Vísir - 21.06.1939, Síða 7
*
Miðvikudaginn 21. júní 1939.
VISIR
S t j ó r n Eimskipafélagsins
felur framkvæmdastjóra
að undirrita samninga
um smíði hins nýja skips.
Ríkisstjórnin hefir heitið stuðningi
á Alþingi, þannig að félagið verði
styrkt til rekstursins.
Eins og mönnum er kunnugt, hefir stjorn Eimskipafélags
íslands h. f. undirbúið byggingu nýs og glæsilegs skips til milli-
landasiglinga, en til skamms tíma hefir nokkur vafi leikið á
því, hvenær unt yrði að ráðast í byggingu skipsins. Mál þetta
hefir nú verið leyst á heppilegan hátt, með því að ríkisstjórnin
hefir brugðist vel við og heitið félaginu stuðningi sínum.
Eftirfarandi bréf barst Vísi í gærkveldi frá framkvæmda-
stjóra Eimskipafélagsins, sem skýrir málið til fullnustu.
Með bréfi voru lil yðar, dags.
25. nóv. síðastl., var yður til-
kynt til birtingar í blaði yðar að
Eimskipafélag Islands hefði
leitað tilboða erlendra skipa-
smíðastöðva um smíði farþega-
og farmskips lianda félaginu,
sem skyldi vera mildu stærra
og hraðskreiðara en þau skip,
sem nú eru í förum milli Is-
lands og útlanda. Niðurstaða
útboðsins var sú, að af 25 skipa-
smíðastöðvum í 8 löndum, sem
leitað var tilboða hjá, fengust
8 tilboð frá 3 löndum (Stóra-
Bretlandi, Ilollandi og Dan-
mörku). Lang hagkvæmasta
tilboðið var frá skipasmíðastöð
A/S. Burmeister & Wain og var
það £: 168-400-0-0. Eftir að til-
boðin voru komin fór fram-
kvæmdastjóri félagsins til út-
landa í byrjun febr. síðastl. fil
nánari samningsumleitana og
lánsútvegana. Dvaldi liann í
þeim erindum nokkurn tíma í
Englandi, Hollandi og Dan-
mörku. Varð niðurstaðan af
störfum hans í ferðinni að hag-
kvæmast væri að semja við
A/S. Burmeister & Wain um
smiði skipsins, hæði að þvi er
snerti verð og borgunarskil-
mála.
Eftir heimkomu fram-
kvæmdastjóra, sneri félags-
stjórnin sér á ný lil atvinnu-
málajráðuneytisins uin málið,
og' hefir ráðuneytið með bréfi,
dags. í dag, lieitið félaginu ^því,
að styðja að þvi við Alþingi,
að félagið fái styrk til reksturs
skipsins, annaðlivort sem fjár-
slyrk á fjárlögum, sem svari
rúmlega ríkissjóðsgjöldum af
skipinu, eða sem gjaldfrelsi
fvrir skipið umgreiðslur gjalda
í ríkissjóð. Telur félagsstjórn-
in, að ekki muni verða teljandi
meiri reksturslialli á skipinu
en nemur áætluðum gjöldum
til ríkissjóðs. Auk þess hefir
liafnarreglugjörð Reykjavíkur
verið, samkvæmt tilmælum fé-
lags vors, hreytt á þá leið, að
liafnargjöld skipsins í Reykja-
vík lækka um hér um bil 20
þús. kr. á ári frá því, sem á-
ætlað var.
Greiðsluskilmálar A/S. Bur-
meister & Wain eru þannig, að
gréiða skal 30% af skipsverð-
inu meðan á smíði stendur.
Hefir framkvæmdastjóri í ut-
ainför sinni útveg>að félaginu
afborgunarlaust reikningslán
hjá Hambrosbanka í London
með 5% ársvöxtum, að upp-
hæð £: 50.000-0-0, sem varið
verður til greiðslu téðra 30%
af skipsverðinu. Eftirstöðvar
lcaupverðsins, 70%, skal greiða
A/S. Burmeister & Wain á tíu
árum, talið frá afhending
skipsins, sem gert er ráð fyrir
að verði í mars/apríl 1941.
Skal fyrstu 4 árin afborga ár-
lega 5% af skipsverðinu, 5. og
6. árið 6%, 7. árið 8% og síð-
ustu 3 árin 10%. Ársvextir
skulu vera 5%.
6 Á þeim grundvelli, sem nú
hefir verið lýst, liefir félags-
stjórnin samþykt að taka til-
boði A/S. Burmeister & Wain
um smíði skipsins, og falið
frámkvæmdastjóra félagsins
að undirrita héraðlútandi
samning.
Lýsing á fyrirhugiiðu
farþegaskipi.
Stærð skipsúns á að verða
sem hér segir: Lengd 342 fet
á þilfari, en lengd í dýpstu sjó-
linu (b. p. p.) 320 fet, breidd
46% fet, dýpt 27 fet og djúp-
rista þess 16 fet og 10 þuml.
Til samanburðar má geta þess,
að „GulIfoss“ og „Goðafoss“
eru 230 fet að lengd, en „Brú-
arfoss“ og „Dettifoss" 237 fet.
Skipið verður mólorskip með
einni vél, 12 cylindra, með 5800
hestöflum.
Hraði skipsins í reynsluför
með fullfermi af stykkjavöru
(% dw) á að verða \TV-z mila
á vöku. Með þessari stærð
skipsins og liraða í reynsluför,
er gengið út frá að meðalsigl-
ingahraði þess á hafi geti orð-
ið rúmlega 16 mílur á vöku.
Verður skipið þá rúma 2 sól-
arhringa milli Re^dcjavíkur og
Leith, rúman lVa sólarhring
milli Leith og Kaupmanna-
hafnar, en beina leið milli
Reykjavíkur og' Kaupmanna-
liafnar rúmlega 3 sólarhringa.
Ferð milli Reykjavíkur og ísa-
ljarðar mun taka um 11 tíma,
milli ísafjarðar og Siglufjarð-
ar um 8 tíma og milli Siglufj.
og Akureyrar rúml. 2j4 tíma.
Á 1. farrými verður pláss
fyrir 114 farþega, á 2. farrými
62 og' 3. farrými 48, alls 224
farþega. Öll farþegaherbergi
v'erða við útveggi. Útvarps-
hlustunarlæki - verða við öll
rúm á 1. farrými og firðtals-
áhöld í öllum eins manns her-
bergjum farþega þar, en auk
þess firðtalsklgfar á hverju þil-
fari, bæði á 1. og 2. farrými.
Á efsta þilfari (A-þilfari)
skipsins, verður stjórnpallur
með lokuðu stýrishúsi. Þar
verða liin fullkomnustu tæki
til skipstjórnar, svo sem sjálf-
ritandi bergmálsdýptarmælir,
radio-stefnumælir og gyro-
átlaviti, sem er óháður segul-
magni, og verður því eigi fyr-
ir áhrifum af hinum tíðu seg-
ulstraumhvörfum. I sambandi
við gyro-áttavitann verður
sjálfstýris-útbúnaður, sem ræð-
ur þvi, að stýrt er þá stefnu,
sem er ákveðin, án þess að
mannshöndin komi til.
Aftan við stýrisliúsið er skip-
stjórnarklefi, og er innangengt
milli lians og stýrishússins. Þar
eru einnig íbúðir skipstjóra,
stýrimanna og loftskeyta-
manna, svo og loftskeytastöð
með afgreiðsluherbergi og
klefa handa farþegum fyrir
firðtöl. Á þessu þilfari er skýli
fyrir farþega og pláss fyrir þá
til göngu og leikja.
Af sex björgunarbátum,
verða þrír með mótor.
Á næsta þilfari (B-þilfari,
,,Promenadedekki“) er alt
framskipið yfirbygt. Fremst í
liúsi miðskipa er revksalur
fyrsta farrýmis, og nær hann
út í borð báðum megin. Þar
eru sæti fyrir 60 manns. Á aft-
urvegg er opinn arinn. Fyrir
aftan reyksalinn er bakborðs-
megin veitingastofa (,,bar“)
með 12 sætum, en stjórnborðs-
megiii skrifstofa með 4 skrif-
borðum. Þá tekur við stór for-
salur. I honum er stigi upp á
A-þilfar og niður á næsta þil-
far fyr(ir neiðan. Fytrir aftan
forsalinn eru við báða útveggi
svefnherbergi og baðherbergi.
Þar er einnig sérstök íbúð með
dagstofu, svefnlierbergi og bað-
lierbergi. Aftast í liúsi þessu
er samkvæmissalur. Aftur á
skipinu er á þessu þilfari reyk-
salur fyrir 2. farrými, ásamt
opnu skýli fyrir farþega.
Á næsta þilfari (C-þilfari,
A'wning-þilfari) eru fremst í
skipinu íbúðir háseta i tveggja
manna herbergjum, ásaml
matstofu og baðherbergi fyrir
þá. Einnig verða þar herbergi
fyrir þjóna. Næst tekur við 3.
farrými. Þar fyrir aftan eru
svefnherbergi fyrir 1. farrými.
Siðan er forsalur þessa þilfars
á 1. farrými. Þar er skrifstofa
fyrir alla afgreiðslu, er snert-
ir farþega. Úr þeim forsal eru
stigar bæði upp á B-þilfar og
niður á næsta þilfar. Fyrir aft-
an forsalinn eru svefnherbergi
og baðherbergi. Aftar á skipinu
eru á þessu þilfari svefnlier-
bergi fyrir farþega 2. farrýmis
og íbúðir vélamanna. Á næsta
þilfari (D-þilfari) er fremst
lestarrúm. Miðskipa er borðsal-
ur fyrir 1. farrými, er nær yfir
þverl skipið. Geta þar verið
116 menn í sætum. Allir far-
þegar á 1. farrými geta því
borðað samtímis. Fyrir aftan
borðsalinn er stjórnborðsmeg-
in framreiðsluherbergi, en bak
við það eldhús fyrir 1. farrými
og ibúð framreiðslumanna og
þjóna og matsalur þeirra. Bak-
borðsmegin eru herbergi bryta
og þjónustufólks. Þá eru tvö
stór lierbergi, sem ætluð eru
lil þess að vera sjúkraherbergi.
og hjá þeim herbergi fyrir
lækni. Er svo fyrirskipað í al-
þjóðareglum, að fari skip, sem
flytur yfir 100 farþega, lengra
en 200 sjómílur frá landi, svo
sem nauðsynlegt yrði í Ame-
ríkuferðum, þá skuli vera slík-
ir spitalar ásamt lækni i skip-
inu. En annars má nota þetta
pláss fyrir farþega. Fyrir aft-
an spítalann eríbúð vélamanna
og þjónustufólks, matsalur yf-
irmanna og baðherbergi. Mið-
skipa er forsalur við borðsal
1. farrýmis og stigar þar upp
á C-þilfar og niður á næsla þil-
far. Þar fyrir aftan tekur við
vélarrúm og síðan eldhús fyrir
2. farrýníi og sérstök brauðgerð
með rafmagnsofni. — Aftast á
þessu þilfari er stjórnborðs-
megin borðsalur fvrir 2. far-
rými. Tekur hann um 60
manns í sæti, eða allar farþega
2 farrýmis samtímis. Báðir
styrkleiki þess verður aukinn
borðsalir og eldliúsin eru þann-
ig á sama þilfari. Bakborðs-
megin eru svefnherbergi á 2.
farrými og þar fyrir aftan bað-
lierbergi og íbúð þjónustufólks.
Á neðsta þilfari (E-þilfari)
eru miðskipa svefnherbergi
fyrir 20 farþega á 1. farrými.
Á sama þilfari er gej'msla fyr-
ir matvæli, ásamt kæli- og
frystirúmi fyrir þau.
I lestum skipsins verða
frystirúm að stærð samtals um
43.000 teningsfet, þar sem koma
má fyrir 750 smálestum af
flökuðum fiski eða 26.000
skrokkum af dilkakjöti. Skip-
ið verður ca. 3300 bruttó-smá-
lestir að slærð.
Skipið verður mjög sterklega
bygt. Á það að fullnægja kröf •
um „British Lloyd“ og að suniu
leyti jafnvel sterkara en svo.
Sérstaklega verður það ís-
styrkt að framan, þannig að
T
Mikil síM
á IVorðfirði
Fréttaritari Vísis í Neskanp-
stað sendi blaðinu svohljóíiaiidí:
skeyti um hádegið í dag;
„Mikil síld hefir sést vaða úti
fyrir Norðfirði í nótt og veíddu
vélbátarnir Muninn og Þráinit
400 mál síldar í rnorgun. Gott
útlit er talið fvrir að síld verði
í sumar fyrir Austurlandi, og e*r
það dregið af átunni, sem er
mikil í sjónum.
Óvenju mikil útgerð verður
frá Austfjörðum í sumar, o§[
liafa mörg skip verið tekin £L
leigu til Veiðanna.“
FréttariiarL
að mun frá stefni aftur fyrir
| miðju fram yfir það, senr
| venjulegt er.
Sjálfstæðisflokkumtn held-
ur fundi um alt land
í sumar.
Viðtal við íormann flokksins Ólaf Thors*
Vísir hafði í morgun tal af
formanni Sjálfstæðisflokksins,
Clafi Thors atvinnumálaráð-
herra og spurðist fyrir um fyr-
irhuguð fundahöld flokksins á
þessu sumri.
„Nolckrir fundir hafa þegar
verið lialdnir“, segir ráðherr-
anii, „auk þeirra leiðarþinga og
floltksfunda, sem einstakir
þingmenn flokksins hafa haldið
í kjördæmum sínum. Hafa
flokksfundir með fulltrúum frá
liálfu miðstjórnar t. d. verið
haldnir bæði í Skagafjarðar- og
Rangárvallasýslu.
Um ákvörðun fundatíma fer
miðstjórn flokksins fyrst og
fremst að sjálfsögðu eftir ósk-
um manna í viðkomandi héruð-
um. Sumstaðar er fundarsókn
miklu ógreiðari en menn liér í
Reykjavík gera sér alment
grein fyrir. Það mun t. d. fæst-
um kunnugt, að Fjarðarheiði,
sem liggur milli Seyðisfjarðar
og Fljótsdalshéraðs, er ekki enn
þá orðin bilfær á þessu sumri.
Af þessum ástæðum hefir fram
að þessu ekki þótt tiltækilegt að
boða til almenns móts Sjálf-
stæðismanna í Austfirðinga-
fjórðungi, eins og gert var í
fyrra.
Nú fer Gunnar Thoroddsen
austur með Súðinni annað
kvöld, og mun halda fundi víðs-
vegar um Austurland og Þing-
eyjarsýslur, auk þess sem liann
mun verða fulltrúi miðstjórnar
á fyrirhuguðu almennu liéraðs-
móti austur þar. Magnús Gísla-
son sýslumaður mun verða á
fundum með Gunnari, eftir því
sem hann getur við komið
vegna embættisanna.
I fyrra var haldin afar fjöl-
menn samkoma sjálfstæðis-
manna úr Þingeyjar- og Eyja-
fjarðarsýslum í Vaglaskógi
liinn 10. júlí. Þessi samkoma
hepnaðist svo vel, að hún varð
lil fyrirmyndar um útifundi,
ekki einungis Sjálfstæðisflokks-
ins, heldur og annara stjórn-
málaflokka.
Nú hafa Eskifirðingar ákveð-
ið að gangast fyrir slíkri sam-
komu að nýju og verður hún
sennilega á líkum tíma og í
fyrra.
Héraðsmót fyrir Snæfellsnes-
sýslu, Dala-, Borgarfjarðar- og
Mýrasýslu verður haldið í Borg-
arnesi eftir heimkomu Thor
Thors alþm.
I Húnavatnssýslum er þegar
ÓLAFt’R TIIORS.
hafinn undírbúníngur undir aí-
ment héraðsmót, en elcki er enm
ákveðið hvenær það verður. Pá
liefir verið rætt nm sameigin-
legt mót fyrir Árness-, Rangár—
valla- og Vestur-Skaftafells-
sýslu. Nokkrum vandkvæðum
er lmndið að koma á einni afls-
herjar stefnu fyrir svo víðáttu-
rnikið svæði. og enn þá. óvísS
hvort það þykir tiltækilegf.
Að þvi er viðvikur GuB-
bringu- og Kjósarsýslu og.Vest-
mannaeyjum veldur fjarveræ
manna um sildveiðitímann þvf,
að eldci verður hægt að koma
þar á almennum flokksfundum
fvr en með haustinu!
Loks er ákveðið að halda al-
ment héraðsmót fyrir sjálfsfæð-
ismenn í Vestfirðingafjórðungi
á Isafirði, en óákveðið er hve—
nær það verður lialdið. Hér b
Reykjavík byrjh samkomnr aS
Eiði sunnud. 21 júli og yerðœ;
haldnar þar ú t isamkoniur flesfa:
sunnudaga, ef fært þykir vegnsu
veðurs.
Að endingu segir Ölafur
Thors:
Samkvæmt bréfum, sem mér
berast daglega, og af viðtölum
við menn, bæði lier í Reykjavík.
og úti um land, get eg fullyrt,
að innan Sjálfstæðisflokksihs
hefir aldrei ríkt öruggarl né
heitari áhugi um éflingu og við-
gang' sjálfstæðisstefnunnar:.
Miðstjórnin mun af sinní hálfi.
gera það sem unt er til þess aíf
hinir fyrirhuguðu fundir
flokksins nái þessum tilgang;
sínum.
----■—»*«—«'■■■------------
ICnattspyrna.
í gær keptu Landsbankinn og
Búnaðarbankinn. Lauk hinum bráð-
skemtilega leik me'ð sigri Lands-
bankans 7:0.