Vísir - 09.11.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 09.11.1939, Blaðsíða 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri: itstjórnarskrifstof ur: iFélagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12- Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 29. ár. Reykjavík, fimtudaginn 9. nóvemfoer 1939. 259. tbl. OGURLEG SPRENGING I BURGER- BRAUBJORSTOFUNNI f MUNCHEN, er nazistar héldu þar hátíðlegt afmæli byltingarinnar 1923. 6 menn biðu bana, en 60 særðust. -- Hitler var farinn fyrir fjórðungi stundar. Sprengingin var svo kraftmikil, að það þykir ganga kraftaverki næst, að húsið hrundi ekki til grunna. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Sprenging mikil varð í Burgerbrau-kjallaranum í Miinchen í gærkveldi skömmu eftir aS Hitler fór þaðan, og biðu sex nazistar bana en yfir sextíu særðust. Hitler kom til Miinchen til þess að halda ræðu á samkomu, sem haldin var til þess að minnast nazistauppreistartilraunarinnar 1923 (bjórstofubyltingarinnar). I Þýskalandi er talið sannað, að erlent veldi standi að verknaðinum. Ennfremur er það talið víst, að tilgangurinn hafi verið að bana Hitler og helstu mönnum nazista. Það var opinberlega tilkynt í Berlín í morgun, af útbreiðslumálaráðuneytinu, að vítisvél liafi orsakað sprengingu í Burgerbrau-bjórstofunni kl. 9.35 — einum stundarfjórðungi eftir að Hitler ríkisleiðtogi fór þaðan, en hann flutti ræðu á samkomu, sem þarna var haldin. Sex varðmenn, alt gamlir nazistar, biðu bana, en yfir 60 manns særðust, þar af 4 konur. Það hefir enn sem komið- er ekkerí verið látið uppskátt frekar hverjir það eru, sem biðu bana og særðust, en það hefir verið gefið í skyn, að meðal þeirra, séu engir af helstu leiðtogum flokksins. Nolrlöim oo tróln á nfhnlHiH HITLER. Rækjuverksmiðjan á Isafirði seld. •loua* Þorhcrg§§on 8Btviirp§§(!óri itofnar hiutafébg enei rek§tnrinn. Á bæjarstjórnarfundi, stm haldinn var á ísafirði í fyrrakvöld, samþykti bæjarstjórn einróma, að selja þeim Jónasi Þorbergssyni útvarpsstjóra og Jóni Kjart- ansssyni heildsala hér í bænum, fyrir hönd væntanlegs Kilutafélags, rækjuverksmiðju þá, sem ísafjarðarbær hefir rekið undanfarin ár. Samkvæmt tilboði því5 sem fyrir lá er söluverð verksmiðj- unnar ákveðið kr. 44.000.00 og er þar innifalið hús og lóð á- samt bryggju? niðursuðuáhöld og vinslutæki, en auk þess eru umbúðir fyrirliggjandi, sem seldar munu hafa verið fyrir kr. 6.000.00, — þannig, að söluverðið nemur þá samtals kr. 50.000.- 00 — fimmtíu þúsund krónum. HITLER FÓR FYRR EN HANN ÆTLAÐI SÉR. Það er frá því sagt í tilkynn- ingu útbreiðslumálaráðuneytis - ins, að Hitler hafi farið all- lniklu fyrr frá Burgerbrau, en hann hafði ráð fyrir gert, vegna þess að hann varð að liverfa til Berlínar vegn mikilvægra stjórnarstarfa. Segir í tilkynn- ingunni, að um afgreiðslu mála liefði verið að ræða, er ekki mátti dragast. HVATAMENN VERKNAÐ- ARINS TALDIR ERLENDIR MENN. Þá segir í tilkynningunni, að svo virðist, sem rekja megi spor tilræðismannanna til erlends veldis, en það er ekki farið dult með það, að í Þýskalandi gera menn sér ljóst, að tilgangurinn hafi verið að drepa Hitler. SÍMASAMBANDINU VIÐ BERLlN SLITIÐ. 500.000 RM. ÞÓKNUN. Simasambandinu við Berlín var slitið þegar í stað, því að yfirvöldin óttuðust að allskon- ar flugufregnir kynnu að kom- ast á kreik og valda æsingum. Fregnin barst brátt um Mún- chen og vakti feikna gremju, segir í tilkynningu útbreiðslu- málaráðuneytisins. HVERNIG VÍTISVÉLINNI VAR FYRIR KOMIÐ. Gamall varðmaður í Mún- chen, sem viðstaddur var, sagði fréttaritara United Press, að vítisvélinni liefði verið komið fyrir í tómu herbergi yfir hin- um mikla samkomusal, þar sem afmælishátíðin fór fram. Er samkomusalur þessi yfir sjálf- um bjórkjallaranum. ÞRÖNG MANNA í SALNUM. Það var þröng manna í saln- um, sagði varðmaðurinn. Hitler bafði lokið ræðu sinni og var farinn fyrir skamri stundu. Sumir þátttakendanna voru á leið í áttina til þess liluta sals- ins, þar sem eg var, er alt í einu heyrðist ógurlegur hávaði, brak og brestir, en hluti af loftinu hrundi. Felmtur greip marga og karlar og konur ráku upp óp. En þetta var aðeins í svip. Það var eins og menn áttuðu sig á því þegar í stað, að forðast bæri allar æsingar og liefði mátt ætla, er annað eins og þetta gerðist, að alt kæmist í upp- nám, en það varð ekki. Menn voru furðu rólegir. Yfirvöldin tóku þegar alla stjórn í sinar hendur. Nokkur hluti loftsins yfir samkoinu- salnum hrundi ekki og í salnum þar undir voru ljós látin loga áfram. Eldur kviknaði ekki í salnum. Þegar i stað var hafist handa um að ryðja til í þeim hluta salsins, sem loftið hrundi yfir, flytja burt þá, sem særst höfðu, og lik þeirra, sem biðu bana. ORSÖK SPREN GIN G ARINN AR. Það er enn ekki fyllilega sannað, livað orsakaði spreng- inguna, en það er talinn lítill vafi á því, að vítisvél liafi ver- ið komið fyrir i herberginu yfir samkomusalnum, og hafi liún verið í sambandi við klukku, er var stilt þannig, að sprengingin \Tði á þeim tima, er samkoman stæði sem hæst. Herbergið fyrir ofan sam- lcomusalinn er undir súð og þröngt, og liafa lcomið fram til- gátur um, að einliver hafi skrið- ið þangað inn rétt áður en fund- urinn byrjaði, og skilið vítis- vélina eftir. Nokkru áður en fundurinn liófst fór fram venjuleg athug- un i liúsinu, eins og ávalt, þar sem helstu menn þjóðarinnar koma saman. Járnbrautarlestin, sem flutti Hitler til Berlín, var aðeins ný- farin af stað, er sprengingin varð. Horðirlöid oo trúin á olieli. Fundur í „Norden“, Norræna félagið hélt mikla samkomu í fyrradag að við- staddri konungsfjölskyld- unni Meðal ræðumanna var Nygaardsvold forsætisráð- herra Noregs og Berggrav biskup og sögðu þeir í ræð- I um sínum, að trúin á ofbeld- ið myndi aldrei festa rætur á Norðurlöndum. NRP—FB. 260 platinurefir, sem kosta 3 milj. króna, Um þessar mundir er haldin sýning í Oslo á svokölluðum platínurefum, hin fyrsta, þar sem platínurefir einir eru sýnd- ir. Sýndir verða 260 refir og er verðmæti þeirra áætlað 360 mil- jónir króna. — NRP—FB. Samkomulagsumleit- anir Finna og Rússa. Finska stjórnin hefir nú sent samningamönnum sínum i Moskva nýjar fyrirskipanir. Voru haldnir margir fundir í Helsingfors, áður en ríkis- stjórnin gekk frá tillögunum til fullnustu. — Er búist við, að samkomulagsumleitanirnar í Moskva liefjist nú aftur þá og þegar. — NRP—FB. BRETAR HAFA LAGT HALD Á 420.500 SMÁL. ÓFRIÐ ARBANNV ÖRU. Tilkynt liefir verið í neðri málstofunni, að til 4. nóv. hafi siglingaeftirlitið breska lagt liald á 420.500 smálestir af ó- friðarhannvöru, sem fara átti til Þýskalands. — NRP—FB. Jónas Þorbergsson og Jón Kjartansson hafa dvalið eitt- livað á ísafirði að undanförnu, til þess að semja um kaup þessi, sem nú eru endanlega ákveðin, en starfræksla rækjuvei-ksmiðj- unnar hefir legið niðri um all- langt skeið. Síðustu dagana liefir verk- smiðjan þó verið starfrækt, og hefir einn bátur stundað rækju- veiðarnar að undanförnu og afl- að ]irýðilega. Sú fregn kemur engum á ó- vart, sem til þekkir, að bæjar- stjórn Isafjarðar hefir neyðst til að hætta starfrækslunni, enda voru dauðamörkin á rekstrin- um í höndum hennar sjáanleg fyrir nokkru. Er þess að vænta, að nú verði bætt um stjórnar- aðferðir við reksturinn, þannig að fyrirtæki þelta megi þrifast og dafna svo sem vera ber. Verksmiðjan verður afhent hinum nýju eigendum liinn 15. þ. m., og laka þeir þá, eða hluta- félag, sem þeir stofna, við rekstrinum. ísafjarðarbær mun bafa rek- ið verksmiðjuna með veruleg- um halla, þau árin, sem verk- smiðjan liefir verið starf'rækt, og mun söluverðið ekki það hátt að hærinn sleppi skaðlaus frá rekstrinum. Sjálfstæðismenn á ísafirði ætluðu á sínum tíma að koma upp ræk j uverJcsmiðj u þar í bænum, en bæjarstjómin kom 10 miljðnlr manna undir vopnum - - íegar styrj- öldin byrjaði. Samkvæmt skýrslum lier- málasérfræðinga, sem starfa við bresk blöð, voru 10 miljónir mánna vígbúnar í hinum ýmsu löndum álfunnar, þegar styrj- öldin byrjaði. Tölurnar ná að- eins yfir landheri þjó'ðanna. Flugherirnir voru ekki meðtald- ir, né sjóliðið. Yfirleitt komust hennálasér- fræðingarnir að þeirri niður- stöðu, að bandamenn og Þjóð- verjar hefði liaft álika marga menn undir vopnum um þetta leýti, og eru þá meðtaldir ný- lenduherir bandamanna, þ. e. Breta og Frakka. Um citt atriði hafa hermála- sérfræðingarnir aldrei vei'ið sammála, og það er liversu margar hernaðarflugvélar hver þjóðin um sie þ^jr og ]1Vevsu 111 .^iga æfða flugmenu, 0g þetta er eðlilegt, því að margt, sem um þetta er skrifað, byggigt á ágiskunum einum. Stórþjóðíru- ar liafa lialdið ýmsu leyndu uiri loftliernaðarlegan styrkleika sinn. Og sumir ætla jafnvel, að suiiiar þeirra hafi gefið upp r.iiklu meiri flugvélaeign en þær eiga. San kvæmt Lundúnablöðun- um höfðu eftirtalin lönd undir vopnum í ágústlok: Frakkland 1 miljón manna, Bretland 600.000-7000.000, Pól- land 1.000.000, Tyrkland 300.- 000, Grikkland 200.000, Italía 1.300.000, Þýskaland 1.750.000 ; —2.000.000, Spánn 150.000, Jugoslavia 300.000, Rúmenía I 275.000, Ungverjaland 200.000, i Búlgaria, Belgía, Svissland, Eystrasaltsríkin, Portugal sam- ials 500.000 og Sovét-Rússland 2 miljónir. Síðan er styrjöldin braust út, hefir, sem vænta mátti, aukið lið verið kvatt til vopna livar- vetna — ekki aðeins í ófriðar- löndunum, heldur og í löndunt lilutlausu þjóðanna. Rú.stirnar við Stöng. Eins og lesendum Vísis er kunnugt, hefir verið unnið að því að undanförnu, að koma bæjarrústunum á Stöng undir þak og gaf sendiherra Dana, Fr. le Sage de Fontenay ágæta gjöf til þess. Nú liafa fleiri bæst í liópinn með gjafir til þessa og hefir Iðnaðarmannafélagið gefið 2000 kr. til skýlisbygginganna. Var tekin ákvörðun um þetia á fundi i félaginu í fyrrakvöld, en formaður þess, Einar Erlends- son bar fram tillögu um það, Var tillaga E. E. samþykt með öllum þorra atkvæða. því svo fyrir, að reksturinn varð hennar, og síðan höfðu Grímur nokkur rakari, Guðmundur pró- fessor Hagalin, Hannibal barna- kennari og ef til vill fleiri æðstu í áð verksmiðjunnar í höndum sínum, og hefir farið betur en á liorfðist um skeið, þar eð bæj- arstjórnin hefir nú valið þann kostinn, að selja fyrirtækið, áð- ur en það var um seinan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.