Vísir - 13.09.1939, Side 4

Vísir - 13.09.1939, Side 4
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 {Gengið inn frá Ingólfsstræti) 8 f m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Útflutnings- verslunin. ÖLL millirikjaviöskifti í heim- inum hafa á undanfömum árum verið ýmsum erfiðleikum háð. Þar sem áður mátti heita frjáls verslun hefir komið opin- ber íhlutun, takmörkun inn- flutnings og vöruskifti. Allar þjóðir liafa orðið að breyta við- skiftaaðferðum sínum sam- kvæmt þessu. Einstaklingsfram- takið hefir ekki notið sín eins og áður. Hið almenna viðskifta- ástand hefir leitt í ljós að hag- kvæmt hefir verið að hafa meira samstarf, en þörf var á meðan viðskiftin voru frjálsari og minni takmörkunum liáð. Hér á landi hafa t. d. fiskútflytj- endur bundist frjálsum samtök- um um sölu á framleiðsluvöru sinni. Stofnun S.Í.F. var eðlilegt svar við því ástandi, sem þá var að skapast i viðskiftalöndunum. Upphaflega var þetta fyrirtæki alveg óháð opinberri íhlutun. Síðar voru sett lög, sem einnig snertu það. Nú er svo komið að mestöll útflutningsverslun landsmanna er i höndum opin- iierra eða hálfopinberra stofn- ana: S.f.F., Fiskimálanefndar, Síldarútvegsnefndar og S.Í.S. Auk þess er útflutningsverslun- in háð ýmsum fyrirmælum um ákveðin viðskifti til ákveðinna landa vegna verslunarsamninga og jafnvirðiskaupa. Slik hefir stefnan verið á undanförnum árum. Með styrjöldinni skapast ný viðhorf í þessum efnum. Eins og frá var skýrt í Vísi í gær hef- ir rikisstjórnin með bráða- birgðalögum sett alla útflutn- ingsverslunina undir sameigin- legt eftirlit. Tilgangur ríkis- stjórnarinnar með þessari á- kvörðun er sá, að hagnýta fyrir þjóðina, svo sem við verður komið, þær snöggu verðbreyt- ingar, sem af styrjöldinni leiða. Nefnd sú, sem skipuð verður samkvæmt bráðabirgaðlögun- um á ekki að hafa sölu afurð- anna með höndum, heldur að- eins veitingu útflutningsleyfa. Henni er fyrst og fremst ætlað að ná sem hæstu verði fyrir af- urðirnar. Þvínæst að hafa eftir- lit með því, að öllum gjaldeyri sé skilað. Og loks er hlutverk hennar að beina viðslcifta- straumnum eftir því sem kring- umstæður krefjast á hverjum tima. Þvi verður ekki neitað, að nefnd þessi fær mikið og áhrifa- ríkt valdsvið. Henni er ætlað að starfa í náinni samvinnu við ríkisstjórnina og heyrir undir atvinnumálaráðuneytið. Fyrsta grein bráðabirgðalag- anna vekur sérstaka athygli. Hún er á þessa leið: „Rikis- stjórninni er heimilt að ákveða, að engar vörur megi bjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja úr landi nema að fengnu leyfi liennar.“ Eftir reglugerðinni hefir stjórnin þó ekki notað þessa heimild enn sem komið er. — Það getur vel verið, að sú þörf verði fyrir hendi, að nauðsyn- legt reynist að beita þeim á- kvæðum laganna, sein liér var bent á. En engum getur dulist, að vandfarið er með svona mik- ið vald. Mest veltur á, að reynt sé að raska sem minst atvinnu- möguleikum þeirra, sem liafa haft úlflutning með höndum að undanförnu. Snöggar breytingar krefjast skjótra úrræða og er erfitt að í áða fram úr þeim erfiðleikum, sem nú steðja að, svo að vel sé. í síðustu styrjöld var gripið til þess að koma upp landsverslun, bæði með útfluttar og aðfluttar vörur. Vísir er algerlega and- stæður slíkum úrræðum. Það fyrirkomulag, sem hér hefir verið upptekið, virðist miklu aðgengilegra, sem sé, að salan sé sem mest í höndum þeirra, sefm liafa annast hana, en verð- skráningin í höndum stjórn- skipaðrar eftirlitsnefndar. a BORGIN L0DZ AFTUR I HÖNDUM PÖLVERJA. Framsókn Þjódverja stödvud á öll- um vlgstöðvum, segja Pólverjar. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Frá útvarpsstöðinni í Varsjá var í gærkveldi seint, útvarpað tilkynningu þess efnis, að pólski herinn hafi hertekið Lodz, sem Þjóðverjar höfðu nýlega tek- ið. Féll borgin í hendur Pólverjum, eftir að þeim hafði tekist að sameina lið það, sem var fyrir suðvestan borgina, og hersveitir frá Posnan, sem Þjóðverjar höfðu gert tilraunir til þess að stöðva að austanverðu, en þær báru engan árangur. Þáð er að sjálfsögðu mikill hnekkir Þjóðverjum að hafa mist Lodz úr höndum sér — ofan á það, að sókn þeirra við Varsjá hefir stöðvast. Það getur orðið þeim mjög erfitt að vinna þetta upp fljótlega, og hætt við, að dragi úr vonum Þjóðverja um skjólan sigur yfir Pólverjum. Lodz er mik- il verslunar- og iðnaðarborg og stendur hún við Lodka-fljót um 75 mílur enskar frá Varsjá. Lodz er miðstöð baðmullar og vefnaðarvöruiðnaðarins pólska og vélaiðnaðarins. íbúatalan er um 600.000. Kanadamenn verja 20 milj. dollara til stríðsþarfa. Lodon í morgun. — Einkaskeyti frá United Press. Frumvarp, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Þjóðþingið, um fjár- veitingar til striðsþarfa, að upp- hæð 20 miljónir dollara, var samþykt með öllum atkvæðum. Gert er ráð fyrir að afla fjár- ins með þvi, að auka ágóðaskatt, og yfirleitt verða tekjuskattar hækkaðir með sérstöku tilliti til þess, að hækkunin bitni á þeim, sem hagnast vegna stríðsins. — Einnig er aukinn skattur á vin- um og bjór Ennfremur ýmsum varningi. SKYNDIÁRÁSIR FRÁ VARSJÁ. í Varsjá er unnið að því að treysta vamir borgarinnar sem mest. Virki eru hlaðin og vinna að því ungir og gamlir. Skyndi- árásir hafa verið gerðar á Þjóðverja frá Varsjá og hafa árásir þessar borið góðan árangur. Yfirleitt, segja Pólverjar, hafa Þjóðverjar nú hvarvetna verið stöðvaðir Undangengna tvo sólarhringa hefir margt snúist Pólverjum í vil og einkum þetta tvent, að Þjóðverjar hafa verið stöðvaðir við Varsjá, og Lodz aftur fallin í hendur þeirra, hefir mjög aukið þær vonir þjóðarinnar, að Þjóðverjum takist ekki að sigra Pólland, áður en mikil sókn hefst á vesturvígstöðvunum, en þar sem það er talið víst, að Þjóðverjar hafi þegar orðið að flytja lið þangað frá Póllandi, er mjög líklegt að þeir neyðist til að kalla enn aukið herlið þaðan og senda til vestur-víg- stöðvanna. Oslo 12. sept. FB. Fregnir Þjóðverja um töku Varsjá hafa reynst rangar. Verja Pólverjar borgina af miklu kappi og hafa hlaðið Virki í úthverf- unum og grafið skotgrafir fyrir utan borgina og í útjöðrunum. Borgarbúar taka þátt í vörninni. Bardagarnir eru harðastir sem stendur á nyrstu vígstöðvunum og syðst. Landslag, þar sem nú er barist, er þannig, að sóknin er Þjóðverjum erfiðari miklu en fyrstu daga innrásarinnar. — NRP. Hfíslt-lfisll herrðð stofnað EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Bresku blöðin í morgun fagna yfir þyí, að horfið var að því þegar í stað, að stofna breskt-franskt herráð (war council) eins og í heimsstyrjöldinni. Yar ákvörð- un um þetta tekin á fundi í Frakklandi í gær, sem þeir sátu Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, Dala- dier forsætis- og hermálaráðherra Frakklands, Game- lin yfirherforingi Frakka og Ironside, breski herfor- inginn á vesturvígstöðvunum. Það er bent á það, að slíkt ráð var ekki stofnað í Heimsstyrjöldinni fyrr en hún hafði staðið í 18 mánuði. Blöðin leggja áherslu á það, að þetta ásamt mörgu öðru sýni það og sanni, að Bretar og Frakkar séu stað- ráðnir í að leggja fram alla krafta sína, auð og mann- afla, til þess að sigra í styrjöldinni og kveða niður Hitlerismann. S. í. F. feksf að leigja skip. Vísir skýrði frá þvi fyrir skemstu í sambandi við fisksöl- ur S.I.F. til Portugals og Ítalíu, að vandasamt væri að fá skip til flutninganna á fiskinum, vegna þess, hversu erfitt væri að fá kol. Nú hefir ræst úr þessu þann- ig, að S. I. F. hefir telcist að leigja tvö skip til flutninganna. Leigan er ekki dýrari en við mátti búast, eins og nú er ástatt í heiminum. E.s. Edda, sem kom með salt- farm til Austfjarða í gær, verð- ur að líkindum leigð til Ítalíu- farar á næstunni. Síldarsölfun á Hólmavík. Hólmavík i gær. Frá fréttaritara Vísis. í nótt voru saltaðar hér 1150 tunnur síldar, og er það aðallega afli þriggja báta. Fjölnir kom með 441 tunnu, Jón Þorláksson með 432 og síldin með 272. Sild þessi veiddist á Bitru- firði og fyrir mynni Hrúta- fjarðar. Mikil kolkrabbaveiði hefir verið á Steingrimsfirði að und- anförnu og etr enn. Kristján. Sérfræðingar Oslo- veldanna á fundi í Briissel. Oslo 12. sept. FB. Sérfræðinganefnd Osloveld- anna er sem stendur á fundi í Briisseíl. Meðal þeirra mála, sem um er rætt, er það, að riki, sem eiga stóran kaupskipaflota, leggi hinum Osloveldunum til skip. Koht, utanrikismálaráðherra Norðmanna, svaraði fyrirspurn um þetta, að það væri ekki nema eðlilegt, að þjóðirnar hjálpuðu hver annari með því að leggja til skip, eftir þvi sem hægt væri. Utanríkisráðherrann lagði áherslu á, að hér væri að eins rætt um hvað ef til vill væri hægt að gera, en engar ákvarð- anir teknar að svö stöddu. NBP. Pólska sfjórnin fluff fil Bresf- Lifovsk. Oslo í dag. FB. Pólska stjórnin hefir flutt að- setur sitt til Brest Litovsk um stundarsakir. Brest-Litovsk er mikil iðnaö- arborg og stendur við Bug-ána. Borgin er mikilvægjárnbrautar- miðstöð, en borgin er ekki stór, — íbúatalan að eins 30—40.000. Borgin hefir komið mjög við sögu og þar voru friðarsamn- ingar gerðir á stríðstimanum, sem kunnugt er. Armenningar. SkíÖamenn halda fund á morgun kl. 9 á skrifstofu Ármanns. StB*íds trygrg1 s 11 g‘ai* liækka. Oslo í dag. FB. Stríðstryggingar, að því er pólsk, bresk og frönsk skip í förum lini Norður-Atlantshaf snertir, liafa verið liækkuð um Ntyrj aMai'i'áð- stafaiifa* \oi*ð- uiainia. Oslo 12. sept. FB. Eftirlitsráðið var kallað sam- an á fund í gær, ásamt fulltrú- um aívinnu- og viðskiftalífs, til til þess að athuga verðhækkun nauðsynja. Formaður eftirlits- ráðsins benti á, að bannið gegn verðhækkun væri að eins til bráðabirgða, því að menn væri á einu máli um það, að verð- liækkun væri óhjákvæmileg, en binsvegar er nauðsynlegt að halda lienni i skefjum eins og auðið er. Ennfremur varð sam- komulag um að fastákveða verðlag í samvinnu við land- búnaðarfélögin. Ef ekkert sérstakt kemur fyr- ir mun Stórþingið hafa lokið störfum sínum í næstu viku. Tillögur voru lagðar fyrir Stórþingið í gær um stofnun sérstaks ráðuneytis, sem fer með þau vandamál, sem koma fram vegna styrjaldarerfiðleik- anna. Ennfemur tillögur um, að ríkið taki að sér stríðstrygging- ar fiskiflotans, ennfremur um fjárveitingu vegna lilutleysis- gæslunnar og fl. NRP. Lúðrasveit Reykjavíkur. Vísir hefir verið beðinn aö geta þess, að Lúðrasveitin leiki ekki á Austurvelli í kvöld, eins og undan- farin miðvikudagskvöld. 50%. VAXANDI ÓLGA í GÖMLU TÉKKÓSLÓVAKÍU. Ýmsar fregnir henda til, að vaxandi ólga sé í gömlu Tékkóslóvakiu, ekki síst í Slóvakíu. Ýmsar fregnir herma, að slóvakiskir liermenn hafi í þúsundatali gerst liðhlaupar, af ótta við að verða sendir gegn Pólverjum, sem þeir hafa samúð með. Þjóðverjar hafa bannað slóvakiskum flugmönn- um að fljúga yfir Þýskaland. — I Póllandi, Palestinu, Frakklandi, Englandi og víðar er verið að stofna tékkneskar hersveitir, til þess að berjast með Bretum, Frökkum og Pólverjum. — Ef banda- menn vinna er lítill vafi á þvi, að hin gamla Tékkóslóvakía verður endurreist að mestu. — Mynd- in er af Hradschin kastala í Prag, þar sem ríkisforsetar Tékkóslóvakíu höfðu aðsetur, þar til Hitl- er sendi her Þýskalands inn í landið og tékkóslóvakiska lýðveldið hrundi til grunna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.