Vísir - 21.07.1939, Blaðsíða 6

Vísir - 21.07.1939, Blaðsíða 6
V 1 S I R Föstudaginn 21. júlí 1939, ••• It ; » .--------------- • • • w*..- r,.. w .*?-.•*<*•»(«• *»*'■.**■**-* »*■ í ST. MORITZ í Svisslandl er liægt að iðka skíða- og sleðaferðir árið um Bcríng, enda nota menn sér það, og sækir þangað niikill fjöldi skemtiferðafólks úr flestum löndum heims. Myndin er af am- éríska kvikmyndaleikaranum Lee Tracy, og brúði lians, Helen Thomas Wyse. Þau voru gefin saman i Yuma í Arizona. GEORG VI. BRETAKONUNGL’R. T*eUa er einliver nýjasta myndin af Georgi VI. Bretakon- nngi, tekin er Iiann og Elisal>et!i drotning voru í Washington, f' heirosókn sinni til Roosevelt forseta. PIGNATELLI IvARDINÁU. Genaro Granito Pignatelli kardináli er einn af mestu virð- ingarmönnum kaþqlsku kirkj- unnar. Það var liann, sem til- kynti heiminum nafn hins nýja páfa, þegar páfakjörið síðasla liafði farið fram. KIRKJUÞING í ALGIER. Myndin er frá Algier-horg i Norður-Afríku, í frönsku nýlendunni Algier, þar sem kaþólskir menn héldu fund eigi alls fyrir löngu. HJALMAR SCHACHT. Það hefir verið heldur hljótt um nafn dr. Hjalmars Schachts, siðan er Hitler svifti hann störf- um sem aðalbankasljóra Ríkis- bankans þýska, en það er spá margra, að Hitler muni leita að- stoðar dr. Schachts á ný, þótt síðar verði. — Af fjármála- mönnum I>ýskalands er dr. Schacht sá, sem mests álits nýt- ur erlendis. í GERVI WASHINGTONS. New York listamaðurinn Denys Wortman í gervi Georgs Washington á heimssýningunni og Agnes Peters sem Martha Washington. HRÓI HÖTTUR og menn hans.— Sögur í myndum fyrir börn. 385. EFTIR LEYNIGÖNGUNUM. — Ágætt, ágætt, nú verður Hrói frjáls aftur bráðlega. — Hafið eng- an hávaða, þei! — Hér sést hvergi nokkur maður á ferli. Það er niðamyrkur og ekk- ert hljóð heyrist. Hvert á fætur öðru skríða þau upp um steinhlemminn á gólfinu, þegj- andi og hávaðalaust. Hrói og Litli-Jón halda að það sé fjandmenn þeirra, sem koma þarna upp um gólfið. JGatfMUM AfH JRINN. > sagði Maud Silver eins og til þess að svara spurningu, sem hún hafði lesið í svip Gharles. „Hann var alveg kaldur og tilfinninga- laus — hættulegur glæpamaður — og fyrirtaks leikarí. Altaf þegar hann var í réttarsalnum var tiann að leika hlutverk. Dómarinn kvað upp «Ióm yfir feimnum, sljóum pilti — en hvorki Siaxm eiða aðrir rendu grun i hvern mann hann Siafði í raiin og veru að geyma.“ JVfaud Silver horfði alt i einu alvarlega og siöðuglega a Charles. „Herra Moray, eg vil spyrja yður í fylstu al- vöru, hvað þér ætlið að gera?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Charles. „Hvað ætlið þér að bíða lengi áður þér farið fi Scotland Yard og gerið lögreglunni aðvart um alt, sern þér vitið ?“ „Eg ætla m'ér álls ékki að leita aðstoðar lög- ireglunnar,,“ Maud Silver andvarpáði. ,J»ér vei’ðið að leita aðstoðar hennar fyrr eða síðar. Hvað ætlið þér áð draga lengi að taka þaö skref, sem )>ér hefðuð átt að taka þegar i f;yTjun." Charles varð ákveðinn á svip. „Haldið þér, að þeir hefðu trúað mér, ef eg hefði sagt þeim alt af létta?“ „Eg veit ekki.“ „Þeir mundu liafa sagt, að eg væri drukkinn og sagt mér kurteislega að fara heim og leggja mig. Hlýðið á mig, ungfrú Silver. Trúðuð þér sjálfar sögu minni?“ Maud Silver lokaði stílabókinni og hallaði sér aftur í stólnum. „Þar sem þér spyrjið mig, herra Moray, verð eg að játa, að eg héltj að þér hefðið drukkið einu glasi of mikið. Já, eg hélt að þér hefðuð verið að skemta yður i tilefni af heimkomunni.“ „Og þér eruð enn sömu skoðunar?“ „Nei,“ sagði ungfrú Silver. „Nú?“ „Eg hygg að þér hafið fundið þarna „hreiður“ mjög hættulegra glæpamanna — og þess vegna spyr eg yður enn einu sinni: Hvað ætlið þér að draga það lengi, að gera lögreglunni aðvart.“ Hún lióstaði dálítið. „Þér getið ekki haldið hlífiskildi yfir ungfrú Langton mikið lengur.“ Hún hafði hitt á viðkvæman blett. Hann hélt valdi á rödd sinni og sagði kuldalega: „Við livað eigið þér?“ „Nú, herra Moray, hvað þýðir að vera með þessi látalæti lengur? Eg ætla nú að leggja spil- in á borðið og ráðleggja yður heilt, að gera slíkt hið sama. Eg veit vel, að ungfrú Standing liefir búið hjá ungfrú Langton frá því á föstudags- kvöld. Hún fór að heiman klukkan 6 siðdegis á föstudag og ungfrú Langton tók hana lieim með sér í leigubíl og var þá klukkan kortér í 11. Eg veit ekki hvað gerðist þar á milli. En vafalaust vitið þér það.“ „Haldið þér það?“ „Vissulega. Þér lijálpuðuð ungfrú Langton til þess að koma ungfrú Standing upp — hún var úrvinda.“ „Hún var hrædd — ekkert alvarlegt.“ „Það gleður mig. Eg spyr ekki hvers vegna þér eruð ekki lireinskilnir við mig um ungfrú Standing.“ Hún hóstaði aftur. „Eg spvr ekki um það, af því að eg veit or- sökina.“ ,,.Tæja“, sagði Charles glaðlega, „hvað vitið þér ?“ „Eg skal segja yður það, sem eg veit. Þér komuð að mönnunum, sem voru að leggja á dul- ráð. Þér sáuð marga menn, sem þér þektuð ekki — karlmenn. Nú, eg held, herra Moray, að þér liafið séð þar eina manneskju, sem þér þektuð, og eg liefi gildar ástæður til þess að ætla, að það hafi vefrið ungfrú Langton." „Þér hafið sannarlega óvanalegt hugmynda- flug“, sagði Charles. Maud Silver taldi lykkjuföllin — eftir nokk- ura stund hélt liún áfram: „Eg verð að álíta að svo sé, þvi ella mynduð þér ekki leggja ungfrú Standing í svo mikla hættu, en liún þarf lögregluverndar. Þér vitið hvað eg á við.“ „Hún nýtur verndar ungfrú Langton og vemdar minnar.“ Maud Silver var næstum sorgbitin, er hún leit á hann og sagði: „Þér berið traust til ungfrú Langton?" „Algerlega. Þar að auki vita J>eir ekki hvar ungfrú Standing er niður kornin." „Eg er smeyk um, að þeir geri það.“ Charles varð bylt við. *„Af hverju haldið þér það.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.