Vísir - 07.07.1939, Síða 3

Vísir - 07.07.1939, Síða 3
Föstudaginn 7. júlí 1939. VISIR 3 Lúðvík Kristjánsson, Verður s j ómenskusýningin upphaf að sjóminjasafni sem verður heildarmynd útvegsins ? Húsrými ex fyrir hendi í Fiskiíélagshúsinu, en fjárskoriur hamlar framkvæmdum. Ritstjóri Ægis, Lúðvík Kristjánsson, kennari, hefir góðfús- lega leyft Vísi að birta eftirfarandi grein, sem hann hefir skrifað í síðasta hefti Ægis. Mái það, sem hér um ræðir, verð- skuldar fyllilega athygli almennings, en Ægir er því miður í of fárra manna höndum. Sjávarútvegurinn hefir verið undirstaðan að velmegun allra íslendinga, og á án efa eftir að verða það um langan aldur. Hann hefir tekið stórstígari og örari breytingum en allir aðrir atvinnuvegir vorir, og margt af því forna er að grafast í gleymsku, ef nútíminn viðheldur ekki minnigu þess. Sjóminja- safni þarf að koma upp og það sem allra fyrst, þar sem skráð er saga sjávarútvegsins í munum og minjum og almenningur á greiðan aðgang að. Þegar Hitler varð fimtugur, þegar Páll ríkisstjórnandi Júgóslavíu kom í lieimsókn lil Berlín og við önnur slik meiri liáltar tækifæri, eru haldrar hersýningar miklar. Hér sést, er herdeild fer um götur Berlínar í hrynvörðum bifreiðum. Myndin var tekin á 50. afmælisdegi Hitlers. Fiskveiðasaga Islendinga hefir eigi enn þá verið skráð, en hún er, eins og fle'stum mun kunnugt, önnur merkilegasta uppistaðan í atvinnusögu þjóð- arinnar. Þjóðliáttum til sjávar hefir heldur ekki verið safnað saman i eitt, og er þó þar um að ræða mjög frjóan akur, sem fóstrað hefir sérkennileik og fjölbrigði í hugsun og athöfn- um liins isl. alþýðufólks, er fyrr og síðar hefir búið við sjávar- siðuna. Og fram til þessa liafa flestir þeir munir, er snerta sögu fiskveiðanna, verið látnir tínast eða ílækjast liingað og þangað og stórskemmast, í stað þefss að safna þeim saman á einn stað, svo að jieir mættu varðveitast og verða eftirlifandi kynslóðum áþreifanlegur vott- ur um þau áhöld og þann far- kost, sem íslenskir sjómenn liafa átt við að búa fyrr og sið- ar. — Hér eru mikil og me’rki- leg verkefni óleyst, sem verður að gera full skil hið bráðasta, vegna þeirra stórkostlegu Ijreytinga, sem orðið hafa á þessum liætti atvinnuvega vorra undanfarna fimm áratugi. Fæstum mun blandast liugur um, að af þessu þrennu, sem bér liefir verið nefnt, liggur næst fyrir að safna saman öll- um þeim minjum, er snerta fiskveiðar og farmensku Is- lendinga, því með hverju ári sem líður eyðileggur tönn tím- ans og liönd liirðuleysisins ótal gripi, sem mikil eftirsjá er i og ekki mun auðve'lt að fá aftur. Vitanlega eru fjöldamargir ó- metanlegir munir farnir fyrir garð tortímingar, en við því er ekkert að segja úr því sem komið er. Nú verður að bjarga því sem bjargað verður og má ætla, að margir verði til þess að leggja hönd á þann plóg. Eg ætla, að Sveinbjörn Egil- son fyrrv. ritstjóri, liafi myndað orðið sjóminjasafn, og hann mun fyrstur allra ísl. manna, svo eg viti, hafa skrifað um slikt safn. Fyrsta grein Svein- bjarnar um þetta mál birtist i „Ægi“ árið 1922. Kristján Bergsson, forseti Fiskifélagsins, ritaði greinar um fiskiminja- safn á árunum 1926—27 og ár- ið 1934 skrifar Sveinbjörn aft- ur tvær greinar um þetta efni. Mér er ekki kutinugt um, að þesu máli hafi verið lireyft frek- ar opinberlega, nema í sam- bandi við húsbyggingu Fiskifé- lagsins, sem siðar mun getið, og nú nýverið í Morgunblaðinu og Vísi, vegna sýningar þeirrar, sem opnuð var í Markaðsskál- anum á Sjómannadaginn. Má nokkuð af þessu marka, hver áhugi manna hefir alment verið fyrir jxíssu máli. Sýning- in í Markaðasskálanum, sem er að ýmsu leyti merkileg, virðist liafa ýtt við mönnum, en livort hún hefir vakið slikan áhuga fyrir sjóminjasafni, að nú á næstunni verði liafist lianda um stofnun þess, skal látið ósagl. En fari svo, sem vonandi er, að upp af henni rísi hið ísl. sjó- minjasafn, þá mun hún lengi varða talinn merkilegur atburð- ur í menningarsögu íslands. Þegar liús Fiskifélagsins var re’ist, var efsta hæð þess innrétt- uð með það fyrir augum, að þar yrði komið fyrir sjóminjasafni, þegar þess gæfist kostur. Er þarna um stórt og gott húsrúm að ræða fyrir slikt safn. Salur sá, sem ætlaður er safninu, er rúmir 195 m2, auk þess ér 17,6 m2 stór gangur, þar sem koma mætti fyrir myndum og hnu- ritum, og loks er allstórt skrif- stofuherbergi. Salur þessi liefir verið þiljaður sundur með laus- um skilrúmum, sem auðvelt er að taka burtu. Húsrúm þetta hefir undanfarin ár verið leigt fyrir skrifstofur. Það sem veld- ur því, að þetta liefir fram til þessa ekki verið tekið undir sjó- minjasafn, er að starfsfé félags- ins hefir verið svo við neglur skorið, að það hefir orðið að leigja út þetta húsrúm, svo að húsið gæti staðið undir sér. Ó- hætt mun að fullyrða, að þessi salarkynni eru að öllu leyti beppileg fyrir slíkt safn, sem hér er um að ræða og að þau muni laus fyrir safnið, hvenær sem er, svo framt sem félagið fær aukið starfsfé sitt um þá sömu upphæð, sem það fær nú fyrir þetta húsrúm. Þegar um það er að ræða, að stofna sjóminjasafn, verður vit- anlega að gera sér ljóst, hvaða kostnað slíkt mundi hafa í för með sér. Eg hefi gert lauslega áætlun um árlegan kostnað við slíkt safn, og er hún miðuð við það, að safnið yrði i þeim húsa- kynnum í Fiskifélagsliúsinu, sem fyrr hefir verið lýst. Húsaleiga ............ 7200 kr. Hiti .................. 500 — Ljós og hreingerning 1200 — Gæsla og uppsetning 2000 — Iiaup muna ........... 1100 — Alls 12000 kr. Eg býst við að hér sé frekar áætlað varlega en liitt. Aulc þess mundi svo verða nokkur stofn- kostnaður, sem ekki er unt að áætla með neinni vissu. Hér er við veruleikann að stangast, og vill nú ríkissjóður leggja af mörkum þetta fé? Þegar litið er á það, að sjáv- arútvegurinn leggur drýgstan skerfinn í hirslur ríkissjóðs, bæði beint og óbeint og liér er um að ræða að vernda alt það, sem unt er og snertir fiskveiðar og farmensku Islendinga fyrr og nú á þjóðmenningarlega vísu, þá verður að vænla þess, að fé þetta sé laust fyrir. Gamli og nýi tíminn eiga að lialdast i hendur á þessu safni; það á að vera skýr heildarmynd af hinum ytri ramma þess at- vinnuvegar, sem velferð þjóðar- innar hvílir á öllum öðrum at- vinnuvegum fre'mur. Þangað eiga innlendir og erlendir menn að sækja fræðslu og hið unga ísland hvers tíma á þar að geta sannfærst um, að nútíminn stendur jafnan á öxlum fortíð- arinnar, ef svo mætli orða það. Kirkjuþrengslm. Eg fór i kirkju á sunnud. annan er var (ásamt svo mörg- um sem kirkjan frekast rúm- aði), en ekki var vandræðalaust að komast þangað eða hljóð- leiki svo mikill sem vera bar við jafn hátíðlega athöfn og vígsla síra Sigurgeirs var. En ekki er það vansalaust fyrir okkur Reykvíkinga, að kirkjan er svo lítil að fleiri hundruð verða frá að hverfa þeim guðs- þjónustum sem liklegastar eru lil að efla trú fólksins. Svo er verið að fárast um trúleysi fólksins og siðspillingu. — Við yorum þrjár sem fylgdumst í kirkjuna sunnud. annan er var og vorum komnar að dyrunum 20 mínútum áður e!n messa átti að hefjast. Þar urðum við svo að standa ásamt liundruðum manna. þar til prestar voru gengnir í kirkju, ruddust þá ýmsir undir kaðalstreng þann er notaður var til að varna fólki inngöngu í guðshúsið, enda annað hvort að gera eða liverfa heim aftur. Nú er svo áslatt hjá mér, að eg hefi ekki viðtæki, svo eg tróð mér í liópinn sem inn fór, þ. e. a. s. upp á tröpp- urnar, eftir það var eg borin, eins og gengur í þröng. Einn lögregluþjónn spyrnti liendi við öxl minni — mér datt í hug að þakka komplimenlin en mint- ist þess að eg var i kirkju og að eg hafði lieyrt að ekki mætti tala við lögreglu þannig, ,og liætti því við. Yndislegt var að vera í kirkjunni, þó að ysinn vegna þrengslanna truflaði mik- ið. — Er eg kom heim sagði einn af þeim sem frá varð að hverfa, við mig: „Það er í fyrsta skifti á ævi minni, sem eg liefi séð lögreglu með strengdan kaðal lil að varna fólki inn- göngu í guðshús“. — Hvað á þetta lengi svo til að ganga? Það eru 10 ár siðan próf. Sig. Síverlsen sagði, að á Skóla- vörðuholtinu ætti að lcoma„veg- legasta kirkja þessa lands“. Þá strax og oft síðan liafa margir gefið í sjóð í þeirri von að það yrði gert, — já, væri þegar gert, — en livað veldur því, að ekk- , ert er gert? — Hjálpfúsir eru j Reykvíkingar, og ekki be!r vont tré góðan ávöxt. G. G. Riíaukaskrá Lands- bókasafnsins. Nýlega er útkomin ritauka- skrá Landsbókasafnsins fyrir árið 1938 og er henni liagað eins og að undanförnu. Við árslok var bókaeign safnsins 145713 bindi en liand- rit 9071. Af prentuðum bókum liefir safnið eignast s.l. ár 3031 bindi, þar af, auk skyldueinlaka, 1486 gefins. Má þar sérstaklegabenda á hina höfðinglegu gjöf George Jorcks, ræðismanns Danmerk- ur og íslands í Monaco, er liefir augðað safnið með mörgum og merkilegum vísmdaritum, er það hefir skort fé til að kaupa. Handritasafnið liefir aukist um 255 bindi, þar af er safn Hann- esar Þorsteinssonar 196 bindi. Gefið liafa: Jón Jónsson Gauti, 8 bindi, og Eyjólfur Gíslason Vestmannaeyjum, Guðbjörg Stefánsdóttir Garði, Júlíus Bjarnason bóndi að Leiru, Krist- ján Guðlaugsson ritstjóri og Þórður Thoroddsen læknir, eitt bindi liver. Gestir í lestrasal hafa verið 18.469 á 299 starfsdögum. Á sérlestrarstofu voru lesendur 310, lánaðar bækur 38, handrit 123. Á Þjóðskjalasafn, Þjóð- minjasafn, Náttúrugripasafn og sænska herbergið voru lánaðar 349 bækur og 84 liandrit. Erlendum söfnum voru lánuð 5 handrit, en fengin að láni 9. Á útlánssal voru lánuð 8963 hindi, en lántakendur voru 750. Frá aðalfundi í. S. í. Auk þeirra mála, sem fyrir voru tekin á aðalfundi I.S.I., og Vísir hefir áður skýrt frá, voru eftirfarandi málefni rædd í lok fundarins. íþróttasvæðið við öskjuhlíð. Um það mál liafði fjallað nefnd frá deginum áður. Lagði hún til: 1. Kosin yrði 5 manna nefnd til að sjá um framkvæmd í málinu í sumar, brjóta land undir knattspyrnuvelli og æf- ingasvæði fyrir frjálsar íþróttir. 2. Athuga skilyrði um íþrótta- svæði á hentugum stöðum annarsstaðar í bænum. 3. Safna gögnum um rekstur og kostn- að slíkra valla. 4. Að athuga nú þegar rekstur núv. íþrótta- valla til að bæta úr því sem mest er aðkallandi með sér- stöku tilliti til bætlra skilyrða til æfinga fi’jálsra íþrótta. Till. var samþykt og nefndin kosiri. Samþ. var till. frá stjórn I. S, í. um að skora á hæjarstjórn og ríkisstjórn að beita sér fyrir- byggingu fullkomins leikvangs á hinu fyrirhugaða íþrótta- svæði. Var skorað á þessa að- ila að sameinast um málið og liefja lTamkvæmdir sem fyrst. íslenska glíman. Um endurreisn hennar urðu allmiklar umræður og nokkrar fillögur samþyktar þar að lút- andi. Var samþykt að stjórn I. S. 1. skipaði nefnd glimumanna lil að gera endurbætur á reglu- gerð þeirri, sem um glimu gild- ir, og var gert ráð fyrir að ný reglugerð yrði staðfest áður en æfingar byrjuðu fyrir alvöru í vetur. Að umræðum um þetta mál loknum þalckaði varafor- seti I. S. 1. Erl. Pálsson fulltrú- ununx vel unnið starf og gat þess að fundur þessi hefði um margt verið sá besti aðalfundur I. S. I. er hann hefði setið. Frá Hvanneyri. Laugardaginn 24. júní var haldið nemendamót að Hvann- eyri og aðalfundur nemenda- sambandsins Hvanneyringur. Voru þar mættir á 3. hundrað Hvanneyringar. Formaður Hvanneyrings, Runólfur Sveinsson, skólastjóri, setti fundinn og kvaddi til fund- arstjóra Bjarna Ásgeirsson al- þingismann. Tilnefndi hann sem skrifara þá Kristján Guð- mundsson á Indi’iðastöðum og Þoi-stein Sigurðsson á Vatns- leysu. Þessar voi’u helstar gerð- ir fundai’ins: Guðnxundur Jónsson kennai’i skýrði frá störfum stjórnarhm- ar það timahil, sem hún hefir stai’fað, en það var frá aðal- fundi Hvanneyrings fyrsta sum- ai’dag 1937. Voru þessi helst: Árið 1937 keypti stjórnin fyr- ir hönd Hvanneyrings ritið Bú- fræðinginn og gaf það út það ár. Var það liinn fimti árgang- ur ritsins, en hinir 4 árgangar ritsins höfðu verið gefnir út fjölritaðir. Árið 1938 tókust samningar við Ilólameiin um útgáfu Búfræðingsins. Keyptu þeir ritið að hálfu og gáfu út hinn 6. árgang 1939. Munu neniendasanxbönd bændaskól- anan fyrst um sinn gefa Bú- fræðinginn út til skiftis annað- livort ár. Nokkrar umræður urðu um Búfræðinginn og kom fi'ain ánægja um útgáfu hans og stefnu. Óskaði fundurinn eft- ir, að jafnfranxt áframhaldandi útgáfu hans yrði unnið að þvi, að prenta hina eldri árganga, sem nú eru flestir upp seldir, eða því senx næst. Einnig sam- þykti fundurinn að fela stjórn Hvanneyrings að útnefixa tvo Hvanneyringa i hverri sýslu á landinu til þes að vera ritstjórn Hvanneyrings til aðstoðar með fréttir um jarðyrkjufram- kvæmdir, störf og heimili Hvanneyi’inga o.fl. Kom það á- lit fram, að æskilegt væi’i, að finxta hvert ár væi’i i Búfræð- ingnuni birt yfirlit um störf og heimili Hvanneyringa. í öðru lagi liefir Hvanneyr- ingur staðið að iitgáfu minning- ari-its unx 50 áx-a starf Hvann- eyrai-skólans, senx annars kem- ur út sem séx-prentun úr Hér- aðssögu Borgarfjarðax*. Rit þella er 17 arkir að stærð, prýtt niyndum. Hvanneyringar fá það ódýrast á Hvanneyri og kostar það þar óhundið 6 krón- ur, en bundið 8 krónur. Pantan- ir sendist til Guðmundax* Jóns- sonar á Hvanneyi’i. Vei*ður rit- ið sent gegn póstkröfu, nema greiðsla sé send fyrirfram. I þriðja lagi stóð Hvanneyr- ingur að nokki’u leyti fyrir há- tíðahöldunx á Hvanneyri 24. og 25. júní í tilefni af 50 ára starfs- afmæli skólans. Smávægilegar hreytingar voru gerðar á löguin Hvanneyr- ings. Rætt var um aukningu á smíðakenslu á Hvanneyri og var samþykt, að Hvanneyringur gæfi 50 krónur til eflingar á smíðakenslu við skólann og skoi’að á stjórnarvöldin að koma því máh í beti’a horf en vei-ið hefh*. Hefir Búnaðarfélag Islands heitið skólanum 1000 krónum í þvi skyni. Á fundin- unx var stofnaður sérstakur sjóður í sama tilgangi, fyrir for- göngu Björns i Grafarholti, og lilaut hann nafnið Steðjasjóður. Einnig var rætt um vinnuvís- indi og skorað á búnaðarskól- ana að beita sér fyrir þvi, að reyndar yrðu ýmsar vinnuað- ferðir við landbúnaðarstörf. Stjói*n Hvanneyrings var end- urkosin óg skipa hana: Runólf- ur Sveinsson skólastjóri, Guð- nxundur Jónsson, kennari, og Þorgils Guðmundsson, kennari í Reyklxolti. FJELASSPRENTSHIÐiUNNAR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.