Vísir - 28.07.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 28.07.1939, Blaðsíða 2
VISIR OAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S i m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Danskan á Arnarhóli. g ÍÐAN hinn mikli pólitíski hvalreki var á fjörum Al- þýðuflokksins, er formaður danska jafnaðarmannaflokksins hélt ræðu sína á Amarhóli, hef- ir Alþýðublaðið velt sér í fjálg- leik um þann sóma og það traust, sem vorri þjóð hafi verið sýnt við það tækifæri. Eftir því sem Alþýðublaðið í gær segir, liggur aðalgildi þessa danska hvalreka í því, að for- maður jafnaðarmanna í Dan- mörku gaf íslenska Alþýðu- flokknum einskonar siðferðis- vottorð. Blaðið segir sem sé, að því hafi verið haldið fram, að Alþýðuflokkurinn hér hefði ekki sömu stefnu og danskir jafnaðarmenn, en með „heim- sókn og yfirlýsingum hinna merku fulltrúa er þessi kórvilla kveðin alveg niður“. Það er ekki IítiII fengur að fá slíkt vottorð, og lengur verður náttúrlega ekki véfengt, að Alþýðuflokkur- inn hér sé á réttri leið, fyrst danskur flokkshróðir hefir sagt það! Ræða Hedloft-Hansen er þýdd i Alþýðublaðinu og á að sýna það svart á hvítu, hve ná- inn sé skyldleikinn milli hins danska flokks og hins íslenska. Megináherslan er sem sagt lögð á það af Alþýðublaðinu, að not- færa sér ræðu hins danska flokksforingja. Það er heldur ekki óeðlilegt að svo er, þvi ræða Hedtoft- Hansen var fyrst og fremst agitations-ræða, sem ætlast var til að kæmiAlþýðuflokknumhér að notum. Ræðumaðurinn legg- ur sig fram um að lýsa þeirri gullöld, sem jafnaðarmenn hafi skapað í Danmörku, en kvartaði jafnframt undan að andstæð- ingunum liefði tekist með „lýð- skrumi“ að tæla 30 þúsund kjós- endur frá dönskum jafnaðar- mönnum við siðustu kosningar. Því næst snýr ræðumaðurinn sér að íslandi, og nú kemur hið volduga siðferðisvottorð til ís- lensku flokksbræðranna. Það hlj ómar dálítið einkenni’.ega fyr_ ir þá, sem hafa í huga einræðis- brölt jafnaðarmanna innan verkalýðssamtakanna hér og bráðabirgðalög Haralds Guð- mundssonar, svo eitthvað sé nefnt, að heyra talað um „hina sterku trygð við hugsjónir lýð- ræðisins", sem Alþýðuflokkur- inn hér liafi sýnt. Það vita allir, að forkólfar Alþýðuflokksins liafa velt sér í einræði og of- beldi, einungis þegar þeir liafa séð sér hag í að nota þær aðferð- ir. Ekki var heldur laust við að maður vorkendi Stefáni Jóh. og ýmsum fleirum, þegar Hedtoft- Hansen talaði um liina „kröft- ugu frávísun á „öllum tilraun- um til samvinnu við einræðis- stefnumar“. Þetta rausnarlega lof hins danska flokksbróður þarf ekki margra athugasemda við. Menn brosa og minnast þess til dæmis, hve „frávísunin" var „kröftug“ í síðustu ])æjar- stjórnarkosninguin í Reykjavílc. Og Hedtoft-Hansen heldur áfram: „Hugsjónir Jóns Bald- vinssonar lifa i íslenskri alþýðu- hreyfingu“ og „glæsileg fram- tíð“ bíður hennar. Danskan á Arnarhóli hefir án efa hljómað sælle'ga í eyrum forkólfa sósialista hér. Þeir hafa altaf „tuggið upp á dönsku" og gera það víst ekki síður hér eftir. Alþýðublaðið í gær byi'jar loi'ystugrein sína með þessum orðum: „Margur var sá í hinni miklu mannþyrpingu á Amar- hóh í fyrradag, sem fékk tilefni til umhugsunar.“ Þetta er alveg vafalaust rétt. En liugsanirnar munu hafa ver- ið á ýmsa vegu. Það þarf ekki að því að spyrja, að forkólfar Alþýðu- flokksins liafa talið sér mikið happ að geta haldið slíkan út- breiðslufund og þótt lofið um sjálfa sig liarla gott. En ýmsir munu hafa hugsað nokkuð á annan veg, Á Arnar- hóli skeði það, að íslenskur stjórnmálaflokkur, sem hefir náið fjárhagslegt og stjórnmála- legt samband við erlendá flokka, lætur sér ekki nægja að sækja ráð og fé til útlanda, heldur fær erlenda stjórnmála- menn til að koma fram á sjón- arsviðið og taka afstöðu til ís- lenskra flokkadeilna. Og þetta er í þeim lilgangi gert, að afla Alþýðuflokknum stjórnmála- fylgis, eða treysta það fylgi, sem fyrir er. Þegar Hedtoft- Hansen flutti ræðu sína, var það í fyrsta sinni, síðan ísland var viðurkent fullvalda ríki, að erlendur stjórnmálamaður læt- ur opinberlega á íslenskum vett- vangi til sín taka um pólitískar flokkadeilur i þessu landi. Það er vissulega varliugavert og óviðeigandi, þegar íslenskir stjórnmálaflokkar sækja fé og ráðleggingar til erlendra stjórn- málaflokka, og gefa þannig tækifæri til íhlutunar um ís- lensk mál. Rökrétt framliald af slíkum aðferðum er það, að beinlínis séu sóttir menn til út- landa til að halda hér opinberar ræður á þeim stað, sem hæst ber í höfuðborginni. En skyldu þeír, sem lieyrðu málin kvöldið góða á Arnarhóli, hafa yfirleitt verið sérlega hrifnir af þessari útbreisðlu- starfsemi Alþýðuflokksins ? Það er víst efasamt. Alþýðublaðið talar mikið um norræna samvinnu í söinu and- ránni og ræðu Hedtoft-Hansen. Norræn samvinna og samhugur er ef til vill einn ljósasti blettur- inn í myrkviði alþýðumálanna nú, en ræða Hedtoft-Hansen kemur henni ekki við. Þegar danskur jafnaðarmannaforkólf- ur er fenginn liingað til að „agitera“ opinberlega fyrir Al- þýðuflokknum íslenska, þá heit- ir það ekki norræn samvinna, heldur dönsk íhlutun um ís- lenska flokkapólitík. Og í þessu sambandi er vert að minna á, að Hedtoft-Hansen er, þegar öllu er á botninn hvolft, áreiðanlega síst minni Dani en Stefán Jóhann og félag- ar hans eru góðir íslendingar. Þoka og dimm- viðri á miðunum í morgun var þoka, dimm- viðri og strekkingur á síldar- miðunum og engin veiði. Sjómenn telja, að mikil síld sé í sjónum, en hún heldur sig NÝTT BLÓBBAÐ YFIR- VOFANDI í RÚSSLANDI? 79 yíirmenn í hernum og kommún- istaleiðtogar sviftir heiðurs- merkjum sínum. Blöð Bandaríkjanna ityðja Rooievclt. Menn búast við að þeir verði handteknir og leiddir fyrir rétt. Þau eru samþykk uppsögninni á viðskiftasamningunum við Japan EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Samkvæmt fregnum, sem bárust frá Moskva í morgun, hafa 79 yfirmenn í landher og flota Sovét-Rússlands, og ýmsir kommúnistaleið- togar, sem gegndu mikilvægum embættum, verið sviftir heiðursmerkjum sínum. Óttast menn, að þetta sé fyrirboði alvarlegri tíðinda og menn þessir verði allir leiddir fyrir rétt til þess að svara til einhverra saka. Hinsvegar hefir ekkert verið látið uppskátt um hvað þeir hafa til saka unnið. Menn búast við fregnum um það þá og þegar, að búið sé að handtaka þá. Meðal þeirra, sem sviftir hafa verið heiðursmerkjum sínum eru Uglanov, fyrrverandi verkamála-þjóðfull- trúi, fyrrverandi leiðtogi í hægra armi flokksins ásamt Bukharin og Rykov, einnig Tairoff fyrrverandi ráð- herra Mongolíulýðveldisins, Lapin hershöfðingi, fyrr- verandi yfirmaður flughersins í Austur-Sibiríu. Fregnin um, að þessir menn væri sviftir heiðursmerkjum sín- um, hefir komið mjög flatt upp á menn. Eins og kunnugt er, er hefir að því er virðist verið nokkurt hlé á ofsóknunum í Rússlandi, og óttast menn nú, að ný ofsóknaröld sé hafin. En þar sem enn liggur ekkert fyrir nema fáorð tilkynning um, að tilgreindir 79 menn hafi verið sviftir heiðursmerkjum sínum, er mikil óvissa ríkjandi um hvað sé í aðsigi. Blöðin í New York lýsa í morgun öll sem eitt yfir samþykki sínu við þá ráðstöfun Franklins D. Roosevelt Bandaríkjaforseta og Cordells Hull, að segja upp viðskiftasamningunum við Japan. Blöðin skilja þessa ráðstöfun þannig, að með henni vilji Bandaríkjastjórn votta Chiang Kai-shek og stjóm hans samúð sína og siðjferðilegan stuðning. Blöðin leiða athygli Japana að því, að Bandaríkin og einnig Japan, séu bundin við ákvæði níu velda sáttmálans, sem m. a. inniheldur ákvæði um sjálfstæði Kína. Menn líta alment svo á, að með uppsögninni vilji Bandaríkin gefa Japönum alveg ótvírætt til kynna, að þau ætli sér ekki að láta ganga á rétt sinn í Kína. í Japan hafa menn miklar áhyggjur af því að Bandaríkja- stjórn hefir gripið til þessarar ráðstöfunar, ekki að eins vegna þeirra óhemju erfiðleika, sem það mundi baka Japönum, að geta ekki fengið hráefni sem hingað til frá Bandaríkjunum, ef styrjöldin í Kína dragist enn á langinn, en einnig vegna þess, að Japanir gera sér ljóst, að það er Kínverjum mikil hvatning að halda áfram stríðinu, að vita að þeir njóta þannig stuðnings Bandaríkjanna. En einnig hafa japanskir stjórnmálamenn á- hyggjur af hver áhrif þetta hafi á japönsku þjóðina — þeir óttast, að afstaða Bandaríkjanna muni hafa óheppileg áhrif á þjóðina, lama hugrekki hennar er frá líður. SAMICOMULAGSUMLEITUN- UM UM YARNARBANDALAG HALDIÐ ÁFRAM. Samkomulagsumleitunimum um varnarbandalag og sáttmála milh Sovét-Rússlands, Frakk- lands og Bretlands er haldið á- fram og var enn einn viðræðu- fundurinn haldinn í Kreml í gær. Það er nú alveg víst, að Bretar og Frakkar hafa boðið Rússum að fulltrúar herfor- ingjaráðanna komi saman á fund, til viðræðna, en Rússar hafa krafist þessa um alllangt skeið undanfarið, og hafa Bret- ar orðið við kröfunni fyrir til- stilli Frakka. Lausafregnir ganga um, að sáttmáli muni brátt verða und- irritaður, en vafasamt þykir að treysta því, að fullnaðarsam- komulag náist þegar. Það er þó bygt nokkuð á því, að Chamber- lain liefir tilkynt, að hann muni væntanlega geta gefið yfirlýs- ingu í næstu viku um samkomu- lagsumleitanirnar. Gyðingrsiof sokiiii* í Dauzig:. Stjórnin í Danzig hefir fyrir- skipað margskonar ráðstafanir gegn Gyðingum, og er m. a. heimilað að gera upptækar eign- ir Gyðinga, banna atvinnurekst- ur þeirra o. s. frv. — Pólska fulltrúanum í Danzig verður falið, að því er Varsjáfregnir herma, að mótmæla þe’ssum ráðstöfunum. Lyra fór áleiðis til Noregs í gærkvöldi. Talsmaður japönsku stjórn- arinai' liefir komist svo að orði, að þar sem Bandaríkjastjórn hafi tekið sér fyrir hendur að segja upp samningunum, sé það og liennar, að bera fram til- lögur um nýjan samning. Em- bættismaður þessi bætti þvi við, að afstaða Japana gagnvart Bandarikjunum ætti ekki að gi'undvallast á því, að Bandarik- in viðurkendi hina nýju skipan, sem Japanir eru að koma á í Kína. Er og alment búist við, að Japanir muni gera það, sem þeir geta, til þess að friður hald- ist milli þeirra og Bandaríkj- anna, og framannefnd ummæli benda til, að þeir muni ekkl koma frant við Bandaríkja- menn svo sem þeir liafi gert við Breta að undanförnu, en marg- ir hafa ætlað, að ef þeim tækist að koma sinu fram við Breta, myndi röðin koma að hinum stórveldunum. Þá er og mikið rætt um það í blöðum, hvort þessi ákvörðun Bandaríkja- stjórnar muni hafa áhrif á sam- komulagsumleitanir Breta og Japana. Þykir mörgurn eigi ó- líklegt, að afstaða Bi'eta fari harðnandi, þar sem Bandaríkja- menn hafa gripið til ráðstöfun- ar, sem er Kínverjum mjög í hag, einkanlega er til lengdar lætur. Utanríkismálanefnd Öldunga- deildarinnar vildi fresta upp- sögninni, en forsetinn ákvað í '• samráði við utanríkismálaráð- ; herrann að draga ekki málið á langinn. Öldungadeildin hafði | aðstöðu til þess að tefja breyt- ( ingarnar á hlutleysislögunum. en í utanríkismálunum hefir forseti Bandaríkjanna mikið vald, og því hefir hann nú beitt. Bifreiðarslys. varS í HafnarfirÖi i morgun, er Kleifarvatnsbíllinn G-53 var á leiS frá Kleifarvatni niður í Hafnar- fjörð. Á móts viS SuSurgötu 74 í HafnarfirSi hljóp 4 ára drengur út á veginn, þvert fyrir bílinn. VarS drengurinn fyrir bilnum og kast- aSist í götuna. Bilstjórinn flutti drenginn á spitala og reyndist hann ómeiddur aS öSru leyti en því, aS hann ha-fSi fengiS skrámur á höfSi, sem blæddi nokkuS úr. ÞórS- ur Edilonsson bjó um áverkann og var drengurinn siSan fluttur heim til sín. Drenginn á Stefán Jónsson í Holti, Lindargötu 69, Hafnarf. djúpt, veður ekki, og hafa menn eigi trú á, að hún muni gera það, nema veðurskilyrðí batnfi. ROOSEVELT OG GEORGE WASHINGTON CARVER. Þessi mynd af Roosevelt Bandaríkjaforseta — sem nú hefir dregið að sér alheims athygli með því, að segja upp viðskiftasamningum Bandaríkj anna við Japan — var tekin í Warm Springs í Ge- orgia, einu af suðurríkjum Bandaríkjamia. Á myndinni er hann að tala við blökkumann, George Washington Carver, en liann er einn af kunnari vísindamönnum Bandarikjanna. Hann er læknir. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.