Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 5

Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 5
4 Miðvikudaginn 28. júní 1939. VÍSIR & í? ■: ■ ■ v Í“ívl 4 jer.tvc.'w.'.'S <pv^a'--' ,•í’/ví': Pétur Sigurðsson: Lýðræði ogf einræði. byltingra ogr af- iieitun gTiðstrúariiiiiar- Niðurl. 5. Þeirri spurningu, hyers vegna voldugar þjóðir liafi horfið aft- ur að einræði, er þegar svarað. Orsökin til þess yar þeirra and- lega munaðarleysi. En það mun- aðarleysi og eymdárástandið skapaði striðið mikia,- er vopna- framleiðslan og vígbúnaðurinn átti sök á. Eins og bent hefir verið á, þá komust sturiaf þjóð- ir þar, a.ð því að þær voru eins og föðurleysingjar. Þær áttu ekki neitt það, er þær gætu hall- að höfði sínu að.Þegarfarin var trúin á einn sannan Grið, sem föður allra manna, og trúin á bræðralag allra manna og allra þjóða, þá var ekki um annað að ræða, en snúa lieim að fornu skipulagi: þjóðernisdýrkun og heiðindómi, og endurreisa þann- ig einræði, þótt það yrði að kosta menningarinnar dýrustu fórn — frelsið. Einstaklingur sem á sterka trú á hjálpandi og varðveitandi krafti Guðs, getur sigrast á margvíslegum erfiðleikum, og borið höfuð sitt liátt. En sá, sern ekki á neina slíka trú, gc ist fljótt bölsýnn og flýr i skjólin. hve ófullkomin sem þau kunna að vera, og stundum getur að eins sjálfsmorð verið .þra'Þa- léndirigin. Svo fer og um þjóð- irnar. Þegar farin er trúin á mátt þess guðs, er veitir „frægð og heill“, þá bogna þær fljott undir oki kreppu og erfiðleika og flýja hræddar og andlega munaðarlausar í næstu skjólin, hversu dýrkeypt og svikul sem þau kunna að reynast. 6. Einhverjum kann að þykja einkennilegt, að þessi þrjú at- riði eru rædd hér i einu og sama erindinu. — Þessi: Hvers vegna hafa þjóðirnar hneigst aftur að einræði? Hvers vegna hafa þær liorfið svo mjög frá fyrri trúar- brögðum sínum? Og hvers vegna liafa menn nú lagt aðal- áhersluna á félagslegar umbæt- ur? Þessi þrjú viðfangsefni eru rædd liér i samhengi vegna þess, að þjóðir hafa horfið bæði frá lýðræði, hugsanafrelsi og trúfrelsi, og ásakað kristindóm og lýðræði um að hafa brugðist. Þetta er hvorutveggja alrangt. Hvorugt hefir brugðist, kristin- dómurinn eða lýðræðið. Eymd og vandræði þjóðanna kom af því, að hvorki lifðu þær sam- kvæmt kenningu kristninnar og ekki lieldur stofnuðu þær rétt til lýðveldisins, heldur höfðu þær unnið að eins hálft verlc í áttina til friðar og frelsis, er þær skildu eftir sin á meðal skaðlegasta einveldið — vopna- framleiðsluna, í liöndum á- gjarnra manna. Þá er að svara þeirri spurn- ingu, hvers vegna lieilar slór- þjóðir hafi horfið frá fyrri trú- arbrögðum sínum, ýmist að nokkru leyti eða öllu. Svarið er stutt og einfalt. Menn segja: „Kristindómurinn, og trúar- brögðin yfirleitt, bafa brugðist. Stríðið mikla sannaði þetta best. Það flelli ofan af hræsninni og slepti villidýrinu úr búri sínu. í löndum kristninnar hafa menn talað um mannúð, jáfnrétti, bræðralag og frið, en grimd, kúgun, stríð, blóðsúlhellingar, atvinnuleysi og allskonar hörm- ungar hefir orðið niðurstaðan. Trúarbrögðin hafa stutt rang- látt og mannspillandi skipulag og þau afturhaldsöfl, sem standa í veginum fyrir nauðsyn- legum umbótum“. Þannig liafa menn talað, og hinir djarfmæltustu sagt, að kirkja og kristindómur liafi gengið i lið með stríðsöflunum og lágt blessun sína yfir marin- drápin; kenning kirkjunnar um annað líf og launin hinumegin hafi gert menn að auðsveipum þrælum, og haldið undir völd kúgaranna. Trúarbrögðin megi því teljast eins konar deyfilyf, en þau liafi alls ekki megnað að bæta úr böli mannkynsins. Þannig tala menn og með slíkum hugsunarhætti hafa þeir risið gegn kirkju og kristni. En í hinum pólitíska bardagahita flokka og byltingarsinna kernrir auðvitað afbrýðisemi valda- græðginnar til greina, því lcrist- indómurinn er alvarlegur keppinautur þeirra, sem berjast um völdin yfir samviskum og hugum manna, því þar hefir kristindómurinn öllu fremur haft mikil völd. ErU nú þéssar alvarlegu ásak- anir byltíngasinnaðra manna, á hendur kirkju og kristni, rétt- mælar? Alls ekki. Þær eru yfir- borðslegar og skakt hugsaðar. Heimsstyrjöldin mikla kom ekki vegna þess, að stefna krist- indómsins væri röng, heldur vegna þess, að bjóðirnar breyttu eklci samkvæmt kenningu krist- indómsins. Það, að sjúklingur ' fylgir ekki nákvæmléga fyrir- settum reglum heilsufræðinnar, og fær svo engan bata, sarinar sist að reglur héilsufræðinnar hafi verið markleysa. En heilsu- biluðum mönnum hættir oft til þess, að þrautreyna ekki hin góðu læknisráð, og eru svo altaf að reyna eitthvað nýtt, en ekk- ert til fulls. Þannig hefir það verið með þjóðirnar gagnvart kristindóminum. Þær liafa svikist um að fullreyna kenn- ingar lians, sem eru öruggar og góðar, ef þær eru teknar alvar- lega. Kristindómurinn býður mönnum að „slíðra sverð sín“ Þetta hafa þjóðirnar ekki gert, þótt þær hafi kallað sig kristn- ar. KristindómUrinn segir: „Sá sem grípur til sverðs, mun fyrir sverði falla“. Þetta hefir orðið reynsla þjóðanna. Heimsstyrj- öldin mikla sýndi glögt, hvern- ig jafnan mun fara fyrir nafn- kristinni, en Kristlausri menn- ingu. Kristindómurinn hefir ekki brugðist, en þjóðirnar brugðust köllun hans. Kristindómurinn boðar jafn- rétti allra manna — karla og kvenna. Hann heimtar góða meðferð á þjónum og vinnandi lýð, en hollustu og dyggð frá þeirra hálfu gagnvart vinnu- veitendum og húsbændum. Kristindómurinn býður mönn- um að elska hver annan, jafn- vel óvini sína. Þeir eiga ekki að rísa gegn meingerðamanninum, lieldur „sigra ilt með góðu“. Þeir eiga ekki að sækjast eftir auðlegð, en vera gjafmildir, nægjusamir og þakklátir. Þeir eiga að þroska með sér þann guðdómlega kærleika, er gerir þeim ómögulegt að liorfa upp á bróður sinn skorta liið náuðsyn- Hvanneyrarljóð Jóns Magnússonar. lega. Þeir eiga að líta á alla menn, meðal allra þjóða, sem bræður og systur, og börn liins réttláta og góða Guðs. í fals- lausum kærleika til Guðs og manna eiga þeir að keppa þann- ig að fullkomnun. Slik kenning getur ekki brugðist, en menn geta brngðist henni, og það hafa þjóðirnar gert. Þar af alt hið mikla böl. Þótt gerðar séu byltingar og breytingar, sem um stundar- sakir geta skapað nýtt líf í við- skiftum og bætt kjör manna að einliverju leyti, þá varðveitist ekkert mannfélag lieilbrigt, þeg- ar til lengdar lætur, sem ekki fylgir hinum lífrænu kenning- um kristninnar. Sérhvert skipu- lag .mishepnast og í’ejmist illa, þegar fram í sækir, sem ekki á djúpar rætur i þeirri andlegu menningu, sem ein er fær um að þroska og varðveita heil- hrigði þess siðgæðis, sem öll sanngirni og réttsýni i viðskift- um manna og þjóða byggist á. Frálivarf þjóðanna frá kristin- dóminum er því ekkert ánriað en bráðræðis fálm og flan út i loftið. Það er vandræða fálm hinnar sjúku og seku heims- meriningar, í stað þess áð viður- kenna sviksemi sína við kristin- dóminn og liverfa aftur að heillavænlegum kenningum og kröfum hans. Dettur nokkrum manni í liug að segja, að heilræði föður hafi brugðist, þótt sonurinn vanræki að fylgja þeim og lendi í yanda? Er það þá ekki sonurinn, sem brugðist hefir heilræðum föð- ursins? Og þarinig hefir það ver- ið með nafnkristnar þjóðir og kristindóminn, þær liafa brugð- ist honum, en ekki liarin þeim. Þeir sem mest tala um, að kristindómurinn hafi brugðist, hafa sjálfsagt litla grein reynt að gera sér fyrir þvi, livað krist- indómur er fyrst og fremst. Þótt kenning Krists tali allmikið um þetta líf og segi fyrir um það, hvernig vera skuli samhúð manna, félagslif og öll breytni, og hvernig bua megi öllum mönnum góð kjör á jörðu liér, þá er þetta þó ekki höfuð inn- tak kristindómsins. Nei, kenn- ing Krists var fyrst og fremst boðskapur um Guð og annað líf. — „Mitt ríki“, sagði hann, „er ekki af þessum heimi“. Að þeir, sem ekki trúa á annað líf, geri litið úr þessari kenningu, er öld- ungis eðlilegt, en hún er samt sem áður kristindómurinn fyrst og fremst. Krístur fæddist í bág- staddan heim. Spámaðurinn sagði þetta um Krist: „Hann rann upp eins og viðarteiningur úr þurri jörð“. Þar var andleg- ur þurkur. Hinar endurlífgandi lindir þeirra tíma lifsspeki voru að þorna upp. Þáverandi heims- menning bar dauðann í brjósti sér. Heimurinn þarfnaðist mjög einhvers, er gefið gæti nýtt lif og fagran gróður. Nýja von þurfti að tendra í brjóstum raanna og nýjan eld að kveikja í hjörtum þeirra. Hvað gat orkað slíku? Ekki einhver óviss loforð um sæmileg kjör á þessari jörðu um 50 til 80 ára slceið. Meira þurfli til. Slíkt gat ekki fullnægt mannssálinni, þroskað hana og gefið henni jafnvægi. Nei, eilt- hvað mikilvægara þurfti til, og mcð slíka gjöf kom Kristur til mannariria. Hárin færði þeim Visir birtir hérmeð hið snild- arfagra Hvanneyrarljóð Jóns Magnússonar skálds. -— Helgi Hjörvar rithöf. las kvæðið upp á sunnud. var, á Hvanneyri, og gerði það prýðisvel, sem vænta mátti. Að þvi loknu bað stjórn mótsins Jón Magnússon, er var viðstaddur hátíðahöldin, að ganga fram fyrir mann- I. söfnuðinn og varð liann við þeirri ósk. Hylti allur mann- söfnuðnrinn skáldið af miklum innileik og þakkaði lionum ljóðið fagra. Síðar söng karla- lcórinn Fóstbræður annan kafla kvæðisins undir laginu Heyrið vella á heiðum hveri, og tókst söngurinn prýðilega. Þess ber að geta, að Sigurður Þórðarson söngstjóri liefir samið lag Ú5' kvæðið og er hvorífveggjæ kvæðið og lagið, birt í Iiiim ný-r útkomna minningarríti ana skólann. Jón Magnússon skáld má n£ liiklaust telja i flofcki höfuíÞ' skálda þjóðarinnar. Ljóð hans eru meitluð af snild og fjrángbB mannviti og hjartahlýjuu. Hvanneyrarmeim, velkomnir heim í vinafjöld, sem voruð burtu hálfa öld. Þér gripuð ungir geir og skjöld og gangið klungrin enn. Hvanneyrarmenn, þér unnuð bæði veg og völd. Velkomnir, Hvanneyrarmenn. Hvanneyrarmenn, ef ör á hörðum höndum sér, það heiðursmerki starfsins er, því mold, er son á brjósti ber, er beisk og mild í senn. Guð blessi hvern, sem vígið ver. Velkomnir, Hvanneyrarmenn. Hvanneyrarmenn, vor kvéðja fer um himin, höf. Það henti margan bróður töf. Þótt margur kappi gisti gröf, enn gróa nýir menn. Hvanneyrarmenn, vor kveðja fer um himin, höf. Velkomnir, Hvanneyrarmenn. II. Haukar tímans flugi flýta. Fram er voröld björt að líta, Sumri fagnar fold. Nú er jörð í akra unnin. Uppskerunnar tíð er runnin, kæra móðurmold. Hér var hugsjón flugið fengið, fyrsta spcr til sigurs gengið. Nám að verki varð. Brýndir menn til dáða og dygða;,, dreifðir heim til sinna bygða, frægðu frændagarð. Landsins græna gróðurmerkíp gróið hálfrar aldar verki, varir öld af öld. Öllum þeim, er starfið studdu, stóðu fremst og veginn ruddu, þökk sé þúsundföld. Haukar tímans flugi flýta. Fram er voröld björt að líta. Vaki vaskir menn. Akrar blána út við skóginn. Æska, legðu hönd á plóginru Margt er ógert enn. III. Hvanneyrarmenn, nú opnast gróðurveldin víð. Það vorar yfir jörð og lýð. Nú ljómar íslands æskutíð, þér ungu landnámsmenn. Hvanneyrarmenn, þér gangið fram í starf og stríð„ Heill yður, Hvanneyrarmenn. Hvanneyrarmenn, þeim verður ei um orðstír hætf, sem ættarland sitt hafa bætt. Þér vinnið, meðan verður stætts þér vösku landnámsmenn, Hvanneyrarmenn, uns land vort alt er gróðri gættt Heill yður, Hvanneyrarmenn. elskuríkan og góðan Guð, sem vakir svo yfir möniunum, a‘ð jafnvel hárin á höfðum þeirra eru talin. í slíkum boðskap var líf, huggun og endurskapandi kráftur. Kristur talaði kjark í mennina, gaf þeim trú á Guð og umfram alt trú á annað líf — og eillíft líf. Honum var það ljóst, að umbótastrið manna hér í þessum heimi, mundi taka langan tíma og fcosta mikla fórn, að boðberar kristnirinar mundri verða ofsöttir og líflátn- ir, að trúarbragðastríð, liags- munasti’ið og margvísleg um- bóta- og siðabótastríð mundu þvo löndin í blóði aftur og aft- ur, áður en takmarkinu yrði náð. Kynslóðirnar mundu því standa vopnlausar og varnar- lausar, öldum saman, gegn hin- um ægilega dauða, ef þær ættu efcfci trú á annað lif. Það er þetta volduga vopn — vopnið gegn dauðanum, sem Kristur fékk mannkyninu í hendur, og vopnið er trúin á annað og eilíft líf. Ilvernig áttu mcnn að sigra i liinni ægilegu baráttu kristilegr- ar siðmenningar án slíkrar trú- ar? Það var einmitt liún, sem gerði menn hugrakka og fúsa til að ganga í dauðann fyrir gott málefni. I slíkri trú gengu menn á bálið lofsyngjandi Guð. í slíkri trú gengu þrelditlar, ungar stúlkur og konur hug- rakkar gegn ægilegum rándýrs- tönnum og klóm villidýranna og hræðilegum píslum píningar- tækjanna, og í slikri trú lögðu menn líf sitt í liættu, er þeir báru gleðiboðskapinn og hina kristilegu siðmenningu út á meðal mannæta og villanianna. Það var þessi trú á eilíft lif í annari og fullkomriari veröld, sem var og er kjarni kristin- dómsins, og sá kristindómur hefir ekki brugðist og getur aldrei brugðist. Kenning Krists lagði að visu allmikla áherslu á þotta líf, en aðal áhersluna á ■r annað líf, og enn er þetta ein- asta bjargráð heimsnlenningar- innar, að liún verði annars- heimshugar. Annars getrir liún hrapað aftur nær sem helst nið- ur i villimensku frummannsins. Þetta jarðlif vort er stutt, og það er efcki aðalatriðið. Eilífðin er löng og hún er aðal atriðið. ( Þetta var viðhorf kristindóms- | ins til lífsins. Kristur sagðr: „Hræðist ekki þá, er Iíkamann deyða, en geta þó ekki líflátið sálina“. Jarðneskt böl getur ver- ið álakanlegt. Hitt var þó í aug- um Krists langt um ógurlegra, að vera ekki liæfur fyrir eilíft líf og hinn annan lieim. Þess vegna gaf hann mönnunum liið mikilvægasta og besta — trúna á annað líf og eilíft líf. Hann gaf mönnunum einasta vopnið, cr gerði þá að þeim hetjum, er þorðu að liorfa hugrakkir fram- an í dauðann. — Þetta er fyrst og fremst kristindómurinn. 8. Ef framanskráðar liugleiðing- ar liafa við næg rök að styðjast, þá er það ljóst, að þjóðirnar hafa -—- suriiar þeirra — mist trú á hinum fyrri hugsjóna- stefnum sínum. Lýðveldið var hinn bjarti draumur þeirra um heim stjórnmálanna. Trúarlif kristindómsins átti að vera sá andlegi aflgjafi er fullkomnaði menn og leiddi þá til Guðs og íriðarrikis hans. Á háðum þess- um leiðum þóttust menn nú vera vonsviknir, og var þá horf- ið geist inn á nýtt svið, en ekki að sama skapi gætilega, og hef- ir afleiðing þess orðið liinn voðalegasti afturkippur í cin- ræðis og hernaðaráttina. Hávað- inn varð svo mikill og bægsla- gangurinn í þeim, sem töldu kristindóm og liið fyrra skipu- lag liafa brugðist, að ljónið vaknaði, og nú hafa þjóðirnar á ný skoífið af ótta. Hér liggur þá fyrir að svara siðustu spurningunni, sem þetta erindi fjallar um: Hvers vegna liafa menn hrópað svo hárömaá félagslegar unibætur? AS þessui liggja þrjár megin ræfur. Tvær sterkar og góðar, en eiri fúm og rotin. Hinai’ tvær heitÍK'igðis og góðu orsakir, sem að þessari kröfu liggjá, erli þessar: I fyrsta lagi, er hin mikla þörf, sem aÐir hugsandi menn sáu. Rangsleitn- in var himinhrópandí. Mffcili þorri manna bjó við ill kjör, takmörkuð réttindi og sfcorL Ó- jöfriuðurinn var áberandí oghin aðkallandi þörf á melri jðfnuði liratt af stað sterkum átöknuK. t öðru lagi var mönnum orð- ið það ljóst, að öll sjálfsbetrim einstaldingsins á erfitf uppdrátfe- ar i ranglátu og spilfts þ>jöð- skipulagi og félagslífí. Að gsrBt rnenn vel úr garði andlega og líkamlega, svo að sannýr og vel- mentir menn geti heitið, er erf- iít ef umhverfið og lifskjöríítJ eru spillandi. Það er: erfítt að ala upp siðferðilega heilhrigðæ eiristaldinga i ranglátu ogspiHuí félagslifi. Mönnum er orðið það Ijóst, að ekki stoðar að prédikai- og heimta af mönnum að þenr bati sig, heldur verði að búa hverjmn og eirium sæmilég Kfs- kjðr og viðunandí umhverfi, ef: slíkf á ekki að eyðileggja sjálfst-- betrunar viðleituL manna:. Skuggahverfi stórhorganna* hafa reynst gróðrarreitir vand- ræðalifs, sem staðið hefir hei¥- brigðum þroska Iij<’jðféTagslns fyrir þrifum og valdið úrkynj- un. I þessum skuggahverfun® hefir mannfjölgunin verið mesL en lífskjörin og uiipcldisskilyrð- in versf. Hér eru þvi tvær sterfcar ogf réttmætár ástæður fvrir MnnE hávjcru kröfu siðari tíma um fó- lagslegar umbætur. En fjá er- eftir að nefna þriðju orsöfcina þessa, sem eg kalláðl ýþifUf’ rotnu og fúnu rót. Hín yíðfseba' og sterka hreyfing, sem Teggui’ aðaláhérsl.upa á félagsíegar. mn- Frh. á 8..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.