Vísir - 14.11.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1939, Blaðsíða 2
V I S I R I DA6BLA8 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Stjórnmála- skólinn. gtjórnmálaskóli sjálfstæðis- manna var settur kl. 3 í gær að viðstöddum flestum nemendum, sem verða 26 að tölu, formanni Sjálfstæðis- flokksins og nokkrum flokks- mönnum. Skólanum er stjórn- að af þremur fulltrúum flokks- ins, þeim Thor Tliors, Gunnari Thoroddsen og Eyjólfi Jóhanns- syni, en erindreki flokksins, Jó- hann Hafstein lögfræðingur, hefir daglega sljórn skólans með liöndum, ásamt Gunnari Thoroddsen. Þeir piltar, sem að þessu sinni sækja skólann, eru allir úr sveit- um landsins, og flestir úr Sunn- lendingafjórðungi, en undan- farin ár hefir skólinn verið sótt- ur úr öllum fjórðungum lands- ins. í ráði er að taka upp svip- aða fræðslu fyrir unga, áhuga- sama menn hér í bænum, með því að til þessa liafa þeir orðið afskiftir, og mun slik fræðslu- starfsemi verða hafin þegar að þessu námskeiði loknu. Sjálfstæðismenn tóku það fyrstir upp allra flokka, að efna til skóla sem þessa, og gefa þannig ungum mönnum kost á frekari fræðslu um þjóðmálin, en unt er að afla sér greiðlega úti í dreifbýlinu, og í skólanum er ennfremur lögð megináhersla á hitt, að þeir temji sér orðsins list, þannig að þeir geti notað þá þekkingu, sem þeir öðlast, til þess að taka svari flokksins, ef þörf gerist og hvar og hvenær sem þess gerist þörf. Þeir ungu menn, sem skólann hafa sótt, hafa sýnt margir hverjir mikinn dugnað og áhuga, er heim hefir komið. Hafa þeir tekið að sér forustu í flokksstarfseminni meðal ungra manna, hver í sínu héraði, stofnað félög og haldið uppi baráttunni á hverjum stað, eftir því sem kostur hefir ver- ið á. Nú er því svo farið, enda Iæt- ur það að likum, að ungir menn hafa sig Iítt í frammi á mann- fundum, ef þeir hafa hyggindi til að bera, með því að þeir vilja ekki bera annað á borð fyrir al- menning en þeim er sómi að og flokki þeirra að gagni, en eng- inn verður óbarinn biskup, og það er eins með orðsins list og allar aðrar, að hún kostar starf og ástundun, þekkingu og þroska, en grundvöll þann, sem siðar verður bygt á, má leggja með starfsemi stjórnmálaskól- ans. Það er enginn vafi á þvi, að full þörf hefir verið fyrir þessa slarfsemi, og þá ekki síst af því, að í sveitum landsins hafa þekkingarsnauðir veltinkollar vaðið um of uppi, en fáir eða engir hafa orðið til að andsvara rnælgi þeirra, og hafa þeir því forhertst í framferði sínu, er þeir fundu að þeim hélst slíkt uppi án verulegrar andstöðu frá hendi ungra manna. Þetta van- þroskaskeið er nú að baki, en framundan er baráttan gegn vanþekkingunni og siðleysinu, og besta vopnið í þeirri bar- áttu er þekkingin. Starfsemi sljórnmálaskólans miðar að þvi, að kynna hinum ungu mönnum grundavallaratriði stjórnmál- anna, en síðar geta þeir sjálfir bygt á þeim grunni, sem lagður hefir verið, með því að fylgjast með rás viðburðanna og lesa fræðandi rit og ritgerðir um stjórnmál. Undanfarin ár hefir Gunnar Thoroddsen haft hina daglegu stjórn skólans með höndum, og mun færari maður ekki finnast til slíks starfa, enda liefir hánn aflað sér trausts og vinátlu allra þeirra. er skólann hafa sótt.'— Með starfi sínu hefir hann sýnt og sannað, að slíkur skóli sem þessi er í fylsta máta nauðsyn- legur, og með því að störfum skólans hefir verið rétt hagað frá uphafi, hefir árangurinn crðið miklu meiri, en menn gátu gert sér vonir um. Vísir vill að lokum bjóða hina ungu menn, sem skólann sækja, velkomna hingað til höfuðstað- arins, og væntir þess, að er þeir hverfa héðan, hafi þeir öðlast nýja þekkingu, nýtt áræði og nýjan baráttuhug, og að þeir liggi ekki á liði sínu, hver í sínu héraði, er heim kemur. Frá Vestur-íslendingum Sorglegt slys á Winnipeg- vatni. Winnipeg, Man. Ivanada. Það hörmulega slys varð í nánd við fiskiverstöð nokkra, norður á Winnipegvatni, að þar druknaði íslenskur maður á besta aldri, Kristján Finnsson, frá Seíkirk. Var ineð öðrum manni til á allstórum mótorbát. Höfðu þeir kænu aftan í, er slitnaði úr togi. Veður var afar hvast og öldugangur mikill. Voru þeir fél. i þann veginn að ná í kænuna, er Kristjáni varð skyndilega fótaskortur og féll útbyrðis. Kallaði þá félagi hans til hans, að halda sér uppi á sundi og liann skyldi tafarlaust koma björgunarkaðli til hans. En í sömu svifum reið yfir feikna mikil bylgja, er alt virt- ist ætla að keyra í kaf. Þegar ó- lag það var hjá farið, var Krist- ján hvergi sjáanlegur, og sást ekki koma upp aftur. Þetta skeði að morgni hins 9. sept. Leit var hafin tafarlaust og fanst lík Kristjáns ekki fyrri en þann 21. sept., og þá rekið upp á smáeyju, tíu mílur í burtu frá þeim stöðvum, þar sem slys- ið vildi til. — Foreldrar Krist- jáns eru þau Guðjón Finnsson og Guðrún Grímsdóttir, hjón búsett í Selkirk. Eftirlifandi systkini eru>: Grímur, í Wyn- yard; Einar, að Mozart; Óskar Eggert, Grímur Ólafur Pá, Finnur og Jón Friðfinnur, heima með foreldrum sínum; og Friðrika, lærð hjúkrunar- kona, næst yngst systkinanna, stundar lijúkrunarstörf í bæn- um New Ulm, Minnesota. — Kristján var einn af eldri bræðr- unum, 39 ára gamall, röskleika maður og vænn drengur. Mikil hluttekning með foreldrum og systkinum, í tilefni af þessu sorglega slysi. Jarðarförin und- ir umsjá útfararstofu Gilbarts, fór fram frá heimili þeirra Finnsonshjóna þ. 23. sept. Séra Jóhann. Bjarnason jarðsöng Greftrað var í reit Finnsons fjölskyldunnar í grafreit Gimli- safnaðar. — (Fréttarit. Lög- bergs). Sigurgeir Sigurðsson biskup: Ný kirkja í Laugarneshverfí. Kirkjuþörfin í Reykjavík ev flestum mönnum, scm til þekkja, augljóst mál. Dómkirkj- an, sem á sínum tíma var reist handa 700—900 manna söfnuði, stendur að vísu enn ldýleg og vingjarnleg, og vinnur Iilulverk sitt. Nokkuð hefir hún verið stækkuð. En söfnuðurinn, sem liana álli að sækja liefir vaxið miklu meira. Nú eiga um 28 þúsundir manna sókn til þessar- ar kirkju. Ef allar þessar þús- undir leituðu að staðaldri til kirkju sinnar, mundi þess eng- inn kostur að hún gæti tekið á móti þcim. Og þó ekki kæmi til þess að slík ldrkjusókn ætti sér stað, þá fara liér fram margar guðsþjónustur og kirkjulegar athafnir, er sennilega ekki nema lítill liluti þeirra, sem þangað vilja koma, geta sótt, vegna þess hve kirkjan er lítil. Hér eigum vér Reykvikingar stórt verkefni framundan. Fyrir löngu síðan liefði verið rík ástæða til þess að fjölga kirkjum og prestum hér í bænum, og við svo búið má ekki lengur standa. Nú verð- um vér að hefjast handa. Það er nægilegt verkefni fyrir hvern einstakan prest, að starfa í 4— Séra Garðar Svavarsson. 5000 manna söfnnði. Prests- þjónusta kemur ekki að fullum notum, nema presturinn hafi sem nánast persónulegt sam- band við heimilin, geli fylgst með þeim, og sérstaklega tekið þátt í uppeldismálunum, fylgst með börnunum, sem eru að vaxa upp. Vonandi liður ekki langt þar til sóknarskifting fer fram í bænum og hygg eg að þau mál fái meiri og meiri skilning og samúð lijá stjórn- málaflokkunum á Alþingi og að því dragi, að lög um sóknar- skiftingu verði gefin út. — Þá kemur enn betur í ljós þörfin á nýjum kirkjum. Vér þurfum að eignast veg- lega kirkju á Skólavörðuhæð- inni, sem gnæfi hátt ög verði aðalmusteri bæjarbúa og þjóð- arinnar í heild. Um þá hugsjón eigum vér öll að sameinast. En auk þess þurfum vér að fá hér minni kirkjur í úthverfum bæj- arins og er sú þörf nú að verða mjög aðkallandi. í austasta hluta bæjarins, hef- ir um nokkur undanfarin ár verið unnið merkilegt ldrkju- legt starf. Ungur prestur, síra Garðar Svavarsson, gerist þar brautryðjandi að þvi að mynda nýjan söfnuð. Til að byrja með voru öll skilyrði til starfsins mjög fátækleg. En liann fór út í starfið af einlægum og heitum áhuga. Hann fær barnaskóla- húsið til að halda í guðsþjón- ustur og margir góðir menn og konur safnast um hann og á- hugamál hans og ganga i lið með honum. Síðan liafa guðs- þjónustur, sem oftast liafa ver- ið fjölsóttar, verið fluttar þar, og í sambandi við þær unnið hlið fyrirhugaðrar Laugarnes- kirkju. allmikið starf, t. d. söngstarf. Leynir það sér ekki að söng- sveitin, sem við guðsþjónust- urnar syngur liefir lagt mikinri tíma í söngæfingarnar, því söng- urinn er sérlega góður, og vel æfður. Presturinn kemur iðu- lega á heimilin og er mér kunn- ugt um, að honum er þar vel fagnað og er þar góður gestur, enda hefir hann áunnið sér traust og vinsældir. Þeir sem í þessum bæjarhluta búa eiga nú það áhugamál, að reisa sér kirkju, sem kunnugt er. Þeir munu standa fast sam- an um að leiða þá hugsjón í framkvæmd, svo fljótt sem því verður við komið. Og eg efast ekki um, að margir menn, viðs- vegar liér í bænum, bregðast | drengilega við og styðja og í styrkja þessa fögru og mikil- i vægu viðleitni þeirra, sem mið- j ar að auknu lífi og starfi í , kirkjumálum hér i Reykjavík i framtið. Hin nýja kirkja er tákn nýs áhuga um hin mikil- vægustu mál og þótt nú séu erfiðir tírnar til ytri fram- kvæmda, efast eg ekki um að margir muni vilja rétta fram hönd sína, þessu máli til stuðn- ings. Það er holt og gott að safnast um fagrar hugsjónir og sam- einast um að leiða þær í fram- kvæmd. Það verður ávalt ein- hverjum til blessunar og sá sem leggur skerf sinn til slíkra framkvæmda, uppsker ávalt sjálfur eitthvað gott af þvi verki. Hugsjón kirkjunnar er há og fögur. Hún vill lieill og ham- ingju allra manna. Stefan Zweig: MARIA ANTOINETTE. Stefan Zweig er heimskunnur ritliöfundur og eru ævisögnr lians mjög rómaðar; og þá ekki síst sú er hér liggur fyrir í is- | lenskri þýðingu og fjallar um j Mariu Antonielle, drotningu Frakka, sem varð ein af píslar- ■ vottum byltingarinnar milclu. ' Marie Antoniette var fyrir margra hluta sakir glæsileg kona, en hætt er við að hún Ávarp til Reykvíkinga. Hin árlega f jársöfnun til nýrra kirkna í Reykjavik hefir þetta haust fallið í hlut fyrirhugaðrar Laugar- neskirkju. Þannig, að á þessu hausti verður eingöngu safnað til kirkjunnar, sem ákveðið er að reist verði fyrir austustu svæði bæjarins. Oss er það ljóst, að all óvænlega horfir sakir ástands- ins í heiminum, en oss var úthlutað þessu hausti og förum þvi samt af stað, ekki til að knýja eða Iieimta og ætlurn engum að ganga nærri sér, helcíur leitum vér fulltingis bæjarbúa í þeirri von og í þvi trausti að þeir sem sjá sér það fært vilji leggja því lið sitt, að viðunan- leg lausn fáist um kirkjumál Reykjavikur. Þess vegna leitum vér fulltingis yðar, góðir samborg- arar, og biðjum yður vel við að bregðast. I undirbúningsnefnd fyrirliugaðrar Laugarneskirkju. Jón Ólafsson. Carl Olsen. Þórir Baldvinsson. Emil Rokstad. Ólafur Jóhannsson. Kristmundur Guðmundsson. Tryggvi Guðmundsson. Skátar munu heimsækja bæjarbúa i kvöld með söfn- nnarlista sina fyrir Laugarneskirkju og eru menn beðn- ir að taka þeim vinsamlega. Minningarsjóður til styrktar munaðarlausum börnum. Þarin 25. maí 1939 andaðist Kristján Kristjánsson, járn- smiður að lieimili sínu, Lindar- götu 28 hér í bænum. Hann var fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 5. apríl 1861, en ólst upp í Borgarfirði frá tveggja ára aldri. Sextán ára fluttist Kristján til Reykjavíkur og hóf jiárnsmiðanám er hann lauk árið 1888, en þá lióf liann þegar sjálfstæðan atvinnurekst- ur sem járnsmiður og stundaði liann til dánardægurs, lengst af í liúsi sínu nr. 28 við Lindar- götu hér í bænum. Var Kristján einn hinn hæfasti maður i sinni iðngrein og var það almanna- rómur, að hann leysti öll verk sín af hendi með snild og prýði og svo sanngjarn var hann i viðskiftum, að til var tekið. Kristján var kvæntur Ing- unni Knútsdóttur, ágætri konu ættaðri úr Höfnum. Hún and- aðist 8. september 1935. Eign- uðust þali lijónin eina dóttur, Sigríði, er andaðist 24. desem- ber 1906, 17 ára að aldri. Kristján var maður allvel efnum búinn og mælti hann svo fyrir i erfðaskrá sinni, að öllum eignum sinum skyldi varið til stofnunar sjóðs til minningar um konu sína og dóttur, er heita skyldi: Minn- ingarsjóður Ingunnar Knúts- dóttur og Sigríðar Kristjáns- dóttur. Ér skiftum á húi Krist- jiáris nú nýlokið og hefir sjóð- urinn þegar verið stofnaður og skipulagsskrá samin fyrir liann, er lilotið hefir konungsstað- festingu. Stofnfé sjóðsins eru allar eignir Kristjáns, en þær námu, að frádregnum öllum skuldum og kostnaði kr. 25.065.76. Tilgangur sjóðsins er að styrkja munaðarlaus börn til dvalar á barnaheimili, er ReykjavilcUrbær stofnar og starfrækir svo og, þegar sér- staklega stendur á, börn, er notið bafa styrks úr sjóðnum á barnaheimilinu, eftir að dvöl þeirra þar lýkur fram til 18 ára aldurs þeirra. Má verja til þess 4/5 hlutum af árlegum vöxtum sjóðsins, en 1/5 liluti þeirra skal árlega lagðui' við höfuðstól lians. Stjórn sjóðsins skipa: biskupinn yfir íslandi, dómkirkjupresturinn í Reykja- vík og lögmaðurinn í Reykja- vík. Sjóðurinn skal þegar taka til starfa, er barnaheimilið hefir verið stofnað og sá hluti vaxta hans, er ráðstafa miá nægir til framfærslu eins barns á þvi. Verði verulegur dráttur á því að Reykjavíkurbær hefji starf- rækslu barnalieimilis eða verði ekki úr því eða leggist það nið- ur, skal stjórn sjóðsins verja 4/5 hlutum vaxta lians til að styrkja munðarlaus börn á öðrU barnaheimili eða annars- staðar í sem bestu samræmi við tilgang sjóðsins. hefði gleymst heiminum, eins og hópur annara drolninga, liefði hún eklci orðið að þola hin grimmu örlög píslarvættisins, og þá sýnt umheiminum livað i henni bjó. Stefan Zweig bindur sig ekki við það eitt, sem fyrir liggur um lif liennar í skjölum og söfnum, heldur beitir liann djarflega og í og með öðrum að- ferðum, sálgreiningu og ein- faldri túlkun studdri af stað- reyndum, til þess að bregða réttu Ijósi yfir líf og örlög drotningarinnar. Ýmsir þeir rithöfundar, sem skrifað liafa um Maríu Antoi- nettu, hafa ekki viljað viður- kenna misbrestina i fari henn- ar, og forðast með lúsarlegum tepruskap að gera sér grein fyi*- ir af hverju þeir stöfuðu, — eða hinum svokallaða leyndardómi lokrekkjunnar, —- ástæðunni til þess að hún ól fyrst barn eftir sjö ára hjúskap. Stefan Zweig dregui’ alt þetta fram í dags- Ijósið, leggur fram sögulegar heimildir, bréf sjálfrar drotn- ingarinnar til Maríu Theresiu, sem draga á þetta enga dul, og hér er ennfremur og að eg hygg í fyrsta skifti skýrt til nokkurr- ar lilítar frá trygðum drotning- arinnar og Fersens greifa, og menn verða miklu fróðari og öðlast betri skilning á lífi og stríði drotningarinnar, eftir að senn sagnfræðirit og skemti- lestur. Magnús Magnússon ritstjóri liefir snarað bókinni á íslenska tungu, en stil hans og mál þarf ekki að ræða um, það er livort- tveggja meðmæli með bókinni. Frágangurinn frá liendi ísa- foldarprentsmiðju er góður, og prentvillur ekki meinlegar ]x’)tt nokkrar séu. Bókin er fengur þeim, sem bókmentum unna. K. G. Látið okkur teikna fyrir yður: Auglýs- ingamyndir, umbúðir, bóka- kápur og bréfhausa. % Austurstræti 12. Sími: 4292 og 4878.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.