Vísir - 06.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 06.01.1940, Blaðsíða 2
___________VÍSIR Dr. theol. Jón Helgason og æfisagnariton hans. Eitt gleSilegt dærai, þeirra svo að segja alhiiða framfara sem orðið hafa með þjóð vorri hin síðari árin, er hin aukna og bætta bókaútgáfa. Hér hefir að vísu svo langt sem mitt minni nær, verið mikið um útgáfu bóka, en það er fyrst nú hin allra síðustu ár sem það fylgist að, að þjóðinni sé gefinn kostur á bæði miklu og góðu bókmentafóðri; fjölda þýddra og frumsamdra ágætis bóka. Að þetta sé hin rétta stefna, sést gjörla á því, að sumar hinna bestu bóka seljast upp (1. útg.) á skömmum tíma, til hagsbóta fyrir báða aðila, útgefendur og lesendur og til menningarauka fyrir þjóðina í heild. Ötgefandi: BLAÐAÖTGÁFAN VÍSIIi H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: .Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eitt yHr alla í verkalýðs- samtökunum. EGAR Hermann Jónasson bar fram hina rökstuddu dagskrá sína um vinnulöggjöf- ina á Alþingi nú fyrir skemstu, nefndi hann dæmi þess úr sínu kjördæmi hvernig lýðræði Al- þýðusambandsins er fram- kvæmt í verklýðsfélögunum: Á Hólmavík er verklýðsfélag. 1 þessu félagi eru 60—70 menn. Aðeins 3 eða fjórir af þessum mönnum eru í Alþýðuflokkn- um. Hinir eru allir í öðrum stjórmnálaflokkum. En hvað skeður, þegar velja á fulltrúa á sameiginlegt ársþing vórka- lýðsins? Það verður að velja einhvern af þessum 3 eða 4 Al- þýðuflokksmönnum. Hinir fé- lagsmennirnir eru ekki kjör- gengir. Þetta dæmi er „sláandi“. Af 60—70 mönnum eru allir ó- kjörgengir á Alþýðusambands- þingið, nema þessir 3 eða 4, sem teljast til þess stjórnmála- flokks, sem telur sig eiga einka- rétt á samtökum verkalýðsins í landinu. Alþýðuflokkurinn get- ur ekki gert það tvent í senn, að þykjast vera eindreginn lýð- ræðisflokkur, og skamta sér jafnframt slík forréttindi fram * yfir aðra flokka, sem ljóst er af dæmi því, sem forsætisráðherra nefndi. Þetta sér hver einasti maður. Alþýðuflokksmennirnir sjálfir hafa vitanlega séð þelta fyrir löngu, þótt þeir til skamms tima hafi altaf barið höfðinu við steininn, þegar krafist hefir verið bóta á þessu misrétti. Hin rökstudda dagskrá forsætisráð- herra fól í sér fyrirheit um, að lögum Alþýðusamhandsins yrði breytt í það horf, að allir þeir sem í verkalýðsfélögum eru, hefðu jafnan rétt, án tillits til stjórnmálaskoðana, einnig um kosningarrétt og kjörgengi á Al- þýðusambandsþingið. Að vísu kom ekki fram bein yfirlýsing þessa efnis frá félagsmálaráð- herranum, Stefáni Jóhanni, sem jafnframt er forseti Al- þýðusambandsins. En allir töldu hiklaust að dagskrá for- saitisráðherra væri borin fram fyrir hönd rikisstjórnarinnar í lieild. Ef þögn Stefáns Jóhanns þýddi annað en samþykki, væri um blekkingu að ræða af hans hálfu, því það var ótvíræð skylda hans, að mótmæla, ef forsætisráðherra liefði gefið fyrirheit um lausn, sem sam- komulag var ófáanlegt um. Og því aðeins sættu sjálfstæðis- menn sig við það, að greiða dag- skrártillögunni atkvæði, að þeir töldu engan vafa á þvi, að mál- ið yrði leyst á þann hátt, sem tillagan ber með sér. Nú er ekki nema rúmur mán- uður þangað til Alþingi kemur saman að nýju. Á þeim tíma verður málið að leysast. Það sem rikisstjórnin hefir lofað að beita sér fyrir er þetta: 1. Að ekki verði nema eitt verkalýðsfélag á hverjum stað. 2. Að hér eftir fái engir inn- göngu í verkalýðsfélag, nema verkamenn einir. 3. Að allir félagar í einstök- um verkalýðsfélögum og AI- þýðusamhandinu, njóti full- komins jafnréttis án tillits til stjórnmálaskoðana. Að óreyndu skal ekki dregið í efa, að þessi atriði, sem hér hafa verið nefnd, fáist leyst með frjálsu samkomulagi. En þó svo ólíklega færi, verður ekki annað séð, en að Alþingi liafi full lök á, að skipa málinu með löggjöf, ef hið frjálsa sam- komulag færi i handaskolum. Því telja verður að forsætisráð- lierra hafi eindreginn flokks- vilja að haki sér í þessu máli og um sjálfstæðismenn er það vit- að, að þar muni enginn sker- ast úr leik. Sjálfstæðismenn í verklýðs- félögunum munu vissulega fagna því, hve mál þessi eru komin á góðan rekspöl. Það er svo örstutt síðan sjálfstæðis- menn fóru að beita sér nokkuð í verklýðsfélögunum, að árang- urinn má teljast glæsilegur. Lausn þessa máls er því sjálf- sagðari nú en nokkru sinni fvr, að ríkisstjórnin hefir valið sér kjörorðið „eitt yfir alla“. Sjálf- stæðismenn vilja að farið sé eftir því kjörorði bæði í verka- lýðsmálum og öðrum efnum. n Mikill &njói nyröra. Frá Blönduósi var símað í gær, að mikill snjór væri nú í Húnaþingi og Skagafirði. Væri fanndýpt sumstaðar í Húna- vatnssýslu svo mikil, að lieita mætti jarðlaust, en þó mundi öllu meiri snjór í Skagafirði. Hefði snjóað mjög í logni eða kyrru veðri, og væri því fönn- in jafndrifin og laus í sér og færð hin erfiðasta. Baaiap fréttír Messur á morgun. í dómkirkjunni: Kl. II hr. bisk- up Sigurgeir SigurSsson. Kl. 2, harnaguðsþjónusta (sr. Fr. H.). Kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni: Kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Barnaguðsþjónustur: Kl. io í Laugarnesskóla, kl. ioýá í bæna- húsinu í kirkjugarðinum (S. Á. Gíslason, cand. theol.). í frikirkjunni í Hafnarfirði: — Barnaguðsþjónusta kl. 2 (jólaminn- ingar), sr. Jón Auðuns. f Kristskirkju i Landakoti: Lág- messa ld. árd., hámessa kl. io árd., og bænahald með prédikun kl. 6 síðd. Veðrið í morgun. f Reykjavík 7 stig, heitast í gær 5 stig, kaldast í nótt 4 stig. Úr- koma í gær og nótt 2.0 mm. Heit- ast á landinu í morgun, 8 stig, í Vestmannaeyjum, kaldast O stig, á Akureyri. Yfirlit: Lægð fyrir vest- an land á hægri hreyfingu í norð- austur. Horfur: Suðvesturland til Breiðafjarðar : Sunnan kaldi. Skúr- ir. — Leikíélag Reykjavíkur sýnir leikritið „Dauðinn nýtur lífsins" annað kvöld fyrir venjulegt Jeikhúsverð. Næturlæknar. / nótt: Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Aðra nótt: Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Nætur- vörður í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. Helgidagslæknir. Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13, sími 3925. 60 ára er í dag Guðfinnur Guðmunds- son, skósmiður, Hringbraut 146. í öllum menningarlöndum, hefir nú hin siðari árin, ný teg- und hókmenta rutt sér rúm og aflað sér mikilla vinsælda. En það er æfisagnaritun ásamt sögulegu yfirliti jdir sérstakt tímabil, skrifað á skemtilegan og aðgengilegan hátt, svo þar sameinast þau tvö höfuðhlut- verk góðra bókmenta, að skemta og fræða. Þannig hefir æfisagnaritarinn þann tilgang, að knýja lesendur sína, (sem annars myndu margir hverjir að minsta kosti, aldrei fara að lesa hávísindaleg sagnfræðirit) til umhugsunar um þau tímabil sem söguhetjur þeirra lifa á. Ýmsar af perlum heimsbók- mentanna eru einmitt á þessu sviði. Má þar nefna hina dásam- legu bók: „Æfisaga Krists“ eftir ítalska rithöfundinn Giovanni Papini, sem komið hefir á ís- lensku í þýðingu Þorsteins heitins Gislasonar, að vísu nokkuð stytt. íslenskri persónu sagnaritun j hafa bæst tveir góðir liðsmenn, þeir: Próf. Guðin. G. Hagalín og dr. theol. Jón Helgason fyrv. hiskup, þó starfsemi þeirra sé nokkuð hvor upp á sinn hátt. Hagalín ritar eins og kunnugt er eftir viðtali við sögupersón- una sjiálfa, en dr. Jón fer leiðir vísindamannsins; leitar að j heimildum sínum í gömlum j bréfum og skjölum, og er sú að- | ferð ólikt seinvirkari, þar sem oft þarf að erfiða í gegnum stóra búnka heimildarrita, til að leita að einhverju atriði — og oft árangurslaust. Báðar þessar aðferðir eiga fullan rétt á sér, en ekki verður um það deilt, að hin síðarnefnda gerir meiri kröfur. Bitstörf dr. Jóns, eru svo mik- il að vöxtum og ágætum, að margur maður sem gert hefir ritstörf að lífsstarfi sínu, myndi vera (og ekki að ástæðulausu) hreykinn af. Þeim mun furðu- legri eru þessi bókmenta afrelc dr. Jóns, þar sem hann hefir að heita má alla tíð verið önnum kafinn við umsvifamikil kenslu- og biskupsstörf, sem hann hefir rækt með kostgæfni og skyldu- rækni. Var þess enda verðuglega minst, á síðastliðnu sumri er hann lét af biskupsembætti, og ástæðulaust að minnast þess frekar hér. Þau þrjú, stóru æfisagnarit, dr. Jóns, sem út eru komin: Meistari Hálfdán, HannesFinns- son og Jón prófastur Halldórs- son, eru livert um sig svo merkileg rit, að nægja myndi til að varðveita nafn höfundarins frá glevmsku. Þó Meistari Hjálf- dán, sé merkilegt rit, og einkum vegna hinnar ágætu aldarfars- lýsingar, virðist mér að Hannes Finsson sé best unnin, þessara þriggja rita, enda þar auðveld- ast um aðgang að heimildum. Um síðustu bókina, Jón próf. jHalldórsson, hefir mikið veríð ritað, og réttilega verið lokið á liana miklu lofsorði. Eg er einn þeirra mörgu, sem tjái höfundi þakkir fyrir að liafa reist Jóni próf. Halldórssyni, þeim mæta manni, verðugan minnisvarða. Þar sem eg tel liöf. hátt yfir það hafinn að firtast við smá- vægilegar aðfinslur, er það einkum tvent sem mér finst varla viðeigandi í jafn ágætu riti. Eins og kunnugt er, er stíll dr. Jóns oftast skemtilegur og fjörlegur, en í þessari seinustu bók finst mér að bregði fyrir á köflum óþarflega mikilli lík- ræðumærð, sem síst er til bóta. Höfundurinn minnist einnig réttilega á það, oftar en einu sinni, að nauðsynlegt sé að forðast það, að líta á og dæma löngu liðna atburði út frá sjón- armiði og viðhorfi nútíma- mannsins. Og er það vitanlega sjálfsögð skylda, bæði liöfund- ar og lesenda, að tileinka sér þau sjónarmið sem ríkjandi voru á þeim tímum, þegar at- burðirnir voru að gerast, að svo miklu leyti sem auðið er. Og mun dr. Jón, yfirleitt í ritum I sínum, hafa fylgt þessari meg- inreglu. í æfisögu Jóns próf. | Halldórssonar gerir hann þó eina alveg sérstaka Undantekn- ingu, og virðist næstum þvi varpa öllum sanngimisforða sínum fyrir borð, þegar um Odd lögmann Sigurðsson er að ræða. Höf. telur jafnvel ekki ofmælt, þegar hann kallar Odd: „Einhvern hinn ömurlegasta íslenskra valdsmanna sem sög- ur fari af“, „uppskafning“ og öðrum fleiri óviðfeldnum á- deiluorðum. Hann gengur jafn- vel svo langt í vanþóknun sinni á Oddi, að telja æfisögu Odds, eftir Jón Jónsson (Aðils) vera varnarrit fyrir Odd lögmann, þó sannleikurinn í því máli sé sá, að þar er um all verulegt á- deilurit að ræða, og jafnvel seilst svo langt, að kasta hnút- um að merkismanninum Oddi hiskupi Einarssyni, langafa Fréttaritari Vísis liitti Gunn- ar að máli og spurði hann frétta viðvíkjandi ferðalagi hans og fleiru. „Eg er á leið til Danmerkur“, segir Gunnar. „Fer eg þangað í tvennskonar erindum. Eg hefi lofað að lialda fyrirlestra þar og ef til vill víðar um Norðurlönd og einnig þarf eg að hitta for- leggjara mína“. „Þér hafið þá ef til vill eitt- hvað nýtt skáldverk meðferð- is?“ „Ekki neitt fullsamið. Að vísu er eg með slíkt á prjónun- um, en ýmsar annir, aðallega þó liúsbyggingar, sem eg hefi liaft með liöndum, hafa tafið fyrir samningu þess“. „Stendur þessi för yðar nokk- Odds lögmanns, með því að henda á að geðbrestir Odds lög- manns hafi verið kynfylgja og arfur frá langafanum Oddi hiskupi. Það er kunnugt að dr. Jón hefir ritað allmikla æfisögu merkismannsins, séra Tómasar Sæmundssonar, afa síns. Væri ekki vel við eigandi að bóka- deild Menningarsjóðs gæfi það rit út? — svo almenningur ætti kost á að eignast það á liag- kvæman og ódýran hátt. Það má telja víst að almenningur hefði gott af þvi að eignast það rit. Ekki er það heldur ósenni- legt, að hinn mikilvirki dr. Jón liafi í fórum sinum allmikil drög að æfisögu sér Högna Sig- urðssonar á Breiðabólstað Myndi vafalaust hinum mörgu afkomendum hans, og mörgum öðrum, vera kærkomið, að þessa alveg einstaka prestahöfðingja yrði maklega minst. Bétt er að geta þess um leið, að þeir ætt- fræðingarnir, Pétur Zophonías- son og Steinn Dofri erU nú búnir að finna hina áður ó- þektu framætt (karllegg) séra Ólafs Guðmundssonar sálma- skálds á Sauðanesi, og væri þá gott að fá þau gögn með í hinni væntanlegu æfisögu séra Högna. Steingrímur Jónsson biskup var, eins og kunnugt er, ein liin mesta verndarvættur íslenskra fræða, og merkismaður í hví- vetna, má það því furðulegt lieita, að hans skuli ekki hafa verið minst að verðleikum, með vandaðri æfisögu. Af öllum nú- lifandi íslendingum er vafa- laust enginn hæfari en dr. Jón Helgason til að bæta fyrir tóm- læti það sem ríkt liefir um minningu Steingríms hiskups, og væri sannarlega æskilegt að hann sæi sér fært að rita æfi- sögu hans, og reyndar helst á- framhald við biskupasögur Jóns próf. Halldórssonar frá Hítar- dal. íslenska kirkjan hefir átt því láni að fagna, bæði að fornu og nýju, að eiga marga ágæta Jóna í þjónustu sinni. En dr. Theol. Jón Helgason er tvímælalalist meðal hinna merkustu. S. K. Steindórs. uð í samhandi við boð yðar til starfs í þágu danska ríkisins, ef ófrið hæri að höndum, sem ýms hlöð liafa gert sér tiðrætt um?“ „Nei, alls ekki. Eg er satt að segja dálítið undrandi yfir að slíkt skuli hafa verið gert að opinberu fréttamáli, meðal annars sökum þess, að það er nú alllangt síðan þetta kom fram. Það var í stríðsbyrjun í sumar“. „Hvernig kunnið þér við yð- ur þarna austur frá og sveita- búskapinn yfir höfuð?“ „Eg kann þvi ágætlega. Ró og næði; og þó samgöngur séu nokkru strjálli en eg hefi átt að venjast um skeið, þá berast manni þó blöð og fregnir nógu fljótt eða svo finst mér að- minsta kosti“. 1 Að svo mæltu harst talið að' sveitalífi, horfum í Norður- landamálum, siglingaörðuglei'k- um og fleiru, en ekki er á Gunnari Gunnarssyni að lieyi’a, að hann lcvíði ferðinni í neinu. Að minsta kosti brosir hann glaðlega þegar við kveðjumst og eg óska honum góðrar ferð- ar og farsællar heimkomu. Loftur. Jóla- og áramóta- hugleiðingar. Eins og undanfarin ár hafa jólin komið og liðið og alt hef- ir gengið sinn eðlilega gang; messur hafa verið sungnar og bænahöld iðkuð — og má með sanni segja, að það er hin mesta blessun fyrir hinn kristna lýð, sbr. ræðu herra biskups landsins á nýársdag, sem bæði var snjöll og lær- dómsrik. í sambandi við þessar hug- leiðingar verður síst minni þörf að hugsa skynsamlegar nú en endranær, þegar við lítum yfir allar þær óumræðilegu ógnir, sem gerast dags dag- daglega lijá þeim, sem berast á banaspjót, meðan vér ís- lendingar höldum lieilög jól á okkar friðsama kæra landi. Megum vér þakka og vegsama vorn herra fyrir að vera fæddir íslendingar og njóta allrar þeirrar blessunar, sem liin ís- lenska náttúra í allri sinni tign og unaði veitir oss í svo ríkleg- um mæli. Vér, sem byggjum þessa fögru eyju, gætum þó lifað í enn þá meiri ró og friði, ef ekki væru hér flokkar manna, sem alt vilja niður rífa, sem hestu menn þjóðarinnar hafa bygt upp. Sjálfstæðismenn liafa á öllum tímUm reynt að halda heiðri og sóma þjóðarinnar á hátindi, þótt oft hafi verið við ramman reip að draga. Kommúnistar og aðrir and- stæðingar sjálfstæðisstefnunn- ar hafa jafnan reynt að rifa niður og eyðileggja alla góða viðleitni þessara mætu manna, en sem hetur fer virðist vera að hirta til og andrúmsloftið a& verða heilnæmara, lýðræðið að ryðja sér meira til rúms og sig- urinn að nálgast. Allir sjáífstæðismenn! háir sem lágir! Vér viljum býrja nýja árið með nýjum kröftum. Sjálfstæðisverkamenn! Vér skulum hafa það efst á baugi að vinna með hyggindum og dugnaði að sjiálfstæðismálun- um. Vér skulum gera alt, sem i okkar valdi sténdur, til þess að útrýma þeim öflum, sem vinna á móti oklcar stefnu — og ná réttu marki. Nokkurum orðum vil eg að síðustu heina til félaga minna í málfundafélaginu „Óðinn“. Eftir stuttan tíma kemur að Dagshrúnarkosningum, þá vitið þér hvað þér eigið að gera, allir sem einn! Verum samtaka og gerum skyldu okkar. Þér, sjálf- stæðisverkamenn, sem ekki eruð enn komnir í félag vort, gerið einnig skyldu yðar, vinn- ið af öllum kröftum að vel- gengni Sjálfstæðisflokksins í heild. Eins og kunnugt er, hafa verið stofnuð málfundafélög víða um landið. Tveir ágætis- menn úr málfundafélögunum hér og í Hafnarfirði liafa und- anfarið verið á ferð og talað máli vor sjólfstæðisverka- manna með hinum glæsilegasta árangri. Eiga þeir þakkir skihð fyrir dugnað sinn og fórnfýsi í þessum málum. Eg efast ekki um að þessi nýstofnuðu félög verði flokknum til sóma og geri Viðtal við Gunnar Gunnarsson: Dann er farinn ntan til fýrírlestrahald§. Frá fréttaritara Vísis. — Vestmannaeyjum í morgun. Gunnar Gunnarsson rithöfundur kom loflleiðis með TF. Örn frá Reyðarfirði til Vestmannaeyja í gær. Flugvélin lenti í vík einni út við Stórhöfða, þó talsverður súgur væri í sjó og lend- ingarskilyrði ill. Hafði hún þá verið 2*/i klst. á leiðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.