Vísir - 16.08.1939, Page 7
Miðvikudaginn 16. ágúst 1939.
V l 'S 11\
IÞ
TTASIÐA VI S I S
Gagnrým á knatíspymu- i
dómurunum.
„Bikarkepni“
Það hefir óft verið á það bent,
að það, seni livað mest háir
knattspyrnumönnum hér sé
fyrst og fremst það, hve sumrin
eru stutt og hve fáa leiki hyert
fclag heyir árlega þar af leið-
andi. Þetta er vafalaust rétt svo
langt sem það nær. Menn
gleyma alveg, að við getum haft
leikina mildu fleiri en þeir nú
eru, en til þess þarf auðvitað að
gerhreyta öllu fyrirkomulagi
knattspyrnumóta hér.
I meistarakepninni á ekki að
vera einföld umferð, heldur
tvær eða þrjár. Þreföld umferð
væri heppilegust að minu áliti.
Þá myndu hver tvö félög leika
þrjá leiki sín á milli og myndi
þá hvert félag leika níu leiki í
þessári kepni, en alls yrðu leik-
irnir að eins átján. Hægt væri
að hafa tvo leiki í viku og
kepnin stæði þvi yfir i níu vik-
ur.
Áhugi fyrir slíkri kepni
myndi verða engu minni en
hann er nú fyrir íslandsmótin.
Auk þessarar kepni er svo-
kölluð „bikarkepni“ alveg
sjálfsögð. Hana mætti hafa
með tvennu móti.
Annaðhvort þannig: að þau
tvö félög, sem dregin vrðu sam-
an, skyldu leika tvo leiki og þau
félög, sem betri markatölu
hefði eftir þessa tvo leiki, bæri
sigur úr hýtum og kept síðan
aðra tvo leiki við það félag, sem
sigraði fjórða félagið.
Dæmi: Valur og Fram drag-
ast saman og Iv. R. gegn Víking.
Valur sigrar Fram með 2:1 i
fyrri leiknum, en Fram sigrar
Val með 3:1 í þeim seinni. Fram
sigrar. K. R. geVir jafntefli 1:1,
en sigrar síðan 1:0 og keppir
því við Fram tvo leiki og ræður
þá markatalan einnig.
Enginn vafi er á að slík
kepni væri mjög spennandi og
ætti að vera hægt að reyna þetta
þegar í haust.
Hin aðferðin er sú að leyfa 1.
flokki að taka þátt i kepninni
með meistaraflokki, þannig, að
liðin væru alls átta og hvert lið
sér eftir tapaðan leik.
Eg vil beina þeirri fyrirspurn
til knattspýrnuráðsins, livort
það sjái sér ekki fært að taka
þetla til athugunar.
Á. M. J.
í Heliiiigifoi'i.
1 bvrjun þessa mánaðar fór
fram alþjóðamót i Helsingfors
og mættust þar m. a. hlaupa-
garparnir ,.Kálarne“-Jonsson og
Taistó Máki. Keptu þeir i 3000
m. og sigraði „Kálarne“ í loka-
sprettinum, Úrslitin urðu þessi:
1. Jonsson 8:15.4 mín. (nýtt
sænskt met). 2. Máki 8:15.6, og
3. Pekuri 8:16.4 min.
Sakir rúmleysis verður að
eins hægt að telja upp örfá af-
rek.
800 m: Lanzi (It.) 1:50.5
mín. 2. Iiartikka (F.) 1:54.2 og
3. Vallikari (F.) 1:54.3 mín.
4 e. mílur: 1. Salminen (F.)
19:10.6 min. 2. Isohollo 19:12.4.
3. Beviaqua (It.) 19:12.6 (nýtt
ít. met) og 4. Tillmann (Sv.)
19:15.4 (nýtt sænskt met).
200 m. gr.hlaup: 1. Stor-
skrubb (F.) 25.2 sek. (nýtt
finskt met). 2. Virta (F.) 25.3
sek.
Stangarstökk: 1. Romeo (ít.)
4.15 m. (nýtt ít. met) og 2. Ho-
pea (ít.) 3.70 m.
Þaö er gömul veiija Iier og
raunar erlendis einnig, að kenna
knattsjiyrnudómurunum um
alt, er miður fer i hverjum leik.
Þetta hefir verið svo undanfarin
ár, en aldrei hefir gagnrýni og
óanægja nieð dómarana lijá
jafnt áhorfendum sem leikend-
um verið eins áberandi og í
suriiar.
Tel eg að til þessa liggi tvær
aðalorsakir.
Áður fyr voru félögin mjög
ójöfn og var því venjulega fyr-
irfram vitað hvernig fara
mundi, enda kom jiti fyrir, að
leikir unnust með miklum
markamismun. 1 slíkum leikj-
um hefir það litla þýðingu fyrir
úrslitin, hvort dónrari fellir
einn eða fleiri ranga úrskurði og
kemur því sjaldan til ágrein-
ings um það. Þegar lrinsvegar,
eins og nú er, félögin eru lík og
jafnvel svo jöfn að styrkleika
að segja má að hepnin ráði
hvort sigrar, þá getur einn
rangur úrskurður breytt sigri
í ósigur, og fari svo, þá kemur
óánægjan og liin heiftarlega
gagnrýni. Auk jiess eru leikend-
ur og áhorfendur í meiri geðs-
hræringu jiegar Ieikir eru jafnir,
en við það sljóvgast dómgreind
þeirra og réttsýni. Onnur or-
sökin er sú, að í sumar hefir
meira en áður verið notast við
unga og lítl reynda dómara, en
þá þykjast áliorfendur altaf
liafa leyfi til að gagnrýna.
Gagnrýni á knattspvrnudóm-
urum er auðvitað jafn eðlileg
og sjálfsögð sem gagnrýni á
leikendunum, en hun verður og
ekki siður, að vera sett fram af
sanngirni og velvild og gagn-
rýnandi verður að vera þaul-
kunnur öllum knattspyrnuregl-
um og ölhun þeim hrekkjum og
brögðum, sem leikendur kunna
að grípa til. Mikið vantar á, að
áhorfendur yfirleitt séu nægi-
Iega vel að sér í knattspvrnulög-
unum til að geta dæmt um
hæfileika dómarans og því mið-
ur verður ekki heldur sagt að
eagnrýnendur hlaðanna séu það,
þó þeir að vísu verði ekki allir
settir á sama hekk að þessu
leyti.
Það hefir verið siður blaða-
gagnrýnenda hér, að fara sem
fæstum orðum um dómarana
og aðalreglan er sú, að dómarar
fá snöprur og ásakanir, sem
,,,, 6
meira eða minna eru út i loftið,
en áhorfendur hafa gert (ij) að
þeim, ráðist á þá og barið.
Allir, sem að dómurunum
veitast á einn eða annan liátt,
ættu að muna, að Jieir eru að
vinna óeigingjarnt starf og van-
bakklátt og þeir gera það ein-
ungis vegna þess að þeir unna
kna 11 spyr nuíþró t ti nni.
Enginn þarf að cfast um, að
dómarinn leitast altaf við að
gera það, er liann álítur réttast
og sannast. Hitt er annað mál,
að honum skjátlast meira eða
minna og er það ekki nema
eðlilegt. Eg vil að eins spyrja
ykkur áhorfendur, blaðagagn-
rýnendur og leikendur, hefir
ykkur aldrei skjátlast i ykkar
störfum? Eruð þið ekki mis-
jafnlega fyrirkallaðir til vinnu?
Auk þess ber að athuga, að
dómari á knattspyrnuvelli hefir
venjulega að eins brot úr sek-
úndu til umhugsunar og verður
liann því að fella úrskurði sína
tafarlaust og ákveðið og oftast
án þess að ráðfæra sig við
nokkurn.
Maður, sem þannig verður að
starfa, á vissulega skilið, að á
honum sé tekið af skilningi,
velvild og sanngirni. En .mikið
vantar á, að það hafi verið gert.
Ef lil vill má segja, að dóm-
arar hér séu flestir fremur lé-
legir, en til þess liggja eðlilegar
orsakir, sem eg kem e. t. v. að
seinna.
Eitt ætlu hlaðagagnrýnendur
að liafa hugfast, er þeir skrifa
um knattspyrnuleiki, það að
glevma aldrei dómaranum.
Hann þarf leiðbeiningar með
ekki siður en leikendur.
Það eitt að segja t. d. að
dómarinn hafi verið slæmur,
lélegur eða jafnvel dæmt vis-
vitandi rangt er í rauninni eng-
in gagnrýni heldur að eins
sleggjudómar. Allir, sem til
þekkja, vita að dómari getur
verið góður að sumu leyti, en
lélegur að öðru, eins og t. d.
þegar sami dómari á mjög hægt
með að átta sig á rangstæðum,
en getur varla greint livað sé
lögleg hrinding og hvað ólög-
leg.
Þegar því dómari er gagn-
rýndur, her að telja lesti hans og
kosti og gera það af velvild og
sanngirni og enda honum á í
liverju honum sé aðallega á-
bótavant. Væri það gert mundu
dómarar áreiðanlega taka því
með þökkum og reyna að bæta
sig. Um leið mundi gagnrýni
áhorfenda breytast, því að liún
er oftast mótuð af blöðunum.
Árni M. Jónsson.
Frjálsar íþróttir:
Fimm þjóðir
keppa í Briissel.
Undir lok s.l. mánaðar leiddu
fimm þjóðir saman hesta sína í
frjálsum íþróttum í Briissel.
Þjóðirnar voru: Bretar, er sigr-
uðu með 89 st., Frakkar 80 st„
Hollendingar 67 st., Belgar 49
og Luxemborgarar 29 st.
Hér fara á eftir úrslit hinna
einstökú greina:
Hlaup:
100 m.:
1. Sweeney (Engl.) .. 10.8
2. Valiny (Fr.) m. á eftir.
200 m.:
1. Holmes (Engl.) .... 22.0
2. Van Beveren Holl.) 22.2
400 m.:
1. Baumgarten (Holl.) 48.3
2. Brown (Engl.) .... 48.7
800 m.:
1. Hansenne (Fr.) .. 1:52.9
2. Little (Engl.) .... 1:53.3
1500 m.:
1. Wooderson (Engl.) 3:54.8
2. Mostert (Belgía) 3:55.0
5000 m.:
1. Ward (Engl.) . . 15:13.2
2. Schroenven (B.). . 15:17.0
110 m. Grindahlaup:
1. Lockton (Engl.) .... 15.2
2. Braekman (B.) .... 15.8
400 m. grindahlaup:
1. Joye (Fr.) 54.6
2. Palmer (Engl.) .... 56.1
Hástökk:
1. Newmann (Engl.) . . 1.90
2. Spanjerdt (Holl.) . . 1.85
Langstökk:
1. Balaszo (Fr.) ..... 7.39
2. Mersch (L.) ..... 7.13
Stangarstökk:
1. Vintousky (Fr.) .... 3.80
2. Yielder (Engl.) .... 3.70
Kúluvarp:
1. de Bruyn (Holl.) . . 14.88
2. Wagner (L.) ...... 13.99
Kringlukast:
1. Winter (Fr.) .... 17.81
2. de Éruyn (Holl.) . . 46.40
Spjótkast:
1. Lutkeveldt (Holl.) 63.23
2. Frinot (Fr.) ..... 59.6S
1500 m. boðhlaup:
1. England ......... 3.16.1
• 2. Frakkland ....... 3.17.8Í
Verður íslenskum
knattspyrnumönnum
boðið til Englands?
Eftir komu „Isl. Corinthians“
til Englands úr íslandsförinni
áttu nokkur ensk blöð tala við
fararstjórann, Tom Smith og
ýmsa aðra, er þátt tóku í för-
inni.
Hér fer á eftir þýðing á tveim
þessara greina.
Sú fyrri birtist i „Daily Ex-
jiress“ undir fyrirsögninni: „Á
íslandi er einn knattspyrnuvöll-
ur“. ' i
„Len Bradbury, vinstri inn-
framherji í enska landsliðinu
(amateur) varð eftir á íslandi
og ætlar að eyða sumarleyfi
sínu þar og kenna knattspyrnu.
Len, sem er meðlimur lijá
Birmingham, hjá Moor Green
og einnig hjá Manchester Uni-
ted, var með í hinni árangurs-
ríku íslandsför „Isl. Corinthi-
ans“, sem nú eru komnir aftur
eftir að hafa unnið þrjá leiki af
finim og gert jafntefli í hinum
tveimur.
Len Bradbury var í þann veg-
inn að ganga i þjónustu kirkj-
unnar þegar hann fór með
„Isl. Corinthians“ i hnattförina,
sem tók 8 mánuði.
Hann varð af prófinu og hætti
við að gerast klerkur og er hann
nú íþrótlakennari við háskólann
í Manchester.“
I tali við fréttaritara „Daily
Express“ fórust ritara „Isl.
Corinthians“, Tom Smith, þann-
ig orð um fyrstu för enskra
knattspjyrnuriianna til íslands:
„Við komumst að raun um, að
sterkustu félögin eru í liöfuð-
. slað landsins, Reykjavík, og
kejipa þau innbyrðis sumar-
mánuðina maí, júní, júli og
ágúst eftir „leágue“-kerfinu.
Allir leikirnir eru háðir á
sama velli. Völlur þessi er gerð-
ur af muldu hraungrýti og er
hann hleyttur fyrir hvern leik,
sein hyrjar venjulega kl. 8.30
e. li.
Á sumrin er bjart allan sól-
arhringinn og gátum við tekið
ljósmyndir á miðnætti.
íslensk knattspyrnufélög
sækjast nú eftir þjálfurum frá
hæði Englandi og Skotlandi.
Tvö af þeim fjórum knatt-
spyrnufélögum, sem eru í
Revkjavik, hafa nú atvinnu-
þjálfara.
Skotinn, Joe Devine, er þjálf-
ari hjá íslandsmeisturunum
Valur.
„Isl. Corinthians“ hafa í
hyggju að bjóða íslenskum
knattspyrnumönnum til Eng-
Iands á næstunni og endur-
gjalda þannig þá miklu gest-
risni, er þeim var sýnd á ís-
landi.
Le'ikir við þá í Englandi
munu vafalaust verða vel sóttir.
Um leik Islendinga er það að
segja, að hann er mun harðari
en við eigum að venjast hér í
Englandi.“
Greinin hér á eftir biriist í
,,TopicaI Times“ undir fyrir-
sögninni „íslandsferð Corinthi-
ans“.
„Óhætt er að segja, að engir
eru ölulli „knattspyrnutrúboð-
ar“ en Isl. Gorinthians.
Þeir fara hin kynlegustu
ferðalög og hafa altaf ánægju
af.
Eg hafði lal af eiriúm meðlim
„Isl. Corinthians“, sem að þessu
sinni eru nýlega kömnir frá Is
landi. Þar keptu þeir fimm
sinnum, unnu þrjá leiki, gerðu
tvö jafntefli, töpuðu engum og
skoruðu 9 mörk gegn 5.
Allir leikirnir voru háðir í
Reykjavík. Á sumrin er bjart
þar allan sólarhringinn og
byrjuðu leikirnir þar kl. 8.30
e. h.
Aðsókn að hverjum leik var
um 6 þús., og má segja að
knattspyrnan þar sé á mjög háu
stigi.
Sá, er eg hafði tal af, sagði
að staðsetning íslendinganna og
knattarmeðferð væri ágæt, en
þeim hætti við, að hrinda manni
ólöglega frá knettinum og e. t.
v. væru hindranir þeirra ekki
altaf sem löglegastar.
En óvíða hefi eg orðið var við
meiri áhuga fyrir knattspyrnu.
Knattspyrnan á Islandi ætti
að taka miklum framförum, því
að eitt félagið, Valur, hefir nú i
þjónustu sinni liinn fræga og
ágæta knattspyrnumann, Joe
Devine.
Len Bradbury, sem er „ama-
teur“ hjá Mancliester United,
var með okkur í förinni. Varð
liann eftir og kennir nú knatt-
spyrnu i Reykjavik. Mun hann
áreiðanlega geta kent íslending-
um margt í þessum efnum.“
íþróttamótið við
Meðalfellsvatn.
Eins og getið var um í Vísi í
gær héldu ungmennafélögin
Drengur og Afturelding sitt ár-
lega íþróttamót sunnudaginn 6.
þ. m. við Meðalfellsvatn.
Iþi'óttakepnin fór þannig:
100 m. hlaup:
1. Janus Eirilcsson (A) 11,5
sek. 2. Axel Jónsson (D) 11,9
.sek. 3. Njáll Guðmundsson (D)
12,2 sek.
Hlaupið var undan vindi og
ræst með klút. Því miður var
fulltrúi I. S. 1. og aðaldómari
mótsins ekki viðstaddur lilaup-
ið, vegna þess hve bílnum gekk
illa á leiðinni.
Hástökk:
1. Janus Eiríksson (A) 1,45
m. 2. Njáll Guðmundss. (D)
1,45 m. 3. Gísli Andrésson (D)
1,45 m.
Röð sigurvegaranna var á-
kveðin eftir því í hvaða umferð
þeir fóru yfir hæðina. Stokkið
var yfir rá.
Langstökk:
1. Karl Jónsson (A) 5,91 m.
2. Janus Eiríksson (A) 5,85 m.
3. Gísli Andrésson (D) 5,82 m.
Langstökkið var bæði spenn-
andi og skemtilegt, enda er ár-
angur mjög sæmilegur.
3000 mtr. hlaup:
1. Sigurjón Jónsson (D) 10:
40,0 mín. 2. Guðm. Jónsson (D)
10:43.8 mín. 3. Sveinn Guðm.
(D) 10:57.0 mín.
.Spjótkast:
1. Njáll Guðmundsson (D)
40.95 m. 2. Kristófer Guðm.
(A) 35.76 m. 3. Karl Jónsson
(A) 35.05 m.
I 50 m. sund:
1. Pétur Sigurjónss. (A) 34,1'
sek. 2. Jón Ólafsson (A) 35,0
sek. 3. Sveinn Giiðni. (A) 43,0
sek.
Glíma:
1. Njáll Guðmundsson 4 vinn-
inga. 2. Grimur Norðdalil 3 v,
3. Davíð Guðmundssoii 2 vimu
Afturelding vann xnótíð o£
fékk 22 stig, en Drengur hlaut
20 stig. Mótið fór í alla staði
prýðilega fram og var móta-
nefnd til sóma.
ERLENDAR
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR 1
Tugþraut í Þýskalandi.
Meistarakepni Þýskalands f
tugþraut er fyrir nokkuru lok-
ið og varð Fritz Múller, Ham-
borg, lilutskarpastur með 7267
st. Afrek hans í eíustökum
greinum voru þessi: 100 m. 10,0
sek., kúluvarp 13,09 m., Iang-
stökk 6,85 m., liástökk 1,68 m.,
400 m. hlaup 49,8 sek., 110 m.
grhl. 17,0 sek., kringlukast 40,42
m., stangarstökk 3,40 m., spjót-
kast 58,93 m. og 1500 m. lilaup
á 4:34.4 mín. ;
Yngsti knapi
í heimi
er enskur, 10 ára gamall og
heitir Jimíriy Taylor. I fyretu
kappreiðunum, sem hann tok
þátt i varð hann 20. af 22. Én
hann ætlar ekki að gefast upp
samt.
Sund.
Á sundmeístaramóti Banda-
ríkjanna fyrir skemstu'var sett
nýtt Bandarikjamet í 880) yardl
sundi fyrir konur (frj. aðf.),
11:19.9 min. Stúlkan sem settí
þetta met er 13 ára og Iieítír
Nancy Mercer. Gamra metið var
11:33.3 min.
Á alþjóðasundmötf, semhald-
ið var í Reval fyrir skdnslu
náðust m. a. þessi afrek:
100 m. frj. aðf. (karlar) :
1. Per-OIof Olsson (Sv.) 1:01.4
2. Roolaíd (Est.) á sama tímai..
100 m. frj. aðf. (konur):
1. Gunneí Söderh. (Sv.) 1:14.81
2. Kumm (Est.) 1:22.1
200 m. bringusund (karlar):
1. Göte Eriksson (Sv.) 2:54.8
2. Lúherg (Est.) 3:04.2
200 m. hringusund (konur) : ?
1. Ingr. Walleri (Sv.) 3:21.8’
2. Kásnapun (Est.) 3:33.4
100 m. baksund (karlar):
1. P. Olsson (Sv.) 1:15.2
2. Roolaid (Est.) (1:23.1
Þýskt met
í boðhlaupi.
Rétt fyrir miðjan þennan
mánuð setti boðhlaupssveit frá
þýska flughemum Þýskalands-
met í 4x400 m. hoðhlaupi á
3:16.8 mín.
Nýir leikvangar.
Árið 1933 tók leikvangpr
Stuttgart-borgar um 50 þús.
manns í sæti. Árið 1937 var á-
horfendasætum fjölgað upp |
71 þús. og nú á enn að stækka
áhorfendasvæðiÖ svo að þaS
rúmi 100 þús. manns.
Relgrad i Jugoslavíu mmr
halda SokolIeikil941og í því til-
efni verður bygður nýr íþrótta-
völlur, sem rúmar 53 þús. á-
horfendur. Vigsla vallarins á að
fara fram 6. sept. 1941, saina
dag og Pétur konungur Jugo-
slava verður myndugur og
krýndur.