Vísir - 21.06.1939, Qupperneq 6
VÍSIR
Miðvikndaginn 21. júní 1939.
6
NORMA SHEARER,
sem oft liefir verið kölluð
„kvikmyndadrotningin", vegna
þess hversu framkoma hennar
er virðuleg og fáguð. Norma
Shearer er skautakona góð og
hefir mikið gaman af að renna
sér á svellinu Mynd jjessi var
tekin í Idaho-fylki, þar sem hún
var sér til hressingar.
að Gyðingum. Voni þau að
sjálfsögðu að þýskri fyrirmynd,
en livergi eins langt gengið eins
og í þýskum lögum um svipað
efni. M. a. var tilgangurinn með
lögunum, að koma i veg fyrir,
að Gyðingar eða menn, sem
Gyðingablóð var i, gæti farið
með mikilvæg emhætti i land-
inu. En þetta kom Bela Imredy
í koll, því að það sannaðist, að
langafi lians sjálfs í móðurætt
var Gyðingur og varð Imredy
að biðjast láusnar. Og hefir ver- j
ið liljótt um liann síðan.
FARIA EGIPTALANDSDROTNING
er talin með fegurstu drotningum heims. Mynd þessi var tekin
er drotningin fór í Konunglegu óperuna í Cairo, ásamt mág-
konum sínum prinsessunum Fawzia og Faiza — Fawzia er nú
gift krónprinsinum af Persíu.
HANN VILDI VERÐA KVIKMYNDALEIKARI —
og strauk frá Mexico til Hollywod, en þar sannfærði kvik-
jnyndasijarnan Dolores del Rio hann um, að best væri að fara
Sfaeim aftur.
DR. HEINRICH WEISS,
fyrv. yfirprestur Gyðinga í
Neðra-Austurríki, grét af gleði,
er hann steig í land í New York.
365. MORTE KEMUR.
Hrói og Litli-Jón sitja í heiÓurs-
sætum í sérstakri stúku. — Jæja,
þá erum við komnir hingað, segir.
Hrói.
Morte kemur riðandi inn á leik-
vanginn í allri sinni dýrð og varð-
menn umhverfis hann.
— Þarna sitja þá gestir minir, sem
æsa fólkið. Eg skal svei mér kenna
þeim ....
— Þeir voru ekkert sérlega hýrir
ásýndum. Látið leikana hefjast.
Síðan töknm við til starfa-.
NYLENDUKROFUR ÞJOÐVERJA.
Fyrir nokkuru efndu Þjóðverjar til ráðstefnu í Vínarborg til þess að herða á kröfunum um end-
orheimtu nýlendna sinna, en forvígismaður Þjóðverja á þessu sviði er Ritter von Epp hershöfðingi.
Hefir hann barist ótrauðlega fyrir því að nýlendunum verði skilað aftur. Á myndinni sést lieiðurs-
yöröur gamalla nýlenduliermanna. Eru þeir í einkennisbúningum þeim, sem þeir notuðu, er þeir
yoru í nýlendum Þjóðverja i Afríku. Maðurinn í ljósa frakkanum er von Epp, en liann var yfir-
faershöfðingi nýlenduhers Þjóðverja í Afriku á óíriðarárunum.
FRITZ ÍíUHN,
leiðtogi þýskra nazista í U. S. A.
lvuhn var handtekinn fyrir
nokkuru og sakaður um fjár-
svik.
| HRÓI HÖTTUR og menn hans.
\
— Sögur í myndum fyrir börn.
DR. RELA IMREDY
fyrrverandi forsætisráðherra í
Ungverjalandi hóf þar harða at-
rennu að Gyðingum og það var
hann, sem fyrstur ráðherra
lagði frani lög til þess að þjarma
SalMUMAÐURINN.
á morgun. Eg hefi ekki sagt neinum frá
r ^þessu. Og nú kemur leyndarmál leyndar-
málsins — og þú mátt ekki segja nokkurri
lifándi manneskju frá því, sem eg nú segi
t>ér, ög vertu nú viss um að rífa hréfið í
dgnar smáar tætlur. Eg ætla ekki að kalla
inig Margot Standing — heldur eitthvað
annað. Eg ætla ekki að láta Egbert Stand-
tng eða Hale eða neinn annan vita livert
&g fer eða hvað um mig verður. Eg ætla
sað kalla mig Ester Brandon. Finst þér það
^ekkl fyrirtaks nafn —- og rómantískt? Eg
hjó það ekki til — eg fann það. Eg var
að leita til þess að reyna að hafa uppi á
Iþessnm skírteinum, sem eru að gera alla
brjálaða, eða eitthvað um móður mína. Eg
var að leita í gömlu kofforti uppi á hana-
bjálka. Eg mundi efíir þessu gamla koff-
<orti, þvi að þarna var geymt sitthvað eftir
•móður mína. Og eitt sinn, er eg spurði
pabba, hvort eg mætti hafa það, sem þar
•væri, varð pabbi æfur af reiði og sagði nei
á þann hátt, að eg varð dauðhrædd. Og frú
Beauschamp sagði, að um þetta mætti eg
ekki spyrja. Nú rifjaðist þetla alt upp og
eg fór að leita. Mér flaug þess vegna í hug
að leita. En þarna var ekkert að sjá nema
kjóla — hræðilega gamaldags, með blúnd-
um og gríðarstórum púffermum. Og þeir
voru svo þröngir, að eg veit ekki livernig
stúlkurnar hafa getað dregið andann. En á
botninum var gamalt, grænt skrín. Á þvivoru
stafirnir M. E. B. með gullnu letri. Eg varð
afskaplega forvitin — en það var óþarft —
því skrínið var tómt. Það var ekkert í því,
nema samanvafinn miði, og á honum stóð
Ester Brandon, og sýndist mér miðinn hafa
verið undirskrift bréfs, sem liafði verið
rifið. Mér fanst þetta vera fagurt og róm-
antískt nafn og eg held, að það hljóti að
hafa verið nafn móður minnar, vegna þess
að stafirnir M. E. B. voru á skríninu og gæti
það hafa verið Miss Ester Brandon. Þetta
var fyrirtaks nafn, fanst mér, til þess að
nota, er eg færi að vinna fyrir mér upp á
eigin spýtur. En þú mátt ekki segja nein-
um frá þessu og mundu að rifa bréfið —
í smá agnir — ekki í stóra lappa, eins og
fólkið í leynilögreglusögunum og bíómynd-
unuin, og sVo koma leynilögregluþjónar og
líma þá saman, og svo kemst alt ráðabrugg
upp.“
Þegar ungfrú Standing liafði lokið við að
skrifa bréf sitt, liorfði liún löngunaraugum í
áttina til tómrar konfektöskjunnar og reilc-
aði eins og í draumi inn í setustofuna. Frændi
liennar, Egbert Standing, var þar, en hún
hafði ekki átt von á honum þar. Ef hún hefði
ekki búist við langri leiðindastund, hefði hún
kannske dregið sig í hlé, án þess að. gera
vart við sig, en nú ályktaði hún sem svo, að
það væri kannslce skárra að hafa Egbert til
þess að tala við en engan — og kannske liafði
það vakið forvitni liennar, að liann hafði stig-
ið upp á einn stólinn og horfði á eitt mál-
verkið athugunaraugum.
Hann sneri sér við, er hann heyrði til hennar,
en steig ekki niður af stólnum.
„Þétta er ekki frekar málverk eftir Turner
cn — “
„Yið hvað áttu?“
„Þetta málverk,“ sagði liann og hlö hrana-
lega. „Svanir frænda míns reyndust gæsir. Hann
keypti það háu verði — en skorti þekkingu. Eg
liefði getað sagt honum þegar í upphafi, að
þetta væri ekki Tumer-málverk.“
„Það er hræðilega ljótt, hver svo sem hefir
málað það.“
„Ljótt! Hver mundi fást um það, ef það væri
eftir Turner mundi það vera virði þúsunda ster-
iingspunda. En það er ekki eftir Turner og ekki
Airði 1000 skildinga.“
„Herra trúr, Egbert — skiftir það nokkuru.
Þú færð nóga peninga alt að einu.“
„Hver er að tala um peninga. Auk þess — “
„Þú hlýtur að fá mjög mikið. Hvernig held-
urðu, að þér gangi að eyða þeim?“
Egbert var diálítið skrítinn á svip.
„Enginn hefir of mikið fé,“ sagði hann. „Og
svo verður kannske ekki eins mikið af því og
þú heldur, þegar búið er að greiða erfðaskatt
og önnUr lögboðin gjöld.“
„Þú ert nú nokkuð viss um, að þú fáir allan
auðinn,“ sagði Margot. — En ef eg hefði nú
fundið erfðaskrá — eða eitthvað af Jæssum