Vísir - 20.06.1939, Qupperneq 2
y isir
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: Hverfisgötu 12
AfgreiðsIa:.Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Ferðamanna
straumurinn.
perðamannastraumurinn til
íslands eykst með ári
hverju og komast þó færri að
en vildu. Á þessu sumri er alt
farrými frá Englandi löngu
pantað. Vegna þessa skipaskorts
verða sumir Englendingar að
fara fyrst til Kaupmannahafnar
eða Bergen, til þess að komast
þaðan með skipum Sameinaða
félagsins eða Bergenska. Hinir
eru vitanlega miklu fleiri, sem
láta íslandsferðirnar farast fyr-
ir, vegna þess að SYQ erfitt er
að fá far liingað.
Flestir sem hingað koma
Ijúka upp einum munni um
það, að „landið sé fagurt og
frítt“, Þektur danskur ferða-
langur, sem farið hafði víða um
lönd og skrifað fjölda bóka,
kom fyrir nokkru til Nýja Sjá- |
lands. Hann varð hugfanginn af j
fegurð landsins. Slík fegurð er
ekki til nema á einu öðru landi
í heiminum — íslandi!
Slíkur var dómur þessa víð-
förla manns. Það er enginn vafi
á þvi, að ísland á fáa jafningja
að lirikalegri náttúrufegurð. En
það er ýmislegt annað, sem lað-
ar fólkið hingað. Loftið er ó-
venju tært og skygni svo gott,
að hvergi i Norðurálfunni er
annað eins víðsýni, fyr en kom-
ið er suður að Miðjarðarhafi.
Loftið er líka heilnæmt og
hressandi. Veiði í ám og vötn-
um er óvíða betri en hér. Og
svo höfum við eitt fram yfir
flest önnur ferðamannalönd —
jarðhitann. Lítil reynsla er
komin á notkun jarðhita í
lieilsubótarskyni. En það er spá
manna, að á komandi árum
muni það mjög færast í vöxt.
Enginn éfast um það, að
ferðamennirnir eiga eftir að
verða landinu drjúg tekjulind í
framtíðinni. Og það væri ófyrir-
gefanlegur amlóðaháttur, ef við
værum tómlátir um þá nýju at-
vinnugrein, sem okkur er með
þessu lögð á hendur.
Hér verður að byrja á byrj-
uninni. Hvað ætli að syngi i
Norðmönnum, ef enskir ferða-
menn yrðu að fara fyrst til
Reykjavíkur, til þess að komast
til Noregs, af þvi að ekki væri
hægt að fá far þangað beint frá
Englandi? Og hvað ætli þeir
segðu við því, að þegar þessir
ferðamenn loksins kæmu, væru
þeir með íslensku skipi?
Við Islendingar þurfum að
eignast nýtísku farþegaskip,
sem getur tekið upp samkepni
við siglingar annara þjóða.
Stærsta farþegaskipið okkar er
orðið 25 ára gamalt. Á þessum
tíma liafa kröfurnar mjög auk-
ist á samgöngusviðinu. Þegar
Gullfoss var smíðaður var hann
veglegasta farþegaskipið, sem
liingað sigldi í föstum ferðum.
Á þann liátt markaði Eimskipa-
félagið stefnuna. Þeirri stefnu
vill félagið enn lialda. Enginn
efi er á því, að allur þorri is-
lensku þjóðarinnar er sömu
skoðunar. Smíði hins nýja skips
Eimskipafélagsins verður ekki
tafinn með úrtölum og slagorð-
um.
a
Verdur lögfræð-
ingamófinu frest-
að um eitt ár?
Frá adalfundi M. F. í.
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur í Málflutningsmannafélagi
íslands og voru eftirtaldir mál-
flutningsmenn kosnir í stjórn
félagsins og varastjórn:
Eggert Classen lirm., formað-
ur.
Meðstjórnendur: Lárus Jó-
hannesson hrm. og Einar B.
Guðmundsson hrm.
Varastjóm skipa: Egill Sigur-
geirsson lu—m., Tlieodór Líndal
lirm. og Tómas Jónsson borgar-
ritari.
Svo sem getið hefir verið um
hér í blaðinu var sennilegt tal-
ið að um 800 lögfræðingar af
Norðurlöndum myndu koma í
heimsókn til íslands á árinu
1940, og var ætlunin að leigja
sérstakt skip til fararinnar.
Stjórn Málflutningsmanna-
félagsins mun hafa allan undir-
búning móttökunnar með hönd-
um, og mun hið væ-ntanlega lög-
fræðingamót hafa komið að
einhverju leyti til athugunar
innan félagsins.
Samkvæmt síðustu fregnum,
sem borist liafa hingað, lítur
svo út, sem hin fyrirliugaða Is-
landsför lögfræðinganna ínuai
frestast urn eitt ár, eða til árs-
ins 1941, með því að ekki hefir
tekist að fá hentugt skip leigt
til fararinnar á sumrinu 1940.
Hestur fælist -
stekkur á bíl.
Fyrir liádegi í morgun fæld-
ist vagnhestur hér í bænum.
Sleit hann sig lausan frá vagn-
inum, braut annan kjálkann og
dró hann á eftir sér.
Eftir því sem Vísir veit best,
mun þetta hafa skeð skamt fyr-
ir sunnan Mentaskólann, því að
hesturinn stökk norður yfir
skólalóðina og út á Bankastræti.
Þar stökk hann á bíl og skemdi
bann lítilsháttar, en tók síðan á
sprett inn allan Laugaveg. Náð-
ist hesturinn síðan inni hjá
Lækjarlivammi og var fluttur
að Tungu. Mun honum ekki
hafa orðið neitt meint af þessu
ferðalagi.
Bæklingur á ensku
um skipulag Reykja-
víkurbæjar.
Skipulagsnefnd hefir látið
semja bælding um byggingar-
mál Reykjavíkur og skipulags-
mál og verður bæklingi þessum
útbýtt á skipulagsmálaráðstefn-
unni í Stokkhólmi í næsta mán-
uði.
Bæklingurinn er á ensku,
saminn af Herði Bjarnasyni,
fyrir liönd nefndarinanr. Upp-
lagið verður um 1500 eintök, en
fulltrúar á þessari skipulags-
málaráðstefnu yerða væntan-
lega um þúsund að tölu. Verða
svipaðir bæklingar, um skipu-
lags- og byggingamál annara
höfuðborga Norðurlanda, lagðir
fram á ráðstefnunni.
BRETAR HAFA FYRIRGERT
0LLUM RÉTTINDUM f KÍNA,
.. . , /: *“
- * -vív* -
vegna stuðningsins við Chang Kai-Chek, segir
Sugiyama herforingi Jap-
ana í Norður-Kína.
Hazm býður þó Bretum upp á samvinnu.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, í morgun.
Eftir seinustu fregnum að dæma eru Japanir
jafngallharðir og fyrr í kröfum sínum gagn-
vart Bretum, en í gær síðdegis þóttust menn
sjá þess merki, að þeir væru farnir að linast í afstöðu
sinni.
Fregn frá Shanghai í morgun hermir, að hálfopin-
berar japanskar fregnir frá Peiping greini frá því að
Sugiyama hershöfðingi, yfirforingi japanska hersins í
Norður-Kína, hafi lýst yfir því, að Bretar hafi fyrirgert
öllum sínum forréttindum í Kína, vegna þeirrar stefnu
sinnar, að styðja Chiang Kai-shek eftir því sem þeim
var auðið, án þess að fara sjálfir út í styrjöld.
Japanir, sagði Sugiyama, herforingi, ætla
sér alls ekki að leggja undir sig forréttinda-
svæðin þegar í stað, en munu vera einbeittir
og ákveðnir í framkomu sinni gagnvart Bret-
5 um, uns þeir viðurkenna hið nýja viðhorf í
: Kína og taka ákvörðun um, að hefja sam-
vinnu við Japani um hið nýja skipulag og að
frainfylgja ÍÖgum og reglum í Austur-Asíu.
.. Fregnir frá Tientsin í gærkveldi hermdu, að Japanir
hefði leitt 225 volta rafrnagnsstráúm gegnum gaddavír-
inn, er strengdur hefir vérið um forréttindasvæði Breta
og Frakka. Gaddávírsgirðingarnar eru 30 enskar mílur
á Iengd.
Horfurnar vegna Tientsindeilunnar hafa dregið úr kauphall-
arviðskiftum og' verðlag hefir lækkað á vissum verðbréfum og
ekki náð sér upp aftur. Sveigði enn í þessa átt í gær. í gær varð
ljóst, að breska stjórnin vill reyna til þrautar að jafna deiluna
friðsamlega, en er jafnframt búin undir að láta hart mæta
börðu, ef Japanir láta ekki undan, en þess þóttust ýmsir sjá
merki í gær. Japanir virðast ekki hafa lagt neinn trúnað á það,
að Bretar myndi beita viðskiftalegum þvingunarráðstöfunum,
né nota aðstoð flota síns í Austur-Asíu til þess að rétta hlut
breskra manna í Tientsin, sem áfram hafa sætt hinum hrak-
smánarlegustu meðferð af Japönum. Breska stjórnin gerði ráð-
stafanir til þess í gær að japönsku stjórninni jnrði gert alveg
ljóst, að Bretum væri rammasta alvara, — þeir myndi grípa
til alvarlegra meðala, ef annað dygði ekki. Sendiherrann í Tokio
talaði við Arita og Halifax við sendiherra Japana í London.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum ætlar breska stjórnin
enn að bíða átekta í von um, að japanska stjórnin skilji, að
Bretland býr sig undir að vernda hagsmuni sína og þegna, og
muni Japanir þess vegna slaka á kröfum sínum. Ef Japan
Iætur ekki undan er þegar ákveðið hvað gert verður. Bresk
herskip í Austur-Asíu bíða reiðubúin til þess að grípa inn í
deiluna ef fyrirskipun kemur. /NRP—FB, fregn).
Breski flugMtiiriiiii
Connemara, gereyði-
lagðist af eldi í gær.
liaiiia var ætlaður til flugfcrða
yfir VOantsliaf.
EINKASIÍEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Flugbátur Imperial Airways, Connemara, ætlaður til
flugferða um Atlantshaf, eyðilagðist af eldi í gærkveldi.
í símfregn frá Tythe í Hampshire segir svo:
Flugbáturinn Connemara, sem er 24 smálestir að
stærð, og nota átti í hinum fyrirhuguðu flugferðum
Imperial Airways yfir Atlantshaf, eyðilagðist af völd-
um elds í gærkveldi, er verið var að fylla bensíngeym-
ana. Lá flugbáturinn við olíuflutningabát og var verið
að dæla bensíninu í geyma flugbátsins er sprenging
varð í vélarúmi flutningabátsins. Breiddist eldurinn
örhratt út og kviknaði þegar í flugbátnum og gereyði-
lagðist hann af eldinum á tíu mínútum. Einn maður
brendist hættulega en annars er saknað. *'
United Press.
Bandaríkin. Þetta virðast Japan-
ir óttast og hafa endurtekið yf-
irlýsingar um, að banninu í Ti-
entsin sé beint gegn Bretum
einum. Itölsk og þýsk blöð
segja, að viðskiftalegar refsiað-
gerðir hafi verið reyndar í Abes-
siníustríðinu og allir viti hver
árangurinn hafi orðið.
TIENTSIN og SAMKOMU-
L AGSUMLEIT ANIRN AR
í MOSKVA.
Að svo stöddu verður ekki
með neinni vissu sagt, hver á-
hrif Tientsindeilan hefir á sam-
komulagsumleitanirnar við
Rússa. Sumir ætla, að deilan
muni flýta fyrir þeim, þar sem
Bretar verði tilleiðanlegri að
ganga að kröfum Rússa, aðrir.
að deilan muni tef ja fyrir þeim.
Engir umræðufundir fóru fram
í Moskva í gær og í fyrradag,
og bíður Strang fyrirskipana
frá London.
United Press.
Sameining Þýska-
lands og Danzig.
London í ffiorguif.’
Einkaskeyti til Vísis^
Þýsk blöð gera mjög að um-
taslefni ræðú þá, sem dr. Göb-
bels flutti í Danzig s.l. laugar-
dag, en í henni livatti hann
Þjóðverja í Danzig til þess að
halda fast á kröfum sínum. —
Þýsku blöðin gefa í skyn. að
Þjóðverjar í Danzig muni herða
sóknina og stofna til almennrar
atkvæðagreiðslu í fríríkinu. —
Deutsche Allgemeine Zeitung
segir, að allir viðurkenni, að
Danzig sé þýsk borg og þar sé
þýsk menning rikjandi. Annað
blað segir, að hinir 400.000
Þjóðverjar, sem búi i Danzig,
muni fyrr en varir sameinast 80
miljónum þjóðverskra manna,
sem byggja Stór-Þýskaland.
United Press.
Þýsk og ítölsk blöð halda á-
fram að ræða um það, að Bret-
ar hafi orðið fyrir hinum mestu
móðgunum, en Parísar og
Lundúnablöðin þykjast sjá þess
merki, að Japanir sé komnir á
undanhald og marka það meðal
annars af því, að tvö bresk skip
hafa farið upp ána hjá Tient-
sin, án þess þau væri stöðvuð.
Chamberlain gaf yfirlýsingu í
þinginu í gær um það hvað gerst
hafði og kvað bresku stjómina
staðráðna í því, að sjá um að
breskir þegnar í Tientsin fengi
nóg matvæli. Japanir, sagði
hann, hefði aukið kröfurnar frá
því er þeir heimtuðu Kínverjana
4 framselda og kvað Chamber-
lain bresku stjórnina gera sér
að fullu ljóst, hver áhrif það
hefði, að því er snertir önnur
forréttindasvæði í Kína, ef Jap-
anir hefði sitt fram þarna.
Breska stjómin væri í stöðugu
sambandi við Frakkland og
Hér ritar Elisabelli Englandsdrotning nafn sitt í hina gullnu bók í ráðhúsinu í MonlreaL
Georg konungur borfii' á á meðan, en hjá þeim stendur borgarstjórinn í Montreal, Camillieni
Houde. Þegar þessum skrifum var lokið urðu konungshjónin að heilsa 160 — huridrað og.
sextíu — embættismönnum með handabandi.