Vísir - 04.04.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 04.04.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 4. apríl 1939. VISIR 3 Gengislækkunarfrumvarpið var knúð i gegnum báðar deiidir Alþingis i nött. Lögin gengu í gildi á liádegi í dag. Eins og Vísir gat urn í fregnmiða í gær, báru nokkurir þing- mennfram frumvarp til laga um gengisskráningu og breyting- ar á henni, sem aðallega voru í því fólgnar að verð sterlings- punds hækkar um ca. 22%, en gengi íslenskrar krónu lækkar um 18%, og að sjálfsögðu breytist verðlag á öðrum erlendum gjaideyri í sambandi við það. • Þá voru ýms önnur ákvæði í fruttivarpinu, sem koma skyldu . í veg fyrir truflanir, sem leitt geta af þessari stórfeldu breyt- ingu, svo og ákvæði um launahækkanir og kjarabætur fyrir hina lægst launuðu, eða þá menn, sem hafa lægra kaup en kr. o 3.600.00 á ári og koma eiga til framkvæmda 1. júlí 1939. Skal • ^efni frumvarpsins ekki rakið að öðru leyti, með því að það er lesendum blaðsins þegar kunnugt. Bruni í Höfnum: Um kl. 10 í gærkveldi kviknaði í bænum Kotvogi í Höfnum og brann hann til kaldra kola á skammri stundu. Tveir karlmenn, Helgi Jónsson, sem kendur er við Tungu, vinnumaður hans, Guðjón Guðmundsson og dóttir Helga Þórdís, sjö ára gömul, fórust í eldium. Vísir átti í morgun viðtal við Jón Jónsson, kennara í Höfnum og spurði hann um brunann. Fer frásögn Jóns hér á eftir: Það kom nokkuð á óvart, að frumvarp þetta var borið fram á þingi i gær, með þvi að al- ment gerðu menn ráð fyrir að það myndi ekki koma til um- ræðu fyr en í fyrsta lagi i dag eða á morgun. Öllum almenn- ingi hafði að visu verið það kunnugt nú um 6 vikna skeið, að ríkisstjórn og ýmsir þing- menn úr öllum flokkum höfðu fullan hug á að lækka gengið, og hafði það að sjálfsögðu skapað allmikinn óróa i fjár- málum þjóðarinnar og valdið ýmsum erfiðleikum á því sviði. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, kvaddi sér fyrstur hljóðs og gerði nokkra grein fyrir þeim samningaumleitun- um, sem fram höfðu farið milli þriggja flokka þingsins, og taldi að nú væri svo komið málum, að ekki væri unt að draga gengisskerðingu frekar á langinn, hvað sem yrði um stjórnarsamvinnu síðar. Því næst tóku ýmsir flutn- ingsmenn frumvarpsins til máls og gerðu grein fyrir frumvarpinu og þeim rökum, sem til þess lægju, að það væri borið fram. Er óþarfi að rekja ræður þessara manna að öðru leyti en því, að þeir röktu hið ömurlega ástand sjávarútvegs- ins og horfur um afkomu og afurðasölu á þessu ári, og virt- ist svo, sem þessir menn teldu að um algert hrun væri þegar að ræða hjá útveginúm. Ef það er rétt, að svo sé komið liag útvegsins, vekur það undrun manna, að hinir ráðandi flokk- ar skulu ekki fyr hafa komið auga á þessa ömurlegu stað- reynd, og hvað er það, sem réttlætt getur að ekki hefir fyr verið í taumana tekið? Sjálfstæðisflokkurinn innan Alþingis var á einu máli um það, að nauðsyn bæri til að hagur útgerðarinnar yrði rétt- ur, en hins vegar voru menn mjög á öndverðum meið um þær leiðir, sem fara skyldi. — Meiri hluti flokksins hallaðist að gengisskerðingu, en minni hlutinn, sem i eru 8 þingmenn, líta svo á, að eins og málið liggi fyrir, geti aðrar leiðir komið að sama gagni og lief- ir þá helst verið rætt um nið- urskurð á fjárlögum og alhliða sparnað i rekstri þjóðarbúsins, svo og uppbót á útflutning, eft- ir því sem nauðsynlegt og eðli- legt getur talist. Gisli sýslumaður Sveinsson hafði aðallega orð fyrir minni liluta Sjálfstæðisflokksins og gerði ítarlega gtrein fyrir af- stöðu hans til frumvarps þessa. Sýndi hann með fullum rökum fram á, að mjög væri kastað höndum til afgreiðslu þessa máls og einkum ætti þar rik- isstjórnin hlut að máli. Deildi hann fast á fjármálaráðherra og atvinnumálaráðherra fyrir það, að gersamlega ófullnægj- andi rannsókn á öllum mála- vöxtum lægi fyrir, og engin leið liefði verið tekin til athug- unar önnur en gengisskerðing- arleiðin, sem þó væri allsendis óvíst um live laaldgóð reyndist. Taldi hann ekki séð, að minni erfiðleikar yrðu á framkvæmd gengisskerðingar, en t. d. upp- bótarleiðinni, sem að ýmsu leyti virtist hagkvæmari en hin. Sýndi hann einnig fram á, að samkvæmt tillögum milli- þinganefndar í skatta- og tolla- málum ætti enn að hækka toll- ana verulega frá því, sem ver- ið hefði áður lögum sam- kvæmt, og bæri það ekki vott um að horfið myndi að því ráði að draga út útgjöldum ríkisins, sem þegar væru orðin gjald- þegnunum óbærileg. Af hálfu minni hluta Sjálf- stæðisflokksins töluðu þeir einnig, Sigurður Kristjánsson og Garðar Þorsteinsson, og rölctu tildrögin að hruni sjáv- arútvegsins og sýndu með skýrum rökum, að miklir erf- iðleikar myndu verða á fram- kvæmd gengislækkunar. Frumv. var afgreitt með af- brigðum í gegnum allar um- ræður i neðri deild og var um- ræðum og atkvæðagreiðslu lok- ið þar undir miðnætti. Settist Efri deild á rökstóla. Talaði fjármálaráðherra fyrir frumv. og kvað þar mjög við annan tón, en þekst hefir frá þeim manni til þessa. Skein að vísu í liinar kommúnistisku tilhneigingar í gegnum alla ræðuna, en nú þóttist ráðherr- ann hafa lætrt það mikið af Dönum, að ekki yrði unt að halda áfram sömu skattastefnu og gilt hefði liér í landi til þessa, enda myndi lítt kleift að ná öllu frekara fjármagni frá auðmönnunum, þótt sú leið yrði farin, að þeir væru pindir til þrautar. Mælti hann þvi mjög með þeirri leið, sem liér væri valin, og sá engin ráð önnur lil bjargar. Þeir Árni Jónsson frá Múla, Magnús Gíslason sýslumaður og Bjarni læknir Snæbjörns- son báru fram breytingartil- lögur við frumvarpið, og var aðalbreytingin í því fólgin, að gengið skyldi lækkað um 10%> og að 2. gr. frumv. skyldi feld niður. Gerði Árni Jónsson grein fyrir breytingartillögunum og rakti afstöðu þeirra flutnings- mannanna til málsins. Sýndi hann fram á að þessi lækkun á genginu myndi nægja til þess að rétta við hag útvegsins, ef niðurskurður á fjárlögum væri einnig framkvæmdur, en slík breyting, að lækka gengið um 10%, myndi ekki hafa veru- lega þýðingu fyrir afkomu manna, og myndi auðvelda stórlega framkvæmd lækkun- arinnar. Engar af þessum breytingar- tillögum náðu fram að ganga Knattspyrnan á Englandi. Á laugardag fóru leikar svo: Arsenal—Middlesbrough 1: 2, Aston V.— Preston 3: 0, Black- pool—Liverpool 1:1, Brent- ford—Leicester 2:0, Derby— Leeds 1: 0, Everton—Stoke 1:1, Grimsby—Bolton 1:1, Hudd- ersfield—Manchester U. 1:1, Portsmouth—Birmingham 2: 0, Sunderland—Charlton 1:1 og W olverhamp íon-—Chelsea 2:0. Röðin er þessi: Leikir Mörk Stig Everton 35 74—44 50 W’hampton 34 74—26 46 Derby C. 36 60-46 43 Middlesbrough 36 81—61 42 Bolton 35 60—49 38 Cliarlton 34 58—61 38 Aston Villa 34 62—44 37 Arsenal 35 45—35 37 Liverpool 36 54—56 36 Stoke C. 35 57—49 35 Grimsby 35 49—60 34 Preston 33 48—49 33 Leeds U. 34 51—58 33 Sunderland 35 47—55 33 Brentford 34 46—57 33 Manchester U. 35 44—59 31 Portsmouth 35 49—62 30 Blackpool 35 42—59 29 Huddersfield 35 47—43 28 Chelsea 34 48—67 28 Leicester 35 36—62 26 Birmingliam 35 53—76 24 og var frumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi á þriðja tím- anum í nótt. Það skal að lokum tekið fram, að þeir Sjálfstæðismenn, sem greiddu atkvæði gegn frv., voru þessir. — í neðri deild: Garðar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson, Jakob Möller, Sig- urður Hlíðar og Sigurður Krist jánsson. Greiddu þeir einnig atkvæði með vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni, sem Héðinn Valdimarsson hafði borið fram. I efri deild greiddu atkv. gegn frumvarpinu þeir Árni Jónsson, Bjarni Snæ- björnsson og Magnús Gíslason. I neðri deild var frv. samþykt með 24: 8 atkv., en í efri deild með 11:5 atkv. Skemtiferðaskip í sumar. 1 sumar koma hingað Í6 skemtiferðaskip, í stað 15 í fyrra. —- Flest þeirra, eða 12, koma hingað i júlí, þrjú í á- gúst og eitt í júní. Skipin eru þessi: 27/6: Strathenden frá London. 2/7: (Ónafngreint) f. N. York. 5/7: Rotterdam frá N. Y. 7/7: Columbus og Kungs- holm frá N. Y. 9/7: Franconia f. N. Y. 12/7: Oslofjord frá N. Y. og Arandora Star frá Lon- don. 16/7: Gen. v. Steuben frá Bre- men. 19/7: Atlantis frá London. 20/7: Milwaukee frá Hamborg. 30/7: De Grasse frá Le Havre. 31/7: St. Louis frá Hamborg. 4/8: Drottningliolm frá Gautaborg. 13/8: Gen. v. Steuben frá Bre- men. 16/8: Arandora Star frá Lon- don. Ferðskrifstofan Hekla fær 8 af skipunum, H. Zoéga & Sons fær 5, en 3 eru á vegum K. K. Thomsen. Verið var að kveikja á ben- sinlukt í eldhúsinu, en þar var liiti mikill inni og orsakaðist sprenging í eldliúsinu al ben- singufunni. Skifti það engum togum að liúsið varð alelda á svipstundu. Þannig hagar til að uppgang ur á loftið er úr eldhúsinu en þar niðri var ráðskona Ilelga og vertiðarkona og tveir menn, sem ætluðu að kveikja á bensin- luktinni. Uppi á lofti voru þau Helgi, Þórdis og Guðjón og auk þess Ragnar sonur Helga, sem var lasinn. Var Ragnar sofnaður, en Helgi mun eldci hafa verið bú- inn að festa svefninn, því þegar fólkið í eldhúsinu gerði aðvart um að eldur væri kominn upp vakti Helgi Ragnar. Fyrir fram- an glugga þeirra var skúr, og braut Ragnar gluggann, komst hann út á skúrinn og vildi fá föður sinn með sér, en hann sneri aftur inn í húsið til að bjarga dóttur sinni. Komst hann að rúmi hennar en hné þar niður og mmi þegar hafa mist meðvitund vegna reyks. Fórust þau þar bæði Helgi og dóttir hans. Guðjón Guðmundsson svaf einn í hliðarherbergi og mun Skíiavikan á Isaflrði. Skíðavikan, sem Skíðafélag ísafjarðar efnir til, hefst á skir- dag og lýkur á annan dag páska. E.s. Edda fer vestur með þátt- takendur liéðan. Verður haldið af stað héðan annað kvöld kl. 7 og komið aftur að morgni þriðja í páskum. — 110—120 manns hafa þegar pantað far. Verður búið um farþegana í lestarrúmi skipsins, það klætt innan og dýnur á gólfi. Fargjald fram og aftur er kr. 25.00. — Nokkrir farþegar fá rúm i borð- sal skipsins á bekkjum og dýn- um, kostar farið þar kr. 35.00. Farþegar ættu að búa sig vel og hlýlega og hafa með sér lök og teppi, sæng eða svefnpoka. Á ísafirði mun Sldðafélag ísafjarðar sjá um, að gestir skiðavikunnar fái gistingu. Nokkur rúm (o: 25—30) eru enn fáanleg og kosta þau kr. 1.25—2,00 um nóttina. Dýnum verður komið fyrir i Gagnfræðaskólanum og viðar og kostar næsturgisting þar að- eins 50 aura. Þeir, sem panta dýnupláss og ekki hafa svefn- poka, eru beðnir að hafa með sér lök og teppi eða sæng. Farþegar geta pantað nætur- gistingu i dag og á morgun á afgx-eiðslu skipsins eða hjá far- arstjóra, Lúðvíg Guðmundssyni (sími 5307, kl. 5—7 e. li. í dag). Fæði fæst i 3—4 stöðum í bænum og kostar kr. 2,50—3,00 á dag. Ennfremur er liægt að fá keyptar einstakar máltíðir eða nestispakka, sem kosta 1 kr. Skíðasnjór er nú mikill og y góður á Isafirði og skíðaland er hann aldrei hafa komist, úr rúminu. Hann var maður á sextugs aldri, hafði verið á Kotvogi um nokkurt skeið, en var ættaður af Eyrarbalcka. Eldurmn gi-eip svo skjótt um sig, að þegar fólkið úr eldliús- inu var komið út stóðu logarn- ir út um glugga á efri liæðinni norðan megin. Var ekki nokk- urt viðlit að bjarga innan- stokksmununum eða klæðnaði úr liúsinu, og allir íbúar þess, en þeir voru 25 að tölu, standa uppi slyppir og snauðir. Á neðri hæðinni bjó Vil- lijiálmur Þorsteinsson og var hann á sjó þegar slysið varð. Kona hans bjargaði 4 bömum þeirra hjóna með þvi að kasta þeim út um glugga og sluppu þau öll ómeidd. Vertiðarstúlkan skarst ofurhtið á hendi. Til allra hamingju var logn er þetta vildi til, en að öðrum kosti má ætla, að slysið hefði orðið enn ægilegra. Báru menn sjó á útihús til þess að verja þau, þvi hitinn var óskaplegur. Kúm var hleypt út úr fjósi til frekari öryggis, ineð því að svo var eldhafið mikið, að algerlega var óvist hvort unt yrð’i að verja útihúsin. þar frábærlega gott, eins og öll- um þeim Reykvíkingum er kunnugt, sem áður hafa sótt ís- firsku skiðavikurnar. WILLIAM C. BULLITT, sem var fyrsti sendiherra U.S.A. í Rússlandi eftir strið, hefir nú ver- ið gerður sendiherra í Paris. Kaupfélagið og einkasðlurnar hækkuðu verðlagið á vörum sínum i dag. Fypstu afleíðingar geng- islækkunarinnaF. Vísir hefir sannfrétt það, að KRON hefir þegar hækkað verð á sykri um fimm aura hvert kíló, en ekki er blaðinu kunnugt um hvort sambærileg hækkun hefir verið ger á öðrum lífsnauðsynjum, en þó er það senni- legt. i m ,i Þá hefir blaðið einnig frétt að ríkiseinkasölurnar munu hækka um hádegið verð á öllum þeim vörum, sem þær hafa fyrirliggjandi. Kaupmenn hafa hinsvegar enn ekki hækkað verð á lífsnauðsynjum en væntanlega dregur einnig fljótlega að því. Þá hafa kolaverslanir bæjarins hækkað verð á kol- um um kr. 8.00 tonnið, að því er sagt er, og mun sú hækkun þegar hafa verið gengin^í gildi í morgun. Fjöldi fyrirtækja verða mjög hart uti vegna gengis- lækkunarinnar, með því að erlendar skuldir þeirra eru miklar, og lítið sem ekkert hefir fengist yfirfært um langt skeið. Þess ber og að gæta að vegna ófriðarhættunnar hafa ýmsir innflytjendur verið hvattir til að birgja landið upp með vörur, eftir því sem unt hefir verið, og hafa menn þessir notað lánstraust sitt til hins ítrasta. Bitnar því gengislækkunin mjög þunglega á þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.