Vísir - 13.10.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 13.10.1939, Blaðsíða 2
VISIR Varðarfundurinn í gærkveldi: Tvenn skattalög gildandi í landinu. Bæpinn þar, sem enginn vill selja kol. Varðarfélagið hóf starfsemi sína í gær og hélt fyrsta fund sinn á þessu hausti. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra hafði framsögu á fundinum og ræddi um ráðstafanir ríkisstjórnar- innar vegna ófriðarhættunnar, og þau margvíslegu viðfangs- efni, sem hún hefir orðið að leysa úr. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H,/F. Ititstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprent'smiðjunni. Afgreiðsla: Hvetfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mátutði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vm hann reyna? AÐ er undarlegt í þeirri ein- stöku veðurblíðu, sem ver- ið liefir undanfarið, að engu er líkara en fent hafi á gluggann hjá formanni Framsóknar- flokksins. Hann liefir lent í því sótsvarta myrkri, að óvíst er hvort dimmra liafi verið á nafna hans forðum, þegar hann velktist dögum saman í lival- fiskjarins kviði. Það er eins og þar stendur: „lutter dunkelheit og engin lclarheit i millum.“ En skrifað er: Þeir sem í myrkrum húa, skulu Ijós sjá. Einhvern tíma hlánar svo, að af gluggan- um tekur. Og mikið tilhlakk verður þá að sjá hina gömlu góðu ásjónu með dúnmjúku hægrabrosi og öllu tilheyrandi. ★ Nú tekur Jónas Jónsson til máls (orðrétt úr Tímanum í gær): „Höfðatölureglan segir: Við erum frjálsir menn í frjálsu landi. Ef ednhver borgari vill helst versla við kaupmann, þá á liann að fá það. En ef honum snýst hugur, svo að hann vill heldur ganga í kaupfélag, þá á honum líka að vera það frjálst. Ef þetta er bannað, þá er versl- un skorðuð eins og á dögum Hólmfasls. En til þess er póli- tískt frelsi og vefrslunarfrelsi i landinu, að sú saga verði ekki endurtekin á 20. öldinni. Eg liygg, að ef kaupmenn landsins og málsvarar þeirra á þingi og við blöðin vildu athuga málið nánar, þá myndu þeir hætta að standa á móti höfða- tölureglunni. Hún gerir ráð fyr- ir, að kaupmenn og kaupfélög skifti með sér verslun landsins eftir lögum frjálsrar samkepni“ (þetta má til að feitletra!) * Þetta er aðeins sýnisliorn af þeirri „rangfærslu um verslun- armál“, sem Jónas Jónsson skrifar í Tímann í gær. En í þessum dúr ér öll greinin. Menn geta velt því fyrir sér, hvort þeir hafi nokkurn tíma séð meiri öf- ugmæli en þennan tilfærða greinarkafla. Það skaðar ekki, þótt á það sé hent, að Jónas Jónsson hefir varið ótöldum stundum æfi sinnar til þess að sýna fram á skaðsemi frjálsrar samke’pni. Nú hefir liann loks- ins fundið þá „frjálsu sam- kepni“, sem hugur hans girnist. * Margt viturlegt orð hefir ver- ið ritað um innflutningshöftin í Tímann á undanförnum árum. En sú hugsun er víst alveg ný og frumleg, að höftin séu sett til þess að „lög frjálsrar sam- kepni“ fái að njóta sín. Hingað til hefir því verið haldið fram, að höftin séu nauðsynle’g til þess að takmarka frjálsa sam- kepni, en ekki til að sjá henni borgið. Og það ræður að líkum, að þeir sem varið hafa hálfri æfi til þess að sýna fram á hvað frjáls samkepni sé skaðleg, mundu ekki dýrðast i jafn há- um tónum yfir því fyrirkomu- lagi, söm hér ríkir, ef þeir teldu það runnið af einni mestu mein- semd þjóðfélagsins. * Jónasi Jónssyni skal á það bent, að kaupfélögin höfðu starfað um 50 ára skeið undir lögum frjálsrar samkepni, áður en höftin komu til sögunnar. Þá var hver maður frjáls að þvi, að kaupa vörur sínar bjá kaup- félagi eða kaupmanni, livort sem hann vildi heldur. Eftir þessi 50 ár höfðu kaupfélögin samt ekki nema tæplega tíunda lilutann af lieildarinnflutningi til landsins. En svo koma höft- in og höfðatölureglan og inn- flutningsmagn lcaupfélaganna þrefaldast snögglega að hundr- aðshluta. Jónas Jónsson segir að þetta stafi af því, að við séum nú loksins orðnir frjálsir menn i frjálsu landi! * Jónas segir: „Ef einhver borg- ari vill helst versla við kaup- mann, þá á liann að fá það.“ En hann fær það hara ekki! Inn- flulningurinn hefir verið tekinn frá kaupmanninum og fenginn kaupfélaginu í hendur. Þetta er sú „fi-jálsa samkepni“, sem Jón- as hefir lengi þráð, og liann er svo hrifinn af öllu þessi „frelsi“, að liann býður upp á kosningar um þessi mál. .Tá, það er gaman að þessum Jónasi! Fyrir nokkrum dögum belgir hann sig út yfir því, að enginn þori að rökræða við sig um verslunarmál. Örfáar grein- ar hafa hirst hér i blaðinu um þessi efni. En það er nóg. Jónas treystir sér ekki til að ræða um þetta lengur. Hann vill láta vopnin tala. Við skulum bara ganga að kjörborðinu, herra Jónas Jónsson! Það mun sann- ast við næstu kosningar, að eng- inn þingmaður á landinu hefir tapað jafn miklu fylgi og marg- nefndur .Tónas Jónsson, þing- maður Suður-Þingeyinga. Svo hann ætti bara að reyna! En væri ekki réttara fyrst að hressa ofurlítið upp á hægrabrosið! n Sundmeistaramótið: Þriðja íslands- metið sett í gær. Sundmeistaramótinu lauk í gærkveldi og var kept í fjórum greinum. Eitt íslandsmet var sett, í 200 m. bringusundi fyrir konur. Það setti Steinunn Jó- hannesdóttir frá íþróttafélaginu Þór á Akureyri. Nýja metið er 3:31.8 mín., en það gamla var 3:32.3 m. og átti Steinunn það einnig. Fyrst var kept í 400 m. bringusundi karla. Iíeppendur voru fjórir og urðu úrslit þessi: 1. Ingi Sveinsson (Æ) 6:33.8 m. 2. Sigurj. Guðjónss. (Á) 6:35.6 3. Kári Sigurjónss. (ÍÞ) 6:49.3 4. Einar Sæm.ss. (KR) 6:52.6 Ingi á metið í þessu sundi og er það 6:23.7 mín. 200 m. bringusund, drengir innan 16 ára: 1. Georg Thorberg (KR) 1:30.3 2. Jóh. Gislason (KR) 1:38.5 3. Óttar Þorgilsson (R) 1:39.0 200 m„ bringusund, konur: 1. SteinunnJóhannesdóttir (ÍÞ) 3:31.8 m. 2. Þorbj. Guðjónsdóttir (Æ) 3:38.2 3. Indíana Ólafsdóttir (Æ) 3.56.4 Steinunn synti 50m. bringusund aukalega á 45.1 sek. Verður það að líkindum staðfest sem ísl. möt, því að það er ekki til á þeirri vegalengd. Loks fór fram 1500 m. sund og var Jónas þar einn um hit- una, að öðru leyti en því, að 4 piltar syntu á móti honum. — Tími .Tónasar var 22:46.4 mín. Þetta sundmeistaramót sýnir, að við eigum mörg ágæt sund- mannaefni meðal jmgstu þátt- Þegar núverandi stjórn tók við völdum í landinu var svo komið að fjárhagurinn rambaði á helj- arþröm og lánstraust alt erlend- is var þrotið. Hafa þessir fjár- Iiagsörðugleikar gert alt starf stjórnarinnar torveldara eti ella, og allur tími hennar hefir farið í það, að leysa fram úr dagleg- um viðfangsefnum, sem beint og óbeint stafa af þessum fjár- skorti. Rakti ráðherrann i stór- um dráttum þær ráðstafanir, sem gerðar liefðu verið til þess að tryggja landinu nauðsynleg- ustu vörur, svo sem matvæli, kol, olíur o. fl„ og sýndi fram á, að þrátt fyrir alla erfiðleika hefði svo ræst úr, að íslending- ar hefðu í ófriðarbyrjun haft meiri forða, en sumar aðrar Norðurlandaþjóðirnar, sem væru þó stórum auðugri en við. Á þeim tímum, sem nú standa yfir, eru verðsveiflur á hinum erlenda markaði geysilegar og allar miða þær upp á-við. Fjár- hagsvandræði vor liafa valdið því, að við höfum i ýmsurn til- fellum skaðast á drætti, sem orðið hefir á kaupum, meðan verið var að leita að lausn til þess að koma kaupunum á. BÆRINN, SEM ENGIN KOL VILDI KAUPA. Þótt hag voi’um út á við sé illa komið, er þó áslandið enn verra innanlands, og stafar það m. a. af því, hve gífurlegar skattabyrðar hafa verið lagðar á lierðar almennings. Ilefir ríkis- stjómin einnig að sjálfsögðu orðið að striða við þá örðug- leika i margvíslegri mynd. Nefndi ráðherrann eitt dæmi jiess, hvernig hag almennings væri komið, og var það eitthvað á þessa leið: í þeirri viðleitni sinni, að birgja landið upp af nauðsynj- um og koma í veg fyrir að neyð- arástand skapaðist, liefir ríkis- stjórnin reynt að leýsa vandræði ýmsra bæjarfélaga, sem til hennar hafa leitað úrlausnar. í bæ einum var yfirvofandi kola- skortur, og fyrir tilstilli rikis- stjórnarinnar var unt að festa kaup á kolum með sæmilegum kjörum, en þau kaup fóru út um þúfur af þeim sökum, að allir færðusl undan að hafa kolasöluna á hendi. Þeir menn, sem einhver peningaráð höfðu og ríkisstjórnin leitaði til, neit- uðu að hafa kolasöluna með höndum af þeim sökum, að ef þeir fengju kolin, yrðu þeir að lána þau út til almennings, fengju þau aldrei greidd og stæðu svo uppi með skuldabyrði vegna kolakaupanna. Ríkisstjórninni tókst þó að Iokum að leysa þetta mál. Sannar þetta dæmi að erfið- leikar þeir, sem ríkisstjórnin á við að stríða, eru engu síður inn á við vegna þess vandræða- ástands, sem skapast hefir í landinu, en út á við, þar sem alt takendanna og að K. R. eT að koma sér upp myndarlegri sveit sundmanna. Á félagið það að þakka Inga Guðmundssyni, sundkappa, sem er sundkennari félagsins. er í kaldakoli vegna óhyggilegra ráðstafanna undangengirma ára in. a. — SKATTABYRÐIN OG BÖLVAÐAR STAÐ- REYNDIRNAR. Þá nefndi ráðherrann annað dæmi þess, livernig ástandið væri innanlands og veit það að skattakerfi því marglofsamaða, sem Eysteinn Jónsson hefir manna mest barist fyrir og komið á. Vegna ófriðarins og stórauk- innar hættu á siglingaleiðum voru hér, sem í öðrum löndum, teknir upp samningar milli út- vegsmanna og sjómanna um bætt kjör skipsliafnanna og á- hættuþóknun. Samningar gengu greiðlega og alt féll í ljúfa löð, með þvi að ríkisstjómin gaf út bráðabirgðalög, sem heimiluðu kaupliækkun og kjarabætur sjó- mönnum til handa. Þegar hér var komið málum kom bahb i bátinn, með því að yfirmennirnir á skipunum lýstu yfir því, að þeir nentu ekki að leggja líf sitt í hættu þótt vel væri til þeirra gert frá hendi út- veígsmanna, ef öll uppbót þeirra væri af þeim tekin í skalta og skyldur. IJorfði þá málið svo við, að allar siglingar lilytu að stöðvast, nema fram úr þessu væri ráðið. Rikisstjórnin snéri sér til skattstjóra og lét Iiann reikna út nákvæmlega livó skatlai’nir gleyptu- mikinn hluta af kaupi sjómannanna, og lét liann ríkis- stjórninni í té skýrslu um þetta, sem sýndi m. a. að úr því að tekjurnar eru orðnar kr. 10 þús. gleypa skattarnir um 70% — sjötíu krónur af hverjum eitt bundrað krónum, sem þar er umfram. Nemi tekjurnar kr. 20 þús. tékur ríki og bær lil sín kr. 100.90 af hverjum kr. 100.00 sem þar er umfram og nemi tekjurnar kr. 25 þús. nema skattarnir kr. 110.00 af hverju hundraði, sem þar er umfram, en þelta þýðir m. ö. o„ að menn verða að greiða með þeim tekj- um, sem þeim áskotnast um- fram kr. 20 þúsund, en láta af hendi svo til allar tekjur sem eru umfram kr. 10 þúsund. Þegar ríkisstjórnin horfðist í augu við þessi vandkvæði, að annaðhvort yrði að veita sjó- mönnum ívilnanir umfram aðra þegna þjóðfélagsins, eða að sigl- ingar slöðvuðust, samþykti stjórnin einróma, að leggja það til við þingið, að helmingur á- hættufjárins skyldi ekki reikn- ast til skattskyldra tekna, en sjómenn njóta þess sjálfir ó- skerts. Þvi hefir verið haldið fram af sjálfstæðismönnum undan- farið, að núgildandi skattalög- gjöf okkar væri í rauninni smánarhlettur, sem bæri að af- má, og að þau kirktu starfsvilja manna, en alt þetta hefir Ey- steinn Jónsson orðið að viður- kenna, er hann að þessu sinni horfðist í augu við sjómennina, en þá var gripið til þess ráðs að skapa misrétti til handa þegn- um þjóðfélagsins, en slíkt getur aldrei leitt til vélfarnaðar, að tvenn lög gildi í landinu og fari eftir stéttum eða atvinnu. Ctflutningsnefnd og ERLENDU YIÐSKIFTIN. Þá vék ráðherrann að skipun útflutningsnefndar og gerði grein fyrir nauðsyn hennar, og sýndi fram á að fyrir tilstilli hénnar og ríksstjómarinnar, liefði tekist að hækka til stórra muna verð á útfluttum afurð- um, og ná mun hagkvæmari viðskiftasamningum frá þvi sem áður var, og þá ekki síst að því er varðar síldarsölu til Vísir hefir átt tal við Þorvald Guðmundsson, verksmiðju- stjóra og fengið hjá honum ýmsar upplýsingar. Þegar verksmiðjan tók fyrst til starfa sauð hún niður gaffal- bita, sjólax og krækling, en nú eru framleiðsluteg. verksmiðj- unnar orðnar um 40 talsins — þ. á. m. fimm grænmetisteg- undir. —■ Tvær tegundir eru hvergi framleiddar nema hér á landi. Það er murta og karfi i hlaupi. Starf sf ólk verksmiðj unnar var í upphafi um 10 að tölu, en er nú 20—25. Er búið að reisa viðbyggingu við verksmiðjuna — reylcliús -— sem í verða 11 reykofnar. Er vonast til að þeir geti reykt síldarflök úr um 100 tn. á sólarhring, ef þeir reynast svo vel, sem vonast er eftir. Verður starfsfólkinu þá fjölgað svo, að það mun verða í alt um 80—100 að tölu. Þessi framleiðsla liefst jafn- skjólt og síld fer aftur að veið- ast liér í flóanum, þvi að ekki verður reykt önnur síld. Framleiðsluvörurnar liafa allar orðið mjög vinsælar hér á landi.og einnig i öðrum lönd- um. Hér kaupa menn helst fiskbollur, gaffalbita og sjólax. I Englandi og Þýskalandi lika vörur verksmiðjunnar ágæt- lega. Hafa allir, sem reynt hafa vörurnar lokið á þær lofsorði og gefið þeim ágæt meðmæli. Auk þess munu þær vera fylli- lega samkepnisfærar við aðrar vörur livað verð snertir. Til Ameríku hafa og farið Póstflug til Hornafj. TF-SUX fór í gær í liina vilcu- legu póstferð til IJornafjarðar. Stjórnaði Björn Eiriksson flug- vélinni að þessu sinni. Lagt var af stað nokkru fyr- ir hádegi og komið aflur síð- degis. Hafði Björn farþéga með sér að austan og var það Jó- hannes Áskclsson, jarðfræðing- ur, sem dvalið hefir á Aust- fjörðum um nokkum tíma. Vcður var hið fegursta alla leið austur, rjómalogn og skygni hið fegursta. Tók flugið um 3 klst. hvora leið. Vesturheims. Rakti ráðherrann að lokum lielstu þætti innflutn- ingsverslunarinnar og samtök innflytjenda, sem komið héfðu i veg fyrir landsverslun, sem ella myndi liafa verið gripið til. Sannfærðust menn urn það á fundinum, að stjórnin hefir í mörg liorn að líta, og hefir liaft ærin verkefni til úrlausnar og leyst þau éftir atvikum vel af liendi, og hefir þar fyrst og fremst gætt áhrifa þeirra full- trúa, sem sjálfstæðismenn eiga nú í ríkisstjórninni. Var gerður liinn besti rómur að ræðu ráðlierrans en að henni lokinni var nokkuð rætt um floltksstarfsémina, og tóku þeir til máls: Gísli Jónsson, Sigur- björn Ármann og Árni Jónsson frá Múla, en að lokum svaraði atvinnumálaráðherra atliuga- semdum, sem frarn liöfðu lcom- ið. — Var fundinum lokið um lcl. 11% síðd. sendingar og liggja fyrir pant- anir þaðan á talsverðu magni. Átti sending að fara með Goða- fossi síðast, en komst ekki vegna rúmleysis í skipinu. Þar sem nú eru komnar á fastar ferðir beint til Vesturheims má ætla, að sala niðursuðuafurðanna aukist mjög þangað. ¥er§limum lokað kl. O í kveld. Eins og Vísir skýrði frá fyrir skemstu, samþykti bæjarstjórn, að verslunum skyldi lokað kl. 6 á föstudögum, þegar opið er til kl. 6 laugardaginn á eftir. Kemur þessi samþykt hæjar- stjórnar til framkvæmda i kveld svo að húsmæður og aðrir verða að hafa hugfast, að léggja af stað í fösludagsinnkaupin hekl- ur fyr en að undanförnu. SKEMTUN V. R. í KVÖLD KL. 9. Verslunarmannafél. Reykja- víkur, sem .fékk þessu komið í lcring, heldur skemtun að Hótel Borg í kveld kl. 9, í tilefni af Iokuninni. Hefst skemtunin á því, að stutt érindi verður flutt, en síðan sýnir Bára Sigurjóns- dóttir listdans. Þá skemta þeir Bryiljólfur .Tóliannesson og Lárus Ingólfsson, því næst syngur Ágúst Bjarnason og loks verður dansað til kl. 2. Aðgöngumiðar kosta aðeins eina krónu, svo að réttara er að tryggja sér miða í tíma. Þjóðverjar segjast hafa hæft bresku herskipin með sex sprengjum. Þjóðverjar lialda því fram, að þegar orustan var háð s.l. sunnudag í Norðursjó milli þýskra árásarflugvéla og breskra herskipa, liafi þýsku flugmennirnir hæft bresku beitiskipin með sex sprengikúl- um og valdið á þeim miklum skemdum. Bréska flotamála- ráðuneytið tilkynti að ekkert breskt herskip hafi orðið fyrir skemdum í árásinni. NRP—FB. Walterskepnin, úrslit. K.R.—VALUR á sunnud. kl. 4. Niðursuðuverksmiðja S.Í.F. hefur starfað í rúmt ár. Stórt reykhús tekur til starfa á næstunni. Þann 1. þessa mánaðar hafði. Niðursuðuverksmiðja S. í. F. starfað í eitt ár. Þar sem hér er um að ræða mjög mikilvægt spor í áttina til þess að gera íslenskar framleiðsluvörur sem fjölþættastar og vinna nýja markaði bæði hér heima og er- lendis, þykir Vísi rétt að skýra nokkuð frá rekstri verksmiðj- unnar þetta fyrsta starfsár hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.