Vísir


Vísir - 10.08.1939, Qupperneq 2

Vísir - 10.08.1939, Qupperneq 2
VISIR Þjóðverjar hefj stórum stíl á hernaðarflugvéla Þjoðvcrjar ^aiula fiacm§t allra jijóða á §vlði flugfiiiálðisniði. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. lexander de Seversky, flugvéla framleiðandinn heimskunni, sem nýlega hefir ferðast um alla Evrópu og heimsótt helstu flugvélaverksmiðj- ur Þýskalands og talað við helstu menn Þjóðverja á sviði flugmála, segir í viðtali við United Press, að Þjóð- verjar sé í þann veginn að hef ja smíði nýrra hernaðar- flugvéla í mjög stórum stíl. Flugvélar þessar, segir Seversky, verða hrað- fleygari og betur búnar að byssum og öðrum her- gögnum en nokkurar aðrar flugvélar, sem nú eru tn. — i; ,J „Þjóðverjar“, segir Seversky, „eru nú að gerbreyta ölium flugvélaverksmiðjum sínum, vegna þessarar ákvörðunar um að hefja smíði hinna nýju hernaðarflugvéla. Framleiðslan á að byrja í næsta mánuði, þegar uppskeruönnunum er lokið“. framleíðslu í nýrri tegund EFTIR SPRENGINGUNA. Fyrir nolckuru urðu sprengingar í farangursgeymslum Charing Cross og IGng’s Cross járnbrautarstöðva í London. — Myndin er frá King’s Cross stöðinni, tekin rétt eftir að spreng- ingin varð þar. Hafði vítisvél verið sett í koffort og beðið að gevma það á stöðinni. Síðan er farið var að reka leiðtoga I. R. A. manna úr landi, hefir dregið úr hermdal'verkum, en nú er farið að senda sprengiefni í pósti frá írlandi til Englands. Eklci liefir þó slys orðið af enn. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) 3 í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Fólagsprentsmiðjan h/f. „Sérhagsmunirn- ir gegn heild- inni“ jB$LÞÝÐUBLAÐIÐ hefir fylst óskiljanlegri þykkju yfir grein, sem birtist hér í blaðinu i fyrradag um viðskiftamálin. í grein þessari var því lýst yfir, að um áframhaldandi samstarf gæti ekki orðið að ræða af hálfu Sjálfstæðisflokksins, nema frek- ari rétting fengist í þessum efn- um en orðið er. Þessi yfirlýsing getur ekki komið neinum á ó- vart. Hún er ekki annað en á- rétting á afstöðu Sjálfstæðis- flokksins fyr og siðar. En það er íullkomin rangfærsla hjá Al- þýðublaðinu, að Vísir liafi kraf- ist „ótakmarkaðs innflutnings á erlendum vörum“ eins og blaðið vill vera láta. Því hefir einnig margsinnis verið lýst yfir af málssvörum kaupmanna, að þeir sætti sig við allan nauð- synlegan niðurskui'ð á innflutn- ingi til landsins. Það, sem farið hefir verið fram á, er ekki ann- að eða meira en það, að úthlut- un innfluiningsins sé látin ganga jafn'U yfir, að allir inn- flytjendur lúti sömu skilyrðum af liálfu þess opinbera til að flytja inn vörur og greiða þær. Þetta er það frelsi, sem viður- kent er hvarvetna í lýðfrjálsum löndum, þar sem innflutnings- höftum hefir verið beitt. Ágreiningurinn í þessum mál- um liér á landi er sprottinn af því, að stjórnarvöldin hafa not- að sér aðstöðu sína til þess að ívilna einstökum innflytjend- um á kostnað annara. Sjálf- stæðisflokkurinn krefst þess, að þessi forréttindastefna viki fyr- ir því frelsi, sem hvarvetna er viðurkent i þessum efnum, þar sem lýðræði ríkir. Bræðraflokk- ar Alþýðuflokksins í nágranna- löndunum taka sömu afstöðu til þessara mála og Sjálfstæðis- flokkurinn. Það sem Sjálfstæð- isflokkurinn fer fram á um til- högun innflutningsins, er ekki annað en það, sem framkvæmt er i Danmörku undir stjórn Staunings. Alþýðublaðið getur svo dæmt um það hvort þessi kunni flokksbróðir þess sé lík- legur til að berjast fyrir „sér- hagsmunum gegn heildinni“. Alþýðuhlaðinu finst endilega, að það þurfi að réttlæta inn- flutningshöftin. Farast þvi orð á þessa leið: „Vísir veit það eins og allir aðrir, að innflutnings- höftin voru ekki sett til að of- sækja verslunarmannastéttina, heldur til þess að bjarga þjóð- arbúinu í alvarlegustu krepp- unni, sem yfir það hefir skoll- ið ....“ Engin ástæða er fyrir Visi tif þess að vera að elta ólar vlð Alþýðublaðið út af blessun inn- flutningshaftanna, því á sinum tíma ge’rði Alþýðublaðið svo rækilega grein fyrir afstöðu sinni til málsins, að þar er ekki um neitt að villast. Þegar þá- verandi ríkisstjóm greip til inn- llutningshaftanna, heilsaði Al- þýðublaðið þeirri ráðstöfun á þessa leið: „Nú er landsstjórnin að leggja út í nýjar og stórfeldar ráðslafanir, sem er það, að setja á innflutningsliöft samkvæmt lögum frá 1920. Mun hér sum- part vera um ráðleysisfálm þeirra manna að ræða, „sem ekki vita hvaðan lcreppan kem- ur eða hvert hún fer“, en sum- part ráðstöfun, sem á að breiða yfir þrot það, sem kaupfélögin eru komin í, vegna hinna gegnd- arlausu útlánavel'slunar“. Ennfreinur segir Alþýðu- hlaðið: „Frá Alþýðuflokksins sjónar- miði verða innflutningsliöftin eingöngu að skoðast út frá þvi, hvort þau gagni eða skaði verkalýðinn. En þar sem ekki er sýnt, að þau geti á nokkurn hátt gagnað verkalýðnum, en hinsvegar vist, að þau verða til að gera vöruna dýrari, verður að skoða þau sem skaðleg“. Næsta dag heldur blaðið á- fram i sama dúr. Telur það að ríkisstjórnin hafi farið að „eins og skottulæknir, sem skilur ekki hver er orsök sjúkdómsins, reynir hin fáránlegustu meðöl gegn lionum“. „Alþýðuflokkur- inn er lilyntur kaupfélagsskap, en liver maður hlýtur að sjá, að ekki dugir að stöðva alla versl- un til landsins til þess að bjarga þeim kaupfélögum, sem vegna gegndarlausrar lánsverslunar eru orðin illa stæð“. Næsta dag birtust mótmæli gegn innflutningshöftunum frá ýmsum stofnunum, þar á með- al Alþýðusainbandinu og Yersl- unarráðinu. Alþýðublaðið birtir þessi mótmæli, en gerir ekki ráð fyrir að tillit sé tekið til þeirra. Blaðinu farast svo orð um þetta: „En hvað stoðar það, þegar Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga liggur á að komið sé á innflutningsliöftum til þess að breiða yfir þrot það, sem mörg kaupfélög eru komin i. Þá eru innflutningshöft sett á og ekkert hugsað um hvaða af- leiðingar það liefir í þá átt, að gera varning dýrari fyrir al- menning og skapa margskonar cþægindi“. Hér skal þessum tilvitnunum lokið. Þær nægja til að sýna, að Alþýðublaðið leit i öndverðu svo á, að innflutningshöftin væri ekki sett á vegna heildar- innar, lieldur til að tryggja „sérhagsmuni gegn lieildinni“. Þessir sömu sérhagsmunir eru enn trygðir með framkvæmd haftanna, Alþýðublaðið segir í gær, að á örðugleákatímum eigi allir „að sýna þann þegnskap, að færa nokkrar fórnir“. En þessi „þegnskapur“ og þessar „fórn- ir“ eru í því fólgnar, að lialda dauðalialdi í „sérhagsmuni gegn heildinni"! a Frílisti. í Lögbiríingablaðinu, sem út ’kom í gær, er auglýstur nýr frí- listi, sem nær til ýmsra vara, og eru það aðallega matvörur, svo sem rúgur, rúgmjöl, hveiti, hveitigrjón, hveitimjöl, hafra- grjón, hrísgrjón, hrísmjöl, sago- grjón, sagomjöl, bankabygg, matbaunir, kartöflumjöl, sit- íónur o. fl. Ennfremur ýmsar nauðsynjar til útgerðar, prent- aðar bækur, blöð og tímarit. Þjóðverjar fremstir. „Þjóðverjar standa fremstir allra þjóða á sviði ílugmála“, segir SeVersky, „þeir hafa bestu sérfræðingana og bestu iðnað- armennina til þess að vinna að vélagerð, og engin þjóð stendur eins vel að vígi til þe'ss að fram- leiða flugvélar i stórum stíl“. Seversky kom í flugvélaverk- smiðjur margar i Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi og ræddi við lielstu menn allra þessara þjóða á sviði flugmála. Hann fékk einnig tækifæri til þess að fljúga i mörgum tegundum flugvéla. Hraðfleygustu flugvélarnar, sem nú þekkjast, telur hann bresku eltingarflugvélarnar, Spitfire, en i þeim eru Rolls Royce-Martin hreyflar, og ít- alskar þrílireyfla sprengjuflug- vélar, sem eru útbúnar með nýjum sjálfstýritækjum, furðu- lega liugvitssamlega gerðum. Hann kvað flugvélar Þjóðverja hafa verið reyndar á Spáni og hefði komið greinilega í Ijós þar liversu miklum eyðile'ggingum þær geta valdið, en hinar nýju liernaðarflugvélar þeirra yrði útbúnar enn stærri og hættu- legri byssum og auk þe'ss gæti þær liaft fleiri sprengikúlur meðferðis. Bretar verða búnir að ná há- marki í framleiðslu á sínum á- gætu he'maðarflugvélum, þegar Þjóðverjar byrja framleiðslu í stórum stíl á enn fullkomnari hernaðarflugvélum, en Bretar eiga nú. Fx-anskar flugvélar, segir SeVersky, standa að baki breskum og þýskurn flugvélum. Þjóðverjar eru svo birgir af flugvélunx nú, að sem stendur er lítið unnið í flugvélaverk- smiðjunum, — verkamennirnir liafa verið sendir i uppskeru- vinnu, en þegar þeir koma úr lienni, verður tekið til óspiltra málanna við framleiðslu flug- vélanna. Um rússneskar flugvélar seg- ir Seversky, að það sé alt of mikið gert úr styrkle'ika rúss- neska flughersins. Flugmenn- irnir sé ágætir, en flugvélarnar séu eftirmyndir af amerískum flugvélum, sem séu orðnar úr- eltar. Seversky var á sinni tíð yfirforingi í keisarahemum rússneska. Seversky varaði Bandarikja- menn við að gera of lítið úr her- veldi Þýskalands og ætla Hitler lítt merkilega „toppfígúru“. Ef styrjöld kemur á þessu ári mun hún að líkindum brjótast út í september og Þjóðverjar munu sýna yfir- ‘ burði sína á landi og í lofti. Hinsvegar kveðst Seversky * 1 ekki vera trúaður á það, að j til styr jaldar komi — einmitt 1 af því, að Þjóðverjar séu sterkastir loftnhernaðarlega, Og það er til þess að vera það áfram, að þeir efna til hinnar miklu smíði hernaðarflug- véla, sem að framan hefir verið getið um. Bre'tar fara ekki í strið út af Danzig, að minni liyggj u, og hvorki Chambei'lain eða Hitler vilja stríð, sagði Seversky, en eg lield, að Danzig falli Þjóð- verjum í skaut friðsamlega um það er lýkur. En komi til styrj- aldar, lcemur liún þegar Hitler vill. Og liann verður reiðubúinn i septembeT. KoriiRiii'grili* Norðinaniia. Oslo, 9. ágúst. FB. Kornhirgðir Norðmanna nema nú 200.000 smálestum og ætti sá forði að duga þjóðinni í eitt ár. Frá þvi haust vei'ða tilbúnir geymslustaðir fyrir 50.000 smálestir til. — Þegar heimsstyrjöldin bi'aust út 1914 höfðu Norðmenn að eins korn- birgðir til nokkurra vikna. — NRP. Finnar vilja engan hlutleysisstuðning. Oslo, 9. ágúst. FB. Finski u tanríkismiálaráðherr- ann hefir lýst yfir, að Finnar muni grípa til kröftugra var- úðarráðstafana, ef reynt verður að neyða Finnland til að fallast á loforð unx stuðning, sem Finnar óska ekki eftir. Knattspyrnumenn í boðhlaupi. i. flokkur K.R. fór til Vest- mannaeyja á þjóðhátíðina á dög- unum, keptu þar í knattspyrnu og sigruðu með 6—3. Þá tóku nokkr- ir piltanna þátt í boðhlaupi gegn hlaupurum Ármanns -— vegna þess áð Vestmannaeyingar voru forfall- aðir og sigruðu K.R.-ingar. Engin síld: ------------- I Norðaustan kaldi 1 og þokusúid á | miðunum. ! 1 „í dag er að heita má ekki ■ veiðiveður hér nyrðra“, sagði | fréttaritari Vísis á Siglufirði í morgun, þegar blaðið talaði norður. „Á miðunum er norð- austan kaldi og þokusúld“. Örfá skip liafa lcornið inn í morgun með 50—100 tunnur og er það miklu minna en eftir undanfarnar 4 nætur. Alls mun ve'ra húið að salta á Siglufirði um 30 þús. tn. Flugvélin TF-ÖRN er nú hér í Reykjavík. Kom hún liingað seint á mánudagskvöld vegna smávægilegrar hilunar, sem á henni varð. Var svo ráð fyrir gert, að liún færi héðan áleiðis norður kl. 5 í morgun og leitaði á leiðinni, en vegna þess. hvernig veðri var spáð i gærkveldi var brottför- inni freslað. Óhagstæður ver slunar j öf nuður. I lok júlímánaðar nam inn- flutningurinn frá áramótum — þ. e. fyrstu sjö mánuði ársins — kr. 36.644 þúsund krónurn, en j útflutningui’inn 25.077 þús. kr. í fyrra á sama tíma nam inn- flutningurinn 30.913 þús. kr. og útflutningurinn 22.720 þús. kr. Herskip sekkur. Oslo, 9. ágúst. FB. Franskur mótor-torpedóbát- ur V. T. B. 9, klofnaði i tvent í Ermarsundi og sökk á fáum sekúndum. Á bátnurn voru 8 menn, skipstjóri, stýi’imaður og 6 liásetar. Hásetunum var hjargað, er þeir höfðu lialdið sér á floti í 12 klst. á planka. j Var það franskt flutningaskip á leið til Newlxaven, sem bjarg- aði þeim. Yfirmenn torpedó- bátsins fórust. NRP. Fyrsti íslenski læknir- inn í Kanada látinn. Dr. Ólafur Stepliensen, fyrsti íslenski læknirinn í Canada, 74 árá gamall, dó mánudaginn 17. júlí að lieimili sínu, 162 Sliei’- burn St., Winnipeg. Ilann liafði slundað lækningai' hér í bæ frá 1896 og þar til fyrir 10 árum, að liann tók sér livíld frá störf- um. Hann var gáfu- og hæfi- leikamaður og tók mikinn þátt í þjóðlífi landa sinna hér á fyrri árum, og var einn af lcunnustu og merkustu mönnum í hópi Ves lur-íslendinga. Hann var fæddur og uppalinn á íslandi, kou til Canada 1893. Menlun sína hlaut liann í Lat- inuskólanum í Reykjavík og frá liáskólanum i Kaupmannahöfn útskrifaðist liann sem læknir. Á Manitoba læknaskólann gekk hann eitt ár og útskrifaðist 1895. Hann innrilaðist seln læknir í herinn í stríðinu mikla og var i læknisþjónustu i hernum í Ev- rópu fi'á 1916 til 1918. Dr. Stephensen lifa lcona lians og fjórar dætur: Mi's. Robert Black, Mrs. V. J. Percy, Mrs. G. P. Kennedy og Eme'lie ógift, allar í Winnipeg, og þrír synir: Magnús, í Long Beach, Calif., Stefán í Vancouver og Frank i Winnipeg. Tvær systur liins látna eru á íslandi, (Hkr.). * Aflcidiiig:íir ölæði§. Oslo, 9. ágúst. FB. Drukkinn maður braust i gær inn i Þjóðskjalasafnið i Oslo og braut þar alt og braml- aði, sem hann gat, reif verð- mæt skjöl úr liillum og kastaði þeim liingað og þangað. Tókst loks að handtaka manninn, sem var alveg viti sínu fjær. Þegar maðurinn hafði sofið úr sér vímuna mundi hann ekkert, sem gerst hafði. NRP.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.