Vísir - 21.06.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 21.06.1939, Blaðsíða 4
.VÍSIR Miðvikudaginn 2IV júttí 1939.' ÍÞROTTASIÐA VISIS Beromál. Framlierjar Vaís hafa löng- um jx)tt veikasta lilið liðsins en nú virðist þetta vera að la«- ast, því á afmæliskappieíknum við K.R. sýndu þeir festu og flýti upp við mark K.R.-inga og notuðu þeir vel þau tækifæri er gáfust. • Yfirleitt verður ekki annað sagt en að Valur sé’nú sterkasta knattspyrnufélagið hér á landi, enda hafa þeir Valsungar æft vel og notið tilsagnar erlendra þjálfara lengur en nokkurt ann- að félag hér. Er óhætt að segja að þeir beri nú af öðrum knatt- spyrnumönnum bæði með tækni og úthald. • Á afmæliskappleik Iv.R. við Val heyrðist eftirfarandi samtal í stúkunni: „Steini er ómögulegur í kvöld og hefir reyndar verið það í alt vor. Hann er orðinn altof gamall og ætti helst að hætta eða hvað finst þér?“ „Já, vitanlega er liann of gamall, enda orðinn svo seinn að hann missir flesta bolta. Hann á lielst heima á Elliheim- ilinu.“ Meira skal ekki haft eftir af þessu uppbyggjandi samtali • En hvað er Steini svo gamall ? Eg veit að hann er ekki eldri en 31 iárs og verður það vart talinn hár aldur fyrir knattspyrnu- menn, t. d. er hinn víðfrægi danski knattspyrnumaður Pauli Jörgensen, einum 4—5 árum eldri og fjöldinn af þeim knatt- spyrnumönnum Englendinga, sem atvinnumenn teljast, eru um og yfir þrítugt. • Er þá Steini „útbrunninn“ ? Nei, svo tel eg ekki vera, en liann vantar æfingu og það sama má segja bæði um Hans Kragh og Sigurjón Jónsson. Þessir menn liafa enn tækni og getu til að vera með okkar bestu knattspyrnumönnum, en þeir verða að láta sér skiljast. að með aldrinum þurfa þeir meiri æfingu en þeir ungu og verða því að leggja meira á sig. • Vonandi sýna Jæssir ágætu knattspyrnumenn að þeir taki íþrótt sína svo alvarlega það sem eftir er af sumrinu, að slík samtöl, sem að ofan greinir, þurfi ekki að heyrast framar. • Forseta í. S. I. Ben. G. Waage hefir undanfarið verið sýndur margvíslegur sómi og velvild af dönskum íþróttamönnum og frömuðum í tilefni af 50 ára af- mæli þans. Er það gleðilegt fyr- ir hann að finna vinarþel og skilning þessara manna á starfi hans fyrir íslenskar íþróttir. En kunnum við, landar hans. að meta hið mikla og óeigin-^ gjarna starf hans við íþróttir þjóðarinnar? Eg Ieyfi mér að ef- ast um að svo sé. Það er vanþakklátt starf, að standa í fylkingarbrjósti íþróttahreyfingarinnar hér og fáir, sem ekki þekkja til þess, munu skilja hve mikið starf það er, sem þeir menn inna af hendi fyrir þjóðfélagið. Þetta ættu íþróttamenn okk- ar að hafa í íhuga áður en þeir ráðast að þessum mönnum með vanþakklæti og skönnnum, eins og oft vill verða. Þ—24. Eftir kappleik K. R. við I. C. Isl. Corinthians mun eflausl vera víðkunnasti knattspyrnu- flokkurinn, sém heimsótt hefir land okkar og munu því margir hafa búist við að þeir mundu sigra með taísverðum yfirburð- um þegar í fyrsta leik sínum hér. En það fór á annan veg, eins og kunnugt er. K. R.-ingar stóðu sig eins og hetjur og áttu fyllilega jafntefli slcilið og jafn- vel betur. Nú spyrja margir: „Er flokk- ur þess raunverulega eins góður og af hefir verið látið?“ Eða liafa knattspymumenn okkar tekið svo miklum framförum, að þetta sé réttur mælikvarði á styrldeik þeirra? Álit mitt er það, að I. C. séu ekki hér með sitt sterkasta lið, enda að eins fjórir með þeim hér úr flokki þeim, er fór um- hverfis hnöttinn í fyrra. Geri eg ráð fyrir að forráðamenn I. C. hafi ekki haft svo mikið álit á knattspyi-numönnum okkar, að þeim fyndist ástæða til að senda úrvalslið sitt liingað. En eg efast ekki um að I. C. eigi eftir að sækja sig betur og sýna knatlspymumönnum okk- ar í tvo heimana áður en lýkur. Þó geri eg ráð fyrir að Valur vinni sinn leik við þá. Fram- herjar eru fljótir og ættu að geta komist inn fyrir vörn I. C., sem virðist vera þeirra veikasta hlið. —o— Ekki verður neinu spáð um úrslit hinna leikjanna. úrvals- liðið, sem leika á við þá í kvöld, mjög einkennilega skipað og jaínvel „götótt“ og er það sér- staklega framlínan, sem menn undrast yfir-. Vörnin er góð, þó margir undrist yfir að Anton skuli ekki vera i marki, hann hefir sýnt það í sumar að hann er fyrsta flokks markmaður. Aftur á móti hefir Hermann ekkert sýnt í sumar, sem rétt- lætir það, að hann skuli skipað- ur í úrvalsliðið, enda ekkert á liann reynt og hefir hann þar af leiðandi ekki haft tækifæri til að sýna getu sína. En er hún sú sama og undanfarin ár? Forráðanienn í knattspyrnu- málum verða að hætta að skipa úrvalslið okkar eftir föstum venjum og skipa það mönnum, „sem einu sinni voru góðir“. T. d. virðist ekkert réttlæta það, að. Þorsteinn Einarsson skuli enn vera settur sem miðframlierji í úrvalslið og það síst eftir kapp- leikinn í fyrrakvöld. —o— Danska útvarpið sýnir Fram þá kurteisi, að útvarpa leiknum, sem fram fer í Rönne á Borg- undarhólmi á morgun. Væri ekki hægt að endurvarpa þeim leik hér? því að það virðist ekki mundu fara í bág við venjulega dagskrá og yrði líka vel þegið um land alt, þar sem áhugi fyrir knattspyrnunni ér orðinn mjög mikill. Þ—24. í bardaga sem fór fram 2. þ. m. í New York í Yanlcee Stad- ion, sigraði Lou Nova Max Baer i teknisku „k.o.“ i 11. lotu. Þá stöðvaði dómarinn bardagann. Strax í annari lotu fékk Baer mikið högg á munninn og blæddi eftir það óstöðvandi. Myndin hér að ofan er af Nova. Hann berst við Joe Louis í september n.k. um heimsmeistaratitilinn. Ég: gaf Itardagaiin og* þar nieð lieini^ineiitarntigfniiia. Þetta segir Jack Johnson, fyrsti blökkumaðurinn, sem varð heimsmeistari í þyngsta flokki. Hann varð það með því að sigra Tommy Burns fyrir 30 árum á tekn. k.o. í 14. lotu. Bar- daginn fór fram í Sydney í Ástralíu—fékst ekki háður í Ame- ríku. Bandaríkjamenn urðu afargramir, þegar þeim bárust þessar fregnir, að svertingi væri orðinn heimsmeistari. Johnson hélt síðan tigninni þar til 1915. Þá sigraði Jesse Willard hann í Havana á Kúba í 26. lotu. Almenningur hefir jafnan verið þeirrar skoðunar, að Johnson hafi eiginlega gefið bardagann, en Willard og þeir, sem sáu um hann, mótmælt. — Grein sú, sem hér fer á eftir, er skrifuð af Johnson sjálfum: Áður en eg barðist við Will- ard var eg eftirlýstur í Ameríku fyrir livíta þrælasölu og aðrar yfirsjónir. Eg bjó þá í Evrópu, en langaði heim til ættingjanna. Jack Curley, sem enn sér um hnefaleika. og glímumót, und- irbjó bardaga milli okkar Will- ards í Havana á Kuba. Menn töldu úrslit bardagans fyrir- fram ákveðin og eg staðfesti það. Það var gefið í skyn við mig, að ef eg léti Willard bera sigur úr býtum, myndi eg ekki verða ofsóttur og þeir sem væru mest á móti mér hefðu aðstöðu til að láta stinga kærunum á mig und- ir stól. Eg myndi þá geta farið í heimsókn til fjölskyldu minn- ar. Það var alls ekki auðvelt að taka ákvörðun í málinu. Eg átti að „gefa“ heimsmeistaratitil minn, sem eg liafði barist fyrir að vinna i mörg ár og hafði auk þess fært mér mikinn heiður og auðæfi. Eg átti það á hættu að verða talinn hugleysingi og að verða lítilsvirtur af vinum mín- um. Á móti þessu var það, að mega koma aftur til Ameríku og losna við allar ákærur mér á hendur. Það voru teknár fullnaðar- ákvarðanir um bardagann, þeg- ar Jack Curley kom til fundar við mig í London. Willard liafði orðið fyrir valinu í leitinni að nýrri „hvítri von“. Leitinni var hætt þegar Willard sigraði, en hún hafði bakað mér mikla ör- vilnan og erfiðleika, vegna þess að eg var ofsóttur jafnframt. Þegar Curley kom til London spurði hann mig, hvort mér væri alvara að berjast við Will- ard. Eg svaraði, að auðvitað væri mér alvara og að það yrði ekki erfiðleilcum bundið að ná samningum við mig. Næsta dag snæddum við árdegisverð sam- an og var samtal okkar þá op- inskárra um málið. Eg bað Curley um að leysa frá skjóð- unni. Við vorum gamlir kunningjar , og Curley hafði ávalt reynst mér sem besti bróðír. Hann sagði mér blátt áfram, að ef eg féllist á að tapa tigninni, gæti eg þegar farið til Ameriku sem ( frjáls maður. Eg gæti stofnað verslun, eignast nýja vini og hitt þá gömlu. Þetta var að vísu freistandi, en það sem mest i hafði lálirif var vonin um að eg fengi að sjá móður. mína aftur. Curley kvaðst vera í félagi með tveim öðrum mönnum, en uppreistarforinginn Pancho Villa ætlaði að leggja frain fé, svo að liægt væri að halda bar- dagann. Villa réði þá Norður- Mexikó. | Þegar Curley fór frá London eftir viku vorum við orðnir á eitt sáttir. A. m. k. hafði eg lof- að að tapa, gegn ]>vi að mega fara allra minna ferða í Ame- ríku. Hann féklc mér peninga fyrir ferðinni til Mexikó. Þegar við Curley hittumst í Havana sagði hann mér að fé- lagar hans hefði búið alt undir komu mina til Bandaríkjanna, ef eg tapaði. En fyrst yrði eg að sýna kvikmynd af bardaganum í Suður-Ameríku og Evrópu. Eg sagði ekki konunni minni, að eg myndi tapa, fyrri en fá- : einum mínútum áður en bar- l daginn átli að liefjast. Curley hafði borgað mér dálítið fyrir- fram og þá peninga geymdi eg lieima, en fjórir leynilögreglu- þjónar gættu hússins. Eg sagði konunni minni að horfa á bardagann, að eg ætti von á meiri peningum fyrir hann og að eg ætlaði ekki að lúta í lægra lialdi, fyrri en eg væri viss um að þeir peningar yrði greiddir. Orsökin fyrir þvi, hversu bardaginn dróst, var sú, að það tók svo langan tíma að reikna út minn liluta af fénu, sem inn kom fyrir miðana. En konan mín átti að gefa mér merki, þegar henni hefðu verið greiddir peningamir og fara heim við svo búið. Það hafði verið ákveðið að bardaganum lyki í 10. lotu, en þegar að lienni kom, hólaði ekkert á peningunum. Það var ekki fyrri en í 25. lotu að þeir komu. Eg liafði gefið skipun um að þeir væru í 500 dollara seðlum, svo að auðveldara væri að telja þá. Þegar konan mín hafði talið þá, gaf hún mér merkið og fór. 1 26. lotu lét eg bardagann enda, eins og hann gerði. Eg var leiður yfir að tapa meistara- tigninni en ekki yfir því, að annar hafði unnið bana. Eg var raunverulega feginn yfir því, að þessu öllu væri lokið og eg gæti farið aftur til að heimsækja vini mína, og fyrst og fremst móður mína. Síðan segir Johnson frá því, að revnt hafi verið að svíkja hann, hvað viðkom kvikmynd- inni af bardaganum. Þegar hann fór til Evrópu var honum sagt að hún væri ekki tilbúin, en kæmi með næsta skipi. Filmur komu með þvi skipi, en engin mynd hafði verið tekin á þær. Svo fór þó að lokum að John- son náði kvikmyndinni í Lon- don og seldi einkarétt til að sýna hana til Ástralíu, Evrópu og S.:Ameríku. Smifl. Á alþjóðasundmóti, sem liald- ið var í Liege i Belgíu fyrir skemstu, náðust m. a. þessi af- rek. 200 m. bringusund: Heina, Þýskal. 2:42.4 min. Fabian, Ungv.l. 2:51.4 mín. Cartonnet, Frakkl. 2:51.4 mín. 200 m. frjáls aðferð. Körösy, Ungv. 2:21.0. iSchröder, I>ýskal. 2:23.6. I sundknattleik miUi Ung- verjalands og Vestur-Þýska- lands fóru svo leikar að Ung- verjar unnu með 5:2 eftir fram- lengdan leik. Knattspyrna. Knattspyrnulið frn Jótlandi kepti þ. 7. júní í Osló og sigraði með 2:1. 1 hálfleik böfðu Jótar gert eilt mark en Norðmenn ekkert. Millilandakappleikurinn milh Póllands og Sviss i Varsjá, sem fór fram í byrjun þessai mánað- aar, lauk með jafntefli, 1:1. ítalir beimsóttu Ungverja í Budapest fyrir skemstu og líeplu við þá í knattspyrnu. Ital- ir sigruðu með 3:1, höfðu 1:0 í hálfleik. ERLENDAR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Heimsmet. I vikunni sem leið setti Taisto Máki, finski hlaupagarpurinn, nýtt heimsmet í 5000 m. lilaupi. Hann rann skeiðið á 14:08.8 m., en gamla metið átti Lehtinen, 14:17.0. Hefir Máki þvi lækkað það um livorki meira né nimna en 8.2 sek. Wooderson tapaði. Allur iþróttaheimurinn beið þess með eftirvæntingu að þeir reyndu með sér Englendingur- inn Sydney Wooderson og Bandaríkjamaðurinn Glen Cunningbam í einu miklu hlaupi. „Uppgjörið“ fór fram á sunnudag, en þannig fór, að hvorki Wooderson né Cunning- ham báru sigur úr býtum, held- ur Chuck Fenzke. Hann liljóp míluna á 4:11.0 mín. Wooder- son varð næstsíðastur. Frjálsar íþróttir. Þ. 8. þ. m. var haldið mót í frjiálsum íþróttum og náðust þar þessi afrek helst: Langstökk: Simola, 7.15 m. 5 km. hlaup: Pekuri. 14:25.6. mín., Kuzocinski (Pólland) 14:29.8. 1500 m. hlaup: Sarkama. 3:53.5 mín. Spjótkast: Járvinen, 74.79 m. Hástökk: Kalima, 1.93 m. 400 m. grindahlaup: Stor- skrubb,54.3 sek. Ungur franskur hlaupari, Brisson að nafni, setti nýlega franskt met í 110 m. grinda- hlaupi á 14.7 sek. Íþróttasíðan hefir áður sagt frá því, að Wooderson hafi sett nýtt heimsmet á % enskrar mílu, á 2:59.5 mín. Þetta hlaup — 1206. 75. m. er sjaldan hlaupið, en heimsmetið í því hefir farið þannig lækk- andi: 1895: Coneff, Bandar. 3:02.8. 1932: Lovelock, N.-S. 3:02.2. 1933: Ladoumegue, Frakklandi, 3:00.6. 1937: Mostert, Belgíu, 3:00.4. 1938: Rideout, Bandar., 3:00.2. -—o— Af afrekum ungverskra íþróttamanna má nefna: 800 m: Istenes, 1:56.6 mín. 1500 m: Iglöi, 3:58.8 mín. 5 km: Szabo, 14:57.4 mín. Kringla: Ivulitzi, 47.49 m. Spjót: Varszeghi, 68.05 m. Kúla: Daranyi, 14.90 m. Stangarstökk: Zsurfka, 3.80 m. Umbæturnar á íþróttavellinum. Það mátti heyra það mjög al- ment suður á Iþróttavelli á mánud.lcvöldið, að menn voru mjög ánægðir með endurbætur þær, sem verið er að gera á á- horfendasvæðinu austanmegin vallarins. Menn nutu betur leiksins og fóru því ánægðari lieim en áður. Ber að þakka vallarstjórninni hve vel og fljótt hún brást við tilmælum Iþrótta- síðunnar og vonandi sér liún sér fært að koma upp pöllum umliverfis alt iþróttasvæðið smám saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.