Vísir - 02.10.1939, Qupperneq 1
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Ritst jórnarskrif stofa:
Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
29. ár.
Reykjavík, mánudaginn 2. október 1939.
226. tbl.
Friðartillögur
itler
fyrirfram dauðadæmdar
9
Hitler heíir kallað saman Híkisþingið og verður
þar skýrt frá tillögum um fimmveldaráðstefnu, en
engar líkur benda til að Bretar og Frakkar vilji
semja við Hitler.
EINKASKEYTI frá United Press. London, í morgun,
Þýska ríkisþingið hefir verið kvatt saman til fundar í yfirstandandi viku til þess
að hlýða á mikilvæga yfirlýsingu JHitlers ríkiskanslara. Það hefir ekki verið
látið neitt uppskátt opinberlega um hvert efni yfirlýsingar hans er, en frétta-
ritari blaðsins „Telegraaf“ í Amsterdam símar blaði sínu, að Hitler ætli að gera grein
fyrir styrjöldinni í Póllandi, sem nú er talin til lykta leidd, og jafnframt lýsa yfir því,
að Þjóðverjar sé reiðubúnir til að ganga að samningaborði til þess að ræða helstu
vandamál heimsins. Þau telur hann vera: Kröfur ítala við Miðjarðarhaf, nýlendu-
kröfur Þjóðverja og kröfur Rússa við Eystrasalt. Þá er talið, að Hitler muni léggja
til, að stofnað verði pólskt smáríki, er njóti verndar Þýskalands og ef til vilí Sovét-
Rússlands. Þessar tillögur Hitlers hafa að sjálfsögðu vakið mikla athygli, en þær fá
slæmar undirtektir í Bretlandi, og ekkert bendir til, að Bretar og Frakkar líti við þeim.
Þegar hafa Bretar svarað þeim óbeint með tvennu móti: í fyrsta lagi með því, að þeir
telja friðardaga fjarri, þar sem þeir hafa kallað til vopna alla karla á aldrinum 20—22
ára. í öðru lagi hefir einn stríðsstjórnarráðherrann, Winston Churchill, viðhaft þau
orð, í ræðu, sem hann flutti í útvarpið í gærkveldi, að ljóst er, að Bretar ætla að
standa við það, sem þeir hafa sagt, að semja engan frið við Þýskaland Hitlers.
Bretar
EINKASKEYTI til Yísis.
London í morgun.
Georg VI. konungur
Bretlands undirskrifaði í
gær tilskipun um kvaðn-
ingu allra karla í Bretlandi
20—22 ára til herskyldu.
[nnritunardagurinn verður
ákveðinn bráðlega. Allir
Bretar á sama aldri, sem
staddir pru erlendis, eiga
að láta skrásetja sig til hep-
þjónustu innan viku eftir
heimkomuna. ~
Skrásetning nýliðanna
fer fram i vinnumiðlunar-
skrifstofum landsins.
Það er giskað á, að tala
nýliða á fyrrgreindum aldri
sé um 250.000,
CIÁNO GREIFI FER TIL BERLÍNÁR.
.. Ciano greifi, utanríkismálaráðherra Ítalíu, er nú kominn til
Berlínar. Bauð Hitler honum að koma þangað til ráðagerðar.
Það er talið, engum vafa undirorpið, að Hitler leiti nú aðstoðar
ítala til þess að koma því til leiðar, að ráðstefna verði haldin,
í von um, að komist verði hjá áframhaldandi styrjöld. Fyrir
Hitler vakir, að fimm stórveldi taki þátt í þessari ráðstefnu:
Þýskaland, Sovét-Rússland, Stóra-Bretland, Frakkland og
Italía. En það er leidd athygli að því, að Bretar hafa áður neitað
að taka þátt í ráðstefnu, sem tæki pólsk framtíðarmál til um-
ræðu nema Pólverjar sjálfir ætti þar fulltrúa. Nú er Pólland
sigrað, en bandamenn (þ. e: Bretar, Frakkar og Pólverjar)
segja, að pólska ríkið sé enn til. Pólverjar hafa nefnilega brugð-
ið við og myndað nýja stjórn, sem starfar í Frakklandi, uns
Pólverjar fá land sitt aftur. Moscicki Póllandsforseti sagði af
sér, þar sem hann er kyrrsettur í Rúmeníu, en það var þegar
skipað í embætti hans á ný.
PÓLSKUR HER í FRAKKLANDI OG KANADA.
Meðal áforma hinna nýju stjómar er að sameina alla Pól-
verja, sem lifa utan Póllands, og stofna öflugan pólskan her,
sem berjist með bandamönnum. í Frakklandi er verið að stofna
slíkan her, en pólskur her verður einnig stofnaður í Kanada,
og er búist við að Pólverjar í Bandaríkjunum og Kanada flykk-
ist í þann her, sem síðar sameinast Póllandshernum í Frakk-
landi.
Stiíssar íiljsi fá Tyrki
til þe§§ að loka Dar>
danellasundi.
Enn sem komið er er ekki sjáanlegt, að nokknr ár-
angur hafi orðið af viðræðum Molotovs, forsætis- og ut-
anríkismálaráðherra Sovét-Rússlands, og Sarajoglu,
tyrkneska utanríkismálaráðherrans, sem nú hefir verið
yfir viku í Moskva. Hann fór þangað, sem áður var get-
ið, til þess að ræða sameiginleg tyrknesk-rússnesk
áhugamál, og var það Molotov, sem bauð Sarajoglu að
koma til Moskva. Þegar eftir komuna ræddust þeir við,
en þegar von Ribbentrop kom, féllu þessar viðræður
niður, og frá því á þriðjudag s. 1. og þar til í gær rædd-
ust jæ'ir ekki við um stjórnmál, Molotov og Sarajoglu,
Ræddust þeir þá við góða stund.
LUBLIN I PÓLLANDI,
ein af borgum þeim, sem mest var um barist i striðinu, sem
Þjóðverjar og Rússar vilja nú leiða til lykta, og áforma
þeir að boða til friðarráðstefnu í því skyni.
Það hefir ekkert verið látið
uppskátt um það opinberlega í
hvaða átt sé stefnt með viðræð-
um þessum, en ótal getgátur
hafa komið fram. M. a. hafa
komið fram getgátur um, að til
stæði, að stofnað yrði nýtt Bal-
kanbandalag undir rússneskri
og ítalskri vernd, en eftir því
sem nú verður næst komist snú-
ast umræðurnar um Dardan-
ellasund. Sarajoglu er sagður
fús til þess að vilja gera sátt-
mála við Rússa, en upp á þær
spýtur, að tekið verði tillit til
skuldbindinga Tyrkja gagnvart
Bretum og Frökkum.
Tyrkir eru og sagðir fúsir til
þess að undirgangast að taka
ekki þátt í styrjöld gegn Rúss-
um, en Rússar gera að sögn þær
kröfur, að Tyrkir undirgangist
að loka Dardanellasundi fyrir
herskipum allra þjóða, ef til
þess skyldi koma, að Rússar
lenti í styrjöld.
Það vekur athygli, að nú er
tyrknesk sendinefnd komin til
London, undir forystu Orbey
herforingja, sem áður var til
samninga í London, og á þessi
nefnd að semja um hernaðarleg,
f járhagsleg og viðskiftaleg mál-
efni.
V
BRUNINN í BANKASTRÆTI.
Á föstudaginn er var kom upp eldur í vörugeymslu KRON í
Bankastræti og urðu allmiklar skemdir af völdum hans. Mynd-
in er tekin um það bil er slökltviliðið kom á vettvang.
Hitler getur ekki stöðvað
þann Mldarleík, sem hann
hefir byrjað, þegar honum
sýnist, segir ChurcMlL
EINKASKEYTI frá United Press. — London í jnorgun.
Winston Churchill flotamálaráðherra Breta flutti út-
varpsræðu í gærkveldi og var djarfmæltur að vanda.
Ræða hans var nokkurskonar yfirlit yfir fyrsta mánuð
styrjaldarinnar, en hann notaði tækifærið um leið og
gerði að umtaisefni tillögur þær, sem talið er, að Hitler
hafi 4 prjónunum. Af ummælum Churchills er ljóst, að
ekki kemur til mála, að Bretar semji við Hitler og hans
menn, þetta væri vondir menn, sem þýska þjóðin yrði
að losa sig við, og þá fyrst væri hægt að ganga að samn-
ingaborði. Hann sagði, að Hitler hefði sjálfur ráðið
því upp á stund hvenær stríðið byrjaði, en hann gæti
ekki stöðvað þann leik, sem hann byrjar, þegar honum
þóknast. Frakkar og Bretar vilja hafa sitt að segja þar
um.
Ýms önnur atriði í ræðu Churchills vökhi mikla athvgli, svo
sem að undanfarna viku liafi þýskir kafbátar ekki ráðist á neitt
breskt flutningaskip í rúmsjó og bendir það til, að það beri hinn
besta árangur, að flutningaskipin njóta herskipafylgdar. Þess
vegna, segja Bretar, leggja nú Þjóðverjar alt kapp á, að sökkva
skipum hlutlausra þjóða i förum til Englands. Churchill boðaði,
að Bretar myndi innan skamms geta boðið skipum blutlaUsra
þjóða upp á herskipafylgd.
í stuttu máli er mergur málsins i ræðu Chur-
chills sá, að berjast þar til yfir lýkur, hverjar sem af-
leiðingarnar verða, og eftir blöðum Breta og Frakka
í morgun að dæma liefir hann almenningsálitið í
þessum löndum með sér.
VIÐRÆÐUFUNDIR I BERLlN.
Ciano greifi fór þegar á fund
Hitlers við komuna til Berlínar
í gærkveldi og ræddi við hann
og von Ribbentrop á þriðju
klukkustund, en viðræðurnar
halda áfram í dag.
Engin opinber tilkynning hef-
ir verið gefin út um þessar við-
ræður enn sem komið er og ekki
hefir enn verið tikynt hvaða dag
ríkisþingið kemur saman.
Fyrsta landflug-
vélin lendir í
Vestm.eyjum
Leitað að hentugum lend-
ingarstöðvum í TF-Sux í
gær. — Vestmannaeyingar
f jölmentu til að fagna flug-
mönnunum.
1 gærmorgun fór TF-Sux í
könnunarflug til Suðurlandsins.
Var farið héðan kl. 9 j/2 og flog-
ið þvert á Reykjanes. Því næst
var haldið áfram austur með
landi og lent á söndunum fyrir
neðan Herdísarvík.
Þaðan var haldið áfram og
næst lent í Vorsabæ i Landeyj-
um. Síðan var stefnt til Vest-
mannaeyja og lent þar kl. 13,05.
Vestmannaeyingar hafa þarna
lagfært dálítið svæði, en tals-
verðar umbætur þarf þó að
gera áður en liægt verður að
fljúga þangað reglulega, og þá
aðeins með smávél. Margt fóllc
hafði safnast saman til þess að
sjá þegar fyrsta landflugvéhn
settist í Eyjum og má segja, að
það hafi ekki orðið fyrir von-
brigðum, því að flugið tókst á-
gætlega.
Haldið var til lands og flogið
nokkra stund yfir Þórsmörk, en
ekki lent að þessu sinni. Aftur
á móti var lent á lieimleið rétt
lijá Miðkoti i Fljótshhð og svo
á Kirkjubæ á Rangárvöllum.
Er ánægjulegt hversu vel hef-
ir gengið með tilraunaflug Flug-
málafélagsins og ættu nú íbúar
á þeim stöðum, sem gæti orðið
aðnjótandi flugsamgangna, að
taka nú strax höndum saman
og gera hjá sér góða flugvelli.
Flugvéhnni stjórnaði að
þessu sinni Agnar Kofoed-
Hansen.