Vísir - 17.08.1939, Blaðsíða 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: Hverfisgötu 12
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
S I m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Sumarstarf
Sjálfstæðis-
fiokksins.
17NGINN vafi er á því, að á-
hugi sjálfstæðismanna á
flokksstörfum hefir aldrei ver-
ið meiri en nú. Þetta er ljóst
bæði af hréfaviðskiftum og við-
tölum við menn hvaðanæfa af
landinu. Það má vel vera, að
allra fyrst eftir stjórnarmynd-
unina í vor hafi einhverjir sjálf-
stæðismenn litið svo á, að hér
væri í raun og veru um einn
sameiginlegan „þjóðstjórnar-
flokk“ að ræða, þar sem áður
voru þrír flokkar. Þess vegna
þyrfti ekki að leggja mikla á-
herslu á flokksstarf sjálfstæðis-
manna. Þeir menn, sem þann-
ig kunna að hafa litið á málin
í upphafi, liafa áreiðanlega skift
um skoðun. Sennilega hafa ein-
hverjir menn í hinum flokkun-
um, sem að stjórninni standa,
einnig verið eitthvað hikandi
við sjálfstætt flokksstarf fyrst
eftir stjórnaimyndunina. En ef
rétt er munað benti Eysteinn
Jónsson á það í útvarpsumræð-
unum um gengismálið, sem
fram fóru snemma í maímánuði
að samstarfið táknaði engan-
veginn það, að stuðningsflokk-
ar stjórnarinnar létu sjálfstætt
flokksstarf liggja niðri, og er
fullkomlega þakkai-vert að leið-
rétta þann misskilning.
Á þessu sumri he'fir Sjálf-
stæðisflokkurinn gengist fyrir
fleiri samkomum út um land
en nokkru sinni fyr. Þessar
samkomur hafa undantekning-
arlaust verið ágætlega \ sóttar.
Þeir, sem verið hafa á slíkum
mótum geta um það borið,
hverja þýðingu þau hafa. Gagn-
stætt hinum flokkunum byggir
Sj álfs tæðisflokku rin n ekki til-
veru sina á hagsmunasamtök-
um. Allir vita að Samband ís-
lenskra samvinnufélaga er
uppistaðan í Framsóknar-
flokknum alveg á sama hátt og
Alþýðusambandið í Alþýðu-
flokknum. Þessar víðtæku
hagsmunahedldir skiftast í deild-
ir út um alí land. Á þennan hátt
er lialdið uppi stöðugu sam-
handi milli flokksmannanna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir eng-
um slíkum stofnunum á að
skipa. Þess vegna hefir þótt
skorta á hin nánu kynni manna
á meðal innan flokksins, sem
eru svo þýðingarmikil í allri
l'Iokksstarfsemi.
Með samkomum þeim, sem
flokkurinn gengst fyrir er ekki
síst unnið að kynningarstarf-
semi. Á héraðsmótunum hittast
menn úr fjariægum sveitum og
bindast vináttuböndum. Oft
eiga þessir menn við ofurefli að
etja í sinni sveit, en kynningin
við flokksbræður úr öðrum
liéruðum veitir þeim stuðning
og hvatningu í þeirri baráttu.
Og ]>að eru raunar ekki ein-
ungis flokksbræður, heldur
engu síður flokkssystur, .sem
láta til sín taka í starfi Sjálf-
stæðisflokksins. Það er engin
tilviljun að Sjálfstæðisfloklcur-
inn hefir einn allra flokka átt
kvenfulltrúa á þingi. Ástæðan
er sú, að altaf hefir kveðið mik-
ið að konum í flokknum og
flokksstjómin hefir kunnað að
meta þann áhuga, sem þær liafa
sýnt og það starf, sem þær hafa
lagt fram.
Ennþá standa fyrir dyrum
nokkur flokksmót út um land,
t. d. á Vestfjörðum. Samkvæmt
ósk héraðshúa hefir þeim
fundahöldum verið frestað
fram undir haustið.
Hér í Reykjavík hafa útisam-
komur verið haldnar að Eiði
hin síðustu sumur. Þær sam-
komur hafa allar verið mjög
vel sóttar og eru mikilsverður
þáttur í starfsemi reykvískra
sjálfstæðismanna.
Næsta sunnudag verður hald-
in samkoma á Eiði, ef veður
leyfir. Ekki e'r vitað hverjir
taka þar til máls. En hin vin-
sæla Lúðrasveit Reykjavíkur
hefir verið fengin til að leika
þar um daginn. Sumri tekur
hrátt að halla og má vera að nú
sér hve’r síðastur um útisam-
komur. Þess vegna er enginn
efi á því, að sjálfstæðismenn
munu nota þetta tækifæri, ef
kostur er, til þe'ss að njóta á-
nægjulegrar dagstundar í hinu
Idýlega umhverfi á Eiði í hópi
áhugasamra flokksmanna.
a
Saltsíldin er
nú um 100
þús. tn.
Ágætt veður var fyrir norðan
í morgun, en lítil sól. Nokkuð
hefir verið saltað í nótt, en að-
allega við Ingólfsfjörð og á sölt-
unarstöðvum við Húnaflóa. Er
veiði þar áfram, en ekki meiri
en undanfarið.
Þegar Vísir átti tal við síld-
arútvegsnefnd í morgun voru
skýrslur ekki komnar yfir sölt-
un í gær, en gert var ráð fyrir
að saltsíldin væri komin upp i
100 þús. tn.
Þær tölur, sem hér fara á eft-
ir, eru frá í gærmorgun:
Tunnur
Siglufjörður ......... 61.337
Akureyri og nágrenni .. 1.170
Dalvik .................. 888
Hrísey ................. 1.910
Ólafsfjörður........... 2.723
Hofsós................. 366
Sauðárkrókur ............ 900
Skagaströnd ........... 3.729
Hólmavík .............. 5.417
Ingólfsfjörður ......... 6.910
Reykjarfjörður ........ 5.734
Austfirðir ............... 16
Húsavík ................. 104
Suðurland................ 197
Samtals er söltun samkv.
þessu orðin um 91.400 tunnur.
Af saltsíld
voru fluttar út 934 tn. i sið-
asta mánuði, fyrir kr. 27.510, en
alls hafa þá verið fluttar út
24421 tn. á árinu, að verðmæti
kr. 833.420. Á sama tíma í fyrra
voru fluttar út 50.034 tn. fyrir
kr. 1.319.630.
!
Af síldarolíu
voru í júlí fluttar út 3440.4
smál. fyrir kr. 1.148.900, en jan.
—júli 10.352.1 smál. fyrir
3.002.840 kr. Á sama tíma í
fyrra nam þessi útflutningur
8741.4 smál. fyrir kr. 2.185.760.
Pólverjar handtaka 100
Þjóðverja í Kattowicz.
Þeir eru s&kadip um njósnip
og ofbeldisvérk.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Fregnir frá Yarsjá í morgun herma, að opinber
tilkynning hafi verið gefin út um það, að um
eitt hundrað Þjóðverjar hafi verið handtekn-
ir í Kattowics-héraði. Eru menn þessir sakaðir um
njósnastarfsemi og aðra starfsemi hættulega sjálfstæði
og öryggi pólska ríkisins.
Það hefir sannast við rannsókn út af morði á pólsk-
um embættismanni fyrir nokkurum dögum, að félags-
skapur ungra Þ jóðverja í Slesiu, hefir skipulagt starf-
semi til n jósna og oíbeldisverka. Samtök þessi eru m jög
víðæk og hefir starfsemin verið Skipulögð af mönnum,
sem sendir hafa verið til þess, frá Þýskalandi, og lýtur
félagsskapurinn yfirstjórn þeirra,
Þessi fregn, eins og fleiri, sem borist hafa í seinni tið bendtr
íil, að sama ástand liafi i þann veginn verið að skapast í þeim
hluta Slesiu, sem Pólverjar eiga, og í Súdetahéruðunum á sinni
tíð, er deilan um Tékkóslóvalciu var að ná hámarki, og hafi
þýski þjóðernisminnihlutinn í Slesiu ætlað sér að liafa svipað
hlutverk með höndum, og Súdetar, þ. e. eflingu samstarfsins
við Þjóðverja.
SAMKOMULAGSTILLÖG-
URNAR
ENN Á DAGSKRÁ.
TiIIcgur þær, sem blöðin í
álfunni hafa rætt svo mikið um,
til lausnar Danzig-deilunni, eru
enn á dagskrá, og eru frönsku
blöðin komin á þá skoðun, að
Þjóðverjar miði raunverulega
að því, með núverandi bardaga-
aðferðum, að spilla samvinnu
Pólverja við Breta og Frakka;
talið um ráðstefnu fram komið
í því skyni.
Blöðin leggja áherslu á, að
það, geti ekki komið til nokk-
urra mála, að Bretar og Frakk-
ar fari að kaupslaga við Þjóð-
verja um Danzig, þar sem ekk-
ert fullnaðarsamkomulag sé unt
að gera um Danzig, án Pólverja.
ítölsk blöð skýra frá því, að
Þjóðverjar muni halda til
streitu kröfum sínum umDanzig
en muni fúsir til þess að fallast
á, að Pólverjar haldi öllum við-
skiftalegum hlunnfndum í Dan-
zig, og muni Þýskaland ábyrgj-
ast Pólverjum að réttindin verði
ekki skert á nokkum hátt.
VIÐRÆÐUR
VON RIBBENTROPS
OG CZAKY GREIFA.
Frakkar og Banda-
ríkjamenn sameinað-
ir gegn Japönum.
Fregnir frá París herma, að
miklar viðræður fari fram milli
ríkisstjórna Frakklands og
Bandaríkjanna út af Kínamál-
unum, aðallega viðskifta- og
fjárhagslegs eðlis. Frakkar og
Bandaríkjamenn eru sagðir
gera sér ljóst, að þótt andróðr-
inum hafi aðallega verið beint
gegn Bretum, þá sé það aðeins
í tilraunaskyni, og muni Japan-
ir færa sig upp á skaftið og
hefja andróður gegn öðrum
hvtíum þjóðum, ef þeir þora.
Munu Bandaríkjamenn þess
hvetjandi, að Japönum verði
sýnt það þegar, að þeim muni
ekki haldast slíkt uppi. Frakk-
ar og Bandaríkjamenn ætla sér
að koma sameiginlega fram
gagnvart Japan, að því er heyrst
hefir, a. m. k. í öllum málum,
sem fjárhag og viðskifti varða.
Bonnet ræddi Við Bullitt sendi-
herra Bandaríkjanna í gær.
200 franskar sprengjuflugvélar gera
„árás“ á Bretland í dag.
EEVKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Hinum miklu flughersæfingum Breta og Frakka er haldið
áfram. í dag fljúga 200 franskar sprengjuflugvélar frá Frakk-
landi inn yfir England og gera tilraunir til „árásar“ á breskar
borgir. Þær eiga að reyna að komast alla leið til Liverpool. —
Eltinga- og árásarflugvélar breska flugflotans eiga að hefja sig
til flugs, þegar er til frönsku flugvélanna sést frá athugunar-
stöðvum loftvarnaliðsins breska, eða heyrist til þeirra, í hlust-
unartæki loftvarnastöðvanna.
Hinar bresku flugvélar eiga að gera alt, sem í þeirra
valdi stendur til þess að hrekja innrásarflugherinn á
flótta, og verða notuð kastljós og loftvarnabyssur við
æfingar þessar.
Nýr landstjóri í
spænska Marokkó.
- London, í morgun.
Frá Burgos er símað, að þar
hafi verið tilkynt opinberlega,
að Charlos Asensio herforingi
hafi verið skipaður landstjóri í
spænska Marokko.
KiMiiíð
Oríniieyjinga.
Grimseyingar liafa undanfar-
in 4 ár unnið að bryggjugerð
við eyna, því að mesta tálmun-
in á samgöngum milli eyjarinn-
ar og lands, liefir verið skortur
á brvggju, er þyldi brimið, sem
þar er oft, og vélbátar gæti lagst
við.
Sumarið 1935 var bryggju-
smíði hafin og þá smiðaður 19
m. langur og 6 m. breiður stúf-
ur, sem smáhátar geta lagst við
í flóði.
Árið 1937 og 1938 voru veitt-
ar samtals 3800 kr. á fjárlögum
til áframhaldandi hryggju-
smíðis og var unnið fyrir það
fé i júní og júlí í sumar. Er
lengd hins nýja hluta 16.8 m.,
en hreidd hin sama og áður,
6 m.
Er þá bryggjan orðin alls
35.8 m. og dýpt við hausinn 10
fet i háflóði, svo að meðalstór-
ir hátar eiga hægt með að leggj-
ast að henni.
Teikning og áætlun var gerð
hér á vitamálaskrifstofunni og
Jón Dagsson, héðan úr Reykja-
vík, var verkstjóri við bryggju-
gerðina i snmar. Allan annan
vinnukraft lögðu eyjarskeggjar
sjálfir fram.
—o—
í Grímsey hefir jafnan verið
fremur erfitt um vatn. Eru þar
að vísu brunnar, en þegar mikl-
ir þurkar ganga á sUínrum eða
langvarandi frosthörkur á vetr-
um, ]íorna þeir allir. Taka veiði-
skip oft vatn i Grímsey, en þeg-
ar það þrýtur verða þau að
sækja það til „meginlandsins“.
Á sumum bæjunum á eynni er
þó að eins safnað rigningar-
vatni til allrar notkunar.
Þó er á eynni tjörn, sem aldrei
þornar með öllu og telja Gríms-
eyingar, að ef vatn væri leitt
frá henni, myndi það nægja
fyrir alla bæina. Er þetta nú
eitt mesta áhugamál Grímsey-
inga.
Hestamannafélagið Fákur
efnir til skemtiferÖar næstkom-
andi sunnudag. VerÖur lagt af staÖ
kl. io árdegis frá íshúsinii viÖ Frí-
kirkjuna. — FormaÖur félagsins,
Björn Gunnlaugsson, Grettisgötu
75, gefur nánari upplýsingar um
förina.
Czaky utanríkismálaráðherra
Ungverjalands og von Ribben-
trop ræðast við í Salzburg og
mun Horthy ríkisstjórnandi ef
til vill einnig taka þátt í þeim
víðræðum. Ætla margir, að við-
ræður þeirra fjalli um hemað-
arlega afstöðu Ungverjaalnds til
Stór-Þýskalands. — Nokkura
athygli vekur, að ítalski sendi-
herrann í Rómaborg átt í gær
viðtal við Daladier. Halifax lá-
varður er aftur farinn á fugla-
veiðar á Yorkshireheiðum, en
hann og Chamberlain eru vænt-
anlegir til London eftir helgina.
■ I : 16É
Síldarmjöl
var stærsti liðurinn í útflutn-
ingi landsmanna í júlí s.l. —
alls 5.218.5 smál. fyrir kr.
1.512.630. Á tímabilinu jan.—
júlí nam síldarmjölsútflutning-
urinn 8375.7 smál. fyrir kr.
2.181.070, en á sama tíma í
fyrra 2961.3 smál. fyrir 610.360
krónur.
FLOTAÆFINGAR BRETA.
Mestu hex-æfingar, sem nokkuru sinni hafa fx-am farið, standa nú yfir i Bretlandi, og verður ekki
lokið fyrr en í baust. Hópflug breska flughersins til Frakklands og loftvai'naæfingarnar um dag-
inn eru alt hluti af þessum miklu lieræfingum. Laixdliei'inn er nú að æfingum og verður við þær
fram i septemhei'lok, en um 140 lierskip éru að æfingum við strendur Englands, aðallega í Norð-
ui-sjó. Vafalaust er þelta alt gerl nxeð lxliðsjón af því, að draga úr líkunum fyrir því, að nokkur
þjóð áræði að stofna til árásarstyrjaldár. Vert er að athuga, að Tyrkir og Rúmenar, bandamenn
Brela, hafa einnig miklar heræfingar um þessar mundir, en Pólverjar hafa mikinn her undir
vopnum. — Myndin er af enskum varaliðsmönnum á leið til skipa sinna i Weymouth, en þar safn-
aðist breski flotinn saman áður en lagt var af slað til flotaæfinganna, og fór þar fram liðskönnun,
sem Geox-g VI. konungur framkvæmdi sjálfur. —