Vísir - 13.12.1939, Síða 2

Vísir - 13.12.1939, Síða 2
visih VfSlR OAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guölaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprenlsmiðjan h/f. Furðulegt ósamræmi. J»AU tíöindi gerðust í Efri deáld Alþingis í gær, er frumvarp dómsmálaráðherra um ríkislögreglu var afgreitt til þriðju umræðu, að socialistarn- ir í deildinni greiddu atkvæði gegn frumvarpinu ásamt kommúnistunum, og gengu þannig beint gegn gefnum yf- irlýsingum í blaði flokksins. Er frumvarpið var lagt fram á Al- þingi komst blaðið m. a. svo að orði: „Út af þessu frum- varpi dómsmálaráðberrans hafa kommúnistar bæði í blaði sínu og á Alþingi rekið upp milcið ramavein, og mun engum lcoma það á óvart um flokk, sem vinnur markvist að því að undirbúa lilóðug bræðra- víg og byltingu hér á landi, boð- ar götuvígi i Reykjavík i lok styrjaldarinnar og brýtur lands- lög og beitir ofbeldi við aðra flokka hvar og bvenær, sem hann scr sér færi á þvi, eins og í Hafnarfirði síðastliðinn vetur. Það er vel skiljanlegt, að slikur flokkur vilji ekki, að ríkisvald- ið geti lialdið uppi lögum og reglu i landinu né varið menn fyrir ofbeldi hans.“ í þessari sömu grein Alþýðu- blaðsins er þess ennfremur get- ið, að sinnaskifti Alþýðuflokks- ins í ríkislögreglumálinu stafi af því, að réttarstaða verka- lýðsfélaganna sé nú öll önnur en áður var, enda hafi greini- Iegt ákvæði ve!rið tekið í lög um það, að „lögreglunni megi ekki beita í vinnudeilum“, og það ákvæði standi óhaggað þrátt fyrir frumvarp það, sem nú er á ferðinni. HeSrmann Jónasson dóms- málaráðherra hefir látið undr- un sína i ljós við hverja um- ræðu þessa frumvarps, yfir því að þeir menn skuli til vera í landinu, sem standi gegn þvi að ríkisvaldið geti haldið uppi lög- um og rétti, svo sem vera ber. Socialistarnir hafa með þögn- inni viðurkent þessa nauðsyn, og bæði Sigurjón Ólafsson og Erlendur Þorsteinsson, sem í gær greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, hafa ekki mælt því í gegn eða rökstutt þessar tiltektir sínar, og skyldu menn þó ætla að þeir hefðu ekki graf- ið álit'sitt í þögn í jafn veiga- miklu máli, ef um hreina and- stöðu frá þeirra hendi hefði ver- ið að ræða. Meiri hluti allsherjarnefndar Ed„ þeir Sigurjón Á. Ólafsson og Ingvar Pálmason, fluttu nokkrar breytingartillögur við frumvarpið, og vildu m. a. binda framlag ríkissjóðs við 14 kostnaðar vegna liins fasta lög- regluliðs, og ennfremur var þeim illa við að dómsmálaráð- lierra yrði falið að ákveða hvaða tæki lögregluliðið skyldi hafa til umráða, en dómsmála- ráðherra sýndi fram á að til- Iögur þessar væru gersamlega þýðingarlausar. Magnús Gísla- son, sem einnig á sæti í alls< herjarnefnd, gat ekki fallist á tillögur meiri hlutans, og taldi þær frekar spilla frumvarpinu en bæta, enda voru tillögurnar feldar við atkvæðagreiðsluna. Af framanrituðu er auðsætt að Alþýðuflokkurinn hefir tek- ið ákveðna afstöðu til ríkislög- reglufruinvarpsins, og er fylgj- andi framgangi þess, og verður því það tiltæki Alþýðuflokks- mannanna í Efri deild, að greiða atkvæði gegn frumvarp- inu, ekki skýrt með þeim rök- um, ?ð þeir hafi þar farið að flokksins vilja. Hitt er líklegra, að með því að þeir hafa séð, að frumvarpið yrði samþykt, hafi þeir gripið til þessa ráðs, eink- um af þeim sökum, að vegna sundrungar kommúnistanna, er ekki ólíklegt að eitthvað af þeiin sálum, sem þaðan reika, geti felt sig hetur við að ánetj- ast Alþýðuflokknum, ef þing- menn hans fara að dæmi Pila- tusar og þvo hendur sínar í þessu máli. Hitt er auðsætt, að hér verð- ur aldrei um annað en Pilatus- arþvott að ræða, með því að hér er svo þýðingarmikið mál á ferðinni, að ef Alþýðuflokkur- inn væri því andstæður, hlyti liann að hætta stjórnarsam- vinnu nú þegar, er auðsætt er að málið nær fram að ganga á Alþingi. En væri það ekki mannlegra af fulltrúum Al- þýðuflokksins á þingi, að taka á sig hreina ábyrgð á afgreiðslu þessa máls, í stað þess að hafa í frammi slikan tvíveðrings- hátt, sem allir hugsandi menn hljóta að liafa andstygð á? Hæstiréttur: Sex mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Með dómi hæstaréttar í dag var Ólafur Magnús Einarsson dæmdur í 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir þjófnað. Eru atvik málsins þau, að 19. okt. s. 1. fór ákærði inn í húsið Barónsslíg 19 til þess að liitta þar mann nokkurn. Maður þessi var ekki heima og var herbeTgi hans læst. Fór ákærð- ur þá upp um þakglugga og eft- ir þakinu að glugga í lierbergi mannsins og inn um hann. Kveðst ákærður hafa farið inn í herbergið til þess að bíða komu mansins, en honum hafi fyrst dottið í hug að stela úr þvi er liann var kominn inn í það. Tók Iiann því næst i her- berginu 2 pela af brennivíni, vindlingaveski og pípu og fór siðan sömu leið út og liann kom inn. Áfengið draltk hann, en pípuna gaf hann. Héraðsdómar- inn taldi þrátt fyrir skýrslu á- kærða, að hann hefði farið inn í herbergið i þeim tilgangi að stela og dæmdi ákærða, sem oft hefir verið dæmdur áður fyrir þjófnað, í 6 mánaða fangelsi. Dómur þessi var staðfestur ó- breyttur í hæstarétti. Sækjandi málsins var hrm. Guðmundur Guðmundsson en verjandi hrm. Gunnar Þorsteinsson; Stærstu liðii út- flutningsins í nóvember. Skýrsla Hagstofunnar um út- fluttar afurðir er nú í prentun, en Vísir getur þó birt hvaða út- flutningsvöruflokkar voru hæstir að verðmæti s.I. mánuð. í mánuðinum voru fluttar út 252 þús. gærur, og nam and- virði þeirra 2,9 milj. króna — Voru gærurnar hæsti liðurinn í útflutningi nóvembermánaðar. Næst kemur ísfiskútflutning- urinn. Hann nam 1 mánuðinum Frá Alþingi. Nokkur skriður hefir nú komist á afgreiðslu þingmála, og þar sem fjárlög eru komin lil 3. umræðu má gera ráð fyrir að þingi verði brátt lokið. Breytingartillögur við 2. um- ræðu fjárlaganna voru að þessu sinni óvenju fáar. Fná fjárveit- inganefnd lágu fyrir 37 tillögur, en að eins 2 frá þingmönnum. Hefir þcgar náðst samkomulag um nokkurn niðurskurð á fjár- lögum, en væntanlega verður hann minni en þörf er á. Nokk- ur átök urðu um breytingartil- lögu nokkurra þm„ þess efnis, að hafa rithöfunda og listamenn áfram í fjárlögum. En ríkis- stjórn og f járveitinganefnd Iiafði lagt til, að þessir menn skyldu teknir út úr fjárlögum og Mentamiálaráði falið að úthluta því fé, er þcim væri ætlað. Var tillagan felld með 23 atkv. gegn 21. Af öllum þeim málum er komið hafa fram á Alþingi má óhætt fullyrða að hinn svokall- aði „höggormur“ veki mesta athygli, en svo er kallað meðal þingmanna frumvarp til laga um nokkrar ráðstafanir vegna styrjaldarástandsins. Frumvarp- ið er borið fram í efri deild af þeim fulltrúum fjárveitinga- nefndar, er þar eiga sæti, en það eru þeir Jónas Jónsson, Þor- steinn Þorsteinsson og Bernharð Stefánsson. Enda þótt frumvarp þetta sé óvenjulegt að formi og efni, þá er það eigi að síður eftirtektar- vert, þar sem með því er leitast við , að ráða fram úr ýmsum þeim ágöllum og erfiðleikum, er skapast hafa af löggjöf og stjórnarháttum síðustu ára o. fl. Frumvarpið er all-langt í 18 greinum svo eigi er rúm til að hirta það í heild. Að eins skal hér geta nokkurra atriða. Samkvæmt 1. gr. skal ríkis- stjórnin skipa 3ja manna nefnd til eins árs í senn til að liafa á hendi framkvæmdir til fram- leiðslubóta og bjargráða undir yfirstjórn ráðherra. Nefndin skal ráðstafa fé þvi, sem veitt er á fjárlögum til framleiðslu- bóta og bjargráða. Fénu skal ráðstafa til atvinnUaukningar. Nefndin skal ráðstafa atvinnu- Iausm, verkfærum framfærslu- þurfum, er sveitarstjórn hefir eigi komið í vinnu. Heimilt er að ráðstafa slikum mönnum til starfs hvar sem er á Iandinu, á lieimili, til atvinnufyrirtækja og í vinnuflokka undir opin- herri stjórn eða með öðrum hætti. Samkvæmt 2. gr. er ríkis- stjórninni heimilt að skipa svo fyrir, að færri megi vera skip- stjórnarmenn og vélamenn á íslenskum skipum en gildandi lög um siglingar mæla fyrir. Samkvæmt 4. gr. er óheimilt að setja skorður við tölu iðn- nema í nokkurri grein, nema með samþykki rikisstjórnar- innar. Samkvæmt 8. gr. slcal kenslu- miálaráðherra skipa útvarps- stjóra. Ráðherra ræður starfs- menn útvarpsins, að fengnum tillögum útvarpsstjóra og út- varpsráðs. Samkvæmt 9. gr. er forráða- mönnum rikisstofnana, þar með taldir bankar, bannað að ráða 00 smál., að verðmæti 1,8 Ij. króna. Þá lcemur saltfiskur, verkað- og óverkaður.Af honum voru ttar út 3400 smál. fyrir sam- s 1,6 milj. króna. Síldarmjöls útflutningurinn m 3100 smál. fyrir kr. 1,1 Ij. og af sildarolíu voru flutt- út 1200 smál. fyrir 0,7 milj. fasta starfsmenn, nema að und- angengnu samkepnisprófi. Samkvæmt 13. gr. skal dag- ; legur vinnutimi á skrifstofum | ríkisins og í ríkisfyrirtækjum eigi vera skemri en frá kl. 9 iár- degis til kl. 6 síðdegis, að frá- dregnum Vá klukkutíma. Samkvæmt 14. gr. er kenslu- málaráðherra heimilt að stytta hinn árlega kenslutíma í barna- skólum landsins, ennfremur að fjölga kenslustundum í íslensku og auka vinnu- og íþrótta- kenslu. Samkvæmt 16. gr. er ríkis- stjórninni heimilt að takmarka fjölda þeirra slúdenta er fá inn- göngu í Háskóla íslands iá ári hverju. Af þessum dæmum fá menn séð, að frumvarpið fjallar um hin sundurleitustu og fjarskyld- ustu efni. og þvi eigi ólíklegt að um það kunni að standa nokk- ur styrr. Má því telja líklegt að á því kunni að verða gerðar ýmsar breytingar. Ný stjórn mynduð í Svíþjóð. Sænska samsteypustjórnin nýja mUn verða fullmynduð á morgun og er búist við, að Per Albin Hanson verði forsætisráð- herra áfram. Sandler utanríkis- málaráðherra mun ganga úr stjórninni. NRP.—FB. Sex skipum sökt undangengin dægur I*jódverjar kátir. Undangengin dægur hefir sex skipum verið sökt. Eru þetta skip hlutlausra þjóða og bresk og hafa þau ýmist farist á tund- urduflum eða verið skotin í kaf. Þykir Þjóðverjum vel ganga og eru mjög kátir. Segja þeir, að ef svo haldi áfram, verði unt að stöðva allar siglingar til Bretlands og frá. — NRP—FB. Peninsragjafir til Vetrarhj. Frá Bergstaðastræti 50A 5 kr„ St'arfsmenn á Húsgagnaverkstæ'ði Hjálmars Þorsteinssonar 67 kr„ Eimskipafélag Reykjavíkur (s.s. „Hekla“ og s.s. ,,Katla“) 1000 kr„ P. L. A. 25 kr„ Starfsmenn hjá Timburversl. Árna Jónssonar 35 kr„ Eimskipafélagið ísafold (s.s. „EddT‘) 500 kr. — Kærar þakkir. — F. h. Vetrarhjálparinnar, Stef- án A. Pálsson. Kynningarkvöld Far- fngladeildar R.víkur. í Oddfellow var fult hús í gærkvöldi á skemtifundi Far- fugla. Páhni Hannesson rektor flutti bráðskemtilegt og fróð- legt erindi með skuggamynd- um um Landmannaleið, ein- liverja fegurstu og litauðugustu öræfaleið þessa lands. Frásögn Pálma var með ágætum, enda hefir hann alla þá kosti til að bera, sem maður æskir hjá góðum fyrirlesara. Hann hef- ir mikla jarðfræðikunnáttu, hann er vel að sér í sögu, sið- i:m og lífsvenjum ísletisku þjóðarinnar og hann talar af lijartfólginni ást til þessa and- stæðuríka en undur fagra lands. Myndirnar er Pálmi sýndi voru allar teknar af Páli Jóns- syni verslunarmanni. Voru þær hver annari fallegri, svo unun var á að liorfa. Voru þær auð- sjáanlega teknar af kunnáttu og með næmu auga fyrir fegurð hinnar íslensku náttúru. Blástakkar sungu og Jóhann Möller og Ólafur Beinteinsson léku saman á sög og guitar. — Loks var stíginn dans til kl. 1. Það er i ráði, að Farfugla- deildin haldi slíka kynningar- fundi mánaðarlega í vetur, og eftir undirtektum fólks í gær- lcveldi að dæma, má búast við góðum skemtunum framvegis, ef þær takast eins vel og þessi. Tilkynning um siglingahættu. Samkvæmt tilkynningu frá flotamálaráðuneytinu hreska, dags. 18. nóv. s.l., er öllum skip- um öðrum en lierskipum og spí talaskipum algerlega bannað að viðhafa innan breskrar land- helgi bendingar þær með ljós- hlossum (Flare-up Lights), sem fyrirskipaðar eru í alþjóðasigl- ingareglum og í reglum um neyðarbendingar skipa í sjávar- háska. Þar sem margvislegar höml- ur hafa verið lagðar á siglingar um Ermarsund, eru skipstjórar alvarlega ámintir um að afla sér rækilegra upplýsinga um alt, er að þessu lýtur, eigi þeir 1 ð um sundið. UNGMENNAFÉLAGAR SKORA Á ALÞINGI AÐ SAM- ÞYKKJA FRV. UM VINNU- SKÓLA. Ungmennasamband Kjalar- nessþings efndi i gær til far- fuglafundar Ungmennafélaga. Fundurinn var haldinn í Kaup- þingssalnum. Annaí háskólaerindl Fontenays sendiherra. Fontenay sendiherra fluttí annað háskólaerindi sitt um múhameðska menningu í Odd- fellowhúsinu í gær við góða að- sókn. Lýsti hann fyrst kóraninum, og hvernig hann er til orðinn, að hann séu sundurlausar opinber- anir Allahs til Múhammeds um hvað honum hæri að kenna mönnum og segja. Hinar ein- stöku suralis kóransins væru al- veg sjálfstæðar, og ekki einu sinni i réttri tímaröð, svo að nú flæktist það fyrir fræði- mönnum að koma þeim Iieim að því leyti. Það væri annars auðvelt að skifla surahs niður i tvo flokka, eftir því, hvort liann liefði fengið opinberan- irnar í Mekka, eða eftir að hann var flúinn til Medina. í opinber- unum í Mekka væri hann pre- dikarinn, postulinn og trúar- frömuðurinn, en í Medína-opin- berununum væri hann mikið fremur löggjafinn og ríkis- stofnandinn, og mætti skýra þennan klofning út frá þeirri hreytingu er varð á viðfangs- efnum hans við flóttann. Það væri óneitanlegt, að sumar op- inberanirnar í Medína hefðu komið sér mjög vel fyrir Mú- hammed og á allra lientugasta tíma, því hefðu ýmsir ætlað, að hér væri um svik og brellni af hans hendi að ræða. En Mú- hammed hefði hvorki verið geð- veikur, niðurfallssjúkur né svikari, en eins og hjá mörgum miklum mönnum hefði ósk og vilji orðið að óbifanlegum sannleika, sem svo hefði brotist út lijá þeim innsæisleiðina með miklum harmkvælum; svo hefði verið um Napóleon, svo hefði verið um Bismarck og svo var um Múhammed. Næsta erindi sitt flytur Fon- tenay sendiherra í febrúar. Lúðvíg Guðmundsson flutti þar erindi um þegnskap og þegnskyldu. Að loknum um- ræðum um málið var samþykt í ednu hljóði eftirfarandi á- lyktun: „Fundurinn lýsir sig fylgj- andi frumvarpi því um almenn- an vinnuskóla ríkisins, sem mentamálanefnd neðri deildar nú flytur á Alþingi, að tilhlut- an forsætisráðherra og skorar á Alþingi að samþykkja það.“ Austurbæingar! Vetrarhjálpin kallar til ykkar. — Munið, engin gjöf er svo lítil, að hún komi ekki að notum. Nýfrægasti pitliöfuiidup Amerlku á ísleusku* Kátir voru karlar.. eftir JOHN STEINBECK. KARL ÍSFELD blaðamaður íslenskaði. Þessi saga gerist í Monterey, sem er smáborg á hinni sólgyltu strönd Kaliforníu. Segir hún á hnyttinn og ’ skemtilegan hátt frá nokkrum glaðlyndum náung- um, er þar eiga heima — frá ástarævintýrum þeirra, því að þarna eru kátar og fjörugar konur, sem setja sunnudagsandlitið oftar upp en tvisvar í viku, — frá drykkjuskap þeirra og róstum — frá því hvernig þeir tengdust vinaböndum og hvernig leiðir þeirra skild- ust að lokum. — Þetta eru heiðingjar með sólblik í augum, og öllum þykir vænt um þá, sem kynnast þeim. Það leiðist cngfnin nm jölin. sem lcs þcssa liök. Iliin cr tilvalin Jóla^iöf Iiainlíi Itmiiiing'lnniiiii.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.