Vísir - 10.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Gftmla Bíé Draumadansinn Amerísk dans- og söngvamynd. Lögin eftir Irving Berlin. Aðalhlutverkin leika: Fred Astaire og Ginger Rogers. Aukamynd: Walt Disney-teiknimynd. Sýnd í kvöld kl. 9. Eftir ósk verður Poul Reumert-myndin, Gamli presturinn sýnd í kvöld kl. 6.15. — Síðasta sinn. Böm fá ekki aðgang. Tri<*lio*nn-S Eitt helsta úrræðið til þess að halda hársverðinum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verslunum. Heildsölubirgðir hjá Áfengisverslun ríkisins. Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og fjárhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöld falla niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá líftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu líftryggingariðgjaldi. — Jarðarför séra Bjarna Þórarinssonar fer fram frá hcimili olckar, Reynimel 35 föstud. 12. þ. m. og hefst lcl. 1 e. h. Ingibjörg Einarsdóttir, Susie og Ólafur H. Ólafsson. Það tilkynnist, að útför Guðnýjar Einarsdóttur hefst með húskveðju að heimili hennar, Bakkastíg 1, fimtu- daginn 11. jan. kl. 1 e. li. Að lokinni bæn í dómkirkjunni verður lík liennar flutt til greftrunar að Hvalsnesi. Athöfn- in hefst að Nýlendu föstudaginn 12. jan. kl. 1 e. h. Fyrir hönd okkar og annara vandamanna. Guðrún Hákonardóttir. Magnús Þórarinsson. Frcttabréf tir filarða§traudar§ý§ln. —0— I. Góðærið gerir ekki entlaslept við okkur að þessu sinni. Eftir liið óminnilega góða vor og sumar — sem eklti gerist nein þörf á að skrifa um hér, þvi það var um alt land eins — hefir liaustið verið með afhrigð- um gott. Nú —- 5. desember — e'r jörð hér alauð á undirlendi. hvergi farið að gefa sauðfé og sumstaðar ekki farið að liýsa það. Nautgripir gengu úti fram undir veturnætur. Sauðfé var með vænsta móti til frálags í liaust eða svipað og haustið 1938. Alment er það álit bænda hér um slóðir, að dilkar veírði vænni — einkum feitari —• undan þeim ám sem gefið er síldarmjöl síðari hluta vetrar. En nú mun síldarmjöl lítið sem ekkért keypt hér um slóðir, og veldur því hið háa verð, sem á því er. Hey munu lika vera í besta lagi. En þó er óvíst hveTn- ig þær ær, sem aldar hafa ver- ið undanfarna vetur á síldar- mjöli taka því, að fá nú tómt hey með beitinni á útmánuðum. Eg ætla, að víðast til nesja, þar söm næðingarnir herja bera jörðina mestan hluta vetrar- ins, ættu bændur altaf að gefa síldarmjöl eða annað jafngott kraftfóður með beitinni, síðari hluta vetrar. ‘ II. Kartöfluuppskera var góð. Garðyrkja verður nú almönn- ari og fjölbreyttari með hverju ári sem líður. Allir bændur hér í nágrenninu rækta nú nægileg- ar kartöflur lianda heimilum sínum yfir árið og sumir eru byrjaðir lítilsháttar að rækta grænmeti. 1 III. Berjavöxlur var með afbrigð- um mikill i sumar hér um slóð- ir og berjatínsla meiri en nokk- uru sinni áður. Fólk úr nær- liggjandi kaupstöðum tíndi all- mikið og svo bændur eftir þvi sem ástæður leyfðu. Dæmi mun til þess, að frá einum bæ bafi verið seld ber fyrir 3ÓÓ—400 kr. i sumar. Berjatínslan er ó- tvírætt spor í rétta átt lil að nota gæði sins eigin lands meira en ve'rið hefir, en þó munu inn- flutningshöft og skortur á er- lendum ávöxtum og grænmeti liafa átt mestan þátt í berja- tínslunni í sumar. — Því mið- ur þarf oft utanaðkomandi á- hrif eða jafnvel þvingunarráð- stafanir frá valdhöfunum til þess að fólk komi auga á þá möguleika og gæði, sem liggja svo að segja fyrir hvers manns fótum í landinu. — En berja- tínsla hefir löngum þótt sein- legt verk, og kaldsamt að liggja við ber i misjöfnu veðri. En úr þessu hefir nú verið bætt að miklum mun. Jón Jónsson tré- smiður í Flatey hefir fundið upp og búið til hentugt áliald til berjatínslu, sem alment hér um slóðir er nefnt berjahrífa. Áhald þetta er mjög einfalt og auðvelt í notkun, og segja þeir, sem reynt liafa, að hægt sé að tina með því a. m. k. % pört- um meira en með gömlu að- ferðinni — höndunum einum saman. IV. Eftirfarandi klausa stendur í Tímanum frá 24. ágúst í sum- ar, og liefir Jón Árnason skrif- að: „Það er engum efa bundið, að villirefum hefir stórfjölgað hin síðari ár og að þeir valda sauð- fjáreigendum miklu tjóni. Eg liefi átt tal um þetta við æði marga bændur og hefir þeim yfirleitt borið saman um, að fjölgun villirefa stafi mest af því, að margar refaskyttur hirði meira um að ná yrðlingunum, en að skjóta fullorðnu dýrin, vegna þess hve yrðlingar hafa verið í háu verði undanfarin ár.“ Sjálfsagt er eitthvað satt í þessum ummælum Jóns, en enginn skyldi taka þau fyrir fullkominn sannleika. Hér um slóðir hefir frá óinuna tíð verið mesti fjöldi villirefa. Þeir hafa öðru hvoru veitt sauðfjáreig- endum þungar búsifjar eins og gerist og gengur, en einkum liafa þeir verið skæðir vargar i varplöndum sem fjarar í af fastalandi. Stundum hefir lika komið fyrir, að þeir hafa orðið innlyksa út um allar eyjar á Breiðafirði þegar ísa hefir leyst. En nú hin siðari ár hefir brugð- ið svo við, að refum hefir fækk- að ái’ frá ári og síðastliðið vor fanst ekki eitt einasta gren hér i Múlahreppi, og elcki heldur i næsta hreppi að austan, að því mér er sagt af skilgóðum mönnum. — Refir hafa verið aldir i girðingum hér í hreppn- um milli 10 og 20 ár og fer sú atvinnugiein ört vaxandi, og lítur ekki út fyrir að það hafi haft nein áhrif i þá átt að villi- refum f jölgi. Þetta ber illa heim við þá staðliæfingu Jóns, að villirefum fjölgi hér hin síðari ár og valdi bændum miklu tjóni. — Undantekningar eru a. m. k. frá því. ) V. Útgerð frá Flatey hefir verið sáralitil undanfarin ár. En nú fyrir skömmu keyptu þeir, Óskar lireppstjóri Nielsson og Ágúst Pétursson formaður í Flatey, 12—14 tonna vélbát sem þeir ætla að gera út þaðan. Biát- urinn hefir verið gerður út á lúðuveiðar siðan hann lcom og aflað 7—14 lúður i róðri. t VI. Elsti maður í norðanverðum Breiðafirði, Sveinn Pétursson i Gufudal er nýlega dáinn. Hann var kominn nokkuð á tiræðis- aldur og var ern og hress fram á síðustu stund. Sveinn var hálfbróðir þeirra skáldlconanna Ólínu og Herdísar Andrésdætra, fróður maður og vel gefinn, hraustmenni á yngri árum og íþróttamaður svo mikill, að undrasagnir ganga um afrek lians víðsvegar Um Breiðafjörð og annarstaðar þar sem Sveinn hafði farið. Bergsveinn Skúlason. Nokkur orð á Nýjársnótt 1940. i. Stórfrægur stjórnmálamaður var að tala um styrjaldir. Hann fór um það fögrum orðum og óefað sönnum, að nútíma hern- aður væri með þeim hætti, að enginn gæti sigrað, ósigurinn mundi koma niður á öllum. Hann talaði í annað sinn, eftir að ófriður var hafinn. Og þá sagði liann eitthvað á þessa leið: Það er sjálfsagt að berjast þangað til yfir lýkur og ný Ev- rópa getur orðið til. Og ný mundi Evrópa að vísu verða að ófriðarlokum, en ekki betri. Hinn dauðsjúki maður er nýj- ung móts við hinn heilbrigða, líkið móts við þann sem lifir. Annar stjórnmálamaður tal- aði. Upphafið var i sömu átt og hjá þeim sem fyr var getið, af- dráttarlaus fordæming styrj- aldar; en ályktarorðin einnig svipuð, eindregin hvöt til að berjast til þrautar og hætta ekki fyr en óvinaþjóðin yrði að Nýja B16 Ftaghetjnr i hernaði Spennandi og stórkoslleg amerisk kvikmynd, er lýsir Iífi hinna hraustu og fræknu flugmanna ófriðarþjóðanna, er þrá frið við alla, en berjast eins og hetjur, séu þeir neyddir til að berjast. Aðalhlutverkið leikur liinn djarfi og karl- • mannlegi ERROL FLYNN. ---------- Börn fá ekki aðgang. Leikfélag: Reykjavíknr „Dauðinn nýtup lífsins“ Sýning á morgun kl. 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitschy aðstoðar Aðgöngum. seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Trésmiðifélai leykjivikur. Þeir félagsmenn, sem kynnu að óska 9tyrks úr Trygg- ingarsjóði félagsins, sendi um það skriflega beiðni fyr- ií 18. þ. m. til formannsins, Valdimars Runólfssonar, Mímisvegi 2. STJÓRNIN. ÚTSALl á vetrarhöttum hefst í dag, Ú tsalan verður að eins i 4 daga. — Hattar frá kr. 6.50. HaHa- os’ Nkermabnðiu Austurstræti 6. Ingibjörg Bjarnadóttir. Bifreiðasteðin GEYSIR Símar 1633 og 1216 Nýir bílar. Uppbitadir bilar. leggja uiður alla vörn og láta fótum troðast. II. Erfiðleikar friðarvinanna eru miklir. Hver mundi t. d. nú vilja hvetja Finnlendinga til að leggja niður vopnin og lofa Rússum að vaða yfir landið. Og þó er ekki vafi á þvi, að þeir menn hafa rangt fyrir sér sem halda því fram, að styrjaldir séu óumflýjanlegar og meira að segja nauðsynlegar til að upp- ala mannkynið. Sannleikurinn er óefað á þá leið, að það mann- kyn sem getur ekki lært að út- rýma ófriði, kemst aldrei til fulls á framfaraleið og á ekki Ianga sögu fyrir höndum og þvi síður góða. Trúarbrögðin liafa reynst ófær um að hefta styrj- aldir, en hitt vita allir, að oft hefir ófriðUr af þeim lilotist. Mér er ókunnugt um að jafn- vel kristin kirkja hafi nokkurn tíma getað komið í veg fyrir styrjöld. Einungis þekkingin mun reynast þess megnug að gera endi á öllum herskap. Auk- in þekking. En það er eftir að vita, livort þeim þekkingarauka verður komið fram hér á jörðu. Eða með öðrum orðum; hvort tekið verður undir það uppliaf nýrrar heimsfræði og aukins skilnings á tilgangi lífsins, sem þegar er komið fram á íslandi. Helgi Pjeturss. Bæjcsp Leikfélag Reykjavíkur hefir nú leiki'Ö hið einkennilega og skemtilega leikrit „Dauðinn nýt- ur lífsins“ 5 sinnum við ágæta að- sókn og bestu undirtektir. Næsta sýning verður á morgun. Sjá augL í Hjónaefni. | í gær opinberuðu trúlofun sína í Ingibjörg Þórðardóttir frá. Sandi j og Jón Magnúsosn, ráðsmaður:. ; Slökkviliðið | var í gærkvöldi kallað að nr. 42- ! við Laugaveg. Hafði einbver brot- j ið þar brunaboða, en eldur var. j hvergi laus.. I’eningagjafir til Vetrarhjálparinnar: | Spilaklúbbur kr. 20,00, S. H. kr. 5,00, Skemtifél. „Gömlu dansamir" í Alþýðuhúsinu 30. des. kr. 300,00, starfsfólk hjá Laugavegs Apóteká : kr. 108,00, spilamemi Hellusundi 3 kr. 5,00, starísmenn hjá Gasstöð- j inni kr. 17,50, starfsmenn hjá Á- j fengisverslun ríkisins í Nýborg kr. 1 25>5°> K. S. kr. 50,00, starfsfólk hjá Slysatryggingu rikisins kr. 12,00, starfsfólk hjá Litfr og lökk j kr. 18,00, starfsfólk hjá Bifreiða- stöð Steindórs kr. 42.69, starfsfóík á Skattstofunni kr. 32,00, safnaíS ' af Morgunblaðinu kr. 1671,50. — . Kærar þakkir. — Vetrarhjálpar- innar. — Stefán A. Pálsson. 1 Næturvörður: Kjartan Ólaísson, Lækjargöta 6B, sírni 2614. — Næturvörður s Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavík- ur apóteki. Til sölu í kaupstað úti á landi fimrn dagsláttu tún með íbúðar- húsi, steinsteyptri lilöðu og fjósi. — Nánari uppl. í síma 5186 í dag kl. 6—7. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 Islenskukensla, 1. fL 18.40 Þýskukensla, 2. fl. — 19^20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Spurningar og svör. 20.30 Kvöld- vaka: a) Skúli Þórðarson mag. i Draumar Péturs mikla utu Norður- lönd og athafnir Stalins. Erindi. b) 21.00 Upplestur. c) 21.10 Einar Magnússon mentaskólakennari r Ro- ald Amundsen og ferðir hans, V. Erindi. d) 21.35 Hannónikuleikar,.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.