Vísir - 06.06.1939, Side 2

Vísir - 06.06.1939, Side 2
V I S I H Hitler semur við vilja veita ðryggi. ðryggissáttmáíar við Eistisnd og Lett- iaod nndirskrifaðir á mcrgon. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem United Press hefir fengið um svar sovétstjórnarinnar við tillögum Breta og Frakka, er í svarinu gengið út frá því, að uppkastinu að þrívelda-varnarbandalags- sáttmálanum verði gerbreytt frá rótum. Meðal þeirra skilyrða, sem Rússar setja fyrir þátttöku í varnarbanda- laginu, er lögð höfuðáhersla á, að engin þeirra þjóða, sem að bandalaginu stendur, hefir heimild til að semja vopnahlé upp á eigin spýtur við árásarþjóð, nema með samþykki með- undirskrifendanna. Það er glögt af ýmsum greinum, sem blöðin birta, að þolinmæði margra er á þrotum. Greinilegast kemur þetta fram í ritstjórnargrein í Daily Express, sem mæl- ir eindregið með því, að samkomulagsumleitununum verði hætt, þar sem 1) Rússar fari fram á meira, en hægt sé að verða við. — 2) Gagnið af varnar- eða hernaðarbandalagi við Rússland sé hvort eð er mjög vafasamt. Sá ótti kom fram fyrir nokkuru meðal breskra og franskra stjórnmálamanna, að Hitler mundi nota tækifærið til þess að semja við þau nágrannaríki Sovét-Rússlands, sem Molotov vill, að verði ábyrgst með þríveldabandalagssáttmálanum, en þessi ríki eru Finnland, Eistland og Lettland. Lithauen liggur ekki að Rússlandi og því er það undanskilið. Nú er það komið í ljós, að þessi ótti hafði við rök að styðjast. Það er einmitt þetta, sem Hitler hefir gert, — í kyrþei hefir verið unnið að því að undir- búa öryggissáttmála við Lettland og Eistland, samkvæmt sein- ustu fregnum er jafnvel búist við, að undirskrift þessara samn. inga fari fram í Berlín á morgun, en utanríkismálaráðherrar viðkomandi ríkja verði allir viðstaddir. ríkin sem Rússar Hertoginn og hertogafrúin af Fent. EINKASKEYTI TIL YlSIS. London í morgun. Lögreglan í London handtók í gær mann nokkum, sem hleypti af byssu í áttina til bifreiðar hertogafrúarinnar af Kent, er hún var að leggja af stað frá heimili sínu við Belgrave Square. Hertogafrúin fór í kvikmyndahús og vissi hún ekki um það, sem gerst hafði. Mun skotinu hafa verið hleypt af í þeim svifum, er hún settist í bifreiðinni. Var hertogafrúnni sagt frá því, sem gerst hafði, er hún kom aftur. Lögregluvörður var við heimili hertogafrúarinnar alla síð- astliðna nótt. Lögreglan fánn byssuna, sem er með stuttu hlaupi, skamt frá húsi hertogafrúarinnar. Maðurinn henti henni frá sér, er hann hafði hleypt úr henni skotinu. — Ekkert hefir verið látið uppskátt um hver maðurinn er, og ef til vill hefir lögreglan ekki enn grafið upp hver hann er. Eiginmaður hertogafrúarinnar, hertoginn af Kent, er bróðir Georgs Bretakonungs, sem kunnugt er, og njóta þau hjónin mikilla vinsælda á Englandi. Hertogafrúin er systir Olgu prin- sessu, konu Páls prins af Júgóslaviu. United Press. Itölsku hermennirnir komnir heim. Mlkil hátíðahöli og signrgaoga i Neapel f morgon VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAIJTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti) Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fjárhags- gyllingarnar. r RAMSÓKN ARMENN haf a * reynt að koma því inn hjá þjóðinni að Eysteimi Jónsson liafi „rétt við“ fjárhaginn. Þeír sem gagnrýnislaust liafa gleypt vð öllum kenningum Tímans í þessa átt hafa staðið í þeirri sælu trú að liér væri „alt i lagi“. Fjárlagaræða Eysteins á önd- verðu þingi í vetur kom þess vegna yfir þessa menn eins og þruma úr lieiðskíru lofti. Og þeir atburðir sem síðan hafa gerst liafa orðið til }>essaðveikja fremur trúna meðal kjósenda Framsóknarflokksins út um land á því að Eysteinn væri annar eins afburða fjármála- snillingur og af liefir verið látið. Eins og gefur að skilja er Framsóknarmönnum ekki vel við, að sú trú festi rætur meðal kjósenda flokksins alment, að Eysteinn sé elcki óskeikulli en aðrir menn. Framsókn telur sér það til gildis að vera milli- flokkur og í vinstri samvinn- unni á hinn ungi og róttæki fjármálasnillihgur að vera samskonar tengiliður og hinn gamli góðviljaði formaður flokksins í hægri samvinnunni. Eysteinn á með öðrum orðum að sjá fyrir vinstrabrosi Fram- sóknar eins og Jónas fyrir liægrabrosinu. Nú er sem Framsóknarmönn. um hafi þótt þörf að rétta nokkuð liluta Eysteins. Og ráðið var, svo sem vita mátti, að halda sem fastast við þá kenningu að fjárhagurinn hefði ekki versnað i ráðlierratíð hans. Til þess að koma þessu að er vitnað í skýrslu hagstofunnar i árslok 1937. í skjóli þessarar skýrslu er sagt: Skuldirnar hafa ekki liækkað í tið Eysteins Jónsson- ar, svo alt er í lagi! Við erum senn komnir fram á mitt árið 1939, svo það er æði hæpið að slá neinu föstu um á- istandið eins og það er i dag á grundvelli 3 missira gamalla talna. En þótt þessu sé slept, þá er vitað að ekki koma öll kurl til grafar i þessu yfrhti hag- stofunnar. Talið er t. d. að er- lend vátryggingarfélög eigi hér inni svo miljónum króna skifti, sem ekki er talið með í þessu yfirliti. En hvað gerðist á árinu 1938? Árangur þeirra lánsumleitana, sem þá fóru fram erlendis virt- ist ekki benda til þess, að er- lendir fjármálamenn teldu „alt i lagi“ hvað fjárhaginn snerli hér á landi. Gjaldeyrisvandræð. in stóraukast á þessu ári, svo að aldrei hafa meirí verið. Eysteini Jónssyni er vel kunnugt um það, að innflutningsleyfi voru bundin þvi skilyrði, að innflytj- endur fengju gjaldfrest erlend- is. Sá gjaldfrestur hefir altaf veríð að lengjast, úr 3 upp i 6 > ~ I mánuði — úr 6 mánuðum í 9, og jafnvel þar yfir. Á þennan liátt eru liér miljónir ki'óna í fljótandi skuldum. Þessar skuldir þarf að greiða eins og aðrar og þess vegna á að geta um þær, ef samviskusamlega er gengið að verki. Á þessum tímum er brýnt fyrir þjóðinni að sýna sjálfsaf- neitun í öllum efnum. Sú til- raun, sem nú er gerð til við- reisnar, hepnast þvi að eins, að þjóðin sannfærist um að lífs- nauðsyn sé að herða að sér. Þeir sem óska þess að sú tilraun beri árangur verða þess vegna að stefna að því, að fá þjóðina lil að sætta sig við, að lialdið sé fastara í tauminn en gert hefir verið. Það er þess vegna alveg furðulegt, að þeir menn sem gengið liafa til samstjórnar um viðréttinguna, skuli vera að leika sér að því, að segja á- standið annað og betra en það er í raun og veru. Enginn reirir að sér sultaról fyr en í fulla linefana. íslenska þjóðin er engin undantekning í þessu efni. Hún er þess búin að sýna sjálfsafneitun á þrengingartím- um. En liún gerir það því að eins, að hún sannfærist um að sjálfsafneitunar sé þörf. a Eins og Vísir skýrði frá í gær, ætlaði sáltasemjari ríkis- ins, dr. Björn Þórðarson lög- maður, að halda sáttafund í gær með deiluaðiliim. Tókust sættir og er vinna hafin aftur. Sættirnar tókust á þeim grundvelli, að meistarar greiði kaupið til Dagsbrúnar og hún greiði það verkamönnum, en Dagsbrún féll frá í% álaginu. Stöðvaðist vinna við um 60 hús, eins og Vísir skýrði frá í gær, en hún er nú hafin aft- ur. — Voxtur í Skeiðará. Óvenjulega mikill vöxtur er i Skeiðará um þessar mundir og er það skoðun manna aust- ur í Öræfum, að þessi vöxtur komi af eldsumbrotum í jökl- inum. Vísir átti tal við Svínafell í Öræfum í morgun. Var blað- inu þá sagt, að áin liefði litið vaxið frá því í gærmorgun og byggist menn við því, að flóðið færi að sjatna úr þessu. Ekki liöfðu menn neitt far- ið til að reyna að kornast fyrir orsök þessa hlaups, en það þótti mega ráða af fýlunni úr ánni og öðru, að hlaupið staf- aði af eldsumbrotum. Vísir hefir einnig átt tal við Gísla Sveinsson, sýslumann í Vík„ og sagði hann að áin hefði verið i stöðugum vexti síðan 2. þ. mánaðar og væri hún óvenju- lega mikil núna, en um hlaup væri beinlínis ekki að ræða. — Árnar vestan við Skeiðará hafa einnig vaxið, en minna. Menn eru lieirrar skoðunar eystra, að eldsumbrot valdi þessum vexti, sakir þess, að fall- ið hefir á málma og virðist það benda til, að eitthvað sé „í loft- inu“. En áður en langt um líður, ætti að fást skorið úr um orsök- Gengun erfiðlega með samn- inga Tgrkja og Fralcka? í fregn frá Istanbul segir, að eitt belsta blaðið þar geri að umtalsefni samlcomulagsum- leitanir Tyrkja og Frakka, og segir það að vísu, að búist sé við, að samningar verði undir- ritaðir undir eins og fullnaðar- samkomulag liefir náðst um Alexandretta. Af blaðinu verð- ur ráðið, að Aleppo og Sanjak muni einnig deiluefni — og vafasamt verði, að Tyrkir und- irskrifi samninga við Frakka, nema liinir síðarnefndu fallist fyrirfram á kröfur Tyrkja við- víkjandi Aleppo og Sanjak. Til athugunar. Chamberlain sagði í neðni málstofunni í gær, að svar Rússa væri til athugunar í stjórninni og yrði gefin út til- kynning um samkomulagsum- leitanirnar, væntanlega mjög bráðlega. United Press. Osló, 5. júní. — FB. Samkvæmt símfregnum frá London munu franskir og breskir stjómmálamenn nú reyna að finna einhverja leið til þess að ágreiningurinn um Eystrasaltsrikin verði ekki þrándur í götu fyrir fullnaðar- samkomulagi milli Breta, Frakka og Rússa um þrívelda- varnarbandalag. Gera stjórn. málamennirnir sér vonir um, að þeim muni auðnast að ráða fram úr þessu, þar sem öryggi þeirra landa, sem hér er um að ræða, Finnlands, Lettlands og Eistlands, byggist á algem hlut- leysi. Þegar búið er að ná sam- komulagi um þetta atriði gera stjórnmálamennimir sér vonir um, að þrívelda-varnarbanöa- lagið komist á án frekari tafa. — NRP. Páll prins I Þýskalandi EINKASIŒYEI TIL YlSIS. London í morgun. Páll prins og Olga prinsessa fóru frá Berhn í gærkveldi og verða í Dresden í dag. Mikið hefir verið um hátíðahöld í til- efni af komu þeirra dag hvem isem þau hafa verið í Berlín. Á sunnudag voru þau í Potsdam, en á morgun verða þau gestir Görings í Karinhall. I gær ræddust þeir við í margar klukkuistundlir Páll prins, Markowitz og von Ribb- entrop', um viðskifti og sam- búð Þýskalands og Júgóslavíu, í öllum atriðum. Alger eining Var ríkjandi um að efla og treysta sambúð Þýskalands og Júgóslavíu sem mest má verða, enda væri náin samvinna milli þessara landa einhver besta tryggingin fyrir friðinum í álf- unni. Fríðsamleg þróun er mark vort, sögðu Viðræðend- urnir að loknum fundi sínum. Heimsókn Páls prins vekur mikla athygli í London, og Times segir, að Bretar verði að gera sér ljóst hversu mikilvægt það sé, að „landamæri Þýska- lands og Júgóslaviu hafa Verið ákveðin um alla framtíð.“ • United Press. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Fyrstu ítölsku herflutninga- skipin frá Spáni komu til Nea- pel i gærkvöldi. Fyrst allra kom orustuskipið „Hertoginn af Aosta“ og skaut af mörgum fallbyssuskotum, en flotadeild, sem í voru 8 tundurspillar, fóru móti herflutningaskipunum. — Borgin var fagurlega skreytt og múgur manns við höfnina. Meðal hinna itölsku herfor- ingja er Gambara, sem frægast- ur er hinna itölsku lierforingja úr Spánarstyrjöldinni, — auk þess innanrikisráðlierra Spán- ar og liinir spænsku lierfor- ingjar. Hermennirnil• fóru á land í gærkveldi, og í dag er sigur- gangan í Neapel, í viðurvist Yiktor Emmanuel. — 59 lier- skip eru nú í höfninni í Nea- pel. — Mussolini liefir sent her- iúönnunum ávarp og þakkað þeim fræknleik þeirra í styrj- öldinni — 30 mánaða sleitu- lausa baráttu gegn lýðræðinu og bolsjevismanum — „tilhugs- unin um að þið væruð að berj- ast fyrir hinn nýja Spán liefir legið eins og martröð á stjórn- málamönnum lýðræðisríkj- anna og bolsvikingum". Ciano greifi fór til Neapel i gær- kvöldi. ArgentinnskAkmðtið Það mun nú vera fyllilega ákveðið að skákmótið i Buenos Aires verði lialdið og ef ekk- ert breytist, fara héðan fimm menn. Lagt verður af stað frá Ant- werpen þ. 27. þ. m., svo að ís- lendingarnir verða að fara liéðan i næstu viku, ef þeir ætla að komast þangað í tæka tíð. Einum íslendingi, Guðmundi Arnlaugssyni, stud. mag., hef- ir verið boðið að verða meðal þátttakenda Dana. Guðmund- ur er nú staddur á Akureyri. Vísir liefir heyrt, að Guðmundi hafi einnig verið boðið að taka þátt í för Islendinganna og mun hann hafa hafnað boði Dana.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.