Vísir - 04.04.1939, Side 4
4
VISIR
Þriðjúdaginn 4. apríi 19Í9.
Tónlist í
Utvarpinu.
í vetur hefir Útvarpið gefið
hlustendum sínum kost á sí-
gildri tónlist á þriðjudagskveld-
um og sunnudagsmorgnum, og
hafa margir hljómelskir menn
hlakkað sérstaklega til þeirra
stunda.
En það sem Útvarpið hefir
næsta oft boðið hlustendum
sínum upp á, þessar stundir
vikunnar, eru hræðilega skemd-
ar grammófónplötur, sem eru
oft og tiðum svo illa útleiknar,
að það heyrist vart annað en
sarg og óhljóð í þeim. Þannig
útleiknar hijómplötur á Út-
varpið aldrei að láta til sin
heyra. Það særir hljómsmekk
hlustendanna og það eru marg-
ir sem vildu heldur enga hljóm-
list heldur en shlca. I öðru lagi
ættiÚtvarpinu — jafn fjárhagsl.
stæðri stofnun — að vera það
vorkunnarlaust að afla sér ó-
skemdra hljómplata, enda ekki
nema réttlát og sjálfsögð krafa
hlustenda, að hljómplöturnar
séu góðar og óskemdar.
Létt hljómlist eins og t. d.
danslög er yfirleitt á betri plöt-
um. Annars er helst til litið gert
að því, að fá innlent tónhstar-
fólk til að leika í Útvarpinu, þvi
margt af þessu fólki hefir htla
atvinnu, en hinsvegar ekki
nema sjálfsögð skylda Útvarps-
ins, að styrkja þetta fólk af
fremsta megni. Þvi er hka al-
ment fagnað, bæði af eldri og
yngri kynslóðinni þegar það
heyrir islenskt tónlistarfólk í
Útvarpi. Danshljómsveit Bjama
Böðvarssonar fehur. t. d. miklu
betur við smekk alþýðu en
ensk jazzlög. Hið sama gegnh
með Aage Lorange eða t. d.
F'ríðu Einarsson sem hefir látið
nokkurum sinnum til sín heyra
í vetur og meðal annars spilað
gömul danslög í Útvarpið.
Ætti útvarpið að gefa hlust-
endum sínum oftar tækifæri á
að heyra íslenskt hljómlistar-
fólk en það gerir — og þá að
sama skapi minna af erlendri
„jazzmúsik“ — en umfram alt
á það aldrei að leika skemdar
klassiskar hljómplötur framar
— það er óhæfa.
ígreiningsmál Púi-
verja og Þjóðverja.
Ágreiningsmál Pólverja og
Þjóðverja höfðu áhrif á kaup-
haharviðskifti vikuna sem leið,
enda þótt yfirlýsing bresku
stjórnarinnar liefði bætandi á-
hrif seinustu daga vikunnai'.
Yiðskifti voru öhu meiri en
vikuna þar á undan. NRP.
Happdrætti
Háskóla íslands.
i DAG er siðasti
endurnýjunardagur.
Nú eru adeins 3 SÖLUDAGAR eftir fyrlr 2.
flokk. — Ætliö ÞÉR aö gleyma aö endurnýja?
| Boskvapna 11 NýkOItlÍO!
Kjötkvamir fyrir refabú
eru ómissandi fyrir aha
loðdýraeigendur. Höfum
ávalt fyrirhggjandi tvær
stærðir auk varahluta.
Þdrður Sveinsson
& Co. b. (.
Reykjavík.
Hapdfiskap
Riklingup
Smjöp
visin
Laugavegi 1.
Útbú Fjölnisvegi 2.
BÖGGLASMJÖR.
FREÐÝSA,
SAUÐATÓLG.
VERZLff
X5S5.
Sími 2285. Grettisgötu 57.
Njálsgötu 106. — Njálsgötu 14.
Wu¥Í4WlMi<i
er miðstöð verðbréfaviðskift-
anna. —
Páskaeggin
eru ávalt ódýrust í
Nora'Magasin.
Skifstofur bæjarins og
bæjarfyrirtækja
vepöa lokaðai* laugar-
daginn 8 þ. m. allan
daginn.
Skrifstofnr Stjórnarráfl-
sins og Rikisiéhirðis
verða lokaðar laugardaginn fyrir páska.
veröur lokað allan laugar.
daginn fyrir páska.
Féiag ísl. stðrkaopmanoa.
SkrifstofuF Sjúkra-
samlags Reykja-
víkur
verða lokaðar laugapdaginn
fypip páska.
Sjúkrasamlag Reykjavlkor.
Sparisjóðar Reykjavíknr og
Dágrennis
verðup lokaðup laugar—
daginn fypip páska.
mMmmmmmBKmKmmmmmammmmmmmMemmmmasmammmmmmmmmmmmmmammmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm .
Skrifstofum vorum og
vörugeymslum
í Nýbopg verðup lokaö allan
laugapdaginn iypip páska*
Á fengisverslun píkisins.
HRÓI HÖTT'UR og menn hans.— Sögur í myudum fyrir börn,
nýkomið —- Mikið úrval.
325. EIRÍKUR KEMST UNDAN.
Vesturgötu 42.
Ránargötu 15.
Framnesveg 15.
] Jzs~
Eiríkur tekur á rás og lokkar menn Eiríkur hleypur eins og fætur toga .... og stekkur í söðulinn, áður — Áður en langt um líður, skal
Mortes með sér til að bjarga og allir á eftir honum. Þá sér hann en hægt e|r að stöðva hann. — ég, Hrólfur, koma fram hefndum
Hrólfi. — Handsamið hann, hróp- hest Mortes, sem einn maður gæt- Hlauptu nú, klárinn, og bjargaðu á harðstjóranum. — Varðmenn,
ar Morte. ir. Hann slær manninn niður .... okkur frá Morte, segir hann. handsamið hann!
GESTURINN GÆFUSAML 122
etið og drukkið—• og jafnað yður,“ sagði hún.
„Við getum sjálfsagt beðið tiu mínútur. Svo
segið þér mér frá öllu.“
Hann kinkaði kolli.
„Mér líður mikið betur,“ sagði hann og leit
gíruglega til fæðunnar. Hún bað hannneytaþess,
sem fram var borið eins og hann lysti og bað
hann svo afsaka sig stundarkorn. En þetta gerði
hún, af því að henni fanst, að hún yrði að vera
ein stundarkom. Taugaæsing hafði aftur ætlað
að ná tökum á henni.
Hún lagði enni sitt að kaldri gluggarúðunni.
Hún gat vart trúað því, að hún hafði fyrir fá-
einum mínútum'farið yfir í íbúð þorparanna
ineð vopn í hendi, reiðubúin að drepa hvern
þann, sem reyndi að koma í veg fyrir, að hún
hjargaði Martin. — Nú háði hún aðra orustu
-- við sjálfa sig — og vann algerlegan sigúr.
Hún var ekki i neinum vafa lengur.
Hún hafði farið úr loðkápunni, þegar hún
kom aftur — og hún kom til hans örugg og
brosandi.
„Jæja, kæri Martin,“ sagði hún og leit á hann
ánægð yfir að hann hafði neytt óspart af þvi,
sem liún hafði borið á borð fyrir hann. „Þeir
liafa gripið til hefndarráðstafana gegn yður
fyrir að leika á þá.“
„Eg veit ekki enn hvort l>eir liafa sannfærst
um, að eg hafi komist að áformum þeirra. En
í morgun sá eg, að Victor rannsakaði duftið,
sem þeir gáfu mér inn, ærið grunsamlega. En
hann virtist ekki gefa sér tima til þess að skifta
sér af mér. En þér sjáið til livaða varúðarráð-
stafana þeir hafa gripið. Það hafa verið menn
að lcoma og fara í allan dag. Það er eitthvað
meira en lítið í bígerð, lafði Blanche. Bréf og
skeyti hafa borist. En eg er einhvern veginn
viss um, að þeir komi eklri hingað aftur.“
„Og — þó skildu þeir yður eftir svona á yð-
ur kominn?“
„Það veit eg ekki. Eg veit, að trúa má Porle
lil-alls ills, en hann skrifaði dyraverðinum orð-
sendingu og slripaði svo fyrir, að afhenda hon-
um hana í fyrramálið. Eg hefi átt auma nótt,
ef þér hefðuð ekki komið — en nóg um það.
— Eg get talað meðan eg lýk máltíðinni. Má
eg fá dálítið meira?“
Hún var einkennilega fagnandi yfir því
hversu matarlyst hans var mikil og það var
henni óblandin ánægja að stjana við hann.
Hann virtist vera að hressast betur og betur
með hverju andartakinu sein leið.
„Það er eitthvað mikið í bígerð, lafði
Blanche,“ sagði hann. „Hvar er Laurita? Eg
vona, að þeir gæti hennar vel?“
Blanche lilustdði sem snöggvast. Iíirkju-
klukkan sló einliversstaðar í grendinni. Tólf á
miðnætti! Hvað tíminn hafði liðið fljótt. Henni
varð nú Ijóst, að liún hafði átt í stríði við sjálfa
sig áður en liún ákvað að fara yfir í íbúðina
iniklu lengur en liún hafði ætlað.
„Við þurfum, vona eg, engar áhyggjur að
liafa af Lauritu í kvöld,“ sagði liún. „Hún er
að dansa í Mario’s gildaskála — að líkindum.“
„Með liverjum er liún?“
„Hún er með Gerald og konu, sem við höf-
um komist í kynni við mjög skyndilega. Það
er alt mjög furðulegt í minum augum — en
ekki í augum frænda, Geralds og Lauritu! Eg
ætlaði að segja yður frá henni. Hún er sögð vera
móðursystir Lauritu og hún býr í Ritz gisti-
húsi. Gerald og Laurita eru gestir liennar i
kvöld“.
Martin varð ygldur á svip og var auðséð, að
hann grunaði að eitthvað ilt var á seiði.
„Hver er .... hvað heitir hún?“ spurði hann.
„Hún er mjög glæsileg kona,“ svaraði.
Blanche og að þvi er virðist vellauðug. Hún er
ekkja miljónamærings i Buenous Aires. Og
hún heitir Madame da Mendora.“
Martin varð svo bylt við,. að hann misti hníf
og gaffal úr höndum sér.
„Guð minn góður,“ sagði liann. „Hún er ekki
frekar móðursystir Lauritu en eg. Hún er kon-
an, sem liefir komið hingað daglega til þess að
ræða við Victor Porle.“
Þau horfðu sem agndofa hvort á annað í
svip. En þau vissu, að nú varð eitthvað til bragðs
að taka. Martin drakk út og stóð upp og teygði
úr sér. Hann var enn sáraumur, en sæmilega
hress orðinn og til í alt.
„Heyrið mig,“ sagði hann við Blanche, „eg
hefi komist að hinu og þessu — meðan eg var
þarna í kvalastaðnum — með því að tengja
saman það sem eg hefi heyrt, hefi eg fengið
nokkura hugmynd um hvað til stendur. En nú
er mér alt ljóst. Þeir ætla að ræna Lauritu —
nema hana ábrott. Lokka hana inn í einhvern
næturgildaskála — og þar á þetta að gerast.
Eg geri náð fyrir, að Gerald Gamham — “
Hann þagnaði skyndilega og horfði á hana.
Þau horfðust í augu. Blanche hristi höfuðið.