Vísir - 28.10.1939, Síða 2

Vísir - 28.10.1939, Síða 2
VISIR Ræða háskólarektors HÁSKÓLABYGGINGIN OG STÚDENTAGARÐURINN. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Veírarkoma. Idag er fyrsti vetrardagur. Guðmundur Friðjónsson mintist sumarsins, sem nú er liðið, í ávarpi því, er liann flutti í útvarpið á sjötugsafmæli sínu. Hann kvaðst ekki hafa lifað slikt sumar síðan 1879. Hann lýsti áhrifum liinna góðu sumra. Þau bættu ekki einungis efnaliag manna, heldur yki bjartsýni og andlegt þrelc, glæddu sigurvonirnar og efldu trúna á lífið. Þetta undanfarna sumar hefir verið alveg einstakt hvað tíðarfarið snertir. Varla hefir ennþá skænt á polli í bygðum landsins. Esjan er mar- auð eins og um hásumar væri. Veðurblíða nótt og dag. Það vill oft verða svo á okkar landi, að veturinn seilist köldum hrammi langt fram á vorið. Að þessu sinni liefir það farið svo, að sumarið liefir enst alt á vetur fram. Það er gott að hugsa til þess, að ekki eru nema rúmar 7 vikur þangað til daginn fer að lengja að nýju. ¥ Fyrir atvinnuvegi lands- manna er þessi „sumarauki“ mikils virði. I sveitunum er hægt að vinna að undirbúningi aukinnar ræktunar, og í kaup- stöðunum er hægt að vinna hverskonar útivinnu. Frá nátt- úrunnar hendi má þannig segja að flest leiki í lyndi. Og okkur hefir aldrei verið meiri nauðsyn á þvi en einmitt nú, að festa sjónir á kostum þess lands, sem við byggjum. Þeir timar ganga nú yfir heiminn, að hver verð- ur að sjá um sig. Viðleitni okk- ar verður þess vegna fyrst og fremst að beinast að því, að hagnýta gæði landsins, svo sem vit og orka leyfir. Oft er yfir því kvartað, hvað við séum ein- angraðir og afskektir. Eins og nú horfir við er ekki ástæða til að kvarta yfir þessu, heldur þvert á móti. Þótt okkur gæti verið það til mikils hagræðis, að liggja nær alfaraleið á friðar- tímum, horfir alt öðruvísi við þegar umheimurinn er kominn í bál og brand. ¥ Síðustu vikurnar hefir starf ríkisstjórnarinnar snúist nær einvörðungu að því, að ráða fram úr þeim daglegu erfiðleik- um, sem af styrjöldinni leiða, Af þessum sökum hefir dregist lengur en æskilegt hefði verið, að fá enda bundinn á ýms þau ágreiningsatriði „innan landa- mæranna44, sem nauðsynlegt er að leysist á viðunandi hátt, ef von á að vera um friðsamlega samvinnu í framtíðinni. Stjórn- in hefir heitið mjög á þegnskap manna, að verða vel við þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru vegna styrjaldarinnar. Vegna þeirra, sem halda því fram, að tilraunir séu gerðar til þess að spilla samvinnu þeirra flokka, sem að þjóðstjórninni standa, er rétt að geta þess, að öll stuðn- ingsblöð stjórnarinnar hafa lagst á eitt um að hvetja menn til þegnskapar. Og það er ekki síst þessum einhug að þakka, að árangurinn hefir orðið svo góður, sem raun er á. Þjóðinni væri það vafalaust hollast á hverjum tíma, að stjórnarat- hafnir yrðu dæmdar eftir því einu, hvernig málefni standa til. ¥ Af þeim margvíslegu „slyrj- aldarráðstöfunum“ sem gerðar hafa verið, er hitaveitan lang- samlega merkust og þýðingar- mest. Ilún er i senn glæsilegasta menningarmálið, sem hér hefir verið á döfinni, stórfeldasta gjaldeyrisráðstöfunin og víð- tækasla úrbótin við atvinnuleys- inu. Hvað sem menn annars hugsa um stjórnarsamvinnuna, má ekki gleyma því, að þetta mál hefði enn verið óleyst, ef sjálfstæðismenn hefðu með öllu skorast undan þeirri tilraun, sem gerð hefir verið um sam- starf með fornum andstæðing- um. Um hitaveituna hafa verið svo miklar umræður, að menn rekasl ekki í neina villu um það, hverjum þakka beri, það sem gert hefir verið . ¥ Tvær samninganefndir hafa verið sendar til þess að leila hóf- anna um áframlialdandi við- skifti við ófriðaraðilja. Ennþá hefir ekkert frést um árangur þeirra sendifara. Og vissast er að gera sér ekki of bjartar von- ir um horfurnar. Það getur vel farið svo, að í vændum séu enn- þá meiri viðskiftaörðugleikar, en við hefði mátt búast, eftir reynslunni í síðustu styrjöld. Núverandi ríkisstjórn hefir valið sér að kjörorði „eitt yfir alla“. Ef hún reynist þessu kjör- orði trú, mun almenningur í landinu taka með fullum þegn- skap því, sem að höndum her á komandi vetri. a Breytingar á Alþingishúsinu. í sumar sem leið var Alþing- ishúsið ekki opið fyrir erlenda gesti, eins og undanfarin sum- ur. Stafaði þetta af því, að all- miklar breytingar voru gerðar á húsinu í sumar, gerðar breyt- ingar á áhejTendapöllum. o. þ. h. Blaðamannafélag íslands hef- ir löngum verið óánægt með að- húnað hlaðamanna við umræð- ur, þar sem þeim hefir aldrei verið ætlað sérstakt herhergi nema í neðri deild. Óskaði fé- lagið þess á s.l. vetri, að þessu yrði kipt í lag. Breytingarnar, sem gerðar voru i sumar, voru þær, að blaðamannaherbergin verða 2, hvort við hliðina á öðru og snýr annað að efri deild, en 'hitt að neðri deild. Eru þau bæði uppi og var það pláss, sem þau taka, áður hluti af pöllum neðri deildar. Að þeim hlula pallanna, sem enn er eftir, fá þeir aðgang, sem hafa miða frá þingmönnum, en fyrir almenning hafa verið gerðir nýir pallar, sem eru á austurvegg deildarinnar. Lá við stórslysi. Fyrir nokkru, þegar gufu- skipið Niels Finsen var á leið frá Grænlandi til Færeyja með 270 færeyska fiskimenn innan- borðs, varð skipið fyrir áfalli við Hvarf (Kap Farvel) og munaði minstu að skipið færist. í fregn frá sendiherra Dana segir svo um þetta: Afskapleg- ur hrotsjór skall á skipinu og braut hann hurðir á því of- an þilja og hálffylti það. Brot- sjórinn braut einnig ellefu mó- torbáta í spón og auk þess hina þrjá hjörgunarbáta skipsins. Þá fór sjór einnig niður um reykháf skipsins, en vegna þess hversu dælur skipsins voru góðar tókst að bjarga því og öllum um borð. Framhald af 1. síðu. þeir, sem styrjöldin hefir í för með sér, veki kvíða og ugg og nái inn á hvert heimili lands vors, ættu þeir að vera leikur einn, er vér rennum augum til ófriðarlandanna, þar sem þús- undir manna láta lífið daglega á blóðvöllum orustanna og þar sem liver móðir og liver faðir og hver einasti maður i öllum þessum löndum hera daglega ólla i brjósti, að nánustu ást- vinir þeirra láti lífið eða hljóti örkuml fyrir lífstíð. Þólt öll vopnaviðskifti séu í vorum aug- um skortur á menningu, hljót- um vér að dást að því, að hver einasti vopnfær maður í ófrið- arlöndunum er nú reiðubúinn til þess að fórna lífinu fyrir hugsjónir sínar, fyrir frelsi föðurlandsins og fyrir menn- ingu þess. Slík fórnarlund ætti að vera oss íslendingum hvöt til þess að standa saman á erf- iðum tímum, láta deilumál flokkanna falla niður og keppa markvíst að þeim gæðum, er einnig vér teljum æðst hér á jörðu, pólitísku og menningar- legu sjiálfstæði þjóðar vorrar. En menning þjóðar vorrar er fyrst og fremst miðuð við ágæt- ustu afrek í vísindum og listum, líkt og tiæð landslags er mæld við hæstu hnjúka fjallatind- anna. Hún er mæld við afrek þau, sem unnin eru í kvrrþei af vísindamönnum þjóðanna, og listaverk þau, er skapast á inn- blásnum augnablikum. Er vér lítum yfir sögu þjóðar vorrar á undanförnum öldum, sjáum vér, að upp úr aldanna myrkri gnæfa örfá nöfn þeirra manna, er af snilli andans og með vís- indalegum afrekum liafa unnið þjóð vorri meira gagn en þús- Undir liinna óþektu hermanna í lífsbaráttu þjóðarinnar, er hafa lifað og starfað og skapað þó með starfi sínu þann grundvöll, er alt þjóðlíf vort byggist á. Saga þjóðar vorrar, eins og saga annara þjóða, er fyrst og fremst saga einstakra afburðamanna, er lyft hafa þjóðinni á æðra stig menningar og átt sinn verulega þátt í því, að vér nú teljumst til menningarþjóða og lifum frjálsir menn í frjálsu landi. Eg býst við, að flestir séu mér sammjála um það, að ef íslend- ingar hefðu engar forbókment- ir átt og menn eins og Snorri Sturluson, Guðbrandur Þorláks- son og Hallgrímur Pétursson, svo að örfá nöfn séu nefnd, hefði ekki verið til, myndi þjóð vor ekki hafa eignast þann and- lega þrólt, er gerði henni kleift að berjast til sigurs í sjálfstæð- isbaráttunni. Hins vegar hafa slörf stjórnmálamanna vorra oft reynst þjóð vorri giftudrjúg, og hvílir mikil ábyrgð á lierð- um þeirra um efnalega afkomu og velferð þjóðarinnar. Foringi vor og mesti stjórnmálamaður, Jón Sigurðsson, var einnig meðal ágætustu visindamanna vorra. Hans hugsjón var það, að háskóli vor yrði þjóðskóli, er næði yfir öll svið íslenslcs þjóð- lífs. Þvi ber ekki að neita, að enn er langt þangað til liugsjón hans rætist. Háskóli vor hefir hingað til verið að nokkuru leyti embættismannaskóli, en þó hafa allmörg vísindaleg störf verið uimin við þessa ungu stofnun og væntanlega eins og efni hafa staðið til. Vísindaleg störf eru unnin í kyrrþei, og að baki lítillar ritgerðar eru oft rannsóknir, er geta tekið mán- uði og |ár áður en unt er að komast að ákveðinni niður- stöðu. En hæfileikann til slíkra rannsókna hafa að eins þeir, er þjálfað hafa hugsun sína um margra ára skeið og öðlast þekkingu á öllum grUndvallar- atfiðum fræðigreinar sinnar, því að þá fyrst vex þeim hug- rekki til að fást við visindaleg rannsóknarefni og kanna nýjar leiðir. Það er því mikils virði fyrir þjóðfélagið, að hlúð sé að þess- um hæfileikum og að þeim, sem vísindaménn megi teljast, hvort sem eru innan eða utan háskól- ans, sé sköpuð lífsskilyrði til þess að vinna óskiftir að vís- indalegum hugðarefnum sínum. Oss finst, háskólakennurum, að mjög liafi skort á skilning á þörfum liáskóla vors meðal þings og stjórnar um langt ára- bil. Það er vitaskuld, að sumt hefði mátt betur fara á undan- förnum árum af háskólanum sjálfum og að margt stendur til bóta innan stofnunarinnar sjálfrar. En hitt er víst, að há- skólinn vill sjálfur rétta fram hönd til vinsamlegrar samvinnu við þing og stjórn til þess að efla þessa æðstu meutastofnun þjóð- arinnar. Skal eg nú fara nokk- urum orðum um þau viðfangs- efni, er eg tel nauðsynlegt, að ráðið verði til farsællegra lykta á næstu árum. HÁSIvÓLARÁÐIÐ HYGST AÐ TAKMARKA AÐGANG AÐ FJÖLSÓTTUSTU DEILDUNUM. Iiáskóli vor starfar nú í 4 deildum, eins og kunnugt er, guðfræðideikl, læknadeild, laga- deikl og heimspekideild. Síðan háskólinn var stofnaður, eða á 38 árum, hafa útskrifast úr lagadeild 153 og úr læknadeild 166, og nú eru við nám í laga- deild og i læknadeikl samlals 165, en erlendis eru við fram- lialdsnám i læknisfræði nál. 35, en héraðslæknisembætti á land- inu eru 49, og hlýtur mönnum að vaxa í augum allur þessi fjöldi, en kvíðvænlegt má vera fyrir hina ungu menn sjálfa, er nú stunda nám í þessum grein- um, hver lífsskilyrði híði þeirra að loknu námi. Einkum gildir þetta um læknanema, því að nám þeirra er langt og kostn- aðarsamt og þeir eru sjaldnast að loknu námi hæfir til annars en að stunda lækningar, en nú eru öll læknaembælti í landinu veitt, og bæirnir, einkum Reykjavik, geta tæplega tekið við fleirum. Þetta er meinsemd, er þjáir mörg önnur lönd, og liafa menn sumstaðar tekið það til bragðs, að koma á numerus clausus eða takmarka tölu þeirra stúdenta, er þessar fræði- greinir vilja nema, ýiliist með því að koma iá sérstöku inn- tökuprófi inn í þessar deildir eða með því að fastákveða tölu þeirra stúdenta, er á hverju ári skulu fá inntöku, og er þá stú- dentspróf látið ráða. Núverandi háskólaráð liefir tekið þá á- kvörðun, að beita sér fyrir því, að slíkri takmörkun á Upptöku stúdenta í þessar deildir verði komið iá við háskóla vorn að ári liðnu, og mun biðja kenslu- málastjórnina að bera fram breytingar á háskólalögununr,' er til þessa eru nauðsynlegar. Hinsvegar væri æskilegt, að fleiri stúdentar næmu guðfræði, því að samkvæmt skýrslu bisk- ups á síðuslu prestastefnu voru þá óveitt 13 prestaköll og 1 aukaprestsembælti. En um leið og slíkar breytingar eru gerðar, er nauðsynlegt, að starfssvið há- skólans sé víkkað í öðrum greinum. Nú stunda nám hér við háskólann 215 stúdentar, en nálega 150 stúdentar dvöldu í fyrra við erlenda háskóla og lögðu stund á fræðigreinar, sem eru ekki kenndar hér við há- skólann. Eiga þessir stúdentar nú mjög við erfið kjör að búa vegna gjaldeyrisvandræða, og er ekki annað sýnna en að all- stór hópur þeirra verði að hverfa frá námi, og er slíkt tjón ómetanlegt fyrir þjóðfélagið. Við nokkurum lióp þessara manna myndi liáskólinn gela tekið, ef þing og stjórn vildi rétta til þess lijálparhönd. Tel eg sjálfsagt, að viðskiftaháskól- inn renni inn i háskólann eins fljótt og auðið er, og mætti sam- eina liann lagadeild og nefna hana laga- og viðskiftadeild, án verulegs aukakostnaðar, þar eð erlendir lektorar gætu tekið að sér kenslu í tungumálum og hagfræðikenslu hefir þegar ver- ið komið á í lagadeild. Háskóli vor hefir fyrir nokkurum árum borið fram tillögu í þessa átt, en af skiljanlegum ástæðum hefir verið liorfið að þvi, að stofna sérstakan viðskiftahá- skóla, án nokkurs samhands við háskóla vorn. UNDIRBÚNIN GSN ÁM TIL AÐ STYTTA NÁM ERLENDIS. Fyrir nokkurum árum, 1931, kom fram á alþingi tillaga til þingsályktunar um að fela rik- isstjórninni meðal annars að láta rannsaka, að hve miklu leyti og hvernig væri unt að koma á fót undirbúningskenslu við Háskóla íslands í þeim námsgreinum, sem þar ,eru ekki kendar nú, til þess að stytla nám í þeim erlendis. Fylgdi til- lögu þessari ílarleg greinargerð ýmissa sérfróðra manna, cr I Vísindafélag íslands, er hafði haft forgöngu um þetta mál, kvaddi til þess. Var bent iá það í greinargerðinni, hve mikils virði það væri fyrir íslenska menning, að eig'a miðstöð þess- ara fræða hér heima, og að með þessari undirbúningskenslu væri í raun og veru hægt að vinsa úr þann lióp námsmanna, er væri þess verðir, að þjóðfé- lagið styrkti þá til framhalds- náms erlendis. Eins og kunn- ugt er hafa oft verið mildl van- liöld á þeim slúdentafjölda, er leitað hafa til erlendra háskóla, margir þeirra liafa brolið skip sín í ólgusjó erlendra stórborga og aðrir komið kalnir á hjarta og óvinnufærir heim lil ætt- jarðarinnar. Hefir því sumpart valdið þróttleysi og liæfileika- skortur, en sumpart vöntun á uppeldi og þjálfun, en eins og kunnugt er, eru fyrstu stúdents- árin erfiðust ungum og óhörðn- uðum mönnuin, er láta hrífast af misskildum hugtökum hins akademiska frelsis. Þjóð vor hefir eigi ráð á að missa af mörgum ágætum mannsefnum sínum, er sogast niður í hring- iðu stórborganna, af því að þá skortir það vegarnesti, er gerði þá liæfa til að berjast til sigurs á hinum oft og tíðum erfiða námsferli. Eg lít þannig á, að Ieggja heri kapp á hæði and- lega og líkamlega þjálfun hinna ungu stúdenla fyrstu 2 árin að loknu stúdentsprófi og að þetta sé lífsskilyrði til þess að beina þcim á rétta braut og að auð- veklara sé að veita þeim þessa þjálfun hér heima en í öðrum löndum, þar sem enginn hefir verulega afskifti af þeim og þeir ímynda sér í sínlim sjálfbirg- ingsslcap, að þeir séu „yfir- drotnar í andans ríki“, en eru í raun og veru oft og tíðum illa mentaðir og siðlitlir námsmenn. Undirbúningsnám það, er gert var ráð fyrir i tillögum þeim, er eg hefi getið um, nær lil ýmissa fræðigreina: jarð- fræði, dýrafræði, grasafræði, eðlisfræði, efnafræði. Ennfrem- ur verkfræði (og telst þar til stærðfræði, mekanik, deskriptiv geometri o. fl.), i stærðfræði, stjörnufræði, hagfræði og tungumiálanámi. Fylgja ítar- legar álitsgerðir þessum tillög- um, og eru þær birtar í Arbók liáskólans 1931—32 Og í Al- þingistíðindunum. Tillagan var samþykt i neðri deild, en mér er elcki kunnugt, að mál þetta hafi fengið neina afgreiðslu af ríkisstjórn þeirri, er þá sat að völdum, og' mun mörgum ef til vill sýnast, að háskólinn hafi vænst of mikils stuðnings af þingi og stjórn á þeim árum, er lítil von virtist til, að hót yrði ráðin á liúsnæðjisvandræðum háskólaus. Eu nú liorfir þessu máli öðruvísi við. Nú líður að því, að háskólahyggingin verði fullgerð, og verður þar nægilegt rúm fyrir alla þá kenslu, sem hér er gert ráð fyrir, en auk þess rannsóknarstofur, er létta mjög nám þeim stúdentum, er leggja vilja stund á efnafræði og náttúrufræði. Slíku undir- búningsnámi verður þó ekki komið á hér, nema í samvinnu við erlenda háskóla, en full á- stæða er til að ætla, að það yrði auðsótt mál. STYRJÖLDIN OG STÚDENTARNIR. Enginn veit, hve styrjöld sú, sem nú er hafin, geisar lengi. Hún getur staðið í mörg ár, og er sorglegt til þess að liugsa, að mikill hluti liinna íslensku stú- denta, er nú stunda nám erlend- is, verða að hverfa frá námi og leggja inn iá aðrar brautir. Flestir þessara ungu manna liafa sjálfir valið sér sina náms- grein, sitt hugðarefni, og eru líklegir til þess að gera þjóðfé- laginu ómetanlegt gagn, ef þeim auðnast að ljúka námi. Þessir ungu menn Iirópa nú i neyð sinni á hjálp þings og sljórnar, en engu síður þeir efnilegu námsmenn, er ljúka munu stú- dentsprófi á næsta vori og næstu árum. Eg er í engum vafa um, að hver einasti íslend- ingur óskar þess af heilum hug, að þessum ungu mönnum verði gert kleift að halda námi sinu áfram, og lítum vér háskóla- kennarar svo á, að mikill stuðn- ingur gæti orðið að svipaðri undirbúningskenslu við háskóla vorn, eins og gert er ráð fyrir í tillögum þeim, er Vísindafélag fslendinga bar fram á sínum tíma og eg liefi minst á. ENDURIIEIMT SKJALA OG FORNRITA. Eg hefi nú farið nokkrum orð- um um þarfir liáskóla vors og þarfir íslenskra stúdenta. En eg get ekki skilið svo við þetta mál, að eg minnist ekki á þau fræði, sem mér eru hjartfólgnust, ís- lensk fræði. Þegar háskólinn

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.