Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 28. jflní 1939. VISIR 3 Að norðan. Grasvöxtur mun nú með allra liesta móti víða um land, og >engu síðri norðan lands en sunnan. I Húnavatnssýslu mun sláttur víðast hvar liafa byrjað um 20. þ. m., en sumir bændur voru byrjaðir áður. Var talið, að sláttur byrjaði nú alt að þrem vikum fyrr en venjulega. —- Tún eru liið besta sprottin, en bitliagi og engjar eiigu mið- ur. Það er i frásögur fært, að Ágúst Jönsson, bóndi að Hofi i Vatnsdal, hafi slegið nýræktar- blett hjá sér um livítasunnu og liafi hann verið prýðilega sprottinn. Þykjast Iiúnvetning- ar naumast vita dæmi til þess, ,að þar hafi verið borinn ljár í •gras í 6. viku sumars eða fyrir fardaga. — 1 BlÖndudalshólum liafði verið „borið niður“ 10. þ. m. og að Reykjum i Tungusveit ií Skagafirði var búið að slá góða skák i túni 12. þ. m. Virtist ná- lega flekkja sig á þeirn bletti. Var um það talað nyrðra í vik- unni sem leið, að menn gæti ekki byrjað slátt svo snemma sem æskilegt væri, sakir þess, að ýmsum vorverkum væri ó- lokið. Um miðja síðustu viku var verið að smala fé til rún- íngs. Og viða hafði ekki unnist tími til, að sinna mó-verkum og öðrum nauðsynjastörfum til lilítar, svo að hægt væri að taka til við heyskapinn. Er þess að vænta, að tíð verði nú liagfeld um sláttinn, svo að heyin „þorni af ljánum“. Fengi þá margur bóndinn góða tuggu í garð, því að best reynast jafnan snemm- slegnu heyin, ef þau hrekjast iekki. Sagt er að mæðiveikin sé enn að drepa sauðfé Húnvetninga, en láti sér þó nokkuru hægara en að undanförnu. Mun mega svo að orði kveða, að sumir bændur í Húnavatnssýslu —- og !þó éinkum í vestursýslunni — sé nú orðnir nálega saúðlausir af völdum pestarinnar. Fáéinír bæir munu háfa sloppið að mestu enn sem komið er, jafn- vel þó að pestin hafi strádrep- ið fé á næstu heimilum. — Það byggja sumir, að eina ráðið til þess, að halda fénu lifandi, sé að fara sém allra best með það ogsýnaþvisem mesta nærgætni. Mikill munur var á því nú og fyrrum að vorlagi, hversu fátt sauðfé sást meðfram vegum, einkum í Yestur-Húnavatns- sýslu og Borgarfirði. Fyrir sex árum, vorið 1933, fór eg þarna um í miðjum júní-mánuði og var þá krökt af fé meðfram þjóðveginum, óslitið að kalla mátti um Húnavatnssýslu og Borgarfjörð, en nú mátti svo heita, að þar sem áður voru hjarðir á beit væri nú fá- einar kindur á strjiálingi. Þótti gömlum sveitapilti munurinn mikill og raunalegur. í miðjum júnimánuði 1933 var og all- margt fé runnið á Holtavörðu- heiði, bæði að norðan og sunn- an, en nú varð reyndin sú, að eg sá enga kind á heiðinni — milli Grænumýrartungu og Forna- hvamms. Hfossum fjölgar nú mjög í Húnavatnssýslu og var liiér sagt, að livert folald væri látið lifa. Kaupa refabúin mikið af lirossakjöti, en þaú eru mörg i Húnavatnssýslu. Er refaí*ækt stunduð af miklu kappi i hérað- inu og víðá með góðum árangri, að þvi er niér skildist. Allmargar jai'ðir íHúnavatns- sýslu austanverðri hafa fai*ið í eyði siðustu árin og sumar góð- ar. Svo er t. d. uih Mjóadal. Þár bjó fýrir aldamótin Jóliánn hréppstjóri Sigvaldason, gáfað- ur riiaður og liéraðskunnur. Og fleiri voru þar góðir bændur, bæði fyrr og síðar. Mér var sagt, að í Mjóadal væri ágæt bygging, timburhús járnvarið, vandað og traust. Peningsliús og lilöður í besta lagi. Túnið grasgefið, girt og véltækt að mestu. Gefur af sér um 300 hesta í meðalári. Engjar sæmilegar, bithagi góð- ur, mikil landgæði í fjalldöl- um. Fyrir nokkurum áratugum mundi liafa þótt heldur ótrú- legt, að enginn fengist til að búa á þvílíkri jörð. Nú er þó svo komið. Margar jarðir iá Laxár- dal hafa farið í eyði síðustu ár- j in. Þessar heyrði eg nofndar: | Núpsöxl. Litla-Vaínsskarð, Sneis, Vesturá, Mörk og Skyttu- i dal. j Þverá í Hallárdal, liið forna j hreppstjórasetui’, hefir verið í eyði síðustu árin. Þar bjó lengi, líklega fram undir liálfa öld, hinn mæti og mikilhæfi maður Árni Jónsson, hreppstjóri Vind- hælinga. Mun hann hafa tekið við jörðinni af tengdaföður sín- um, Birni hreppstjóra Þorláks- syni (d. 1858), er þar bjó lengi og þótti merkur. Björn hrepp- stjóri var athafnamaður. Hann reisti timburhús á Þverá, eitt hið fyrsta í sýslunni. Hafði ver- ið mjög til þess vandað í upp- liafi og stendur það víst enn í dag. Þverá er landkosta jörð, en snjóþungt er þar á vetrum. Nýt- ur og lítt sólar þar í dalskor- unni meðan dagur er skammur. Um aldamótin siðustu voru fimrii bygð býli í Hallárdal, en nú eru þar að eins tvær jarðir í ábúð: Vakursstaðir og Sæunn- arstaðir. í eyði hafa farið Blá- land og Bergsstaðir, auk Þver- ár. Á Skagaströnd (Höfðakaup- stað) liefir mikil breyting orðið síðustu árin. Hafnargerð er þar nokkuð á veg komin og fólki fjölgar talsvert í þorpinu. En lieldur lítið virðist þar um framtak einstakra manna og miklu minna, en æskilegt væri. Ræktunarskilyrði eru ágæt upp af Höfðakaupstað og nóg land- rými. Kauptúnið liggur hið besta við síldveiðum og er því sjálfsagt, að þar verði reist full- konrin bræðslustöð hið fyrsta og höfnin bætt eftir þörfum. Virðist skynsamlegra, að leggja fé i þessháttar framkvæmdir og fyrirtæki, heldur en í sUmt ann- að, sem ríkissjóður styrkir nú árlega með ærnum fjárfram- lögum. ; Páll Steingrímsson. Val uaYé\( irnii* I Eyjafirðí 22. jiini. Rosknir menn í Eyjafirði télja vatnavextina 22. júní s.l. (er stöfuðu af hitabylgjunni, er gekk yfir Norðurland 21. og 22. júní) einhverja þá mestu, er þeir muna. Ef þriðji hitadagurinn hefði fylgt, er hætt við, að stórkostlegar skemdir hefðu orðið á brúm, vegum og ræktuðu landi í Eyjafirði. En að kvöldi 22. júní kólnaði skyndilega og tóku vötn þegar að fjara á föstu- dagsmorgun. En svo langt er séð varð frá Akureyri út eftir firðinum, bar hann kolmórauðan lit, og inn til dalsins, fyrir botni fjarðarirts, þar sem áður gaf að líta skrúðgræna hólm- ana, milli silfurtærra kvísla bergvatnsins, — Eyjafjarðarár, — sást nú að eins kaffibrúnn flóinn, brekknanna á milli. En á laugardag var vatnið irijög fjarað út og litur þess tekinn að lýsast. Skeriidir urðu nokkrar í firð- inúm af völdum flóðsins. Við Leyning, sem er einri meðal irinstu bæja í firðinum, féll skriða fram í Eyjafjarðará og hafði næstum stíflað liana. Skriða þessi fór yfir akveginn, svo að bílar komust ekki þar um. Á Melgerði gekk flóðið yf- ir tún og engjar, sem liggja þar j mjög.lágt, og þar sem leirfram- burður árinnar var mjög mik- ill, er talið óvíst, að liægt verði 1 ,að heyjja þær engjaspildur í ! sumar, sem flóðið fór vfir. Á Kroppi gekk áin einnig yfir lriuta af túninu. Skjóldalsá 1 flæddi yfir veginn við annan brúarsporðinn, og var flaumur- inn þar upp undir kvið á liesti, en við Finnastaðaá unnu menn Vöi'uskifti Breta og: Baudaríkja> iiianna. London í morgun. Brelar og Bandaríkjamenn hafa gert með sér samninga um vöruskifti og skifta þeir á gúmmi og baðmull. Báðar þjöð- irriar eru mótfallnar vöruskifta- verslun undir vanalegum kring- umstæðum, en þær birgðir, sem þannig verða kéyþtar, sem að framan segir, verða eingöngu í nótaðar þégar til styrjaldar kemur. Viðskifti þessi eiga ekki að liafa nein áhrif á verijulega verslúri Breta og Bandaríkja- { marina. Ef til vill skiftast Brét- ar og Bandarikjamenn ó’fleiri , vöriiiri, sem ætlaðár eru til stvrjaldarþarfa. við að flytjá grjót í vegarkant- aria, því þar leitaði áin irijög á, og skifti liún títt um farveg. Á þremur stöðum gekk Ej'ja- fjarðará yfir veginn, sem ligg- ur fram Eyjafjörð að vestan, og vegurinn, sem liggur aust- ur yfir fjörðinn um hólmana rétt innan við Akureyri, var á löngum köflum í kafi. Skemd- ist hann þó ekki verulega. í Staðareyju, sem er hólmi í Eyjafjarðará undan Kaupangs- sveit, átti Stefán Jónasson út- gerðarm. á Knararbergi, kýr sínar og fjós fyrir þær. Gekk áin mjög yfir eyna, og fór Stef- án þangað fram á báti að vitja þeirra. Voru þær þá i liné- djúpu vatni. Tókst honum að bjarga þeim þangað, sem liærra bar, og sakaði þær ekki. Bær- inn Kaupangsbakki, er stendur á árbakkanum austanverðum, var allur umflotinn, og munu skemdir hafa orðið þar á mat- jurtagörðum. Hreindýrakjöt handa Bandaríkjamönnum á stríðstímum. Fulltrúi Alaska á þingi Bandaríkjanna í Washington vill að hreindýrum í Alaska verði fjölgað upp í tvær miljón- ir, sem yrði varakjötforði þjóð- arihnar á stríðstímum. Yrðu Bandaríkjamenn þá ekki að treysta á kjötsendingar frá Ástralíú og Argentínu, sem liæglega væri hægt að liindra að kæmist á áfangastað. Éins og nú er ástatt múnu verá um 500 þús. hreindýr á Aláská, eri nægir hagar eru þar taldir fyrír 2 miljónir hrein- dýra. íshúsfélag Ísfirðínga hl Grein sú sem hér fer á eftir er tekin úr Vesturlandi, blaði sjálfstæðismanna á ísafirði, 17. júní s. 1. Til 15. júní hefir félagið keypt fisk og fiskafurðir af fislci- mönnum fyrir rúml. 65 þús. kr. Eru það um 47.500 kiló lúða, að meirihluta smálúða, 7.000 kiló af skarkola (rauðspettu) og aðr- ar kolategundir um 2.500 kíló, auk þess 15.000 kiló gota. Vinnulaun á landi, þar með taldir fastir starfsmenn, verða um 20 þús. kr. Umbúðir (kassar o. fl.) um 8.500 kr. Útflutnings- gjald ca. 2700 kr. Vörugjald, út- skipun o. fl. ca. 1000 kr. Lúðuveiðin hefir gert stærri þorskveiðibátunum hér fært að stunda lóðaveiðar á þessari vor- vertíð. Tveir þessara báta hafa fengið 3300 og 3800 kr. livor fyrir lúðu sem þeir hafa aflað á þorsklóðina síðan í apríl. Er þetta sjáanlega því að þakka að þeir hafa lúðuöngla á þorsk- veiðalínunni. Ættu þeir sem línuveiðar stunda, að liafa lúðuöngla á línunni, einkum haust, vor og sumar. Dragnótaveiðar hafa stundað 10 bátar frá 15. maí til 14. júní, eða um mánaðar tíma, og aflað að meðaltali fyrir rúmar 3000 kr. liver. Aflahæsti báturinn hefir aflað fyrir 6265 krónur, einUm þeii-ra hefir algerlega bruðist veiði, en flestir aflað fyrir 2400 til 3000 krónur á þessum mánaðar tíiria. Kolinn liefir verið stærri lijá dragnótabátum en undanfarin ár á sama tíma. Mun þar nokk- uru valda að stórkolinn er nú 33% og millikolinn 18% verð- liærri en síðastliðin ár, en smærri kolinn 40% verðlægri. Er verðið nú meira í samræmi við söluverð á erlendum mark- aði, en áður hefir verð á smá- kola verið svo liátt og stórtap íiefir vérið á þeifn kaupum, sem svo hefir haldið verðinu á stærri kolanum niðri, samanborið við söluverðið á eríenduni mafkftði. Af þessu hefir leitt að fiski- menn hafa ekki hingað til forð- ast að veiða sniákolann, en þar af leiðir aftur að liætt er við að lcolastofninn gangi meir til þurðar, en sé nálega eingöngu veiddur kynþroska koli og bann ekki veiddur fyr að vorinu en hrýgningú er að mestu lokið, er engin hætta á að kolastofninn gangi til þurðar. J’il athugunar skal þessa get- ið: Einn dragnótabátanna sem aflað hefir 7400 kg. hefir feng- ið 3833 krónur fyrir aflann. Annar sem aflað liefir um 8200 kíló hefir fengið að eins 2204 krónur fyrir sinn afla. Sá, sem aflaði nær eingöngu stórkolann hefir ekki lmekt kolastofninum svo neinu nemi. Hinn hefir dregið á framtíðina. Nálega allur koli var hrygnd- ur hér fyrir mánaðamót maí og júní og mun það vera með fyrsta móti, nnáske hefir óvenju mikill sjávarliiti á þessu vori átt sinn þátt í þvi. Annars er það alment álit manna hér, að ekki ætti að byrja dragnótaveiðar innan landhelgi neinstaðar á landinu, fyr en 1. júní, svo komist verði lijá að veiða kolann meðan liann er að hrygna. Feirðamennirnir. Komast þeir ekki til landsins? Það er nú skrifað mikið um aðsókn ferðamanna hingað til landsins og liaft eftir land- kynni, að hvergi nærri sé hægt að fullnægja eftirspurninnni j eftir fari hingað til landsins með þeim skipakosti, sem við höfum. I En vegna hvers er ekki gerð ráðstöfun til að leigja eða út- vega á annan liátt farkost til að flytja þessa menn lringað? — Ef til þess er liugsað að vinna upp ferðamannastraum til landsins, þá sýnist ekki mega láta nein tækifæri hjá líða, og alls ekki láta þá skoðun fá tíma til að breiðast út, að það sé mjög erfitt og jafnvel ómögulegt að fá far liingað. Þar sein líka er verið að und- irbúa það, ftð lileyþá af 8tokk- uöUltt riýjuhi islenskum far- þegaskipuni, hiitt víst iriúriu þurfa á öllu sínu að Íiaídá til nð geta borið sig, þá sýníst iiú ekki vera seinna vænna að fara að búa í haginn fvrir þau. Annaðhvort er nú svo, að far- þegaflutningar hingað til lands- ins er vafasamt fyrirtæki — og bygging lrinna nýju farþega- skipa líka vafasöm — eða hér er um álitlegan atvinnuveg að ræða, og ber þá vitanlega að grípa fegins hendi hvert tæki- færi sem býðst til að lileypa straumnum af stað. Samkepnin um ferðamenn- ina fer altaf sívaxandi, og það verður áreiðanlega síðar erfið- ara að ná aftur þeim tækifær- um, sein nú er slept framhjá og látin ónotuð. Ein aðferð gæti verið sú, að fá bresk ferðafélög í samvinnu við íslensku Ferðastofuna um að gera út hingað farþegaskip, sem færu aðeins liingað til landsins og dveldu hér um viku- tíma og færu kanske líka eina ferð i kringum landið. H. NORÐMENN ÁHYGGJUFULL- IR ÚT AF TÖPUÐUM salt- FISKSMÖRKUÐUM. Oslo 26. júní. FB. Saltfisksöluhorfurnar eru mjög slæmar, að áliti norskra útgerðarmanna, einkanlega á Spáni. Er bent á, að fyrir borg- arastyrjöldina hafi Norðmenn flutt þangað fisk fyrir 13 milj. kr, árlega, En núl að kalla ekk- ert. Horfurnar eru betri um saltfisksölu til Portúgal, en einnig þangað liefir útflutning- ur nrinkað, og allir markaðir í Suður-Ameríku liafa brugð- ist, einkum þó í Brazilíu. — NRP. ■! i . n 11 ■ i - Æðardúnn. Af æðardún voru í nraí ílutt út 298 kg. fyrir 23.210. — Á tíma- ltilinu jan,—maí nam þessi útflutn- ingur 1020 kg. fvrir kr. 71.760 og á sama tímabili í fyrra 726 kg. fyr- i'* kr. 42.540. Ilrosshár. 500 kg. voru flutt út i maí fyrir 2000 kr. — A tímabilinu jan.—naaí voru fiuti út 2486 kg. fyrir kr. 9900. Ekkert var flutt út af hross- hári í jan.—mai í fyrra. Lax og silungur; Af þessum fæðutegunduni voru flutt út 420 kg. í maí, fyrir kr. 1320. á tímabilinu jan.—maí nam út- flutningurinn 11.040 kg. fyrir kr. 12740 og á sama tíma í fyrra 642 kg. fyrir kr. 660. Upsaflök. 1 maímánuði voru flutt út II.2 smál. af ufsaílökum fyrir 3480 kr.. en jan.—maí nam þessi útflutning- ur 51.3 smál. fyrir 16.200 kr. — A tímabilinu jan.—maí i fyrra nam ])essi l’itflutningur 53.7 smál fyrir 16.180 kr. Chamberlain forsætisráðlierra Brellands liéfir gairian af að veiða á stöng og fer iðulega um lielg- ar þeirra erinda út á landsbygðina. Ér stundum um það getið í fréttum frá London, að hann liafi tekið veiðistengurnar með séf, og þykir það örugt mérki þess, að liorfur i alþjóðamálum séu með betra móti þá stundina, og ChamJberlairi búist við að geta unað við að dorga nokkurar klukku- stundir, án þess að frétta um, að Hitlef liafi lialdið enn eina ræðu eða eitthvað slíkt, sem kann að viðhalda eða auka æsinguna með þjóðunum. — CHAMBERLAIN MEÐ VEIÐISTÖNGINA SÍNA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.