokknum sigraði Sverrir Jóhannesson og hlaut verð- launagripinn, forkunnarfagra stjdtu af lilaupara, til Jullrar eignar. Tími hans var 13 mín. 49.4 sek. og er það besti tími, sem náðst hefir á þessari vegalengd, síðan hlaupið hófst 1932. — 1 yngri flokknum sigraði Guðbjörn Árnason á 7 mín. 15.4 sek. og er það einnig besti tími, sem náðst hefir í því hlaupi. Veður var ágætt, en færi þó sums staðar þungt fyrir þá eldri. Ármenningar, sem hafa hugsað sér að dvelja í Jósepsdal um páskana, vitji rniða á skrifstofu fél. í kvöld kl. 9—10. Kvennadeild Siysavarnafél. heldur fund á morgun (þriðju- dag) kl. 8Vz í Oddfellowhúsinu. STJÓRNIN. roir og nýlagnir í hús og skip. Jónas Magnússon íögg. rafvirkjam. Sími 5184. Vinnustofa á Vesturgötu 39. Sækjum. — Sendum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.