Alþýðublaðið - 12.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaði Gefið út aí A.lþýðuflokknum. 1920 jlllsherjarverkfall i DaRmirku? Khöfn io. maí. Danska verkamannasambandið hefir með 7500 atkvæðum sam- þykt að boða verkfall [allsherjar- verkfall] vegna þess, að samningar aaáist ekki við atvinnurekendur. Japanar flytja úr Síberíu. Khöfn 10. maí. Frá London er símað, að Jap- ^anar flytji heim mikið af byssum og öðrum hergögnum, sem þeir tóku herfangi í Síberfu, og þrjár berdeildir [þær, sem þeir áður höfðu sent þangaðj hafi haldið þaðan afvopnaðar. [Skeyti þetta er mjög ógreinilegt, en þetta er ifklegasta lausnin, því eins og menn muna, eru Japanar og Rúss- ar nýbúnir að semja frið]. Zyrkir og bolsivikar. Khöfn 10. maí. Times segir, að Mustapha Xemal [tyrkneskur þjóðhöfðingi] hafi gengið í hernaðarbandalag við bolsivíka. Kjðrskrárhneykslið. Aldrei fara hér fram kosningar svo, að ekki vanti fjötda manns á kjörskrá. Og ekki bar hvað minst á þessu nú við borgarstjóra- kosninguna. , Rosknir borgarar, sem alið hafa allan aldur sinn Miðvikudaginn 12. maí 106. tölubl. hér í bæ, stóðu þar ekki, er þeir komu að kjörborði og vfldu neyta réttar sfns. Jafnvel menn, sem teknir voru gildir sem meðmæl- endur annars frambjóðandans, voru ekki á kjörskrá, þegar til kom. Þetta má ekki og á ekki að ganga svo til lengur. Það verður að krefjast þess af kjörstjórn og borgarstjóra, að kjörskráin sé gerð nákvæmlega eftir þeim skýrsl- um, sem fyrir hendi eru. En að svo er ekki, af hverju sem það stafar, sést á því, að margoft kemur það fyrir, að t. d. annað hjóna stendur á kjörskrá, en ekki hitt. Slfkt er ófyrirgefanlegt og nær engri átt, að látið sé liggja f þagnargildi. Nógum misrétti eru menn beittir samt. Það er engin afsökun, þó kjör- skrá sé Iátin liggja frammi hálfan mánuð eða svo, það er alt of stuttur tími. Og í þetta skifti stóð svo sérstaklega á, að borgarstjóri var langt frá því að vera óvil- hallur f þessu máli, þar sem hann var keppinautur annars manns, sem algerlega var varnarlaus fyrir ágengni hans. Enda sýndi það sig, þegar kosningaskrifstofurnar vildu fá afrit af kjörskrá, eins og venja er til, að skrifstofa Sjálf- stjórnar félck afritið, eins og áður hefir verið getið um, um viku áður en skrifstofa keppinautsins gat fengið hana. Borgarstjóri sá um, að alls óvanur skrifari dund- aði við það, að afrita skrána, og fékk svo keppinauturinn að skrifa kjörskrána eftir þessu afriti. Hvað sem nú öllu þessu líður, þá verður að kippa þessu í lag. Þetta má ekki eiga sér stað leng- ur. Ef ekki vill betur til, verður að fela sérstökum embættismanni, t. d. lögreglustjóra, það starf, að sjá algerlega um samning og eftirlit með kjörskránni, og verður auðvitað ekki heimtað af honum meira en það, að gera hana ýtcll- komlega- í samræmi við manntals- skýrslurnar. Jafnframt verður auð- vitað að brýna það fyrir fólki, að gæta þess samvizkusamlega, að nöfn þess standi á manntalinu. Þetta verður að gera, meðan ekki er fundið upp betra fyrirkomulag en nú er á samningu kjörskrár. Fyrir borgarstjórakosninguna reyndi Knud Zimsea að svifta fjölda sjómanna tækifæri til þess að nota kosningarréttinn, með því að vera mótfallinn því, að greiða mætti atkvæði á skrifstofu bæjar- fógeta, eða eins og við alþingis- kosningar. En tillaga alþýðufull- trúanna náði fram að ganga, sem betur fór. Knud bar því við, að kosningareglugerðin myndi ekki fá samþykki stjórnarráðsins. En allir vita nú, að sú viðbára átti við engin rök að styðjast. En þann háa herra hefir grunað, að hann myndi ekki græða á því, ef tillaga aiþýðufulltrúanna næði fram að ganga. Enda kom það á dag- inn, þegar talin voru atkvæðin, sem greidd höfðu verið utan kjör- dags, og flest voru greidd af sjó- mönnum. Af 88 atkvæðum átti Zimsen aðeins 11 atkvæði, en Eggerz 77 atkvæði. Sýnir þetta enn sem fyrri, að Zimsen er for- sjáll, þegar um hans hag er að ræða. En við sjáum nú til, hvað Knud þóknast að láta þetta ótæka sleif- arlag vera lengi enn á kjör- skránni. Hann ætti ekki síður að hlutast um, að því yrði kipt f lag, en þegar hann er að vasast í hinu og öðru, sem honum kemur ekki við. Kvásir. Sexfætt kind. Maður nokkur í Englandi safnar og elur upp einkennileg húsdýr. Meðal annara einkennilegra dýra, sem hann á, er sexfætt kind. Styttra er á milli framfótanna en afturfótanna og miðfótanna. Að öðru Ieyti er kindin eins og hver önnur skepna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.