Vísir - 06.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 06.01.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. RL itst jórnarskrifstof ur: Félagsprenlsmiojan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÖRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 6. janúar 1941. 4. tbl. Breytingarnar á skipun bresku stjórnarinnar vekja alheimsathygli. ----------•---------- Þjóðverjar fagna yfir þvf, ad Hore- Belisha fór frá og segja að fylking* ar fjandmannanna séu ad ridlast. EINKASKEYTI frá United Press, — London í morgun. Breytingar hafa verið gerðar á skipun bresku stjórnarinnar og komu þær mönnum mjög á óvart. Hafði ekki neitt vitnast um hvað til stóð, en vanalega koma slíkar fregnir sem þessi blöð- unum ekki með öllu á óvart. Það er þó einkum fregn- in um lausnarbeiðni Hore-Belisha, sem athygli vekur, og hefir hún vakið mikinn fögnuð í Þýskalandi. Helstu breytingarnar á bresku stjórninni eru þessar: Hore-Belisha lætur af störf um sem hermálaráðherra, en við embætti hans tekur Oliver Stanley verslunar- málaráðherra. Andrew Ray Duncan tekur við embætti verslunarmálaráðherrans. Af störfum upplýsinga- málaráðherra lætur McMilIan ráðherraj en í hans stað kemur John Reith sem þar til fyrir nokkrum mánuð- um var yfirforstjóri breska útvarpsins (B. B. C). Birt hafa verið bréf, sem farið hafa milli Chamber- lais og Hore-Belisha, og kemur í ljós af þeim, aði Cham- berlain hefir boðið Hore-Belisha annað ráðherraem- bætti, en hann kvaðst ekki geta þegið það, af orsökum sem hann hefði greint forsætisráðherra frá bréflega. Hverjar þessar orsakir eru hefir ekki verið greint frá opinberlega.Um McMillan er það kunnugt,að starf hans hefir sætt mikilli gagnrýni blaða og annara. Einnig hefir það vakið óánægju, að maður í slíkri stöðu skuli ekki geta svarað fyrir sig í neðri málstofunni, en Mc- Millan er lávarður og á því sæti í lávarðadeildinni. Lundúnablöðin í morgun gera að sjálfsögðu lausn- arbeiðni Hore-Beljsha að umtalsefni og halda þau því fram, að ]>að hafi verið æðstu menn hersins, sem hafi knúið fram lausnarbeiðni hans. Vildi Hore-Belisha koma fram ýmsum mjög róttækum breytingum, sem þeir voru mótfallnir, einkanlega voru þeir mótfallnir þessum áformum hans Gorth, yfirherforinginn í Frakklandi, og Ironside herforingi. Néyddist Cham- berlain því til, að láta Hore-Belisha fara frá. Blöðin eru nærri einróma þeirrar skoðunar að það sé mjög leitt, að Hore-Belisha hafi farið frá. Flytja þau langar ritstjórnargreinir og lofa hann mjög fyrir störf hans, sem hann hafi rækt af afburða dugnaði og skyldurækni. Meiri hluti blaðanna láta í ljós undrun og óánægju og kref jast skýringa þegar í stað og kemur fram megn grem.ja í sumum þeirra. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. 1 símfregnum frá Berlín er sagt, að svo sé litið á þar, að það sé gleðilegt tákn, að Hore-Bélisha hafi látið af störfum sem hermálaráðherra Bretlands, og sýni þetta, að fylkingar fjand- mannanna séu að riðlast. Ennfremur líta menn svo á, segir í fregnum þessum, að Hore-Belisha hafi verið neyddur til þess að biðjast lausnar, af því að hann er Gyðingur. Enginn leiðtoga nasistaflokksins eða annara þýskra stjórn- málamanna hafa enn látið í Ijós skoðun sína, en fullyröa má, að þýskir stjórnmálamenn séu þeirrar skoðunar, að breyting- una á skipun bresku stjórnarinnar beri ekki að líta á sem skref í friðarátt, því að Bretar stefni að því áð draga fleiri þjóðir inn í stríðið og þá fyrst og fremst Norðurlönd. Fannfergi. Að undanförnu hefir ve'rið fannfergi í Þrændalögum, en nú hefir brugðið til úrkomu, og er færð a vegum svo slæm, að ófært er milli þorpa og bæja. —NRP—FB. Kauphallarviðsifti í Osló. Verðmæti verðbréfa, se'm verslað var nieð á kauphöllinni í Qslo 1939 nam 30.62 milj. kr., en 1937 80.5 milj. kr. — NRP —FB. Yiðræður Ciano greifa og Czaky utanríkismála- ráðherra Ungverja hyrjaðar. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. I fregnum frá Rómaborg hermir, að Ciano greifi, utan- ríkismálaráðherra ítalíu, sé lagður af stað til Feneyja til þéss að ræða við Czaky greifa, utanríkismálaráðherra Ung- verjalands, sem er nýkominn til Italíu. Samkvæmt áreiðanlegum fregnum er taið að viðræður þeirra muni snúast um: 1) Ástand það, sem skapast hefir vegna þess, að Rússar her- tóku austurhluta Póllands og fengu þar með landssvæði, sem liggur að Ungverjalandi. 2) Sambúð Ungverjalands og Rúmeníu. 3) Samvinnu Ungverjalands við Jugoslaviu. 4) Ýms vandamál, sem kom- ið hafa til sögunnar vegna styrjaldarinnar. Hetjur hafsins. Aftenposten í dag flytur rit- stjórnargrein, þar sem norska sjómannastéttin efr liylt fyrir að leggja daglega líf sitt í hættu fyrir þjóðina. Krefst blaðið þess, að skattar verði lækkaðir á sjómönnunum, þannig að ekki verði tekið tillit til stríðs- uppbótar við skattaálagningu. NRP—FB. Flutningaskipið Dixie dregið til Noregs. Undanfarna daga hefir verið unnið að þ'ví að skipa upp úr norska flutningaskipinu Dixie frá Porsgrunn, sem legið hefir hér um mánaðartíma. Eins og menn rekur minni til brotnaði skrúfan af skipinu, er það var statt alllangt fýrir sunnan land á leið til Ameríku, með trjákvoðufarm. Sendi skip- ið út neyðarmerki og var Ægir fenginn til þess að draga skipið til hafnar hér. Kom það hing- að þ. 4. des., en hefir ekki get- að fengið viðgerð hér. Er öxullinn brotinn alveg upp við „keisinguna" og verð- u'r að draga skipið. til útlanda til viðgerðar. Skipið er 2400 smál. að stærð og altof stórt til þess að hægt sé að draga það hér í slippinn. Að likindum kemur hingað annað skip til þess að taka farminn. FLUGMENN MEÐ BJÖRGUNARBELTI. Þýsku flugmennirnir, sem taka þátt í flugferðum yfir Norðursjó og könnunarflugferðum til Bretlands og árásarflugferðum eru allir með björgunarbelti um sig í flugferðunum. Einnig er gúmmíbátur í hverri flugv.lL Á myndinni sést sveit þýskra flugmanna með björgunar- belti. Þýskalaxid og: 'Vorðiirlönd. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. Þýsku blöðin aðvara Norðurlandaþjóðirnar mjög strengilega um þessar mundir við því, að leyfa flutning hergagna og manna frá Bretlandi og Frakklandi yfir Noreg og Svíþjóð til Finn- lands. Þýsku blöðin segja, að Þjóðverjar muni ekki láta það viðgangast, að slíkir hergagnaflutningar haldi áfram. Af þessu virðist ljóst, að þýsku blöðin óttast, að Frakkar og Bretar áformi að senda herlið til Finnlands. Norðurlandaþjóðirnar hafa hinsvegar ekki fengið neinar að- varanir frá þýskum stjórnarvöldum um að veita ekki neina aðstoð Finnum til handa, né heldur krafist þess, að Norður- lönd gangi úr Þjóðabandalaginu, eins og sum þýsku blöðin hafa gert að umtalsefni. Erfiðleikar Rússa vaxandi á ví cjst öð vuEnm í Fiimlandi EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. Webb Miller símar í morgun, að Rússar hafi haldið áfram fallbyssuskothríð á Mannerheimvíggirðingarnar, þrátt fyrir, að allar tilraunir þeirra til árása á þær hafi ekki borið neinn ár- angur. Er þó miklu minni kraftur í fallbyssuskothríðinni en áður. Erfiðleikar Rússa eru vaxandi. í fyrsta lagi eru flutninga- erfiðleikarnir miklir. Gengur erfiðlega að flytja nægan liðsafla, hergögn og vistir til vígstöðvanna, því að það eru takmörk fyr- ir því hvað hægt er að flytja járnbrautarleiðina, en ógerlegt að koma flutningum eftir öðrum leiðum, eins og stendur. Það er talið að skotfærabirgðir Rússa á Kyrjálanesi, séu orðn. ar í minsta lagi, og m. a. þess vegna hafi þeir orðið að hægja á. Undangengna daga hafa safnast 100.000 kr. í Noregi til við- bótar áður söfnuðu fé handa Finnum. Féð hefir verið afhent finska sendiherranum. — NRP. — FB. í SvíþjóÖ hafa safnast 4.6 milj. kr. handa Finnum. — Straumur sænskra sjálfboðaliða til Finnlands vex stöðugt. — NRP. — FB. Finska herstjórnin tilkynnir, að í dag hafi verið fremur lítið barist á Kyrjálanesi en fyrir norðan Ladogavatn veiti Rússum miður. Finnar hafa tekið f jölda fanga. Mest hefir verið barist í kringum Salla og hafa Finnar tekið marga fanga. Sumar fregn- ir herma, að Finnar hafi tekið Salla. — NRP. — FB. blautur, er ekki unt að koma því við. Félögin hafa vandað mjög til undirbúnings, og fengið ágæta skemtikrafta. Má þar á meðal nefna að karlakór syngur og vikivakar verða stignir, og ýrhs gleðskapur i frammi hafður, t. d. sýndii- nýtísku dansar. Þarf ekki að efa að aðsókn verður góð, en nánar verða skemtiat- riðin auglýst sama dag og brennan verður haldin. Finnum hefir, eftir flestum fregnum að dæma, tekist að valda talsverðum skemdum á Murmanskbrautinni, aðallega á miðlíafla Iiennar. — NRP—FB. Aftökur í Moskva. Fregnir hafa borist um fjöldahandtökur í Leningrad og Moskva. Fregnir um þetta verða æ ákveðnari. Eftir seinustu fregnum að dæma tókst finsku flugmönn- unum, sem gerðu loftárásir á Ösel og Dagö, að valda þar mjög miklum skemdum. NRP —FB. Álfadans og bienna. Knattspyrnufélögin Fram og Valur hafa að undanförnu unn- ið að undirbúningi árfadans ög brennu, sem haldin verður á íþróttavellinum einhvern næsta góðviðrisdag. Var ætlunin að hafa brennuna i dag, en með því að völlurinn er nú mjög Nuffield lávarður og ílugvélasmið- ar Breta. Miðaldra fólk og þaðan af gldra í Oxford, man vel eftir manni, sem bafði lijólhesta- verkstæði i miðbænum og var annálaður fyrir dugnað. Hann liét Morris og varð seinna vell- auðugur á framleiðslu ódýrra bifrelða. Nú er hann orðinn heimsfrægur undir nafninu Nuffield lávarður. Hann hefir gert mest allra einstaklinga til að endurvigbúa England. Nuf- field lávarður notar enn þá lítið meira tíl eigin þarfa en hann gerði,meðan hann var hjólhesta- smiður í Oxford. Öllum hinum gífurlegu tekjum sínUm hefir hann varið til almenningsþarfa, á síðustu árum með þvi að gefa enska rikinu stórar og vandað- ar flugvélasmiðjur. Hann starf- ar nú sem ólaunaður forstjóri i þjónustu flugmálaráðuneytis- ins. En það eru fleiri, sem hafa efnast á bifreiðaframleiðslu, líka þeir, sem framleitt hafa dýra bila. Frægasta bifreiða- smiðja heimsins er Rolls- Royce-verksmiðjan. Hún fram- leiðir aðallega vagna, sem kosta 40—50 þúsund krónur, en þeir eru aftur á móti svo vandaðir, að þeir eru nær óslítandi. Nú hefir Rolls-Royce-félagið tilkynt bresku stjórninni, að hún muni hætta að framleiða „lúxus"-vagna, meðan iá stríð- inu stendur, og framleiða ein- göngu orustuflugvélar, bryn- dreka og brynreiðar. Og nú spyrja menn, hvort þessi her- gögn verði eins óslítandi og Rolls-Royce-bílarnir. Hákon Sumarliðason heitir ungur piltur, er þessa dag- ana stillir út nokkurum málverkum eftir sig í sýningarglugga Jóns Björnssonar & Co. í Bankastræti. Athygli skal vakin á því, aÖ þessi ungi piltur hefir ekki haft neina möguleika til náms, heldur stund- ar hann málaralistina aðeins í frí- stundum sínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.