Vísir - 12.04.1939, Page 2
2
V I S I R
Miðvikudaginn 12. apríl 1939.
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(GengiS inn frá Ingólfsstræti).
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
(kl. 9—12 5377)
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan li/f-
Gengis-
lækkunin.
E'INS og kunnugt er, varð á-
^ greiningur innan Sjálf-
stæðisflokksins á Alþingi um
gengismálið. Greiddu 9 af þing-
mönnum flokksins atkvæði með
gengislækkunarfrumvarpinu, en
8 á móti. Á Alþingi hafði Gísli
Sveinsson aðallega orð fyrir
þeim hluta flokksins, er lagðist
á móti málinu, og hefir ræða
sú, er hann flutti um það þar,
verið birt hér í blaðinu áður.
Formaður flokksins, Ólafur
Thors, hafði orð fyrir þeim
lilutanum, sem málinu var
fylgjandi, og birtist hér í blað-
inu i dag ræða sú, sem hann
flutti um málið í útvarpsum-
ræðunum á dögunum. Hefir
Vísir þannig gert háðum máls-
pörtum jafnt undir höfði, og er
því þó ekki að leyna, að hann
er sjálfur þeim meginn, sem
minni hlutinn var.
Taprekstur útgerðarinnar á
undanförnum árum stafar að-
allega af tvennu. I fyrsta lagi af
fjármálaóstjórninni í landinu,
sem leitt hefir af sér síhækk-
andi álögur á almenning, í
sköttum og tollum, vaxandi
dýrtið og auknar kaupkröfur. í
öðru lagi af versnandi afla-
brögðum og lækkandi verði á
saltfiskinum á erlendum mark-
aði.
Til þess að bæta úr þessu var
talið að aðallega gæti verið um
tvær Ieiðir að velja: að Iækka
gengi krónunnar, og hækka
þannig verð útflutningsafurð-
anna í innlendum gjaldeyri, eða
að veita útflutningsverðlaun.
Það var nú samhuga álit Sjálf-
stæðisflokksins á Alþingi, að ef
gengislækkunarleiðin yrði val-
in, þá yrði að gera ráðstafanir
til þess, að tryggja það að hið
nýja gengi, sem ákveðið yrði,
gæti lialdist, og girða fyrir þá
liættu, að hver gengislækkunin
ræki aðra. Til þess þurfti fyrst
og fremst að dórni minni hluta
flokksins, átt-menninganna, að
minsta kosti, að koma viðskift-
unum við útlönd á heilbrigðan
grundvöll, og jafnframt að létta
af innflutningshöftunum, til
þess að lialda dýrtiðinni i land-
inu í skefjum. Án slíkra ráð-
stafana er þess engin von, að
unt verði að festa hið nýja gengi
krónunnar, heldur hlýtur þá
gengislækkunin að halda áfram
og dýrtíðin í landinu að vaxa,
svo að ekki verður í veg fyrir
það komið, að óðara sæki í
sama horf og áður um afkomu
útgerðarinnar.
Nú er það að visu rétt, að ekki
var unt að koma þeim ráðstðf-
unum, sem hér um ræðir, í
framkvæmd, i einni svipan. En
til bráðabirgða, meðan verið
var að koma þeim í fram-
kvæmd, hefði þó að minsta
kosti mátt grípa til hins úrræð-
isins, að veita útflutningsverð-
laun. Og þar sem það er nú vit-
anlegt, að það er aðallega eða
jafnvel eingöngu saltfiskfram-
leiðslan, sem rekin er með tapi,
þá hefði átt að nægja, að veita
verðlaun fyrir útfluttan salt-
fisk, eins og Norðmenn gera.
Verðlaunin hefðu vafalaust orð-
ið að vera allhá, en „útlilutun“
þeirra hefði hinsvegar orðið
mjög auðveld í framkvæmd og
engin hætta á hlutdrægni, fjár-
drætti eða annari „spillingu“ í
sambandi við þau.
Til þess að standast straum
af kostnaðinum, hefði fyrst og
fremst átt að spara önnur út-
gjöld ríldssjóðs, nota til þess
útflutningsgjaldið af öðrum
sjávarafurðum og að því leyti,
sem það Iiefði ekki hrokkið til,
að afla nýrra tekna. Reynslan
hefði svo átt að skera úr því,
hvort frekari aðgerða væri þörf,
til þess að rétta við liag útvegs-
ins, eins og hún verður nú að
leiða það í Jjós, að liverju gagni
það kemur til frambúðar að
lækka gengi krónunnar, með
þeim hætti sem það hefir verið
gert.
Maður
druknari
póstferd.
Á páskadag' druknaði ungur
maður, Bjarni M. Jónsson frá
Flögu í Skaftártungu, í Kúða-
fljóti. Bjarni var 21 árs að aldri
og hafði verið í póstferðum
eystra.
Daginn sem slysið varð'fór
Bjarni með póst austur í Álfta-
ver og Meðalland. Fór hann
fyrst í Álftaver og þaðan austur
yfir Kúðafljót og gekk þá alt
vel.
Gert var ráð fyrir að Bjarni
gisti á Meðallandi um nóttina,
en þar eð hann var fljótari í
ferðum, en ráðgert hafði verið,
hélt hann áfram heimleiðis. Fór
Bjarni frá efsta bæ á Meðal-
landi, Leiðvelli kf. 6 á páskadag.
Morguninn eftir fundust svo
hestar lians skamt frá Hrifu-
nesi í Skaftártungu og var þá
farið að spvrjast fvrir um hann
og loks leita hans.
Fanst lík Bjarna í Kúðafljóti,
vestur af Leiðvelli.
Björn á foreldra hér í bænum
og eru það þau Kristin Guð-
mundsdóttir og Jón Norðmann
Jónsson, Hverfisgötu 62. Er að
þeim mikill harmur kveðinn,
því að Bjarni var dugnaðarpilt-
ur og hvers manns hugljúfi.
Hestar verða
hryssn að bana.
Túnið í krikanum milli Skot-
húsvegar og Fríkirkjuvegar
hefir ofl verið notað sem beiti-
hagi fyrir hesta og í gærmorg-
un voru geymdir þar þrír hest-
ar.
Um ellefu í gærmorgun var
5 vetra hryssu lileypt á túnið og
virtust hestamir, sem fyrir voru
ekki taka henni illa.
En rétt á eftir gerðu tveir
þeirra aðsúg að hryssunni, bitu
liana og slógu og léku hana illa,
en hún fór undan og reyndi að
forða sér. Fór s'vo að lokum að
liún féll dauð niður. Mun annar
hesturinn hafa slegið hana
nærri hjartastað, því að þar
fanst blóðhlaupinn blettur, og
það valdið bana.
Hannes Thorarensen var eig-
andi hryssunnar.
Chamierlalii mnn krefjast að ítalskar hersveltlr
á Spánl verðí tafarlanst kaliaðar keim, og
telnr þá að loforð Mnssoiinis megl taka
alvarlega.
Frakkar gera víðtækar varúð-
arráðstafanir i Miðjarðarhafl.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London í morgun.
ussolini hefir sent Chamberlain boðskap þess
efnis, að ítalir, áformi ekki neinar frekari
hernaðarlegar aðgerðir við Miðjarðarhaf. Er
það blaðið Chronicle, sem birtir þessa fregn og kveðst
blaðið þeirrar skoðunar, að Chamberlain hallist að því,
að taka orð Mussolini trúanleg. Blaðið segir, að hér sé
um einkaboðskap að ræða frá Mussolini til Chamber-
lain og taki Mussolini mjög djúpt í árinni og fullyrði
með kröftugum yfirlýsingum, að ítalir vilji ekki verða
Vaxandi gremja í Frakklandi vegna
seinlætis Breta.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Frakkar hafa gripið til hinna víðtækustu varúðanúð-
stafana vegna þcss hversu horfurnar eru ískyggilegar
við Miðjarðarhaf. Hefir ríkisstjórnin tekið ákvarðanir
um fjöldamargar leynilegar varúðarráðstafanir síðan
er Mussolini hertók Albaniu.
þess valdandi, að friður spillist við Miðjarðarhaf —
ítalir hafi ekki í huga að beita hervaldi framar til þess
að koma fram málum sínum þar.
Tilgátur hafa þegar komið fram um það hvað valda mundi,
að Mussolini hefir sent Chamberlain boðskap þennan. Bretar
og Frakkar hafa gripið til víðtækra ráðstafana á Miðjarðarhafi,
flotadeildir þeirra þar fengið leynilegar fyrirskipnir o. s. frv.,
og ætla menn, að Mussolini hafi ekki búist við, að hertaka Al-
baniu myndi hafa þau áhrif, að Bretar og Frakkar gripi til
slíkra ráðstafana. Þá telja aðrir, að mestu valdi, að heima fyrir
á Ítalíu óttast menn mjög styrjöld og afleiðingar hennar.
AFSTAÐA
CHAMBERLAIN.
í Bretlandi ríkir mikil
grernja yfir hertöku Albaníu,
sem er talin brot á bresk-ítalska
sáttmálanum. Yfirleitt hallast
menn að þeirri skoðun, að ein-
ræðisherrarnir, Mussolini og
Hitler, haldi uppteknum hætti,
og haldi áfram útþenslubaráttu
sinni stig af stigi, þrátt fyrir öll
Joforð. Fregnirnar um liðsafnað
Þjóðverja við landamæri Sviss-
lands, Hollands og Danmerkur,
sem að vísu er opinberlega neit.
að í Berlín, hafa vakið nýjan
ugg í Bretlandi og Frakklandi.
í báðum löndunum er almenn-
ingsálitið stöðugt að hallast
meira á þá sveif, að samningum
og loforðum Þjóðverja og ítala
sé ekki að, treysta, og benda
menn á hversu Hitler hafi kom-
ið fram gagnvart Tékkum, þrátt
fyrir fyrri loforð, og nú fari
Mussolini eins að gagnvart Al-
baníu, þrátt fyrir þau ákvæði
bresk-ítalska sáttmálans, að ó-
breytt ástand skyldi haldast við
Miðjarðarhaf. Þrátt fyrir þær
skoðanir, sem uppi eru í Bret-
landi og Frakklandi um þessi
mál og vaxandi óþolinmæði eft-
ir athöfnum af hálfu Breta og
Frakka, virðist Chamberlain
hallast að því, að taka beri full-
yrðingar Mussolini trúanlegar
vegna ástandsins á Spáni aðal-
lega. Mun hann, að því er Chro-
nicle telur gera sér vonir um,
að nú sé tækifæri til þess að
taka málin öðrum tökum.
FRANCISCO FRANCO,
einræðisherra á Spáni, hefir
gerst aðili að andkommúnist-
iska sáttmálanum, ásamt Þjóð-
verjum, Itölum og Japönum. —
Mgndin hér að ofan er tekin
af Franco, er hann var á her-
skólanum í Tóledó, en þar hó/
hann nám, íb ára að aldri.
Fregnir frá Marseille herma, að meginhluti Miðjarðar-
hafsflota Frakklands sé lagður af stað frá Toulon, aðal-
flotahöfn Frakka við Miðjarðarhaf, og vita menn ekki um
hvert honum hefir verið skipað að halda.
Bretar og Frakkar
skifta með sér verkum.
Tilgátur hafa komið fram
um, að liann eigi að vera á
varðhergi í vesturhluta Mið-
jarðarhafs, en Bretar liafa auk-
inn viðbúnað um miðhluta
Miðjarðarliafs, við Malta og
víðar, og eins austast í Miðjarð-
arhafi, við strendur Grikklands,
Korfu og víðar.
Frönsku blöðin gröm
yfir seinlæti Breta.
í frönsku blöðunum er vax-
andi óþolinmæði og gremja yfir
seinlæti Breta. Telja þau með
öllu óforsvaranlegt að draga á
langinn, að talca fullnaðar-
ákvarðanir um öryggisráðstaf-
anir til þess að vernda sjálf-
stæði smáríkjanna í álfunni,
sem þau telja að öll óttist um
framtíð sína vegna þess sem
gerst hefir í Tékkóslóvakíu,
! Memel og Alhaniu. Telja
! frönsku hlöðin mikla nauðsyn
knýja til, að undinn verði bráð-
ur bugur að því, að ná sarti-
komulagi um gagnráðstafanir
gegn hverskonar ágangi ítala
og Þjóðverja í garð annara
þjóða.
Frakkar gramir yfir
hversu Chamberlain er i
auðtrúa.
Frönsku blöðin birta emnig
í morgun fregnir um skeyti þau
og orðsendingar, sem sagt er að
nú fari fram milli Chamberlain
og Mussolini. Láta blöðin í ljós
gremju yfir því, að Chamber-
lairi skuli enn af nýju ætla að
trúa Mussolini, þrátt fyrir það
að hann hafi sannað svo áþreif-
anlega sem raun ber vitni, að
hann virði ekki geröa samninga.
United Press.
Af veiðum
komu í morgun Baldur og Haf-
stein með góðan afla.
Rafskinna
er nú aftur komin á sinn gamla
stað í sýningarskálanum við Aust-
urstræti og eins og áður, dregur
hún að sér fjölda manns. Auglýs-
ingarnar eru með nokkuð öðrum
blæ en áður, bjartara yfir þeim og
fer betur á því.
ALLSHERJAR MIÐ-
JARÐARHAFSSÁTTMÁLI.
Telur Chamberlain ekki ó-
líklegt, að nú mætti takast að
koma á laggirnar allsherjar-
sáttmála um Miðjarðarhafsmál-
in.
Chamberlain og þeir, sem
honum fylgja að málum, gera
sér einnig vonir um, að Musso-
lini verði fús til þess að sanna
einlægni sína í þessum málum.
Frh. erl. frétta á bls. 7.
HERSVEITIR FRANCOS VIÐ LANDAMÆRI FRAKKLANDS.
Frakkar eru mjög óróir yfir því að Franco hefir gerst aðili að andkommúnistiska sáttmálanum,
og lialda því jafnvel fram að hann hafi gengið i hernaðarbandalag með Itölum og Þjóðverjum.
Óttast þeir mjög að Italir fái aðstöðu til að brjótast inn í Frakkland yfir spönsku landamærin,
enda er sagt að italskar hersveitir liafi verið fluttar unnvörpum lil Spánar síðustu dagana. Hér á
myndinni sjást liersveitir Francos í landamærabænum Le Perthus, er þeir heilsa frönsku landa-
mæravörðunum, eftir sigurgöngu sina um Kataloniu og fall Barcelona.