Vísir - 15.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 15.01.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Riitstjórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). I* Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGbÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 15. janúar 1940. 11. tbi. Rússnesk loftárás á sænska borg. Ógurlegar loftárásir á finskar borgir. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Rússneskir f lugmenn hafa undangenginn sólar- hring gert 3 loftárásir á Helsingfors og aðrar finskar borgir. Tvær loftárásirnar voru gerð- ar í gær. Skýrsla um manntjón af völdum þessara loft- árása hefir enn ekki verið birt, en eignatjón er talsvert. M. a. eyðilagðist bústaður ameríska sendiherrans fyrir utan Helsingfors og skemdir urðu á vegum, járnbraut- um, húsum o. f 1. M. a. borga, sem loftárásir voru gerð- ar á, eru Tammerf ors og Hangö. Webb Miller, f réttaritari United Press, símar í morg- un, að afleiðingar loftárásanna hafi verið hinar ógur- legustu. Rússar vörpuðu niður íkveikjusprengjum og kviknaði í f jölda húsa. P Rússneskar flugvélar flugu yfir sænska bæinn Luleá við Helsingjabotn í gær og vörp- uðu niður sprengikúlum. Tjón varð ekkert. Það er talið, að rússnesku f lugmennirnir haf i ekki áttað sig á, að hér er um sænska borg að ræða. Sænska ríkisstjórnin mun leggja fram mótmæli í dag í Moskva. Það er nú víst, að því marki verður, náð, að safna 50.000 bak- pokum í Noregi, með fatnaði o. fl. í, handa finska hernum. Söfnunin hefir farið fram um land alt, en einna mest safnaðist í Oslo. En það er safnað ýmsu fleiru, sem sent er til Finnlands, barnafatnaði, fiski og ávöxtum, svo sitthvað sé nefnt, og eru undirtektir almennings hinar bestu. Miklir bardagar halda áfram á Sallavígstöðvunum, þar sem menn ætla að Rússar hafi teflt fram tveimur herfylkjum. Sam- kvæmt fregnum einka-fréttaritara er nú álitið of snemt að spá neinu um að Finnar vinni þarna stórsigur. Rússum er það mik- ill hagur, að dregið hefir úr kuldunum á þessum vígstöðvum. Eina er á Petsamovígstöðvunum, þar sem sagt er að ný sókn sé hafin af hálfu Rússa. Það er fullyrt, að Murmanskbrautin sé eyðilögð á mörgum stöðum, og það sé höf uðskilyrði fyrir Rússa, að vinna sigur þarna, áður en aðflutningahindranir verða þess valdandi, að þeir geti ekki haldið áfram að berjast. Á Kyrjálanesi er talið, að Rússar hafi nú 400.000 manna her, sem hefir 2000 fallbyssur. NRP,—JPB. SÓKN AF HÁLFU RUSSA INNAN 2—3 VIKNA. Finskir herforingjar, segir Webb Miller, búast við, að Rúss- ar muni gera tilraun til.að hef ja sókn innan tveggja til þriggja vikna, á norðausturlandamærunum, en þangað eru þeir nú að senda nýjan liðsafla. Sem stendur eru þar að eins bardagar milli smáf lokka. FINNAR HANDTAKA GPU-MENN. — RÚSSAR BJUGGUST VIÐ Aö GERSIGRA FINNA Á 5—6 DÖGUM. Meðal fanga þeirra, sem Finnar hafa tekið, eru nokkrir rúss- neskir leynilögreglumenn, sem tóku þátt í innrásinni í Pólland. Þessir GPU-menn hafa viðurkent að þeir bjuggust við, að Finnar myndu beygja sig fyrir herveldi Rússa, og að eftir 5—6 daga yrði alt búið. Samvinna með Tyrkjum og Búlgörum. —0— . K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. 1 tilkynningu, sem út var gefin í gær í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, er rætt um vinsam- lega sambúð Búlgara og Tyrkja og sagt að fulltrúar þessara þjóða, sem nýlega komu sam- an til viðræðna, hafi komist-að þeirri niðurstöðu, að þeir ætti að vinna saman að friðinum á Balkanskaga. Þessi fregn þykir allmikil- væg vegna þess, að Búlgarir hafa alla tíð frá þvi heims- styrjöldin leið verið tregir til samvinnu við hin Balkanríkin og eru til dæmis ekki í Balkan- bandalaginu. Er nokkur von buhdin við það, að sambúð Búlgara og Tyrkja hefir færst í gott horf og vona menn, að framhald verði á, og Búlgarar hefji samvinnu við hin Balkan- ríkin. STJÓRNIN í JAPAN SEGIR AF SÉR. London i morgun. Japanská stjórnin sagði af sér í morgun, vegna ýmissa erfið- leika fjárhagslegs og viðskifta- legs eðhs. Ný stjórn er omynduð. Þegar Georg VI. Bretakonungur heimsótti bresku hermennina í Frakklandi. Myndin tekin, er hann var að stíga í land af herskipinu. **.~~,i-.MSftíww-..- Horfnrnar ískyggilegrri. Öllum heimferðarleyfum hermanna í Hollandi og Belgíu frestað, einn- ig heimferðarleyfum breskra her- manna í Frakklandi. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í morgun. í Berlínarfregn í.morgun segir, að ekkert hafi verið látið í ljós af hálfu hins opinbera í Þýskalandi, um var- úðarráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið í Hollandi og Belgíu undangenginn sólarhring. Varúðarráðstafanir í þá átt, sem að framan greinir voru fyrst birtar í Belgíu á laugardagskvöld. Auglýsingar voru fest- ar upp á götunum og hermönnunum skipað að leggja af stað til bækistöðva sinna þegar í stað. Jafnframt var boðað að 811- um heimferðarleyfum væri frestað, aukið varalið úr árgöng- unum 1920 og 1921 var kvatt til vopna og sérkunnáttumenn margir. Lögreglu- og hervörður var við allar opinberar bygg- ingar. Ýmsar fleiri ráðstafanir voru gerðar, skotfærabirgðir fluttar til virkjanna á landamærunum, o. m. fl. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Hermálaráðuneytið breska tilkynnir að öllum heim- ferðarleyfum breskra hermanna í Frakklandi hafi ver- ið frestað. Ekkert hefir verið látið í ljós opinberlega um orsakirnar til þessa, en það er alment talið, að gripið hafi verið til þessara ráðstafana af sömu orsökum, og heimferðarleyfum hermanna í Hollandi og Belgíu var f restað í gær og f yrradag. t Einar Benediktsson skáld, andaðist 12. þ. m. í Herdísarvík, eftir langvinna vanheilsu. Enda þótt vart væri hægt að skilja allar þessar ráðstafanir öðruvísi en svo, að horfurnar hefði breyst til hins verra, til- kynti utanríkismálaráðherrann, að hér væri um framkvæmd á áður teknum áformum að ræða og bæri ekki að skilja þetta svo, að stjórnin teldi horfurnar hafa breyst stórum til hins verra. í Hollandi voru ýmsar svip- aðar ráðstafanir teknar og í til- kynningu, sem þar var birt, var viðurkent, að horfurnar væri verri en áður. 1 HoIIandi voru ýmsar svip- aðar ráðstafanir teknar og í til- kynningu, sem þar var birt, var viðurkent, að horfurnar væri verri en áður. Það er sagt, að þrátt fyrir ýmsar fregnir um aukinn liðs- safnað Þjóðverja við landamæri Hollands og Belgíu sé fólkið í þessum löndum rólegt og stilt. Gera menn sér enn vonir um, að komist verði hjá þátttöku í stríðinu. Nokkurn ugg hefir það vakið, að þýskar flugvélar sjást nú miklu oftar en áður yfir belgisku landi og haf a þær með- al annars flogið yfir helstu víg- girðingar Belgíumanna í vest- urhluta landsins, við Namur, Liege Verfiers o. f 1. staði. Hefir verið skotið á flugvélarnar af loftvarnarbyssum og þær hrakt- ar á brott. Fregnirnar.um, að heimferð- arleyfum bresku hermannanna í Frakklandi væri frestað, hafa styrkt menn í þeirri skoðun, að gildar ástæður hafi verið til þeirra ráðstafana, sem teknar voru í Hollandi og Belgíu. Rússar liafa mótmælt þvi, ad Svíar og Norð- menn aðstoði Finna. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Tilkynning hefir verið birt um það í Moskva, að þ. 5. januar hafi rússneska ráðstjórnin mótmælt því, að Noregur og Sví- þjóð veitti Finnum aðstoð á þann hátt, að það væri hlutleysis- brot. Telja Rússar eftirfarandi atriði sanna þetta: 1) Norðmenn og Sviar sendi Finnum vopn og skotfæri. 2) Unnið sé að því að fá sjálfboðaliða til Finnlands í Nor- egi og Svíþjóð. — I svörum Noregs og Svíþjóðar, er því neitað að Norðmenn og Svíar veiti Finnum hernaðarlegan stuðning, og hafi verið, fylgt hlutleysi gagnvart Finnum í styrjöldinni milli Finna og Rússa. Svíar taka það fram í svari sínu, að Finnar geti flutt inn hvað sem þeir vilja, frá Svíþjóð, og sænska stjórnin telur sig ekki hafa neina ástæðu til þess að stöðva eða draga úr viðskiftum Finna og Svía. Bæði Norðmenn og Svíar leggja áherslu á, að þeir óski þess að varðveita góða sambúð við Rússa. Einn af embættismönnum stjórnarinnar hefir komist svo að orði um svörin, að ekki sé hægt að líta svo á, að þau séu full- nægjandL Frá setningu Stór- iJingsins norska. I hásætisræðunni við setn- ingu Stórþingsins var tekið fram, að nauðsyn krefði, að skattar væri hækkaðir, vegna þeirra byrða, sem leiddi af styrjöldinni, en hennar vegna þyrfti að leggja fram mjög auk- ið fé til landvarna og hlutleys- isverndar. Það var farið vinsamlegum orðum um samkomulagsum- leitanir þær, sem fram fara milli Noregs og Vesturveldanna og Noregs og Þýskalands um viðskiftasamninga. — Þessum samkomulagsumleitunum er ekki enn lokið en von var látin i ljós um, að af nýjum samn- ingum leiði meira öryggi og betri og tryggari skilyrði fyrir verslun og siglingar Norð- manna. Hákon konunur lét þá ósk og von í'ljós í ræðu sinni, að þjóð- irnar m'ætti brátt verða friðar aðnjótandi, og einkanlega læt eg slíka ósk i ljós fyrir bræðra- þjóð vora, Finna, sagði kon- ungur. Það hlýtur ávalt að vera hlutverk norskra stjórnarvalda að vinna í þágu friðarins, og þá fyrst af öllu með Svíum og Dönum. — NRP— FB. Veðrið í morgun. í Reykjavík o stig, heitast í gær —i stig, kaldast í nótt —4 stig. Úrkoma engin. Sólskin 3,1 klst. Heitast á landinu i morgun 2 stig, á Dalatanga, kaldast —4 stig á Horni og Bolungarvík. — YfirUt: HæÖ yfir Grænlandi og Islandi. — Horfur: Su'Svesturland og Faxa- flói. Stinningskaldi á norðan og norÖaustan. Bjartviðri. Verkamenn! Athugið, hvort þið eruð á kjör- skrá Dagsbrúnar. Eftir að kosning- in hefst, er það um seinan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.