Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 28.06.1939, Blaðsíða 4
VlSIR Miðvikudaginn 28. júní 1939. IÞROTTASIÐA VISIS PRESTARNIR SIGRUÐU BLAÐAMENNINA. Þ. 14. júní s.l. fór fram ný- stárlegur. knattspyrnukapp- leikur í Sönderborg á Als milli suðurjóskra presta og blaðamanna. — Áhorfendur voru 2000 og skemtu sér pryðilega. I lok fyrra hálfleiks höfðu blaðamennirnir eitt mark yf- ir, 2:1, því að prestarnir voru dálítið „nervösir“ í byrjun. En í seinni hálfleik gerðu klerkar svo fimm mörk, en blaðamennirnir ekkert. Allur ágóði af kappleiknum rann til góðgerðastarfsemi. Hverni væri að blaðamenn í Reykjavík og prestar af suðvesturlandi reyndi meö sér einhvemtíma á næstunn? Efast nokkur um að þar yrði skemtilegur leikur, með tilþrifum og öllu tilheyrandi, og nokkrum þúsundum á- horfenda? Knattspyrna Svíar og Litháar keptu í knattspyrnu í Karlstadt í Sví- þjóð, sunnudaginn 11. júní. — Svíar sigruðu með 7:0, eftir 4:0 í liálfleik. * í þessum mánuði kepti líð frá Luzern í Sviss við Hálsingborgs Idrottsförening, og sigruðu Sví- arnir með 4:2, eftir 2:1 í hálf- leik. * Enska landsliðið — bæði at- vinnu- og áhugamenn —sem er á ferð 1 Suður-Afríku, tapaði í Transvaal með 0:1. * B-lið Sviss og Ítalíu keptu ný- lega í Zurich og sigruðu ítalir með miklum yfirhurðum með 7:1. * Landslið Jugoslava hefir ver- ið á ferð í Vestur-Evrópiu og kept meðal annars í Amster- dam við landslið Hollendinga. Hollendingar háru sigur úr býtum með 4:1. * ítalska landsliðið kepti við Búlgara í Bukarest um miðjan mánuðinn og sigraði með 1:0. * Stjórn F.A. í Englandi — þ. e. að segja enska k náttspyrnusam- bandsins, — liefir samþykt að framvegis skuli allir keppendur hera tölumerki á bakinu, til þess að auðveldara sé fyrir á- horfendur að þekkja þá. * Stjórn skoska knattspyrnu- sambandsins hefir samþykt, að frá næsta leikári verði aðeins 18 félög í livorri „league“-kepni, en hingað til hafa þau verið 20 í hvorri. * Norðurlandakepnin í knattspymu. Eins og lesendur Vísis vita, urðu Danir Norðurlandameist- arar i kepninni, sem fór fram á dögunum í sambandi við af- mælishátíð D. B. U. Var kept um gyltan silfurbikar, sem er 27 sm. á hæð og vegur 3 kg. Verðið er 1200 kr. — Þá fékk liver leikmaður í því liði, sem sigraði, gullmedalíu, en til vonar og vara lét D.B.U. búa til 22 slíkar medalíur, ef svo skyldi fara, að úrslitin yrði jafntefli. Míllilandaknatt- spyrna Norðurianda á næsta ári. Meðan knattspymumót D.B. U. stóð yfir í Kaupmannahöfn voru ákveðnir millilandaleik- irnir í knattspyrnu fyrir Norð- urlönd á næsta ári. Þeir fara fram sem hér segir: 16. jún.: Svíþjóð—Danmörk. (Aukaleikur). 21. júní: Noregur—Finnland. 3. júlí: Finnland—Danmörk. 29. ágúst: Finnland—Svíþjóð. 15. sept. Noregur—Danmörk. 6. okt.: Svíþjóð—Noregur. 20. okt.: Danmörk—Svíþjóð. Það landið, sem fyr er nefnt, leikur heima. Fi'jáliiir íliróttlr. Á móti, sem fram fór í Róma- horg fyrir skemstu, náðust m. a. þessi afrek, sem mega teljast mjög góð: Lanci hljóp 400 m. á 47.4 sek., Bini náði 15.01 m. i þrístökki, Maffei 7.54 í lang- stökki og Romeo 4.05 m. i stangarstökki. * Pekuri kepti nýlega í 5000 m. Idaupi í Helsingfors og sigraði. Hann rann skeiðið á 14:25.6 mín. og er það fjórði besti timi í heimi, sem náðst hefir í þessu hlaupi. Kusoczinski (Póll.) varð annar á 14:30.2 mín. Tveim dögum síðar var kept í þessu hlaupi í Stokkhólmi. Þá sigraði Kusoczinski á 14:24.2 mín. og setti þar með nýtt pólskt met, en annar að marki varð Svíinn Tillmann á 14:24.8 mín. og er það nýtt sænskt met. * Vísir hefir áður skýrt fx-á því, að Máki hafi nýlega sett nýtt heimsmet í 5 km. hlaupi, á 14:* 08.8 mín. og þar með lækkað heimsmet Lethinens um 8.2 sek. Næstur Máki varð Pekuri á 14:16.2 mín. og hljóp hann því einnig undir hinu gamla heimsmeti. * Þýski hlauparinn Harbig hljóp um daginn í Leipzig 200 m. á 21.5 sek. og 400 m. á 47.4 sek. * Á móti í Pisa setti Lanci um miðjan mánuðinn nýtt ítalskt met í 800 m. hlaupi. Rann Lanci skeiðið á 1:49.5 mín. * Þýskt mót í frjálsum íþrótt- um fór nýlega fram á Olympíu- leikvanginum í Berlin og náð- ust allmörg góð afrek, og þar á meðal þessi: Busse vann spjótkastið á 70.15 m., Stöck kúluvarpið á 15.66 m. Á móti i Hamborg náðust m. a. þessi afi-ek: 800 m.: König á 1:54.0 mín., 1500 m.: Felleivs- mann 3:55.6 mín., 5 km.: Fell- ersmann 14:55.6 mín. og 400 m. grindalilaup: Lindemann 55.4 sek. í krxnglukasti varð Sievert lilutskarpastur á 44.15 m. * Nýlega fór fram Danmerkur- kepnin í 20 km. hlaupi. Sigur- vegari varð Henning Larsen, Helsingajeyri, á 1 klst. 12:18,0 min., annar Cliristensen, K.I.F., á 1 klst. 12:28.0 mín. Sundmeistammót Evirópu 1942. Ritai’i alþjóðasambandsins, dr. Donatli frá Budapest var fyrir skemstu í Budapest í boði I danska sundsambandsins. Er | einmitt um þessar mundir verið að byggja nýja sundlaug í Val- j by í Kaupmannahöfn. Skoðaði dr. Donalh teikning- arnar að lauginni og féllst á þær að öllu leyti, þar sem þær uppfyltu allar kröfur, sem FISA (alþjóða sundsambandið) gerir til þeirra lauga, þar sem lieyja á Evrópumeistaramót. Er talið fullvíst, eftir veru Donatli í Kaupmannahöfn, að sundmeistaramót Evrópu árið 1942 verði haldið í Valhy. Ólaíur Símonarson vann 1000 m. hlaupið. Það var ágæt aðferð, til að hressa upp á áhorfendur á leikn- um á sunnud. að láta fara fram 1000 metra hlaup í hálfleik. — Met í því hlaupi á Geir Gígja,2:- 39.0 mín., sett í Khöfn 1930. Þátttakendur voru 5, 2 frá Ármanni, 2 frá K.R. og einn frá Í.R. Sigurgeir Ársælsson tók sti’ax fórustuna og fór liratt. Hélt hann forustunni alla leið, þar til 10—20 m. voru eftir að marki. Sigurgeir kornst um 40—50 m. á undan hinum fjórum, en næstur honum kom Sverrir Jóli. og Ólafur Símonarson. Leit út fyrir að Sigurgeir mundi vinna auðveldlega, en þegar rúnxur lxálfur hringur var eftir, tók Ól- afur á sprett með afarlöngum skrefum. Dró hann óspart á Sigurgeir, sem var orðinn þeyttur vegna hraða þess, sem liann hafði lialdið og fór Ólafur auðveld- lega fram úr honum. Sverrir varð þriðji. Mín. 1. Ólafur Símonars. (Á) 2:41.2 2. Sigurg. Ársælsson (Á) 2:42.2 3. Sverrir Jóh'. (KR) 2:49.5 Í.R.-ingurinn varð fjói'ði. Út aí íþrótta- yíirlitinu. Ýmsir hafa spurt urn hvers vegna kappgangan, marathon- hlaupið o. fl. liafi ekki fylgt með í yfirlitinu, sem nýlega er lokið. Því er til að svara, að svo sára- fáir liafa kept i þessurn grein- um (t. d. að eins einn í mara- thonhlaupmu), að liálfbroslegt er að koma með „yfirlit“ yfir afrek þeirx-a. Auk þess átti yfir- litið aldrei að ná yfir nema aðal- greinar frjiálsra íþi’ótta, eða þær greinar, sem lielst eru stundaðar hér og finska stigataflan nær yfir. Þó er ekki alveg fráleitt, að siðar meir kunni að konxa yfir- lit yfir gönguna, boðhlaupin, fimmtarþraut og tugþraut, beggjahandaköst og atrennu- lausu stökkin, ef þess verður sérstaklega óskað. Annars eru þetta greinar, sem fyrir löngu er hætt að iðka nema þrautim- ar. Um tugþraixtina er það að segja, að aldrei hefir verið kept i henni opinberlega, þótt tvö met hafi verið staðfest í lienni. Keppni í henni hefir að eins far- ið fram á innanfélagsmótum Ármanns og K.R., alls 3svar. — Íþi’óttasíðan mun svo í haust eða um áranxót birta lieildarár- ángur súmarsins í frjálsum íþróttum sem öðru. Bergmál. Menn væntu sér mikils af konxu Islingston Corintliians hingað, bæði þeir, senx leggja stuixd á knattspyrnu og þeir, sem láta sér nægja að* liox-fa á félögin keppa. En það hefir far- ið öðru vísi en nxenn bjuggust við, eftir þá siurför, sem þetta félag fór umhverfis jörðina 1937—38. í þeirri för fóru fram 95 leikir og töpuðu I.C. aðeins 8, gerði 19 jafntefli og vaixn 68 leiki. En livað orsakar þá þetta, að I.C. tekst ekki að vinna hér annað en algjörlega ósamæft lið i fyrra skiftið og í hið síðara með því að beita hörku? Er það af því, að við séurn svo sterkir knattspymumenn ? Það er vist óliætt að fullyrða, að það komi ekki af styrkleika okkar, heldur af hinu, að Englending- arnir hafi ekki húist við neinni mótspyrnu hér. Það var líka svo, að þegar sunxir af Eixglendiixunum lögðu upp i þessa för, þá liöfðu þeir liinar furðulegustu hugmyndir unx Ísland. Þeir munu því ekki lxafa gert ráð fyrir að þeir þyrfti að sexxda hingað nema svo senx 3—4 góða menn og svo væi’i sama hverjir aðrir væi’i í liðiixu. En nxargt fer öðru vísi en ætlað er, og svo fór hér að þessu sinni. Þeir lxittu fyrir knattspyrnumenn, sem kunnu sitt af hverju og ekki nægði það eitt til að sigra, að vera frá „föðurlaixdi“ knattspyrnunnar. En nú er fylgst með því með nxikilli athygli í Eixglaixdi, hvernig för I.C. gengur, hversu sigursælir þeir eru og það er. félaginu afarnauðsynlegt, að það fari ekki halloka hér. Það yrði svo mikill álitslxnekkir fyr- ir það, að það er ekki víst lxvort það liefði oi'ðið jafn eftirsótt sem áður til heimsókna. Þetla er orsökin e. t. v. til þess, að I. C. leikur af nokk- urri hörku, ef það gæti orðið til þess að þeir sigruðu, — og þá helst með miklum marka- fjölda. Íþróttasíðan hefir hlerað það hjá mörgurn, að þetta er þeirra skoðun á þessu máli. Exx frá sjónarmiði Exxgleixd- inga horfir það þaixnig við: Þeir konxa hixxgað til að sýna knatt- spyrxxu og er alveg saxxia hvort þeir tapa eða viixxxa, ef för þeirra her þann árangur, að ís- lexxdingar geti lært af heixni. En í Englandi er tekið hart á öll- um óleyfilegunx brögðum. Það er ekki gert liér, svo að þegar nienn fá að beita þeim óátalið, þá vilja Englendingarnir verða fyrri til, til þess að ná fremur knettinunx og er það að eixxs eðlilegt. Frjáls-íþróttamenn sanna rétt sinn að fá tafariaust æfingavöll. Á íþróttavellinunx í gær, sem endranær, var knattspyrnu- kepprii, exx i þetta simx keptu Víkingur við „eixska heinxs- fræga“-flokkinn, sem hingað er fenginn, til eftirbreytni fyrir Íslendinga. En skyldu menneiga von á góðu lijá íslensku kixatt- spyrnumönnunum, ef margir slíkir „heimsfrægir" flokkar koma til landsins, senx virkir knattspyrnukennarar. Eða skyldi vera margir áhorfendur senx hrópa til dómarans að slita leiknum 16 mínútum af seinni hálfleik, eins og eg heyrði að áhorfendur gerðu í gær? í Iiléinu á eftir hálfleik gafst láhorfendum tækifæri að sjá einn þátt af frjálsíþróttum, 1000 metra hlaup. Árangurinn i þess- ari fögru, drengilegu keppni var sá, að aldrei á íslandi hefir þessi vegalengd verið hlaupin á skemri tíma, svo vitað sé, og má það dásanxlegt heita, þegar miðað er við þessar hörmunga- aðstöðu senx þessir hlaupagarp- ar liafa við að búa, og raunar allir frjálsíþróttamenn í Reykjavík. Eg hefi áður í stuttri blaða- grein drepið á það, að frjáls- íþróttanxenn væru lxornreka nxeð æfingar á íþróttavellinum vegna knattspyi-nunnar, og þetta fer dagversnandi. Jafn- franxt má benda á að hlaupa- hrautin er svo lxörð, að það er stór varasanxt að æfa sig á lienni. Það eru litlar líkur til að fætur mannanna verði ó- skenxdar, ef æfingar verða látn- ar fara þar fram lengur. Verð- ur þess vegna tafarlaust að koma upp æfingavelli, en þó fullkomnum velli, fyrir frjáls- íþróttamenn, og einlxvern næsta dag verður opinber umræðu- lundur haldinn að tilhlutun íþróttaráðs Reykjavíkur unx þetta nxál. Einnig verður .reynt að safna sjálfboðavinnu til íþróttavallar. Geta þá bæði fé- lög og hið opinbera séð, að það er meira en sanngjarnar kröf- ur, senx frjálsíþróttamenn gera í þessu atriði. Þegar góður völlur er feng- inn, verður ekki langt að bíða að Reykvíkingar og aðrir ís- lendingar fái tækifæri til að sjá heinxsfræga íþróttamenn — í orðsins fylstu merkingu — keppa við íslendinga í alhliða þroskandi og fögrum íþrótta- greinum Iiér á íslandi. 26. júni 1939. Stefán Runólfsson. 11 íl. í K. R. boðið til Færeyja. —o--- „Ilavnar BoItfelag“, eða Knattspyrnufélag Þórshafnai’, hefir boðið 2. fl. K. R. til að lxeimsækja sig í ágústmánuði, en 2. flokkur er nýlega tekinn til starfa í Færeyjum. Er svo ráð. fyrir gert, að K.R.-ingar leggi af stað héðan 24. ágúst, en ferðin tekur alls 12 daga, þar af 8 daga dvöl í Færeyjum. Verður kept 3svar sinnum. Óráðið er enn hver verður fararstjóri. Porto Rico. lieimsmeistari í bantamvigk sést hér vera að æfa sig í Porto Rica. Ónákvæmni í íþróttafréttiím. Það má heita óviðkunnan- legt og jafnvel óþolandi lxve dagblöð, íþróttablöð og leik- skrár eru ónákvæm og kæru- laus í frásögnum sínunx um frjálsar íþróttir. Stafar þetta einkum af kæruleysi og þekk- ingarleysi þeirra, sem birta fréttirnar. Eins og kunnugt er fara all- flestir eftir blöðuxxx eða prent- uðu máli, þegar unx íþrótta- fréttir er að ræða. Jafnvel sjálf- ir keppendurnir trúa betur blöðununx en eigin minni. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru það blöðin, sem aðallega geyma úrslit og frásagnir um iþróttanxót, því aðeins endrum og eins eru sendar skýrslur til í. S. í. og þá oftast ófullkomn- ar. — Fréttaritarar og forustumenn i frjálsunx íþróttunx lxljóta þvi að sjá, að á þeim hvílir tölu- verð ábyrgð. Er þvi þess vegna vinsamlega heint til þeirra, að þeir reyni eftir megni að vera nákvæmir i frásögnum sínum og aðeins hirta það* „er sannara reynist“. Afrek í frjálsum íþróttum eru nú einu sinni mæld í mtr. og tínxum, svo það nxá lieita liart, að þessar fáu tölur skuli ekki fá að haldast óáreittar í blöðunum. A. nx. k. álit eg i- þróttafrélt nxeð röngum tölum algerlega einskis virði og jafn- vel til ógagns. Eg nenni ekld að telja upp hin mörgu dæmi um villur í blöðum og leikskrám, en þær hafa altaf skenxt gildi fréttar- innar og stundum gert enn verra. Eg ætla ekld að hafa þetta lengra að sinni, en vona að hlutaðeigendíur geri si^t besta til þess að bæta úr ástandinu. J. B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.