Vísir - 07.09.1939, Qupperneq 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: Hverfisgötu 12
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
8 í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Eitt yfir alla!
jP^llir sæmilegir menn styðja
ríkisstjómina í þeirri viS-
leitni, sem hún sýnir um þessar
mundir. Stjórnin reynir, eftir
því sem unt er, aS verja þjóSina
áföllum. Hún er fyrst og fremst
orSin styrjaldarstjórn. Stefnu
hennar mætti marka í sem
fæstum orSum á þessa leiS:
Eitt yfir alla! Hún beinir dag-
lega máli sínu til borgaranna,
um aS sýna nú fullan þegnskap.
Þeir sem betur eru settir eru
kvaddir til þess aS neyta ekki
aSstöSunnar. AS svo miklu
leyti sem menn láta sér ekki
segjast viS almenn tilmæli rík-
isstjórnarinnar, er gripiS til sér-
stakra ráSstafana, til þess aS
ekki verSi livikaS frá hinni yfir-
lýstu stefnu: Eitt yfir alla.
Núverandi rikisstjórn var
sett á stofn vegna ástandsins
innanlands. ErfiSleikarnir voru
orSnir svo miklir i atvinnumál-
um og gjaldeyrismálum, aS
þeir sem meS völdin fóru sáu
þaS réttilega, aS þeim var ekki
lengur stætt á því, aS fara einir
áfram meS stjórnina. Þessvegna
var liöf uSandstöSuf lokkurinn
kvaddur til ráSa. Nú verSur aS
játa þaS, aS sú viSreisn at-
vinnuveganna, sem gerS var aS
aðalhlutverki stjórnarinnar
hefir ekki tekist. En rangt væri
að kenna stjórninni um það.
Hennar verk var að koma lijól-
unum í gang. ÞaS gerði hún.
Hitt var henni óviðráSanlegt, aS
síldin brást mjög vonum
manna, en á henni veltur meira,
eins og högum er háttað, en
nokkuru öðru um afkomu þjóS-
arinnar. Innanlandserfiðleik-
arnir urðu til þess, að þeir, sem
með völdin fóru, viðurkendu
nauðsyn þess, að aðrir menn
yrðu kvaddir til ráða. Þessir
ínnanlandserfiðleikar hafa ekki
minkað, þrátt fyrir góða við-
leitni núverandi stjórnar. Þótt
litið sé því að eins á ástandið
innanlands, er þannig auðsætt,
að þörfin á samstarfi er meiri
nú en var, þegar þjóðstjómin
komst á. En þar við bætast svo
hinir utanaðkomandi erfiSIeik-
ar vegna styrjaldarinnar.
Þótt farist hefði fyrir i vor,
að flokkarnir tæki höndum
saman um stjórarmyndun var
það óhjákvæmilegt með öllu
eins og nú er komið. Á styrjald-
artímum verður stjómin stöð-
ugt að vera við þvi búin, að
taka hinar mikilvægustu ráð-
stafanir fyrirvaralaust. Til þess
að svo megi vei'Sa þarf hún að
hafa fylstu tryggingu fyrir
stuðningi þjóðarínnar og hún
þarf að vera samhent. Þess
vegna verður stjórnin að gera
út um þau ágreiningsefni, sem
fyrir voru. Annars á hún það á
hættu, að hún liafi ekki þann
stuðning, sem nauðsynlegur er
á hverjum tíma.
Eins og öllum er kunnugt
voru af hendi sjálfstæðismanna
sett fram ákveðin skilyrði fyrir
áframhaldandi stuðningi við
stjómina. Þau skilyrði snerta
viðskiftamálin. — Svo mikil
þörf sem var fyrir fullnægingu
þeirra skilyrða meðan friður
hélst í heiminum, þá er þörfin
orðin margfalt meiri nú, eftir
að styrjökl er liafin. Og það vill
svo vel til, að þau skilyrði, sem
sjálfstæðismenn settu, eru þess
eðlis, að fram hjá þeim verður
ekki gengið, nema að þverbrot-
in sé sú yfirlýsta stefna ríkis-
stjórnarinnar, að eilt eigi yfir
alla að ganga.
SkilyrSin, sem sett voru fram
af hálfu sjálfstæðismanna eru i
stuttu máli þau, að eilt verði
látið yfir alla ganga um ráð-
stöfun þess gjaldeyris, sem til
fellur og úthlutun þeirra vara,
sem til landsins flytjast. Meðan
því fer fram, að einstök fyrir-
tæki liafi forréttindi i þessum
efnum, er brotið það hoðorS,
sem rikisstjórnin hefir sjálf sett
sér, að eitt skuli yfir alla ganga.
Þessvegna er blátt áfram óhugs-
andi, úr því sem komið er, að
nokkur fyrirstaða verði á því,
að þessum skilyrðum sé full-
nægt og þar með trygt það sam-
starf, sem öllum kemur saman
um, að nauðsynlegra sé nú en
nokkuru sinni fyr.
a
Eitt þýskt
skip komið
enn.
Hlaðið rommi
og sykri.
Enn eitt þýskt skip kom í
morgun og eru þau nú orðin
l'jögur þýsku skipin, sem hing-
að eru komin, og munu vera
samtals um 25 þús. smálestir.
Skipið, sem kom í morgun kl.
10—11, lieitir Lubeck og er 5—
6 þús. smál. að stærð. Skipverj-
ar munu vera 30—10 að tölu.
Skipið kemur hingað frá Ha-
iti og er hlaðið sykri, kaffi,
rommi og brúnspón.
•
Norska skipið,
sem Vísir sagÖi frá í gær, kom
hingað kl. 8—g í gærkvöldi. Fór
Guðbjartur Ólafsson, hafnsögu-
maSur til Sandgerðis i gær og þar
an um borð i skipið og sigldi því
til Reykjavíkur. Heitir skipið Sira-
hei og er 3880 smál. að stærð. Það
er á leið frá Newfoundland til Eng-
lands með málmgrýti. Á skipinu er
kona skipstjóra og tvö börn þeirra.
Hollendingarnir
fá að fara heim.
Hollendingarnir, sem komu
hingað á þýska skipinu og yfir-
gáfu það, verða nú skráðir af
skipinu og sendir heim við
fyrsta tækifæri.
Arent Claessen, sem er ræðis-
maður Hollendinga hér, hefir
fengið skeyti frá Hollandi þess
efnis, að hann eigi að sjá um
þá. Venja hafði þó verið, að
þýski ræðismaðurinn sæi um
mál þeirra, þvi að þeir voru
ráðnir hjá þýsku útgerðarfyrir-
tæki.
Vegna þrengsla geta Hollend-
ingarnir ekki komist með Lyru,
en reynt verður að útvega þeim
far með Drotningunni.
Rjarni Ásgeirsson,
alþingismaður, hefir beðið Vísi
að geta þess, að kálflugunnar, sem
getið var í Vísi í gær, hafi fyrst
orðið vart á Reykjum nú í sumar.
Frakkap eru komnir
inn í Saardalínn og
hepsveitip þeippa við
úthverfi margra
Sótt er að Saarbrucken frá Metz
og Nancy og frá Mosel-fljóti.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
amkvæmt fregnum frá París hafa frakkneskar hersveitir byrjað sókn á hendur
Þjóðverjum á vesturvígstöðvunum. Hefir fótgönglið sótt fram, stutt skrið-
drekasveitum og flugsveitum.
Það er fullyrt eftir áreiðanlegum heimildum, að sóknin hafi gengið mjög að óskum,
og Frakkar hafi brotist gegnum víggirðingar Þjóðverja á nokkurum stöðum á þessum
hluta vígstöðvanna.
Hersveitir Frakka eru komnar að úthverfum margra borga í Saardalnum.
Her Frakka sækir fram frá Metz í Alsace-Lorraine til Nancy og þar á milli frá Meuse.
Er það Ijóst, að höfuðmarkmið með sókninni er Saarbriicken.
borga
Loftái,á§iriiai> á
Viirsjá.
Oslo, 6. sept. FB.
Þjóðverjar tilkynna, að þeir
séu um 65 kílómetra frá Varsjá.
Sjötíu þýskar flugvélar tóku
þátt í loftárás á Varsjá í gær.
Var varpað niður sprengikúlum
og íkveikjusprengjum. Mest
tjón varð í fátækraliverfum
borgarinnar. 7—8 þýskar flug-
vélar voru skotnar niður. Ríkis-
stjórnin er að flytja til Lublin,
sem er alllangt suðaustur af
Varsjá. — NRP.
Fregnir þær, sem gengu hér um bæinn í gær (eftir amerísk-
um útvarpsfregnum?) að Frakkar hefði brotist gegnum Sieg-
friedlínuna þýsku, munu orðum auknar eða á misskilningi
bygðar. — Saarfljótið kemur upp í Vogesafjöllum í Elsass (Al-
sace) og rennur inn í Þýskaland nálægt Trevés, þar sem það
sameinast Mosel. Sardalurinn ber nafn af ánni og eru þar kola-
námur miklar og iðnaðarborgir og aðalborgin Saarbrucken.
Árið 1919 var héraðið sett undir yfirráð Þjóðabandalagsins og
var sett undir sérstaka stjórn, en er þjóðaratkvæði fór þar fram,
fengu Þjóðverjar héraðið aftur.
Hliitleysislögriii kom-
in til framkvæmda.
Herskip send út til eftiplits með
fram ströndum Bandaríkjanna.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Roosevelt forseti hefir skrifað undir tilskipun um, að hlut-
Ieysislögin skuli koma til framkvæmda, en af því leiðir, að allur
flutningur hergagna frá Bandaríkjunum til þeirra þjóða, sem
eiga í styrjöld, er bannaður. Sala á hernaðarflugvélum er eklti
undanskilin og allir samningar, sem gerðir hafa verið um sölu
á hergögnum, eru úr gildi fallnir, með tilskipun Roosevelts.
Kreppir að Pól-
verjum.
Þjoðverjat' hafa tckið Krakan og
§ækja til Loil*.
Stjórnin flutt til Lublin, í suðurhluta landsins.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
í skeyti, sem Vísi barst í gær, segir að pólska ríkisstjórnin
hafi flutt til Lublin, sem er allmikil borg suðaustur af Varsjá.
Bardagamir hafa haldið áfram á öllum vígstöðvum í Póllandi,
en mest hefir verið barist í Slesíu, þar sem Þjóðverjar segjast
hafa tekið Krakau, sem er mikil iðnaðarborg. Segjast Þjóðverj-
ar hafa Pólsku Slesíu á valdi sínu, en Pólverjar halda því enn
fram, að þeir veiti Þjóðverjum þar öflugt viðnám og hafi þeir
ekki sótt þar fram. Þjóðverjar segja, að þeir sæki hratt fram lil
Lodz, sem er mikil iðnaðarborg. Og eftir fregnum þeirra að
dæma, virðist Varsjá vera í mikilli hættu, enda tæplega verið
gripið til þess að flytja aðsetur ríkisstjórnarinnar, ef svo væri
ekki. Fólkið í Varsjá er sagt rólegt, þrátt fyrir stöðugar loft-
árásir, eða um 70 s. I. sólarhring. Miklar orustur eru háðar í
lofti yfir öllum vígstöðvum í Póllandi. Næsta markmið Þjóð-
verja er Lodz.
von Brauchnitz, þýski hershöfðinginn, hefir tilkynt hátíð-
lega, að þýsku hersveitirnar, sem sóttu fram frá Austur-Prúss-
landi inn í „pólska hliðið“ hafi náð saman. Þýskaland og Austur-
Prússland er því sameináð. En enn er talsvert landsvæði í hönd-
um Pólverja norðar í hliðinu. Setuliðið pólska í Westerplatte-
eyju í Danzigflóa verst enn, þrátt fyrir ákafa skothríð Þjóð-
verja. Eyjan er vel víggirt. Gdynia er enn í höndum Pólverja.
í tilkynningu pólsku hermálastjórnarinnar í gærkveldi segir
svo:
Þýski flugherinn hefir haldið áfram að varpa sprengikúlum
á hersveitir okkar, flutningatæki og borgir. Varsjá hefir orðið
fyrir mörgum loftárásum, en flugher vor hefir einnig haft sig
mjög í frammi og gert árásir á hersveitir óvinanna, skriðdreka
og bifreiðalestir þeirra. I gær skutum vér niður 15 þýskar flug-
vélar en í dag 20. Við höfum mist alls 6 flugvélar í gær og í dag.
Mestar orustur eru háðar á línunni Lodz—Piotkrow og Tom-
asow Masowecki og fyrir vestan Tarnow.
Á norðurvígstöðvunum á línunni Torun—Sierpc—Plonski
hefir óvinunum ekkert orðið ágengt.
Hálaði yfir nafn
og1 rcykhnf scin-
kcnni.
Oslo, 6. sept. FB.
8000 smálesta skip þýskt, frá
Hamborg, kom í gær til Trond-
heim, siglandi undir dönskum
fána, en málað hafði vei'ið yfir
nafn skipsins og reykháfsein-
kenni. Skipið heitir Fleburg, en
er nú kallað Ehro. Það er eign
Hamborgar-Amerikulínunnar.
Þýsku skipin, sem eru á leið
til Þýskalands fná Narvik og
Kirkenes með kis-farm, munu,
að því er menn ætla, leita inn í
Trondheim-fjörðinn. NRP.
Til þess að hafa eftirlit með
því, að ekki verði farið í kringr
um hlutleysislögin, verður mik-
ill fjöldi tundurspilla og annara
lítilla herskipa, sem búið var að
taka úr notkun, hafðir við eft-
irlit á siglingaleiðum.
Fyrstu tundurspillamir eru
þegar lagðir af stað og verða
þeir á siglingaleiðum til New
York.
En það er ráðgert, að eftirlit-
ið verði mjög strangt og verði
Suðiir-iÉ seoir
tiýskalandi strtð ð
hendur.
Jan Smuts hefir myndað
samsteypustjóm í Suður-Af-
riku, eftir að Herzog forsætis-
ráðherra, sem var studdur af
Pirov landvarnarráðherra, —
þeim, sem fór í heimsóknina til
Hitlers, — hafði beðið ósigur á
þingi. Smuts gekk stjórnar-
myndunin greiðlega og eru í
henni menn úr öllum flokkum,
nema flokki nationalista, en
ekki er ólíklegt að leiðtogi
þeirra, dr. Malan, fallist á sam-
vinnu við Smuts. Herzog og Pir-
ov hafa orðið að horfa upp á
það, að flokkur þeirra, eða tals-
verður hluti lians að minsta
kosti, snerist á sveif með Smuts
um myndun samsteypustjórnar.
Það sem um var deilt, var
hvort Suður-Afríka skyldi taka
sömu afstöðu og hin samveldis-
löndin — eða sitja hjá. Það
vildi Herzog, en gamli herfor-
inginn sigraði og nú hefir Suð-
ur-Afríka sagt Þýskalandi stríð
á hendur.
herskip að staðaldri á öllum
siglingaleiðum við strendur
Bandaríkja, Puerto Rica, Antill-
eseyja og í nánd við Panama-
skurðinn.
Hull utanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna hefir tilkynt, að
ríkisstjórnin muni hafa gætur á
þvi að hlutleysislögin verði ekki
brotin með því að senda her-
gögn til Canada og þaðan til Ev-
rópu.
United Press.
Samband Rauða Kross
félaganna flytur til
Geneve.
Samkvæmt skeyti, sem Rauða
kross fslands barst í gær, hefir
aðalskrifstofa sambands Rauða
kross félaganna flutt hinn 5.
september frá París til Geneve,
og hefir þar aðalbækistöðvar
sínar hér eftir.
Að sjálfsögðu er þessi ráð-
stöfun gerð með tillit til þess,
að félagið afli sér meira öryggis,
en um er að ræða í París, vegna
yfirvofandi hættu á loftárásum
og öðrum hernaðarlegum að-
gerðum.
Engir sorgarklæðnað-
ir í Þýskalandi.
Oslo, 6. sept. FB.
Þýska stjórnin hefir álcveðið
manntjónslistar verði ekki birt-
ir. Aðstandendur fallinna lier-
manna eru hvaltir til þess að
bera ekki sorgarklæðnaði eða
sorgarhönd á fatnaði sínum. —
NRP.
ERLENDAR FRÉTTIR
Framh. á 4. síðu.