Vísir - 07.07.1939, Side 4
4
Ví SIR
Föstudaginn 7. júlí 1939.
ytéyz''/yy?^'y'yjí?y -
JirtLcaJUt?
ef yZsurtto
SUMARHATTUR,
samkvæmt nýjustu tísku. Hatt-
urinn er sniðinn á óvanalegan
hátt.
Hirðing hársins.
Hárið er talið mesta skraut
konunnar, en þó því að eins, að
það njóti sín og sé vel hirt. Ef
konur vildu fórna hársnyrtingu
svo sem 10 mín. á kvöldi, gætu
þær fegrað hár sitt svo að ekki
yrði betur gert.
Ör og óhindruð blóðrás um
hársvörðinn er aðalatriðið, og
æðsta boðorð Jæirra, sem um
Iiár sitt vilja hirða. Hársvörður-
inn og vöðvarnir, sem standa í
sambandi við hann, eiga að vera
það liðugir, að hægt sé að
hréyfa höfuðhúðina sjálfstætt.
Þið sltuluð byrja i kvöld á
líirðingu hársins með 5 mín-
útna nuddi. Þrýstið fingurgóm-
unum fast að hársverðinum og
nuddið hann í hring, án þess þó
að fingurnir strjúkist í hring á
liárinu sjálfu. Færið fingurna
til án þese að lyfta þeim frá hár-
sverðinum og notið aðeins fing-
urgómana til þess að nudda
húðiná. Nuddið þannig hár-
svörðinn allan aftur á linakka
og aftan við éyrun, þannig að
hörundið hitni alt og enginn
hlettur verði eftir skilinn. Fimni
mínútur eiga að vera alveg næg-
ar til nuddsins, en það verður
að vera þannig frámkvæmt, að
hiti hlaupi í allan hársvörðinn.
Nuddið hefir mjög góð áhrif á
taugarnar, og fegrar andlitið
sjálft, með þvi að hrukkur og
þreytusvipur hverfur og andlits-
drættirnir verða fjörlegri.
Strjúkið hundrað sinnum í
gegnum hárið með liárburstan-
um og strjúkið á móti hárinu,
þegar búið err að nudda hár-
svörðinn. Notið til j>ess harðan
hárbursta, en ekki of þéttan.
Beygið ykkur niður og látið
hárið hanga fram af enninu og
burstið það því næst niður.
Þetta er það, sem ykkur ber
að gera á kvöldin. Það e'r ein-
falt og auðvelt, en að sama
skapi gagnlegt. Það er aðeins
að hefjast handa. Hitt kemur af
sjálfu sér.
Feitt hár.
Ef hárið er fitukent breytir
það litlu þótt j)að sé þvegið oft.
Eftir örfáa daga sækir í sama
horfið. Reynið heldur að vefja
þunnu gas-bindi um burstann,
þannig að hárin gægist í gegn
um það, og strjúkið svo eins og
hundrað sinnum í gegn um hár-
ið. Skiftið um gas-bindi strax
og óhreinindi setjast á það. —
Gasbindin hafa þann eiginleika,
að þau sjúga í sig alt ryk og ó-
hreinindi úr hárinu og alla fitu.
Haldið áfram að strjúka í gegn
um hárið þar til engin óhrein-
indi setjast á gasbindið, því að
þá er hárið fyrst orðið alveg
hreint.
ljóst.
Dökkt hár og
Ef hárið er dökt og óskað er
eftir að gera það enn þá dekkra,
þá er best að þvo það upp úr
tjörusápu og skola það upp úr
vatni með dálitlu eddiki saman
við.
Séuð þér Ijóshærðar, en viljið
að hár yðar sé nokkru ljósara,
þá er ágætt að nudda hárið upp
úr 1—2 eggjarauðum. Síðan er
það þvegið úr kamillete og að
lokum upp úr sitrónuvatni. —
Vökvi úr tveim sítrónum er
settur í fat með volgu vatni og
hárið því næst þvegið.
Hvort sejn hárið er dökt eða
ljóst, er ágætt að setja dálítið
af bóraks í þvottavatnið. Það
mýkir hárið og gerir það gljá-
andi. Setjið dálítið af ediki í
það vatn, sem þið skolið hárið
seinast úr, eða dreifið dálitlu af
eddiki yfir hárið og látið það
sitja um stund í hárinu, þangað
til að þið þurkið það.
Nokkrir dropar af olivuolíu
gera hárið gljáandi, án þess að
það verði fituborið.
Flasa í hárí.
Fjöldi manns, bæði konur og
karlar, ganga með flösu, þ.e.a.s.
yfirhúðarhreistur í hársverðin-
um. Besta og eina örugga ráðið
við því er olivuolía. Hana skul-
uð þér bera i hárið í hvert sinn
áður en þér þvoið það, og láta
olíuna sitja í hárinu yfir nótt-
ina.
Skiftið hárinu með dálitlu
millibili, og núið olíunni niður
í hársvörðinni með baðmull, en
gætið þess, að olian fari ekki í
sjálft hárið. Ef þið viljið gera
róttækari aðgerðir skuluð þið
dýfa hárburstanum í olíuna og
strjúka með honum frá enni og
aftur eftir hárinu, og bursta því
næst hárið mjög vandlega.
Bindið því næst pentudúk,
eða eitthvað slíkt, uiu höfuðið,
þannig að koddaverið smiti ekki
af olíunni.
Lifandi blóm eru mikið not-
uð núna — ekki að eins til
skrauts í hári heldur og sem
armbönd, hálfestar eða skraut
á axlaböndum, eins og sjá má
hér á myndinni.
Þvoið hárið um morguninn.
Blöndun af grænsápu og
möndlusápu er ágætt að nota
við þvottinn, þ.e.a.s. dökkliærð-
ar konur geta líka notað tjöru-
sápu, ef þær kjósa heldur.
Það er best að tálga sápuna í
spæni og leysa hana upp áður,
en löginn er liægt að geyma í
flöskum. Það er auðveldara,
enda sparnaður á sápunni, að
nota hana þannig.
Háríð og sjóböðin.
Á sumrin, þegar stunduð eru
sjávarböð, blotnar hárið auð-
vekllega af sjónum, þótt þéttar
baðhettur séu notaðar, og ásetn-
ingurinn sé sá, að láta liárið
ekki vökna. Af þessu leiðir að
hárið verður dautt og gljálaust,
eða jafnvel klístrað saman. Það
eina, sem unt er að gera því til
bóta, er að skola hárið úr vatni
og setja i það dálitið af bóraks
eða eddiki. Þetta er að sjálf-
sögðu dálítið ómak, en hárið
þornar fljótlega, en best er að
láta það þorna án þess að sólin
þurki það.
Ef liárið er lirokkið, er hent-
ast að halda því yfir gufu. Guf-
an er besta lokkajárnið. Það
verður auðvelt að hagræða hár-
inu og setja það í bylgjur, og
best er að nota vangakamba til
þess.
í hitanum.
Ef liárinu hættir til að verða
dautt og fituborið i hitum, er
best að blanda saman að jöfnu
„Bayrum“, víneddiki og
rósavatni, ásamt nokkrum
dropum af „Eau de Cologne“,
og bursta liárið upp úr þessu
einu sinni á degi.
Þéttar baðhettur eyðileggja
alveg hárgreiðsluna, en ef þér
setjið hárnælur (klemmur) í
hverja bylgju, helst hárið í sín-
um skorðum, jafnvel þótt það
vökni.
Hún (einstök tildurrófa): Eg
þyrfti endilega að kaupa mér
skó úr slönguskinni — í stíl við
nýja liattinn!
Hann: Fjarri því! Vertu bara
berfætt, kona — þá er alt í lagi.
llollrád íyrir
vatnadíiir.
Augnabrúnalitur.
Þið skuluð elcki nota áugna-
brúnalit er þér farið í sund, e'n
berið dálítið vaselin á augnhár-
in, augnabrúnirnar og augna-
lokin áður en þér fariö út i vatn-
ið. í stað vaselins má einnig
nota olíu. Fegurðarmeðulin
þola ekki vatn, og það væri eng-
anveginn hentugt eða fagurt, að
koma úr kafinu með svarta
strauma um alt andlitið vegna
brúnalitsins.
Roði.
Það er hið eina, sem eg tel
að þér eigið að nota, er þér
syndið, því að roðinn er altaf
fegrandi. Notið roðasmyrsl, en
aldrei þurran roða, því að vatn-
ið „forðast“ feitina. Eplakinn-
arnar láta að engu leyti á sjá, ef
svona er faiáð að.
Vararoði.
Það er sjálfsagt að hafa vara-
roða þegar þér farið í sund.
Rauðar varir eru að minsta
kosti fallegiá en hvítar. Notið
varalit, sem er með feiti í, því
að hann lætur ekki á sjá, en auk
þess þorna varirnar ekki, ef þér
notið liann.
P. S.
Þér megið ekki gleyma and-
litslit yðar á sumrin, þótt þér
séuð sólbrendar. Þegar sólbrun-
inn kemur til sögunnar, verður
að nota dekkri liti, ekki aðeins
,.púður“, heldur einnig andlits-
roða og varalit.
HÚSRÁÐ
OG HEILLARÁÐ
Salat er hest að geyma á
dimmum stað, t. d. í pottum,
eða að liafa það vafið inn i
prentpappir.
•
Lauk má skræla eða skera
niður, án þess að fá sviða í aug-
un, ef það er gert niður í vatni
eða undir vatnskrananum. —
Lauklykl hverfur af hlutum, t.
d. hníf, er hann er núinn með
þurru salti.
• -
Heitur matur kólnar fljótt, ef
ílátið er lálið standa í sterku
saltvatni.
•
Matvara með eddiki j má ekki
geymast í málmíláti, t. d. gaff-
albitar í dósum, eftir að búið er
að opna þær, því að eddikið
samlagast málminum, en við
það geta myndast eiturefni.
•
Spínat lieldur græna litnum,
ef það er soðið í loklausum
Fptti.
Blómsturpotta, sem leka, má
þétta með bræddu parafin.
Hendurnar er gott að þvo upp
úr eddiksvatni, eftir að menn
hafa verið í moldarvinnu.
•
Sítrónur má geyma svo vik-
um skiftir, ef sag er liaft í kass-
anum, sem þær eru geymdar í.
•
Freknum er gott að ná úr
með sítrónusafa eða með per-
sille, eða að þvo þær daglega
upp úr vatni, sem persille hefir
verið látið liggja í i sólarhring.
KYIKMYNDAKÓN GURINN
Cecil B. Mille varð hættulega veikur í vor og- var lagður í sjúkra-
hús. Þrátt fyrir bann lækna sinna lét hann dag hvem flytja
sig á sinn gamla vinnustað og stjórnaði þar kvikmyndatökum,
eins og ekkert hefði í skorist. Á myndinni hjá honum er Bar-
bara Stanwyck, kvikmyndaleikkona.
MA TREIÐSLA.
Eggjarönd með grænnrejti.
4 egg
214 dl. mjólk
dálítið salt
grænmeti.
Eggin, mjólkin og saltið er
þeytt mjög vel, og sett i rand-
mót, sem smurt hefir verið með
óbræddu smjöri, — ekki of
þunnu lagi.
Mótið er því næst sett í pott
með sjóðandi vatni og lok sett
yfir, þar til eggjaröndin er full-
soðin. Gætið þess, að sjóða þetta
við hægan eld, og ekki of lengi.
Eggjaröndin er losuð úr mót-
inu með oddmjóum hníf, og
henni hvolft á kringlótt fat. Inn-
an i eggjaröndina eru settar
grænar baunir í jafningi eða
spínat, en utan með röndinni
eru setlir vafningar af reyktum
lax ecía svímjkjöti og ;'þannig
borið á borð. Þetla er mjög ljúf-
að sama skapi.
Þorskur og spínat.
Þorskleýfarnar eru settar í
mót, sem smurt hefir verið með
smjöri. Spinatlag er sett þar yf-
ir, en yfir það er lielt mjöljafn-
ingi (uppþökuðum), og í mjöl-
jafninginn hefir niðurrifinn ost-
ur verið settur. Þá er niðurrifn-
um osli stráð yfir og þvi næst
hell á þella dálitlu af bræddu
smjöri. Þá er mótið sett inn í
bakarofn og réttúrinn látinn
brúnast þar i 20 mínútur.
IIÁRFLÉTTlJIft
við ísl. og útlendan búning
i miklu úrvali. Keypt sítt,
afklipt liár.
ttárgreiðslDstofan
PERLA
Bergstaðastr. 1. Sími 3895
Creme og
húðolía
veita hina öruggu vörn gegn hverskonar
skaðlegum áhrifum lofts og vatns.
GLEÐI SUMARFRlSlNS og vellíðan verð-
ur meiri, ef þér munið að taka N I T A-
CREME og HÚÐOLfU með í fríið.
*
Inisar siiiávörnr íil
(irkifæri§g:| af a.