Vísir - 13.09.1939, Side 3
Sk:ák:þingiö i Buenot Aires.
íslendingar með-
al þeirra efstu,
í skákkepninni um forsetabikarinn
Skv. einkaskeyti til Vísis i
gær, frá Buenos Aires hafa Is-
lendingar þá kepl við Búlgara
i kepninni um forsetabikarinn.
Úrslit urðu þau að íslending-
ar ‘unnu með 214 gegn 1%.
Baldur Möller vann Tsveítcov
á fyrsta borði.
Jón Guðmundsson vann Nei-
circli á öðru borði.
Einar Þorvaldsson gerði jafn-
tefli við Kiprof á þriðja borði
Kantardjeff vann Guðmund
Arnlaugsson á fjórða borði.
Búlgarar hafa aðeins einu
sinni kept við íslendinga á al-
þjóða skákmóti, en það var í
Miinchen 1936, og unnu íslend-
ingar þá með 5 gegn 3 (þrjá
vinninga, fjögur jafntefli og eitt
tap).
Aðeins einn af þessum Búl-
görum hefir áður kept við Is-
lending, eli það var Kiprof, og
vann hann Baldur Möller í
Munchen 1936.
Búlgarar hafa aðeins einu
sinni áður kept á alþjóða skák-
móti, í Múnchen 1936. í fyrri
hluta þessa skákþings í Buenos
Aires keptu Búlgarar í 4. flokki
og feligu 21/2 vinning gegn
Frakklandi, einn vxnning gegn
Lettlandi og tvo vinninga gegn
Boliviu, en ekki er vitað enn
live mikið þeir fengu í viður-
eigninni við Chile og Þýskaland
og Uruguy.
Þá barst Vísi skeyti í morgun
frá Buenos Aires, og hafa Is-
lendingar nú teflt við íra í
kepninni með þeim úrsíitum að
að Islendingar unnu með 2%
gegn iy2.
I fyrri hluta skákþings þessa
unnu Islendingarnir Ira með
3]/2 gegn V2.
Að þessu sinni tapaði Baldur
Möller fyrir O’Donovan á fyrsta
borði. Ásmundur Ásgeirsson
gerði jafntefli við Ke'rlin á öðru
borði. Jón Guðmundsson vann
Mimus á þriðja borði, og Einar
Þorvaldsson vann Nash á f jórða
borði.
Islendingar hafa nú lokið við
sjö umferðir af fjórtán í kepn-
inni um forsetabikarinn. I þess-
um 28 skákum hafa íslendingar
20y2 punkt, eða 73,21%, og má
gera ráð fyrir að þeir séu enn
efstir eða með þeim efstu.
Ef taldar eru allar skákirnar,
sem íslendingar liafa teflt á
þe'ssu skákþingi (líka fyrri hlut-
inn), þá liafa íslendingar 3314
punkt í 52 skákum, eða 64,42%.
Allir þessir vinningar skiftast
þannig á milli keppendanna:
Baldur Möller á fyrsta borði
7 punkta í 12 skákum, eða
58,33%.
Ásmundur Ásgeirsson á öðru
og fyrsta borði (einu sinni), 8V2
punkt í 12 skákum,. eða 70,83%.
Jón Guðmundsson á þriðja og
öðru borði (tvisvar) 8 punkta
i 10 skákum, eða 80,00%.
Ein ar Þorvaldsson á f jórða
og þriðja borði 4 punkta í 10
skákum, eða 40%.
Guðmundur Arnlaugsson á 4.
Ixorði 6 punkta i 8 skákum, eða
75%.
Stærstu fallbyssur Þjóð-
verja teknar í notkun á
vesturvígstöðvunum.
Frakkar lialda öllu þvi landi, sem
þeir liafa tekid,
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Frakkar tilkynna, að þeir haldi áfram sókn sinni á vestur-
vígstöðvunum — í nánd við Saar — eða á þeim eina hluta víg-
stöðvanna, þar sem barist hefir verið að nokkuru ráði. Það
vekur athygli, að Frakkar tilkynna, að þeir hafi ekki teflt aðal-
her sínum fram á þessum slóðum.
Frakkar segjast halda hverjum ferþumlungi lands, sem þeir
hafa náð frá Þjóðverjum, þrátt fyrir það að Þjóðverjar hafi nú
tekið hinar stærstu fallbyssur sínar í notkun, og héldi uppi skot-
hríð allan daginn í gær á varnarstöðvar Frakka í Saardalnum.
Þrátt fyrir skothríð Þjóðverja tókst Frökkum, segir í til-
kynningu frönsku herstjórnarinnar, að treysta aðstöðu sína að
mun, og nú sé svo komið, að undirbúningi þeirra að árás á
sjálfa Siegfried-Iínuna sé að verða lokið.
Hafa Frakkar ftindið
livsii* Nfegrfriedlíiiaii
er veikiBit ?
Oslo í dag. FB.
Á vesturvígstöðvunum halda Frakkar áfram hægri, skipu-
lagðri sókn, milli Saarbrucken og Forbach, og er það að sögn
ætlan franska herforingja, að þeir liafi þar fundið veikasta
staðinn í Siegfriedlínunni. Frökkum hefir orðið vel ágengt í
sókn sinni, þrátt fyrir harðnandi mótspyrnu Þjóðverja, og
ýmislegt þykir benda til, að ný og meiri sókn standi fyrir
dyrum.
Herliðsflutningar frá Bretlandi til Frakklands
fara fram dag og nótt og er hermönnunum afar vel
tekið í Frakklandi.
VISIR
-i- ~ • íw* ■' ”•
Breskn kaupskipin fara
framvegis um höfin varin
af herskipum.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Eins og áður hefir verið um símað lét Winston Churchill
það verða sitt fyrsta verk, er hann varð flotamálaráðherra á
dögunum, að fyrirskipa að „convoy-kerfið“ yrði tekið upp eins
og á styrjaldarárunum, þ. e. að kaupskipin færi mörg sarnan
undir fylgd herskipa um höfin.
En það er ekki hægt að koma
þessu á í einni svipan, fyrst og
fremst af því, að í stríðsbyrjun
voru skipin dreifð um öll höf,
enda hafa mörg þeirra verið
skotin í kaf af þýskum kafbát-
um.
Nú skýrir News Chronicle frá
því í morgun, að „convoy“-kerf-
ið“ sé þegar komið til fram-
kvæmda, enda þótt stríðið hafi
ekki staðið í tvær vikur.
Búast menn nú við, að árás-
um kafbáta á bresk skip muni
óðum fara fækkandi, en jafn-
íramt er bent á vaxandi erfið-
leika kafbátanna, og gera Bret-
ar sér vonir um, að geta komið
í veg fyrir að þeir komist heim
til Þýskal. og geta ráðið niður-
lögum þeirra, eða neyða þá til
að leita skjóls í hlutlausum
höfnum, vegna birgðaleysis, og
yrði þeir þá kyrrsettir.
Flytur Dettifoss
kol frá Englandi?
Samkvæmt upplýsingum,
sem Vísir hefir fengið, gengur
alt erfiðlega með vörulcaup og
vöruflutninga hingað til lands.
Dettifoss er nú í Englandi, en
hefir. enn ekki fengið neinn
farm sem lieitir, en stjórn Eim-
slcipafélagsins hefir farið fram
á það, að leyft yi'ði að skipið
flytti hingað lcol. Hefir enn ekk-
e'rt svar borist viðvikjandi mála-
leitun þessari.
Flestir þeir samningar, sem
íslensk verslunarfélög höfðu
gei-t um kaup á erlendum vör-
um, liafa fallið úr gildi vegna
þeirra opinberu ráðstafana, sem
flestar ríkisstjórnir hafa hlut-
ast til um að gerðar yrðu.
Tvö þý§k Kkip
fara§t við Morcg.
Oslo 12. sept. FB.
Hugo Stinner, 10.000 smá-
lesta skip þýskt, strandaði í
gær fyrir norðan Hanoy. Skip-
ið er mikið skelnt i botni. Skip-
stjóri rendi skipinu á land þar
sem það er nú. Það hafð rekið
upp undir land í sterkum
straum. NRP.
Oslo 12. sept. FB.
Fundist hefir brak úr skipi i
Hustadviken og er komið i ljós,
að það er úr skipi frá Hamborg.
NRP.
Breytingar á ferðum
strætisvagna.
Eins og auglýst var hér í blaðinu
í gær, hafa áætlunarferðir Strætis-
vagna Reykjavíkur h.f. tekið all-
miklum breytingum, að tilhlutun at-
vinnumálaráðherra og pósts og
símamálastjórnarinnar, vegna reglu-
gerðar, sem sett hefir verið um tak-
mörkun á bifreiðaakstri og bensín-
sölu.
Getið hefir verið áður um nokkr-
ar þær breytingar hér í blaðinu, er
gerðar hafa verið, en almenningi til
leiðbeiningar, skal það helsta rakið.
Hér eftir annast Kleppsvagnarn-
ir flutning farþega í sundlaugarn-
ar og Laugarneshverfi, og fara
vagnarnir frá Lækjartorgi 5 mín-
útur yfir heilan og hálfan tíma.
í Skerjafjörð gengur nú vagn á
hálftímafresti og fer af Lækjartorgi
3 mín. yfir heilan og hálfan tíma og
gengur aðeins að vegamótum Þver-
vegar og Shellvegar.
Seltjarnarnesvagninn gengur að
Mýrarhúsaskóla og fer á hálftíma
fresti frá kl. 12—9 e. h., en á öðr-
um tímum á klukkustundarfresti.
Landspítalavagninn fer af Lækj-
artorgi 15 mín. fyrir heilan og hálf-
an tíma, og gengur frá 11,45 til
kl. 9,15 síðd.
Leiðin Stúdentagarður—Túngata
legst alveg niður.
Lögbergsvagninn fer hér eftir
aðeins fjórar ferðir á degi, kl. 8,30,
r,i5, 6,15 og 9,15 síðd. og helst sú
áætlun til mánaðamóta. Aðrar
breytingar á ferðum strætisvagn-
anna eru óverulegar og mun fólki
reynast auðvelt að átta sig á þeirn.
Ríkisstjórnin setur á
stofn skrifstofu til að
annast skömtun mat-
væla.
I Lögbirtingablaðinu, sem út
kom í dag birtist reglugerð um
sölu og úthlutun á matvöruteg-
undum, þar sem m. a. er svo
ákveðið, að skömtun á ýmsum
nauðsynjavörum komi til fram-
kvæmda frá 18. september 1939,
og ræðir þar aðallega um rúg-
brauð og liveitibrauð, rúg, rúg-
mjöl, hveiti, hveitmjöl, hafra-
grjón, haframjöl, hrísgrjón,
matbaunir, bankaliygg og aðrar
kornvörur, nema fóðurbygg,
1 hafra og fóðurmaís. Ennfrem-
ur verður tekin upp skömtun á
kaffi og sykri, og engar af ofan-
greindum vörum, er til skömt-
unar koma má afhenda, nema
gegn seðlum, sem út eru gefnir
að tilhlutun ríkisstjórnarinnar.
Rikisstjórnin sendir öllum
hreppsnefndum og bæjarstjórn-
um skömtunarseðla, miðað við
mannfjölda á hverjum stað, og
skulu þær úthluta seðlum til
allra heimila, þannig að liverj-
um heimilismanni sé ætlaður
einn seðill.
Þá er úthlutun seðlanna fer
fram í fyrsta sinn, skuln við-
takendur seðlanna nndirrita
drengskaparvottorð um hve
mikinn forða þeir eigi af vörum,
er seðlarnir liljóða um, og skal
forðinn dreginn frá við fyrstu
eða aðra úthlutun og liinar síð-
ari, þar til lionum er lokið. Eru
allir heimilisfeður skyldir til að
mæta eða láta mæta til slíkrar
skýrslugjafar, jafnvel þótt þeir
eigi nægar birgðir, og þurfi því
eigi seðla fyrst um sinn.
I lok livers mánaðar eru af-
hentir seðlar fyrir næsta mán-
uð, til þeirra, sem skila stofn-
um af eldri seðlum, og enn-
fremur til jieirra, sem fært geta
sönnur á að þeir hafi ekki feng-
ið seðla við fyrri úthlutun.
Ýms ákvæði eru önnUr um
fyrirkomulag og framkvæmd
skömtunarinnar, sem of langt
yrði að rekja, en einkum skal
T
L
R
IFIÐ I XVEYKJAVIK
Einn af helstu kunningjum
mínum er embættismaður í
kauptúni út á landi, lærdóms-
maður mikill í sinni grein, en
að sama skapi fyrirhyggjumað-
ur og búliöldur. Eg heimsótti
hann fyrir nokkrum árum.
Ilann sýndi mér þá allstóra
kistu fulla af prjónlesi. Eg
spurði liann þá hvernig stæði á
öllum þessum smábandssokk-
um. Hann sagði mér þá, að þe’g-
ar hann sæti á kvöldvökunum
ásamt heimilisfólkinu og hlust-
aði á útvarpið, tæki liann altaf
prjónana sína og liefði hann
sjálfur prjónað alt sem í kist-
unni var.
•
Þetta er einn af þeim mönn-
um, sem sjaldan fellur verk úr
hendi. Og það e*r lítil hætta að
setið sé auðum höndum um-
hverfis slíka húsbændur. Börn,
sem alast upp á slíku heimili
læra til verka og læra að meta
vinnuna. Þau standa dálítið bet-
ur að vígi þegar út í lífið kem-
ur, en liin, setn komast upp með
að gera aldrei handarvik. Ef sá
liugsunarháttur liefði verið ríkj-
andi alment hér á landi, að nota
tírnann eins og embættismaður-
inn, sem eg nefndi, stæðum við
ekki eins höllum fæti, hvenær
sem eittlivað hjátar á.
•
Það væri gaman að vita, livað
frúrnar í Reykjavík eyða mikl-
um tíma samanlagt á ári í að
spila brigde. Væri ekki reynandi
fyrir eitthvað af þessum ágætu
konum, að sleppa t. d. öðru eða
þriðja hverju bridge-partíi og
sitja með prjóna samsvarandi
tíma? Þeim er óhætt aS fi'ðæ
því, að þetta er ekkert „úfínl*V
I síðustu styi-jöld keptust for-
ríkar hefðarifrúr um að prjóna
vetlinga og „handstúkur“ ill aS
senda hermönnunum á; vig-
slöðvarnar. Og svo muis eniE
vera. Það er engin hætta að ekki
sé þörf fyrir prjónavinma. Qg
það gæti jafnvel verið þarílegt
hverjum sem er að eiga Silýja
nllarskyrtu til að smeygja sér i,
ef saman skvídi fara frosfavet-
ur eins og 1918 og kolaverð eins
ogþá.
•
Eg var einhverntíma í mínar
ungu daga að skammast yfir ó-
þrifnaði Islendinga við gamlan
lækni. Eg hélt því frarn, aS þaS
hlyti að vera stórurn Iieílsuspíll-
andi að fara aldrei í bað. Lækn-
irinn sagðist þekkja fjölda
manna, sem aldrei á æfl sfnnl1
liefðu þvegið sér um skrokkmn
og liefðu þó fyrirtaks heilsu. M
stæðan væri sú, að íslensku ull-
arfötin héldu svi taliolnnum
opnum og gerðu að þvi leyiá
sama gagn og baðið. Við fleygj-
unt árlega hundruðum þúsandst
fyrir aðflutt nndirföt — bóm-
ullardrasl og gerfisilki. Það er
ekkert skjól i slíkum bunaðL
Kvenfólkið ætlar að krókna, ef"
ekki er kynt hvernig sem víðr-
ar. Þær verða innkulsa, er fxer
koma út í hráslagaveður. Svona
er það: Heimskulegt „pjaU“ £
klæðnaði, heilsuleysi, eymdS
Heróp ungu stúlknanna um
þessar mundir ætti að veria: Alf-
ar í íslensk nærföt! Prjönetm
þau sjálfar!
Áhorfandims-
athygli íolks vakin á því, að
brot gegn reglugerðinni varðar
sektum alt að kr. 10.000. Ættu
menn því að kynna sér reglu-
gerðina sérstaklega, þannig að
þeir brjóti ekki með framferði
sínu í bága við hana. Gildir það
ekki hvað síst um framtalningu
á birgðum, sem menn kunna að
eiga, eða hafa aflað sér áður en
stíðið skall á, eða eftir það.
Sérstök skrifstofa verður sett
á stofn af hálfu rikisstjórnar-
innar, sem hefir yfirumsjón
með matvælaúthlutun, sam-
kvæmt reglugerðinni, og hefir
Vísir heyrt að skrifstofustjórinn
sé þegar ráðinn, og verði það
Sigtryggur Klemensson lög-
fræðingur. Ennfremur hefir
hlaðið hlerað að í ráðí sé að
skipa sérstaka nefnd honnna tll
aðstoðar, er hafi yfírumsjöza
með afgreiðslu þessara máls-
i
Hið íslenska fornritafélag.
Nýtt bindi komið út:
Halifreðar saga. Kormáks saga, Hrómundar
þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar.
EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út.
Verð kr. 9-00 heft og kr. 16.00 í skinnbandi. Fæst
hjá bóksölum.
Áður komið: Egils saga, Laxdæla saga, Eyr-
byggja saga, Grettis saga, Borgfirðinga sögur..
Aðalútsala:
rr-~
Bókaverslun Sigfúsar [Eymundssonar
Freymóður Þorsteinsson & :
Kristján Guðlaugsson.
Málflutningsskrifstofa Hverfisgötu 12.
Viðtalstími frá kl. 1—6 síðdegis. —
Málflutningur og öll lögfræðileg störf.