Vísir - 08.11.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 08.11.1939, Blaðsíða 2
VISIR VlSI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: ICristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingóifsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377, Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvernig hefði farið? JJ VERNIG liefði farið fyrir okkur, ef hitaveitan hefði ekki komist á stað? sagði reyk- viskur verkamaður i gær við þann, er þetta ritar. Já, hvernig hefði farið? Um síðustu mán- aðamót voru skráðir atvinnu- leíysingjar í Reykjavík 797. Það er há tala, einkum þegar tillit er tekið til þess, að veðurbliðan hefir verið svo einstök, að öll útivinna hefir af þeim sökum gengið eins og um liásumar. Ef ekki hefði verið hafist handa um hitaveituna, hefði tala at- vinnuleysingjanna ekki verið tæp 800, heldur um 11 hundr- uð. Þessa dagana vinna 370 manns við framkvæmd verlcs- ins og hefir 70 verið bætt við síðan skráning atvinnuleysingj- anna fór fram. Síðustu viku voru útborguð laun hitaveit- unnar 30 þúsund krónur. Það eru 5000 krónur hvern vinnu- dag. Svo stórkostleg er at- vinnuaukningin vegna þessa fyrirtækis. ★ Þessar 5000 krónur á dag fara ekki í óarðbæra vinnu. Öll- um kemur saman um að liita- veitan sé fjárhagslega skoðað öruggasta fyrirtækið, sem nokkurn tíma hefir verið lagt i á þessu landi. Það mun láta nærri, að hitamagnið, sem þeg- ar er fyrir liendi á Reykjum i Mosfellssveit svari til þess, að þar Iiefði fundist kolanáma, sem árlega gæfi af sér 35—40 þúsund smálestir af lcolum. Með venjulegu kolaverði má reikna afrakstur slikrar námu um hálfa aðra miljón króna á ári. Eins og kolaverðið er nú má tvöfalda þá upphæð. En sé miðað við það sem kolin urðu liæst í síðustu styrjöld verður upphæðin yfir 10 miljónir króna á ári. ★ En þótt hitaveitan sé þannig hvað fjárhagsleiðina snertir hið öruggasta fyrirtæki, sem i hef- ir verið Iagt, þá er einnig á það að lita, að hún er jafnframt glæsilegasta menningarmálið er nú er uppi á þessu landi og þótt víðar væri leitað. Ekkert hefir vakið jafn ánægjulega eftirtekt á íslandi erlendis og það, að höfuðbprg landsins skuli verða hituð án þess að til þess þurfi svo mikið sem eilt kolablað. Menn geta gert sér í hugarlund, hverju þetta veldur um hrein- læti og heilbrigðishætti bæjar- búa. En hitt verður varla séð fyrir, hvað hitaveátan á eftir að gera bæinn fegurri og vist- legri en nú er, * Þótt undarlegt megi virðast, hefir staðið hörð og langvinn harátta um hitaveituna. Fyrir þá, sem lítið þekkja til, er það kannske undarlegast, að sá flokkur, sem af andstæðingum sínum hefir verið talinn „hug- kvæmdasnauður" og „kyrr- stæður“ hefir haft allan veg og vanda af þessu máli. Þeir, sem kynna sér sögu málsins í fram- tíðinni, munu furða sig á því, að „ihaldið“ hefir þurft að berj- ast þrotlausri haráttu við „um- bótaflokkana“, um mesta fram- faramálið, sem til úrlausnar hefir komið á þessu landi. * Margir höfðu gerl sér von um, að þátltaka sjálfstæðis- manna í stjórn landsins mundi hafa í för með sér snögga og alveg gagngera stefnuhreyt- ingu á öllum stjórnarháttum. En þess er að gæta, að þeir at- hurðir hafa gerst síðan stjórn- arsamvinnan komst á, að starfstími ráðhérranna hefir farið að mestu óskiftur í það, að ráða fram úr þeim daglegu vandamálum, sem úrlausnar liafa krafist. Ilér skal engu um það spáð, hvort viðunanleg lausn fæst á þeim ágreinings- efnum, seni uppi eru „innan landamæranna“. En hvort sem stjórnarsamvinnan stendur lengur eða skemur, má ekki gleyma því, að ef sjálfstæðis- menn hefðu ekki tekið sæti í stjórn landsins væri liitaveita Reykjavikur ennþá óleyst mál. ö Nænskar BneFkiis- konnr. Fyriplesírar sænska sendikennarans. I kvöld hyrjar sænski sendi- kennarinn nýjan fyrirlestra- flokk við Iláskólann. Þessi fyrirlestrarflokkur, sem áætlaður er 6 fyrirleslrar, fjall- ar um: Sænskar merkiskonur. Verður þar rætt um sænskar konur, sem sérslaklega liafa lát- ið til sín laka á ýmsum sviðum sænsks eða alþjóða menningar- lífs, svo sem í bókmentum, tón- list, í félagslegri umbótastarf- semi og á trúmálasviðinu: Fredrika Rremer, Ellen Key, Jenny Lind o. fl. Fyrsti fyrirlesturinn í þessum flokki fjallar um þá einu sænsku þersónu, sem náði al- þjóðafrægð og áhrifum á mið- öldum og nefnist hin heilaga Birgitta. Fyrirlestrarnir verða lialdnir á miðvikdögum kl. 8 síðd., og þarf ekki að efa að þeir verða fjölsóttir, og ælti efni það, sem þeir fjalla um, ekki hvað síst að ná til eyrna kvenþjóðarinn- ar.— Ælliance íiangaise hélt fyrsta fund sinn á þess- um vetri þriðjudaginn 31. okt. í Oddfellowhúsinu. Frk. Thora Friðriksson, heið- ursforseti félagsins flutti ávarp til fundarmanna og minnti á markmið félagsins, sem er að útbreiða þekkingu á franskri tungu og menningu. Hún benti á einkenni þessarar menningar og það gagn, sem útlendingar og þó sérstaklega Islendingar, geta liaft af því að kynna sér hana. Ræðismaður Frakka í Reykja- vík, Hi’. Voillery flutti síðan fróðlegt erindi, þar sem hann vék að hinu nýja atriði og að- draganda þess og henti á þær ástæður, sem Frakkland hefði til þess að trúa á sigur sinn. Frú Annie Ch. Þórðarson söng' nokkur frönsk lög. Und- irspil annaðist lir. Páll ísólfs- son. Þá voru veitingar fram born- ar og loks dans stiginn til kl. 1. Skemtifundur Eiðisnefndar verður að Hótel Borg anna'ð kvöld, eins og Vísir skýrði frá í gær. Aðgöngumiðar kosta 2.50 og fást á afgr. Morgunbl. Ætti menn að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, því að aðsókn er altaf gifurleg að skemtunum sjálfstæðismanna, en ekkert samkomuhús á landinu nógu stórt fyrir þær. Frá Hæstarétti: Vátryggjeodur Lincolnshire dæmdir til að greifia Skipaútgerfi s 100 þás. króuur. í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur út af björgunar- launum með þeim úrslitum að eigendur og vátryggjendur b.v. Lincolnshire voru dæmdir til þess að greiða Skipaútgerð rík- isins eitt hundrað þúsund krónur. . Tildrög málsins eru þessi: Þann 30. okt. 1938 strandaði enski logarinn Lincolnshire við Ilafranes í Dýrafirði. Fyrst komu á vettvang tveir enskir togarar og varðbáturinn Gaut- ur. Gerðu þeir árangurslausar tilraunir til þess að ná togaran- um út. Varðskipið Ægir var þá statt austur á Seyðisfirði. Brá það við eftir heiðni vátryggj- enda togarans og fór á strand- staðinn. Tókst því að losa tog- arann og fór Ægir með hann til Þingeyrar. Þar voru athug- aðar skemdlr þær, er orðið höfðu á togaranum og ákveðið að Ægir drægi hann til Reykja- víkur, en sökum illveðurs varð ekki lagt af stað fyrr en 4. nóv. Gekk ferðin til Reykjavíkur slysalaust. Var togarinn því næst metinn á kr. 395.500.00 i því ástandi, sem hann var þá. Skipaútgerðin krafðist nú £5000'0'0 í björgunarlaun. Við- urkendu eigendur og vátryggj- endur togarans, að hér hefði að vísu verið um björgun að ræða en mótmæltu kröfunni, sem alt of hárri og kröfðust þess, að björgunarlaunin yrðu ákveðin í íslenskum krónum. — Gekk dómur í máhnu i sjódómi Reykjavíkur 22. febr. þ. á. með þeim úrslitum, að Skipaútgerð- in fékk lcr. 68.000.00 i hjörgun- arlaun. Báðir aðilar áfrýjuðu málinu til hæstaréttar og gerðu þar sömu kröfur og fyrir sjó- dómi. Hæstiréttur taldi verð- mæti skipsins, miðað við núver- andi gengi íslenskrar krónu móti sterlingspundi, kr. 480.- 000.00, þó ekki væri tekin til greina lækkun sú á sterlings- pundi móti gullverði, er orðið hefði síðan skipið var metið, og ákvað björgunarlaunin kr. 100.000.00. Þá voru og eigendur og váttryggjendur togarans dæmdir til þess að greiða kr. 5000.00 í málskostnað fyrir sjó- dómi og hsestarétti. Um sunnlensku síldina. Viðtai við Árna Friðriksson. Tíðindamaður Vísis hefir fundið Árna Friðriksson fiskifræðing að máli og fengið hjá honum upplýsingar um síldina, sem hefir verið að veiðast hér syðra að undanförnu. Er samband milli síldarinnar við norðurströnd landsins og sunnlensku síldarinnar? spyr tíðindamaðurinn. Nei. Það verður ekki séð, að það sé neitt fast samband þar á milli. Síldin, sem veiðist við norðurströndina á sumrin er sérstakur stofn, sem hrygnt liefir snemma á vorin. Ilana köllum við vorgotssíld. Á liinn bóginn er síld sú, sem hér veiðist syðra, að mjög veru- legu leyti alt annar stofn, nefni- lega sumargotssíld, sem lirygn- ir hér 1 Faxaflóa, við suður- ströndina og viðar, frá þvi um sólstöður og fram á haust. Að visu er vorgotssild hér líka, en hinn stofninn er yfir- gnæfandi, og sú vorgotssíkl, sem hér veiðist, virðist vera all- ólík þeirri, sem er fyrir norðan. Til þess að gefa lesendum Vís- is hugmynd um á hversu ger- ólíkum náttúrufræðilegum grundvelli síldveiðarnar hér og fyrir norðan byggjast, skulum við grípa af handaliófi upp úr rannsóknabókunum oklcar ald- ursgreiningu á síld, sem veidd- ist 15. júlí við Grímsey, og sikl, sem veiddist 30. október á Hafnarleir. Yngsta síldin i Grímseyjar- prufunni er 6 vetra gömul, en sú elsta tuttugu og eins. Mest ber á 10, 13 og 15 vetra gam- alli síld. Tökum við nú hins- vegar síldina, sem veiddist í Miðnessjó, þá sjáum við, áð aldurinn er frá 3 til 11 vetra og að langmest ber á yngstu síld- inni, þeirri, sem er 3, 4 og 5 vetra, því að þessir 3 árgangar gera næstum því % hluta afl- ans. Simnlenska veiðin hyggist því að langverulegasta leyti á sínum eigin síldarstofni, sem ekkert á skylt við síldina fyr- ir norðan og veiðina þar. Hraður vöxtur sunnlensku síldarinnar. Það hefir vakið hjá okkur sérstaka athygli hversu liraður vöxtur sunnlensku síldarinnar er. Þriggja vetra gömul er liún orðin yfir 30 centimetra á lengd og fer þá að verða kyn- þroska en slíkri stærð er vor- gotssíldin við Norðurland 5—6 ár að ná. Við vitum, að sumar- golssíldin elst upp hér við land i fjörðum og flóum, en það liggur fyrir dyrum mikið ó- rannsakað verkefni þar sem um er að ræða, að finna uppvaxt- arstöðvarnar. / s Smásíldarveiði. Eins og kunnugt er veiða Norðmenn kringum 1 miljón heklolítra árlega af smásíld og það ætti ekki að vera loku fyr- ir það skotið, að við gætum einnig veitt okkar sunnlensku síld, þegar hún er í uppvexti. En það mál er enn algerlega órann- sakað. Það mætti nú halda, að sú hætta fylgdi slíkri veiði, að of nærri yrði gengið stofninum, en reynslan í Noregi og áratuga rannsóknir á norsku síldinni hafa sýnt, að liún þolir mæta- vel ungsíldarveiðina og lætur hvergi á sjá, þótt hún virðist þurfa mörg ár til þess að kom- ast í gagnið. 1 Þróun norðlensku síldveiðanna og Faxaflóaveiðarnar. Það má að vissu leyti lianna það, að þróun norðlensku sild- veiðanna skuli liafa orðið Faxa- flóaveiðunum að bana, þannig, að sumargotssíldarstofninn okkar liefir legið ónotaður i mörg ár, eftir þá glæsilegu hyrjun, sem Geir Sigurðsson og aðrir höfðu gert eftir aldamót- in. Og enn er eftir að rannsaka, hvort ekki má fá miklu meiri veiði út úr þessum stofni. Sérstakar vörpur og Ijósaútbunaður. Við vitum ekki enn, nema veiði megi þessa síld í þar til gerðar botnvörpur, eins og gert er í Norðursjónum. Við vitum ekki nema finna megi á hvaða dýpi liún hefst við, með berg- málsdýptarmæli, eins og viða tíðkast. Og við vitum ekki nema megi draga hana upp að yfir- horðinu með sérstökum Ijósa- útbúnaði, eins og Norðmenn hafa ge'rt hjá sér upp á síðkast- ið. — Sunnlenska síldin sem verslunarvara. Þegar um það er að ræða, að gera sunnlensku sildina að verslunarvöru, verður að gæta hinnar stökustu varúðar, vegna þess, hve misjöfn hún er. Ef veiði á sunnlensku síldinni gripi yfir tímabilið frá vertíðarlokum fram á liaust, þá er að ræða urn sild í svo margskonar ástandi, sem frekast má vera. I fyrsta lagi er dálítið brot af síld, sem er mjög lík vara dns og Norð- urlandssildin á svipuðum tíma, í öðru lagi finnum við mikinn fjölda af síld, sem er full af hrognum og sviljum, einkan- lega framan af veiðitímanum, í þriðja lagi finnum við blóðsíld, sem er nýbúin að hrygna og síð- ari hluta tímans (sept.—okt.) ber aðallega á síld, sem er í svip- u ðu ástandi eins og norðlenska síldin i júlí. Ofan á þetla hætist ennfrem- ur, að liér er oft talsvert af ung- sild, sem aldrei hefir hrygnt, og loks það, að sunnlenska síldin er yfirleitt smærri heldur en sú norðlenska, þar sem liún er miklu yngri og virðist ekki ná líkt því eins háum aldri. Hrygningarsvæði. Síldarseyðamergð. Þess her vel að gæta, að ára- skifti munu vera að því, livar þungamiðjan er fyrir hrygning- arsvæði sumargotssíldarinnar. Stundum virðist það vera í Faxaflóa, en stundum fyrir sunnan (Meðallandshukt, Mýra- hukt), en því til sönnunar, að sild geti hrygnt þar, skal það tekið fram, að danska hafrann- sóknaskipið Dana fékk einu sinni 6000 síldarlirfur í einum 15 mínútna drætti með svlf- poka. Þetta gefur einnig hug- mynd um hvað stofninn er stór, því að mér vitanlega hefir hvergi fundist svona mikil síld- arseyðamergð í einu. Rannsóknunum verður haldið áfram. Við höldum áfram rannsókn- unum á Faxaflóasildinni, segir Árni Friðriksson að lokum, á meðan veiðin endist og við ná- um. i sýnishorn. Það má heita svo, að aðstoðarmaður minn, Sigurleifur Vagnsson og stúlka með honum, fáist eingöngu við þessar rannsóknir á meðan á þeim stendur. i Árbók Ferðafélagsins. I Allmargir af félagsmönnum eiga j enn eftir að nálgast hana og eru 1 þeir beðnir um að gera það sem fyrst. VillijnliiHiE’ FIn§cu sendisveitarfulltrúi í Oslo hefir nýlega verið sæmdur heið- ursmerki norsku St. Olavs orð- unnar, Kommandörkrossi með stjörnu, í viðurkenningarskyni fyrir þann þátt sem liann liefir látt í eflingu menningar og við- skiftasamhandsins milli Noregs og Islands. Kotli utanrikísmála- ráðherra Norðmanna afhenti Vilhjálmi heiðursmerkið per- sönulega. Frá þingi knattspynumanna. Annað þing knattspyrnu- manna hófst í gær í Oddfellow- húsinu. Var K.R.R. endurskip- að og eru í því sömu ntenn og áður: Guðm. Ólafsson, formað- ur, Guðjón Einarsson (Vík), Hans Kragh (K.R.), Einar Björnsson (Valur) og Jón Sig- urðsson (Fram). — Að loknum störfum í gærkveldi var þing- inu frestað í 3—4 vikur. Þá hafði komið frarn tillaga frá K.R.R. unt það, að knatt- spyrnuþingið væri látið fjalla um þau mál, sem viðkæmi knattspyrnunni hér i Reykjavik, en K.R.R. hefði síðan fram- kvæmdavald á liendi fyrir þess hönd. Umræðum lauk ekld um þetta mál og verður það tekið fyrir, þegar þingið kemur sam- an aftur, því að þingfulltrúar vildu fá að atliuga það gaum- gæfilega, áður en þeir tæki á- kvörðun í því. Milliþinganefnd hefir haft til- högun mótanna á næsta sumri til athugunar og lagði hún álit sitt fram í gær. Vill m.þn. fjölga mótum, eða öllu heldur láta Reykjavikurmótið fara fram í tveim umferðum, annari að vor- inu, liinni að haustinu. Á milli þessara umferða fari svo fram íslandsmótið og Walterskepn- in. — Var samþ. að láta fjölrita tillögurnar og útbýta þeim með- al þingfulltrúa, sem hugsi síðan málið þar lil þingið kemur aft- ur saman. Deildir Háskólans: Lagastúdentar vilja enga takmörkun, heldur íjölgun deilda. Félag laganema, „Orator“, hélt fund að Garði í gærkveldi og var til umræðu fyrirhuguð takmörkun á aðgangi að deild- inni. Umræður urðu mildar um þetta mál og voru flestir and- vígir því, að þessari ráðstöfun yrði beilt. Borin var fram eftir- farandi tillaga og samþ. með öllum þorra atkv. gegn þremr „Fundur í Orator, félagi laga- stúdenta, lýsir sig mótfallinn því, að aðgangur að lagadeild Háskólans verði að noklcru leyti takmarkaður. Telur fund- urinn slíkar takmarkanir mjög varhugaverðar. Hins vegar skorar fundurinn á Háskólaráð og stúdenta að hef ja ákveðna haráttu fyrir því við þing og rikisstjórn, að nýj- um deildum verði bætt við Há- skólann og fjölbreytni náms við skólann aukin, svo sem verða má.“ Fundinn sátu 23 stúdentar af 93 í deildinni. Farsóttir og manndauði i Reykjavík vikuna 15.—21. október (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 45 (73). Kvefsótt 111 (114). Gigt- sótt 1 (0). Iðrakvef 26 (21). Kveflungnabólga 4 (6). Taksótt 1 (1). Munnangur 5 (4). Rist- ill 1 (0). Kossageit 4 (3). Hlaupabóla 1 (0). Heimakoma 1 (0). Mannslát 7 (7). — Land- læknisskrifstofan. — (FB).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.