Vísir - 05.05.1939, Side 4
4
V I S I R
Föstudaginn 5. maí. 1939..
^ y ^
Vorklæðnaðir frá frægustu
tískuhúsum meginlandsins. At-
liugið að engir þeirra liafa
„stoppaðar“ axlir.
^Jc/liújíaAeééi
Hvenæp á aö vatna
gluggablóm ?
— Venjulega er nauðsynlegt
að vatna gluggablómum, þegar
maður sér að moldin er orðin
þur, eða þegar maður heyrir
klingjandi hljóð ef maður slær
á pottinn með Imúunum. Er þá
moldin þur og hefir dregið sig
saman.
Er það mjög mismunandi hve
oft þarf að vökva gluggablóm-
um, þvi tegundir eru mjög
margar og mismunandi.
Margar safamiklar plöntur,
sem upp hafa alist á heitum,
þurrum stöðum, þola ekki
stöðugan raka um ræturnar.
Burknar og líkar tegundir þola
aftur á móti ekki þurk um of.
— Til vökvunar skal helst
nota vatn sem hefir staðið og
orðið fyrir áhrifum loftsins. —
Ef vatn rennur úr pottinum á
undirskálina, ér nauðsynlegt að
fleygja því strax. — Ef plantan
verður lin og máttlaus, skulið
þér setja hana í vatnsfötu og
láta vatnið ná að efri brún
pottsins. Eftir 1—2 tíma hefir
blómið náð sér aftur.
Drekkið pér te?
f öllum bænum gleymið aldrei
að hita tepottinn vendilega —
þerra liann síðan og láta síðan
te-blöðin í hann. Verið vissar
um, að vatnið sjóði og hafið te-
pottinn hjá katlinum, svo að
ekki sé hætta á því, að suðan
fari af því. — Notið ekki vatn,
sem soðið liefir lengi, eða vatn,
sem áður hefir soðið. — Ný-
soðið vatn er nauðsynlegt, ef te-
ið á að vera gott. — Sumir
segja að gott sé að liafa þurkað-
an appelsínubörk í te-púðanum,
það bæti bragðið. Öðrum finst
það aftur á móti ófært, því að
teið er afar „áhrifagjarnt“ og
sýgur appelsínubragðið og lykt-
ina mjög vel í sig og 'þykir
sumum það lakar.
Ef þér hafið sjúkling á heim-
ilinu, skuluð þér reyna að gefa
honum te, búið til úr sjóðandi
mjólk. Er það mjög hressandi
og gott fyrir sjúka.
Ef te-potturinn er með brún-
um rákum, er ágætt að núa þær
með salti. Hverfa rákirnar þá
alveg.
Ef þér notið silfur-tepott,
skuluð þér ávalt hafa sykurmola
í honum, þegar hann er ekki í
Hrein húd
er prýdi.
Tökum burt öll óhreinindi í
húðinni, fílapensa, húðorma,
vörtur og svo frv.
Hárgreiðslnst. Perla
Bergstaðastræti 1. Sími 3895.
notkun. Heldur það lionum
þurrum og myglubragð kemur
ekki í hann.
Ef þér hafið höfuðverk skul-
uð þér nota sítrónusneið í teið,
í stað mjólkur. Er það ótrúlega
hressandi.
NA6LALAHH
MINDAR
FEGRANDI
GLJÁA
Á HVERRI
NÖGL.
VESTURGATA 2.
SÍMI 4 78 7.
Sparld peningal
PIROLA-fegurðar og snyrtivörur fáið þið hjá okkur í tæmd-
ar umbúðir verksmiðjunnar. —
wm
Creme og
ltúdolía,
tryggir
lap oi liista i.
MA TREIÐSLA.
Tómatsúpa.
1 lítil dós Tomatpurée
1 laukur
1 matsk. smjör
matsk. hveiti
7—8 dl. vatn
Hrísgrjón eða macaroni.
— Laukurinn er skorinn nið-
ur og brúnaður í smjöri. Þegar
liann er fallega brúnn, er hann
tekinn upp úr. Tómatpurée og
liveiti er látið saman við smjör-
ið og það látið brúnast meðan
hrært er í þvi. Vatni bætt í
smátt og smátt. — Matskeið af
hrísgrjónum eða dálítið af
macaroni látið út í súpuna og
hún soðin í 20 mínútur.
Boston Beans.
Réttur þessi er amerískur
þjóðarréttur. Þeir, sem verið
hafa í Bandaríkjunum eru mjög
hrifnir af honum og hefir hús-
móðir hér í bæ beðið Vísi að
að flytja þessa uppskrift.
— I réttinn eru notaðar hvít-
ar baunir, tomatpurée, smjör-
ögn og bacon. — % kg. hvítar
baunir eru skolaðar og látnar
liggja i bleyti í 2 sólarhringa..
Eru þær síðan látnar sjóða í
rúma 3 klukkutíma í daufsölt-
uðu vatni. Eldfast leirfat er
smurt með srnjöri og baunir og
tomatpurée lagt í það til skiftis.
Látið vera í bakarofni í klukku-
tíma og eiga þá baunirnar að
hafa blandast tómötunum. —
Ofan á réttinn eru settar ristað-
ar baconsneiðar.
Möndluhring-ur m. perum.
250 gr sætar möndlur
5 eggjahvítur
1 kg. perur.
Sósa:
200 gr. sætt suðusúkkulaði
2 dl. vatn.
— Möndlurnar eru hýddar,
malaðar og blandaðar saman
við stífþeyttar eggjalivíturnar.
Bakað í vel smurðu hringformi
í 40 mínútur við liægan eld. —
Látið kólna. — Þegar ábætirinn
er borinn fram, eru perurnar
settar í miðjuna og safanum af
þeim helt yfir röndina. — Heit
súkkulaðisósa horðuð með.
HÚSRÁÐ
OG HEILLARÁÐ
Raka í skápum er hægt að
ráða bót á með því að setja
kamfórupoka í þá og skifta við
og við.
•
Kartöfluskræling er ágætt að
brenna í eldavélinni eða ofnin-
um, þvi að þá sest ekki sót að í
þeim.
Glertappar eru oft mjög fast-
ir í flöskunum, en ef þér takið
um þá með sandpappír, nást
þeir fljótlega.
Það er ekki eins erfitt að
fægja gólfin, ef gljávaxið er
borið á 20 mínútum áður en
farið er að fægja gólfið.
•
Það koma fljótlega göt á vas-
ana í drengjabrókunum, þvi þeir
fylla þá með allskonar rusli,
nöglum, skrúfum o. s. frv. —
Þessu má ráða bót á með því að
fóðra vasana með skinni og er
þá ágætt að nota gamla skinn-
hanska. Best er að gera þetta
meðan fötin eru ný.
er nauðsynlegt þeim, sem
hafa viðkvæma húð. Það
lieldur henni mjúkri og
er vörn gegn sólbruna og
óþægindum af kulda og
stormi.
Hið nýja mýkjandi
ROSOL-
CREAM
er í
bláum
dósum,
sem hta
þannig út
RÓSOL
CREAM
Ef Jiér Tiljlð Ifta vel
út, M farið eftir
Jessnm reglnm:
m Gangið yður til hressingar
ekki skemur en klukku*
stund á dag.
Sofið 8 klukkustundir af
hverjum 24.
JJ# Drekkið aldrei minna en
líter af vatni á dag —
soðnu eða ósoðnu.
Reynið að hafa grænmeti
eða ávexti á borðum yðar
daglega.
Hreinsið andlit yðar vel á
kvöldin. Farið aldrei að
sofa með duft og ryk á
andlitinu. Munið að hör-
undið þarf að anda um
nætur.
Gætið þess að meltingar-
starfsemin truflist ekki.
Slæm melting eyðileggur
hörundið og sumir verða
„rauðnefjaðir“ af því.
Keep smiling! — Glöð og
broshýr kona fær sjaldan
hrukkur frá munnvikjum
að nefi.
3, Berið höfuðið hátt og fall-
ega! Ef þér eigið bágt með
að standa bein, skulið þér
ganga um með þunga bók
á höfðinu nokkurar mín-
útur daglega.
0§ Gleymið aldrei að hirða
neglurnar. Snyrtileg kona
leyfir sér aldrei að van-
rækja neglur sínar.
iOBaöið augun daglega. Það
"egrar þau og styrkir sjón-
ina.
lömuhattar---------
í SUMARTÍSKU.
Hvergi betri kaup.
HATTASTOFA
STðnu &
Lárettu Hagan
Austurstræti 3.